Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. ALÞÝÐUFLOKK- URINN OG ESB Iályktun flokksþings Alþýðuflokksins um Evrópumál segir m.a. svo: „Þess vegna ályktar flokksþingið, að hagsmunum íslendinga verði til frambúðar bezt borgið með því, að ísland láti á það reyna, hvort unnt er að tryggja brýnustu þjóðarhagsmuni Islendinga við samningaborðið. Endanleg afstaða til hugsanlegrar aðildar að ESB verður hins vegar ekki tekin fyrr en samningsniðurstöður liggja fyrir og hafa verið rækilega kynntar. íslenzka þjóðin mun að sjálf- sögðu eiga síðasta orðið um það mál í almennri þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Forsendurnar fyrir þessari niðurstöðu Alþýðuflokksins eru allar pólitískar, þ.e. þær snerta pólitíska hagsmuni íslendinga í samskipt- um við aðrar þjóðir og þá sérstaklega Norðurlandaþjóðir og aðrar Evrópuþjóðir. Flokksþingið vísar til þeirra breytinga, sem hafa orðið frá lokum kaida stríðsins, breyttra viðhorfa innan Atlantshafsbanda- lagsins, þverrandi mikilvægis íslands í hernaðarlegu tilliti og afstöðu annarra Norðurlandaþjóða, sem samið hafa um aðild að ESB. Þótt flokksþingið komist að þeirri niðurstöðu, að Islendingar eigi að láta reyna á það, hvers konar samningum er hægt að ná við ESB, telur það umsókn um aðild ekki tímabæra og bendir á, að fram- undan séu viðræður við ESB um stöðu EES. Þær geti ekki hafizt í alvöru fyrr en niðurstaða í þjóðaratkvæði bandalagsþjóða okkar í EFTA liggi fyrir og þá fyrst komi í Ijós, hvert verði hlutskipti okkar í samstarfi við aðrar Norðurlandaþjóðir. Ýmis önnur atriði þurfa að liggja fyrir að mati flokksþingsins áður en ákvörðun er tekin um umsókn um aðild fslands að ESB. Þótt flokksþing Alþýðuflokksins hafí þannig ýmsa fyrirvara á sam- þykkt sinni er ljóst, hvert Alþýðuflokkurinn stefnir. Það vekur hins vegar furðu, að í ályktun flokksþingsins eru einungis raktar þær pólitísku forsendur, sem Alþýðuflokkurinn telur liggja til grundvallar þeirri niðurstöðu, sem flokksþingið komst að. Hins vegar er hvergi í ályktun Alþýðuflokksins vikið einu orðið að þeim viðskiptalegu og efnahagslegu hagsmunum, sem eru í húfi. Hvers vegna ekki? Telja Alþýðuflokksmenn, að þeir hagsmunir komi hér ekki við sögu?! Meginástæðan fyrir því, að allir aðrir stjórnmálaflokkar en Alþýðu- flokkurinn telja aðild íslands að ESB ekki koma til greina að óbreytt- um aðstæðum er auðvitað sú, að það er einfaldlega óhugsandi fyrir okkur íslendinga að gangast undir sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. í ályktun flokksþings Alþýðuflokksins er á einum stað vikið að því, sem nefnt er „hagstæðir sjávarútvegssamningar" Norð- manna. Þeir eru ekki hagstæðari en svo, að þessa stundina a.m.k. er yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna andvígur aðild að ESB en alveg sérstaklega fer ekki á milli mála, að andstaðan er mjög sterk í Norður-Noregi, þar sem byggðirnar eiga allt undir sjávarútvegi, nákvæmlega eins og við íslendingar. Þótt samningamenn Norðmanna hafi gengið mjög langt í því að