Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IVÁRORTALISTl) Dags. 14.6.1994. NR. 160 5414 8300 0310 5102 5414 8300 3163 0113 5414 8300 3164 7117 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 5413 0312 3386 5018 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 J V7S4 14.6. 1994 Nr VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0008 7588 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** kort úr umferö og sendií VISA Islandi sundurklippl. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. rv Álfabakka 16-109 Reykjavík Sfmi 91-671700 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. júní 1994. 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.645.368 kr. 1.000.000 kr. 1.129.074 kr. 100.000 kr. - 112.907 kr. 10.000 kr. 11.291 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANOSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 .7/7///////// Mikið úrval af fallegum Triumph sundbolum,bikini og sundskýlum á börn og fullorðna. Einnig frúarbolir og bikini í yfir stærðum. Útsölustaðir: Reykjavík: Sport-Kringlan, Hummelsportbúðin, Útilíf, Boltamaðurinn. Kópavogur: Sportbúð Kópavogs. Hafnarffjörður: Músik og sport. Keflavík: Sportbúð Óskars. Grindavík: Paloma. Akranes: Akrasport. Borgarnes: Borgarsport. ísafjörður: Sporthlaðan. Hólmavík: Kaupf. Steingrímsfj. Hvammstanga: Kaupf. V-Húnv. Akureyri: Sporthúsið, Amaró. Reyðarfjörður: Kaupf. Héraðsbúa. Eskifjörður: Hákon Sófusson. Höfn: KASK. Neskaupsstaður: Kaupf. Fram. Vestm.eyjum: Axel Ó. Selfossi: Sporbær. Laugarvatni: H-Sel. nQU Q ^HkðDOPtí Kleppsmýrarvegi 8,105 Reykjavík. sími; 688085> fax: 689413. Blab allra landsmanna! pbrgtmMiiMlr - kjarni málsíns! I DAG Hlutavelta STÖLLURNAR á myndinni söfnuðu fé til styrkt- ar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Þær heita Unnur, Sólveig og Anna Margrét, en á myndina vantar Evu, sem einnig stóð að söfnuninni. LILJA BJARGEY Pétursdóttir, Anna Karen Þór- oddsdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir efndu til hlutaveltu til styrktar söfnuninni Böm- in heim. Þær söfnuðu 1.550 krónum. SKÁK Umsjón Margcir Pctursson Á ÖFLUGA mótinu í Se- villa sem lauk fyrir mán- aðamótin kt>m þessi staða upp í skák stórmeistaranna Boris Gulko (2.615), Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Migu- els Rivas Pastor (2.505) Sjá stöðumynd 17. Rcxe4! — dxe4 18. Rxe4 — Kf8? (Svart brest- ur kjark til að þiggja seinni riddarafórnina, en eftir 18. — Rxe4 hefur hvítur mjög hættuleg sóknarfæri eftir 19. Bh5+ - Kd7 20. Dd5+ - Rd6 21. Bg4+ - Ke8 im ■a ■ mmmmm ii S f% n p ají 22. Hxc6 eða 19. De6 - Rf6 20. 0-0) 19. Rxf6 - Bxf6 20. Bh5 - Hh7 21. 0-0 (Nú vinnur hvítur, því svartur á ekkert svar við hótuninni 22. Hxf6+) 21. — Dd6 22. Hxf6+ - Dxf6 23. Hfl - Dxfl+ 24. Kxfl og svartur gaf fáum leikjum síðar, því hvítur hefur unnið manninn til baka, tvö peð að auki og svarti kóngurinn er ennþá berskjaldaður. VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Heimilisprýði MIG langaði að koma fram þakklæti til versl- unarinnar Heimilisprýði í Hallarmúla fyrir ein- staklega góða þjónustu þegar ég verslaði við þá fyrir stuttu. Sigiíður Brynjólfsd. Hvaðan kemur kjötið? MIG langar til að vita í hvaða verslunum það kjöt er selt sem kemur frá Mývatnsafréttum. Þar er sauðfé beitt á land sem er verið að græða upp og til að mótmæla því ætla ég ekki að kaupa lambakjöt sem kemur frá Mývatnsafrétti. Er verið að græða upp örfoka land til þess eins að beita sauðfé á það? Ingibjörg Hallgrímsd. Tapað/fundið Úlpa tapaðist TAPAST hefur bar- naúlpa (Craft), dökkblá með rauðu á öxlum, stærð 150, sennilega við Safamýri/Háaleitisbraut fyrir u.