Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HÓLMFRÍÐ UR
ODDSDÓTTIR
+ Hólmfríður var
fædd í Reykja-
vík hinn 29. apríl
1906, en lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Grindavík hinn 5.
júní sl. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þórunn Pétursdótt-
ir, ættuð úr Gríms-
nesi og Selljarnar-
nesi, og Oddur
Oddsson frá Króki
á Kjalarnesi. Hann
/ var af Efferseyjar-
eða gömlu Engeyj-
ar-ættinni, sonur
Odds Þorlákssonar í Króki, og
eru mörg skyldmenni hans enn-
þá á Kjalarnesi. Þórunn var
dóttir Péturs Ingimundarsonar
frá Seltjarnarnesi og Sigríðar
Sigurðardóttur frá Hverakoti í
Grímsnesi. Einn bróðir Péturs
var Ólafur í Bygggarði, annál-
aður sjósóknari og veðurglögg-
ur með afbrigðum.
Annar var Sveinn í
Seli í Reykjavík.
Hólmfríður átti þrjá
albræður sem upp
komust, þá Jónas,
Odd og Maron, en
Sigurður Markússon
var hálfbróðir þeirra.
Jónas, Maron og Sig-
urður létust allir inn-
an við þrítugt. Oddur
var til margra ára í
söludeild Olíufélags-
ins Skeljungs, en lést
fyrir nokkrum árum.
Hólmfríður giftist
Vilhjálmi Hinriki ívarssyni
hinn 18. desember 1926. Hann
var ættaður úr Grímsnesi og
af Eyrarbakka. Þau bjuggu á
Bráðræðisholtinu í Reykjavík
og vann Hinrik við smíðar, en
Hólmfríður í Dósaverksmjðju
Sláturfélags Suðurlands. Árið
1934 fluttu þau að Merkinesi í
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
AÐALBJÖRG SIGTRYGGSDÓTTIR,
Stigahlíð 2,
lést í Landspítalanum föstudaginn
10. júní sl.
Ragnar F. Jónsson,
Gunnlaugur Ragnarsson,
Arinbjörg V. Ragnarsdóttir,
Ragnhildur Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Jón Þorsteinsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLA SVEINSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
Hamrabergi 22,
áður Hrísateigi 43,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum 9. júní.
Stefán Þorsteinsson,
Sveinn Þorsteinsson,
ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Þráinn Þorsteinsson,
Eggert Þorsteinsson,
Jón Þorsteinsson,
Bergþóra Þorsteinsdóttir,
Jónína Vilhjálmsdóttir,
Agnar Ármannsson,
Hulda Jónsdóttir,
Birna Kristinsdóttir,
Þórey Á Kolbeins,
Guömundur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LÚÐVÍK MAGNÚSSON
frá ísafirði,
Holtsgötu 29,
Ytri-Njarðvík,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur að
morgni 12. júní.
Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00.
Sigríður Helgadóttir,
María Lúðvíksdóttir, Kristján Kristinsson,
Óli M. Lúðvíksson, Guðrún Þórðardóttir,
Jóna Lúðvíksdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Halldóra Lúðvíksdóttir, Hannes Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR ODDSDÓTTIR,
Merkinesi,
Höfnum,
verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 14. júni, kl. 14.00 frá Kirkju-
vogskirkju, Höfnum.
Sigurjón Vilhjálmsson, Guðrún Arnórs,
Henny Eldey Vilhjálmsdóttir, Svavar Gests,
Þóroddur Vilhjálmsson, Maron Vilhjálmsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Höfnum. Þau eignuðust fimm
börn sem upp komust, en
misstu tvö stuttu eftir fæðingu.
Þau er í aldursröð: Sigurjón,
kvæntur Guðrúnu Arnórs,
Henný Eldey, gift Svavari
Gests, Þóroddur, ókvæntur,
Maron Guðmann, ókvæntur, og
Vilhjálmur Hólmar, sem kvænt-
ur var Þóru Guðmundsdóttur;
hann lést af slysförum í Lux-
emburg árið 1978. Ennfremur
ólu þau upp dótturson sinn,
Atla Rafn. Hólmfríður og Hin-
rik bjuggu í Merkinesi í rúm-
lega 58 ár. í september 1992
fluttust þau í Víðihlíð, dvalar-
heimili aldraðra í Grindavík.
Hinrik lést þar hinn 24. janúar
síðastliðinn. Utför Hólmfríðar
fer fram frá Kirkjuvogskirkju
í Höfnum hinn 14. júní n.k.