fullyrða, að Norðmenn þurfi ekkert að óttast í sambandi við sjávarút- vegshagsmuni sína er alveg ljóst, hvað sem öðru líður, að formleg yfirráð yfir norskum fiskimiðum færast að nokkrum árum liðnum til Brussel. Það er gersamlega útilokað, að íslendingar muni nokkru sinni fallast á, að yfirráð yfir íslenzkum fiskimiðum verði færð til Bruss- el, jafnvel þótt embættismenn og stjórnmálamenn segðu, að það væri einungis að forminu til, eins og haldið hefur verið fram í Nor- egi. Þetta er meginástæðan fyrir því, að aðrir stjórnmálaflokkar en Alþýðuflokkur hafa talið, að aðild að ESB komi ekki til greina og þetta er meginástæðan fyrir því, að Morgunblaðið telur, að aðild að ESB að óbreyttri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sé óhugsandi. Að þessu grundvallarvandamáli er ekki vikið einu orði í ályktun flokksþings Alþýðuflokksins. Hvers vegna ekki? Væntanlega ætlast Alþýðuflokksmenn ekki til að íslenzka þjóðin ræði þetta mál í alvöru á þeim forsendum einum, að við kunnum að einangrast frá öðrum Norðurlandaþjóðum, að samstarfið innan NATO sé að breytast o.s.frv. Þar að auki eru þær pólitísku röksemdir, sem Alþýðuflokkurinn telur upp í ályktun sinni að verulegu leyti tilbúnar. Tengsl okkar við aðrar Norðurlandaþjóðir eru djúpstæðari en svo, að við munum einangrast frá þeim, þótt þær verði innan ESB en við utan. Hernað- arlegt mikilvægi íslands verður jafn þýðingarmikið og áður, ef þróun- , in í Rússlandi verður á verri veg, sem vel getur orðið og raúnar lík- legra en hitt, því miður. Staða okkar innan Atlantshafsbandalagsins skiptir eftir sem áður máli. Kjarni málsins er þó sá, að við hljótum að taka afstöðu til ESB fyrst og fremst út frá viðskiptalegum og efnahagslegum forsendum en ekki út frá almennum pólitískum forsendum, sem þar að auki eru mjög umdeilanlegar. Við höfum tryggt hagsmuni okkar með þátttöku í EES. Enginn ráðherra hefur útskýrt það jafn skilmerki- lega fyrir þjóðinni og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, að EES-samningurinn standi fyrir sínu og tryggi okkar hagsmuni, þótt önnur aðildarríki EES gangi í ESB. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, er erfitt að skilja, hvers vegna Alþýðuflokknum er svo mjög í mun að koma aðild 'að- ESB •& dagskrá. 4 • * - * - ■ •■ Morgunblaðið var yfirleitt 12 síður á árinu 1944, nema hvað gefið var út hátíðarblað 17. júní, 32 síður. Þá hafði blaðið tekið upp þá föstu niðurröðun, að erlendar fréttir voru á forsíðu, en innlendar á bak- síðu og hefur því verið haldið síðan. Það yfirskyggir allar erlendar fréttir að stytjöld er háð úti í Evrópu. Bandamenn hafa gert innrás á Ítalíu og í júníbyijun er greint frá því að nú dragi til úrslita í bardögum sunn- an við Róm. í leiðara Morgunblaðsins 1. júní er fjallað um úrslitin í þjóðarat- kvæðagreiðslunni hér um sambands- slit og nýja stjórnarskrá fyrir lýð- veldið. Með sambandsslitum greiddu atkvæði 70.536 og voru þau sam- þykkt með 98,65 af hundraði greiddra atkvæða. 