þ.b. tveimur vik- um. Finnandi vinsamlega hringi í síma 685186. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA úr leðri með fjórum lyklum á, þar af einum bíllykli, fannst í Glaðheimum 3. júní sl. Eigandi má hafa sam- band í síma 35964. Gæludýr Kettlingur SVARTUR og hvítur fjögurra mánaða fress- kettlingur fæst gefins á gott heimili. Einstaklega blíður og góður. Upplýs- ingar í síma 25859. Kattafj ölskylda AF SÉRSTÖKUM ástæðum þarf að útvega kattafjölskyldu, læðu og þremur kettlingum, ný heimili. Upplýsingar í síma 42384. Páfagaukur tapaðist BLÁR páfagaukur, gári, flaug út um gluggann á Njálsgötu 59 sl. sunnu- dag. Hafi einhver orðið var við páfagaukinn er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 17087. COSPER Það er nú alveg stórkostlegt að komast úr þéttbýl- inu í óspillta náttúru Víkverji skrifar... Minn tími kemur“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, á flokksþingi Alþýðuflokksins sl. laugardag. Víkveiji hefur verið að hugsa um þessi orð. Er það þetta, sem stjórnmálabaráttan snýzt um? Persónuleg valdabarátta? Jóhanna sagði ekki: Tími minna hugmynda kemur eða tími þeirra málefna, sem ég berst fyrir. Nei, hún sagði: „Minn tími kemur“. Það er sjaldgæft að stjórnmála- menn láti það uppi svo umbúða- laust, að pólitísk barátta þeirra snúist um völd þeirra sjálfra en ekki um hugmyndir eða málefni. Kannski er það heiðarlegt að tala á þennan veg en óneitanlega tekur stjórnmálabaráttan á sig töluvert aðra mynd ef hún snýst ekki um neitt annað en persónulega valda- baráttu einhverra einstaklinga. xxx Baráttan um varaformennsku Alþýðuflokksins var klúðurs- leg. Niðurstaðan varð sú, að Sig- hvatur Björgvinsson, viðskiptaráð- herra, gaf ekki kost á sér til fram- boðs. En ef líta má svo á, að nokkr- ir helztu forystumenn Alþýðu- flokksins hafi í baráttunni um varaformannsembættið viljað prófa styrkleika sinn og koma sér fyrir til þess að geta blandað sér í baráttu um formannsembættið, þegar þar að kemur,- segir kosn- ingin á milli Guðmundar Árna Stefánssonar og Össurar Skarp- héðinssonar litla sögu. Af þeim þremur ráðherrum Al- þýðuflokks, sem eftir standa, þeg- ar Jón Baldvin og Jóhanna eru undanskilin, er augljóst, að Sig- hvatur hefur sterkasta stöðu á landsvísu. Úrslit kosningarinnar á milli Guðmundar Árna og Össurar segja því ekki nema háifa sögu. Og ekki útilokað, að það komi í ijós síðar, að það hafi verið sterk- ur leikur hjá Sighvati að standa utan við þessa baráttu nú. Hafi þetta átt að vera uppgjör á milli þeirra þriggja, fór það uppgjör of snemma fram. Jón Baldvin er kominn í hóp þeirra formanna Alþýðuflokks, sem hafa setið einna lengst á for- mannsstóli, Og raunar er hann að komast í hóp þeirra íslenzku stjórn- málamanna í hvaða flokki, sem er, sem hafa setið lengi á formanns- stóli. Það er töluvert afrek að halda formennsku í stjórnmálaflokki svo lengi, ekki sízt í því fjölmiðlaná- vígi, sem nú tíðkast í stjórnmálum. Hann er líka að komast í hóp þeirra forystumanna Alþýðuflokks, sem tryggt hafa flokki sínum sam- fellda setu í ríkisstjórnum býsna lengi. Ef litið er til tímabilsins frá 1971 stendur formannstímabil hans upp úr að þessu leyti. Það þarf að leita aftur til hins fyrra viðreisnartímabils svo og til áranna á milli 1930 og 1940 til þess að finna samfellt valdaskeið Alþýðu- flokks í svo langan tíma. Yfirleitt hefur það verið talið markmið flokka að vera í ríkis- stjórn en ekki utan og í því ljósi, er árangur Jóns Baldvins náttúru- lega umtalsverður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.