LÁTIN er í hárri elli tengdamóðir
mín, Hólmfríður Oddsdóttir i Merki-
nesi í Höfnum. Þegar ég kynntist
Fríðu í Merkinesi var hún á besta
aldri og mundi tímana tvenna.
Eflaust hafa það verið mikil við-
brigði fyrir hana að flytjast úr þeirra
tíma þægindum Reykjavíkur í fá-
mennið og rafmagnsleysið í Höfn-
um. Til að byija með voru steinolíu-
lampar einu ljósfærin sem notuð
voru. Viðbrigðin voru óneitanlega
mikil, en þótt þeir bæru ekki mikla
birtu fór hún oft með lampa og setti
í vesturgluggann á gamla húsinu í
Merkinesi, sem sneri út að sjónum.
Á þann hátt gat hún lýst bónda sin-
um er hann kom að landi. Þá sá
hann hvernig stóð á sjó eftir því sem
ljósið bar við sjógarðinn og eins
hvar hann v4r staddur við sundið í
Merkinesi. Sérlega er mér minnis-
stætt þegar Fríða átti fimmtugsaf-
mæli að hún fékk rafmagnsstrau-
jám og hraðsuðuketil í afmælisgjöf
af því að þá var rafmagnið nýkomið
í Merkines.
Þá er líka erfitt að gera sér i
hugarlund hvernig var að flytja til
staðar þar sem ekki var hægt að
fá neysluvatn, nema salt vatn úr
brunni eða rigningarvatn þegar
unnt var að ná því úr tjömum. Allt
vatn þurfti að bera í húsin hvemig
sem viðraði.
Önnur viðbrigði voru þau að koma
af fámennu heimili í Reykjavík og
að sjá um og halda uppi mannmörgu
og stóru heimili við sjávarbúskap.
Hún þurfti að sjá um allt innan-
stokks, stjórna vinnufólki og vinna
við hlið þess að öllum störfum heim-
ilisins. Hún var ekki mikið fyrir
skepnur í upphafi, en lærðist að
umgangast húsdýrin af mestu nær-
gætni því að þeirra tíma sið höfðu
þau hjón kýr, kindur og hest fyrir
utan hunda og ketti.
Tengdaforeldrar hennar, þau
Margrét Þorsteinsdóttur og Ivar
Geirsson vom á heimili hennar í
Merkinesi þar til þau létust í hárri
elli. Hún hugsaði ákaflega vel um
þau, sérstaklega Margréti sem var
rúmliggjandi i mörg ár og þurfti
mikillar umönnunar við.
Hólmfríður unni söng og lærði til
hans hjá Sigurði Birkis um tíma.
Hún söng í kirkjukór Kirkjuvogs-
kirkju um árabil og bar hag kórsins
og kirkjunnar mjög fyrir brjósti.
Hún var einnig mikið fyrir bóklestur
og eftir að Lestrarfélag Hafna-
hrepps var stofnað var hún í stjórn
þess frá byrjun. Þegar Jón kennari
Jónsson frá Hvammi fluttist úr
Höfnunum til Keflavíkur tók hún
við vörslu og stjóm bókasafnsins.
Var það um nokkurn tíma í Merki-
nesi, en var svo flutt í Kirkjuvogs-
hverfið. Sá hún um það þar í mörg
ár. Því má segja að þau hjón, Hin-
rik og hún, hafi þjónað byggðarlag-
inu hvort með sínum hætti, en hann
var í hreppsnefnd nokkurn tíma og
hreppstjóri í áratugi. Af þessu leiddi
að mikill gestagangur var á heimil-
inu og mörgum að sinna. Var henni
mikil ánægja að taka á móti gestum
og veita þeim af rausn.
Eitt var það sem hún hafði alltaf
gaman af, en það var að sitja niðri
við fjöru og horfa á sjóinn, hvort
sem brimgangur var eða sléttsævi.
Hún sagðist geta horft á sjóinn
endalaust, þetta væri slíkt meistara-
verk náttúrunnar, síbreytilegt að
útliti, litum og ásýnd. Slétt og fag-
urt, jafnvel lokkandi en líka ógn-
vekjandi jötunn sem engu þyrmdi í
sínum versta ham. Þó hafði hún
ekki mikinn tírna til að skoða þetta
eftirlæti sitt, verkin kölluðu.