96,35 af hundraði greiddu atkvæði með nýju stjórnar- skránni. Þátttakan varð meiri en dæmi voru um í kosningum og segir í leiðaranum að ekki sé vitað um aðra eins þátttöku í neinu lýðfijálsu landi. Það er eftirtektarvert að Morgun- blaðið tekur eina síðu af 12 undir framhaldssögur og birtir í júnímán- uði „í leit að lífshamingju" eftir W. Somerset Maugham. Skrýtludálkur- inn „Með morgunkaffinu“ var fastur liður, einnig fímm mínútna kross- gáta. Skemmtanalífið er með sínar föstu auglýsingar; bíóin þijú í Reykjavík sýna öll bandarískar myndir, en Fjalakötturinn auglýsir revíuna „Allt í lagi lagsi“. Annan dag júnímánaðar segir í blaðinu frá tillögum Gunnars Thor- oddsens þess efnis að Tjörnin eigi að vera bæjarprýði. Tillaga Gunnars í bæjarstjórn var svohljóðandi: „Bæjarstjórn álítur, að Tjörnin skuli ekki tæmd, nje vatni hleypt úr henni svo nokkuru nemi, án þess að sjerstök brýn nauðsyn krefji að dómi bæjarráðs og þá um sem skemstan tíma hverju sinni." Og ennfremur: „Bæjarstjórn ályktar að fela Bæjar- ráði að láta fara fram athugun á möguleikum til og kostnaði við að hreinsa Tjörnina, dýpka hana og steypa bakka hennar og botn að ein- hverju eða öllu Ieyti.“ Tillögur Gunnars Thoroddsen voru samþykktar. Farið er að huga að hátíðahöldun- um á Þingvöllum og talið að hægt sé að flytja 18-20 þúsund manns til Þingvalla 16. og 17. júní. Fólk sem á tjöld er hvatt til að fara aust- ur fyrri daginn. í þessari umijöllun segir: „Hjer í bænum eru nú sem stendur taldir 1140 einkabílar. Er gert ráð fyrir að þeir verði flestir í gangi og einkabílaeigendur eru hvattir til að flytja eins mikið af fólki til og frá ÞingvöIIum og frek- ast er unnt. Er talið ef allir verða í gangi, muni einkabílar geta flutt um 3.700 manns í ferð. “ Bílastæði var ákveðið á Leirunum, en auk einkabílanna áttu rútubílar að vera í förum; fjórar ferðir farnar þann 16. júní. Af fiskveiðunum var það að frétta, að afli var mikill, en útgerðarkostn- aður „gífurlcgur" og margir bátar með taparekstur. Heildarafli lands- manna frá nýári til aprílloka var tæpar 118 þúsund smálestir. Úr heil- brigðisgeiranum er sú dapurlega frétt 3. júní, að fólki með smitandi berkla fjölgaði á árinu 1943. Á þess- um punkti lýstu Þjóðveijar yfir því að þeir ætluðu sér ekki að beijast um Róm og þóttu það góðar fréttir. Jafnframt er sagt að fjöldi blaða- manna bíði nú innrásar bandamanna á meginland Evrópu sem allir virðast vita að sé á næstu grösum. En aust- ur í Kína, á svæði þar sem nú er mestur efnahagsuppgangur j veröld- inni, voru Japanar gera lokahríð að kínverska hernum. í menningarlífi höfuðstaðarins er það að gerast í júníbyijun að Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýnir í Iðnó leikrit Björnstjerne Björnsons: Paul Lange og Thora Parsberg. Leikstjóri var Gerd Grieg, eiginkona norska skáldsins Nordals Griegs. Að vanda skrifar Sigurður Grímsson leikdóm og ræður öllum til að sjá þessa glæsi- legu leiksýningu. Leikfélagið var líka með Pétur Gaut í takinu í sámvinnu við Tónlistarfélagið. Á aðalfundi Eimskipa kom fram að afkoilian í'trið áður hafði verið4 + JUNIMANUÐUR 1944ÁSÍÐUM MORGUNBLAÐSINS Hjer sýndi mmm. RASIN HAFIN mmm * i. : ÍSIAND LYHVELDI þjóðin, að í henni býr menning Heimsstyrjöldin og stofnun Lýðveldisins ís- lands voru mál málanna í Morgunblaðinu í júní 1994. Gísli Signrðsson bregður upp svip- myndum af fréttum og þjóðfélagsumræðunni ájpessum tíma. bamdamenn ganga á land I NOSÐUR-FRAKKLANDI Svciim iijomssMH kjorinn ívrsli iorseti islands wi BASMAMKSV WfoV ISNBASINAÍ MO&<ít?N. . NwSw-Fr&Winxi .>; Krto hwsrriw v*n# *»»• .<< >. t.,oJ , ec »»«r vol» HUitxQ Oft bHir l.I » IhU míM !)>.!» hMKUBMQX fl>Oí«v I to***0*W#>. licctvSw.'rr >»U* ixrt K bv.:l:<> I <■?<<»>>:■<:■> U-fxbiSHm Sti !í><> Unc.Ul- .«<■.» ÍK»» ! x<a>:« > !<■•«•:• 'V. V/Í ÞxUw.Sti t>f_ Py,>?.< «<;<'•<:»;C-> K.«>:::■>»':(> VW.HlK! ..í <•:•::(;«>:: VCT-.t !:<:>* Uc-fviW-tV-o ■<"» ■> !:<■ - í N<->ó:« KiáikicíxU 4bN!sð i'-fi*.U* nm.wt iTKUR vw 'mmJöHN. Jvvckwirt frífctMix, wn< !víf<> fcsí U»xí<-», M* ««»• Ví kfctó vxi ■•«{.»■.> WSa hm !**«***. <« rtíkw !:»>» sýr »ð '\<««>: j 'ywtimiU#*. fv:»> !<•«» <r iili'Htfe ;> l>xt><kU !»> ..\>'x> .<>.->r jr ><xi. ncúcio ii'N t.'x»<fc.<,fxv»> K«'» Lo»>;«S » boxf «*> <A> li«.<f< þw >■.<(» uiA l<«í>>í:i. initiúsarkort 'v!r:?i)unblaðsins , r. • O •: : Jt 'j .V.. i , -» / '"'o' o'úT «... - , - % , <♦>,««.''"y > >' , v.;,» Pif-f.GÍUM -'ú «,:«>4x< V< »>< M»ww >«•<•> ♦ M< : wítór Þingíundurinn að Lögbergi 17. júní hÉsífeái- <ir« á |jís«- Irililiiá §í;iip psjíiíhp FORSÍÐA Morgunblaðsins 6. júní, 1944: Innrásin FORSÍÐA Morgunblaðsins 19. júní 1944: Sagt frá í Norður-Frakkland yfirskyggir allar aðrar fréttir. Lýðveldisstofnuninni. FRÉTTAÞYRSTIR lesendur lesa nýjustu fréttirnar framan við Austurstræti 8 góð; félagið hafði grætt á leiguskip- Om rúmar 18 milljónir króna, en eitthvað hafði sú velgengni farið fyrir bijóstið á sumum. I leiðara Morgunblaðsins 4. júní segir svo af því tilefni: „Ætla mnætti, að þessi góða afkoma Einskipafjelagsins væri fagnaðarefni allra lands- manna. Ef marka má skrif sumra blaða að undanförnu, er svo að sjá sem þau telji að hjer hafi skeð þjóð- arógæfa og beri ríkisvaldinu því að skerast í leikinn og sjá til þess, að Einskipafélagið skili ríkissjóði öllum gróðanum. “ Smáfrétt þertnan sama dag grein- ir frá því að Ármann Snævarr hafi tekið hæsta embættispróf í lögfræði, sem tekið hafði verið við Háskólann. Sá sem áður átti hæsta prófið var Ólafur Jóhannesson. Eins og flestir vita varð Ármann síðar háskólarekt- or, en Ólafur forsætisráðherru. Innrás bandamanna á meginlandið Það er líkt og logn á undan stormi þann 5. - mynd birtist af skriðdrek- um sem bíða innrásarinnar. En í blaðinu þann 6. júní notar Morgun- blaðið sitt stærsta letur á forsíðuna: „Innrás hafin - Bandamenn ganga á land í Norður-Frakklandi“. Þar segir einnig að Hitler hafi sjálfur tekið við yfirstjórn þýzka hersins. Innrásarkort Morgunblaðsins tekur stóran hluta af síðunni. Rétt fyrir hádegi er gefið út aukablað með síð- ustu fréttum af inn- rásinni sem 4.000 skip hafa tekið þátt í og