Heilsu hennar hrakaði ört eftir
að Hinrik lést í janúar sl. og var
ekki hægt að fínna annað en hún
biði þess eins að fá að fara á eftir
honum. Þá ósk sína fékk hún svo
uppfyllta með hægu andláti að
kvöldi 5. júní s.l.
Fyrir hönd aðstandenda hennar
vil ég þakka starfsfólkinu í Víðihlíð
fyrir einstaka umönnun og natni við
hana þann tíma sem hún dvaldi þar.
Guð blessi minningu hennar.
Guðrún Arnórs.
Sunnudagurinn 5. júní rennur
upp bjartur og fagur hér í Merki-
nesi, enn einn sólardagurinn vermir
gisinn gróðurinn sem þó sækir í sig
veðrið, en bæjartúnin hafa aldrei
verið mýkri og grænni, og sjórinn
gutlar óvenju letilega við grýtta
ströndina. Fyrsti laukurinn sem
settur var niður i haust blómstrar
einmitt núna og í skjólsælu homi
bæjargarðsins teigir sig úr grasi
mjaðjurtin, síðustu leyfar blóma-
garðsins þíns Fríða mín sem þú
ræktaðir fyrir nær sextíu árum
meðan þú bjóst hér við harðan kost
í Vesturbænum. Ef til vill munu þau
blómstra hér undir fornri hleðslu til
eilífðar. Á þessum fagra kveðjudegi
þínum er gestkvæmt hér í Merki-
nesi. Fólk kemur hingað til að minn-
ast uppvaxtarára, gengur um tún
og tóftir og skima í fjörur eftir fomu
uppsátri. Oldruð kona kemur í fylgd
sonar og barnabams sem ber nafnið
Vilhjálmur Hinrik, rætt er um ykkur
hjónin, og horft heim að austurbæn-
um húsinu ykkar, sem nú starir
tómum augum til sjávar. Þarna
stóðst þú svo oft einmitt við þennan
eldhúsglugga og skimaðir til hafs
eftir Hinriki karli þínum sem fram
á áttræðisaldur réri hér einn á báti
við erfiðustu aðstæður í brimgarð-
inmum. „Mikið hefur þetta verið
duglegt og gott fólk“, er sagt svona
upp úr þurru í samræðunum, og eru
þetta orð að sönnu.
Einhvem vegin er það við hæfi
að þið hjónin hverfið svona úr þess-
um heimi með svo stuttu millibili,
svo samgróin eru nöfnin Fríða og
Hinrik í huganum. Hérna á þessum
fagra túnbletti við grýtta og brim-
sorfna strönd stóðuð þið saman
heiðurshjónin, áttuð ykkar vonir,
sorgir og gleðistundir unnuð ykkur
upp úr sárustu fátækt og byggðuð
upp þennan stað sem varð ykkar
skjól og lífsbjörg til hinnstu stund-
ar. Nútímamaður sem hingað leitar
í frítíma og minningarómantík á
erfitt með að ímynda sér hvernig
unnt er að sjá stórri fjölskyldu far-
boða á svo harðbýlu landi, en sam-
heldni, dugnaður og útsjónarsemi
gefur meira af sér en margur held-
ur, það hafíð þið sýnt og sannað.
í dag vaxa fíflar í friði við tröpp-
urnar þínar en aldrei gleymist ylm-
urinn á hlaðinu, þegar þú stóðst við
baksturinn og barnsaugun ströðu
upp í eldhúsgluggann. Aldrei brást
það annaðhvort birtist stór og búst-
in kleina í dyragættinni, eða það
sem best var soðbrauðskaka með
smjöri sem óðum bráðnaði í girnileg-
um mishæðum kökunnar. Mikið var
suðað í heimahúsum um bakstur á
Fríðukleinum, en ekki stóðust þær
samanburð, þrátt fyrir alla tilburði.
Ekki gleymdir þú einlægum
bamsaugum, því árum saman langt
fram á mín fullorðinsár fékk ég jóla-
pakka frá Merkinesi fullan af ylm-
andi pattaralegum kleinum, og soð-
brauðskökum.
Eftir æskuárin kynntist ég þér
aftur sem fullorðinn maður, og þá
birtist mér margbrotinn, fjölfróður
persónuleiki, hnittinn í tilsvörum og
gerði óspart grín að sjálfum sér og
sínum, án þess þó að móðga nokk-
um mann. Stundum fannst mér þú
vera nokkuð hissa á hlutskipti þínu
í lífinu starandi til sjávar út um eld-
húsgluggann, og eitt sinn sagðir þú
með glettni, ,já jafnvel eftir að vera
orðin nær staurblind, get ég ekki
vanið mig af þeim ósið að fylgjast
með slórinu í kallinum.“
Hólmfríður Oddsdóttir fæddist í
Reykjavík 29. apríl 1906. Foreldrar
hennar vom Oddur Oddsson frá
Króki á Kjalamesi og Þómnn Pét-
ursdóttir úr Grímsnesinu. Systkinin
vom fimm, yngstur Maron sem dó
af slysfömm, síðan kom Fríða og
Oddur og tveir nokkru eldri bræður
Jónas og Sigurður. Þau eru nú öll
látin.
Hólmfríður og Hinrik Villhjálmur
ívarsson vom gefin saman í Desem-
ber 1926, en hann lést í janúar sl.
á tíræðisaldri. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau í Reykjavík, þar sem
Hinrik vann við smíðar og Fríða í
dósaverksmiðju Sláturfélags Suður-
lands, en Hinrik var sjómennskan í
blóð borin og fylgdi Fríða manni
sínum alltaf í verið og eldaði og
þvoði af vermönnum. 1930 fékk
Hinrik aðsetur til sjóróðra í Höfnum
og reri tvær vertíðir frá uppsátri
Guðmundar Sigvaldasonar (afa
mínum) í Merkinesi. Hinrik lýsir
þakklæti sínu með að skíra síðasta
bát sinn Guðmund S. Þóroddur son-
ur Hinriks réri báti þessum um ára-
bil en nú er ráðgert, að þetta smíða-
verk Hinriks skuli standa til sýnis
við nýstofnað sædýrasafn í Kirkju-
vogshverfi, og er það vel til fundið.
1934 leigja þau hjónin Vesturbæ-
inn í Merkinesi en jörðin hafði verið
tvíbýli um langan aldur. Þarna
bjuggu þau í rúm tíu ár, þegar þau
keyptu Austurhlutann og bjuggu
þar æ síðan, seinni árin í góðu skjóli
sonar síns Þórodds, sem búið hefur
í Merkinesi fram á þennan dag. Síð-
ustu æviárin dvöldu þau hjónin á
öldrunardeildinni Víðihlíð í Grinda-
vík við mjög góða umönnun.
Fríða tók virkan þátt í félagsmál-
um Hafnahrepps, hafði umsjón með
lestrarfélagi hreppsins og bókasafn-
ið var undir hennar umsjá um ára-
bil. Einnig var hún í kór Kirkjuvogs-
kirkju, enda landsfrægt söngfólk frá
henni komið.
Börn þeirra hjóna sem komust á
legg eru Siguijón flugvirki, kvæntur
Guðrúnu Arnórs, Henny Eldey (Ellý
Vilhjálms söngkona) gift Svavari
Gests, Þóroddur vélvirki, býr nú i
Kirkjuvogshverfi, Maron útvarps-
virki býr í Ástralíu og Vilhjálmur
Hólmar Vilhjálmsson flugmaður og
söngvari, sem lést af slysförum fyr-
ir sautján árum. Einnig ólu þau upp
dótturson sinn Atla Rafn Eyþórsson,
sem býr nú ásamt fjölskyldu sinni
í Kirkjuvogshverfí og leitar oft á
bernskustöðvar hér í Merknesi.
I dag mun Fríða hvila við hlið
bónda síns í Kirkjuvogskirkjugarði,
hvíldinni fegin. En verk heiðurshjón-
anna munu lengi í minnum höfð hér
í Höfnum, og fyrir okkur sem þeim
kynntust verða þau ávallt ómissandi
í minningunni. Mjaðjurtin dafnar
enn við grjótgarðinn og teigir harð-
gerð blöð sín upp úr grasinu og
smíðaverkin tala sínu máli. Við
systkinin í Vesturbænum (Steinunn,
Ásta, Bjarni og Þóra) samhryggj-
umst ættingjum vinum og öllum
Hafnabúum og þökkum Hólmfríði
innilega samverustundirnar í Merki-
nesi.
Bjarni Marteinsson.
L LEGSTEINAR ERFIDRYKKJUR
^ H€LLUHfifiUNI 14, HRFNARFIRÐI, SÍMI 91 -652707
l’ E R L a n síini 620200