réð Montgo- mery hershöfðingi fyrir innrásarhern- um, en yfirstjórnin var í höndum Eis- enhowers yfirhershöfðingja og sagði m.a. svo í dagskipun frá honum: „Hermenn, sjóliðar og fiugmenn innrásarhers bandamanna: Þjer eruð nú í þann veginn að leggja út í hina mikiu herferð, sem vjer höfum verið að búa oss undir marga undanfarna mánuði. Augu alls heimsins hvíla á yður. Vonir og bænir friðelskandi fólks hvar sem er fyigja yður. “ Það er að vonum að fréttir af gangi innrásarinnar yfirskyggi flest annað í fréttaflutningi blaðsins næstu daga. Eins og venjulega skrif- ar Víkveiji „Úr daglega lífinu“ og segir svo um aukablaðið: „Það var ekki iengi að fljúga fiskisagan, eftir að aukabiað Morgunbiaðsins var komið út á götuna með innrásar- fregnirnar. Fólkið þyrptist á af- greiðsluna til að ná sér í blað og blaðasalarnir höfðu nóg að gera. 'Allsstaðar í Austurstræti rriátti iíta fólk með Morgunblaðið, það voru jafnt ungir sem gamlir. Sendisveinar stöðvuðu hjólhestana sína og lásu innrásarfregnir, verzlunarstúikur komu þjótandi út úr búðunum. Virðulegir bankastjórar og embætt- ismenn gátu ekki beðið eftir að kom- ast inn á skrifstofurnar sínar, en hölluðu sér upp að húsvegg og iásu blaðið. “ Þann 7. júní eru strendur Norm- andí taldar vera á valdi banda- manna. En Víkveiji tékur upp mál í tilefni komandi hátíðar sem raunar hefur komizt á dagsksrá aftur ekki fyrir margt löngu. Hann segir: „Áður hefur verið bent á það hjer í dálkun- um, að þegar iýðveldið verði stofnað, verði kórónur ailar að hverfa úr skjaidarmerkjum, innsigium, ein- kennisbúningahnöppum embættis- manna o.s.frv. Víða eru kórónum- erki, t.d. á Aiþingishúsinu, dómkirkj- unni og víða annarsstaðar." En í grein 8. júní um skiptingu heimsins að stríðinu loknu segir höf- undurinn, George Renner: „í stað þess að stofnað verði bandalag þjóðanna, þar sem stór- veldin og smáríkin starfi saman á jafnréttisgrundvelli, eru líkur til að vjer fáum eftir stríðið að búa í heimi, sem stjórnað verði af fjórum yfirríkj- um - Bandaríkjunum, brezka heims- veidinu, Sovétríkjasambandinu og Kína - sem hvert um sig ráði yfir ákveðnu hagsmunasvæði. “ Þann 8. júní kemur fram í frétt að Eis- enhower sé ánægð- ur með gang inn- rásarinnar, en Churchill varar við of mikilli bjartsýni. Borgin Caen er enn á valdi Þjóðveija þann 10. en borgir norðan við Róm falla hver af ann- arri í hendur bandamanna. Og nú er birt dagskrá þjóðhátíðarhaldanna á Þingvöllum og í Reykjavík. Maður rekur upp dálítið stór augu þegar flett er Morgunblaðinu þann 10. júní 1944. Þar er verið að viðra mál, sem flestir halda að hafi fyrst verið gert fyrir tiltölulega fáum árum, nefnilega bandaríki Evrópu. Sá heitir Richard Coudenhove-Kal- ergi sem greinina skrifar. Tilefnið er augljóst: „Endalok hildarleiksins í Evrópu nálgast." Og höfundurinn virðist glöggskyggn: „ Vegna vandræðafálms Bretlands og Bandaríkjanna um skipan mál- anna í Evrópu, getur Stalín farið sínu fram - og hann veit nákvæm- lega hvað hann vill. Blöð hans hafa ráðist heiftarlega á sjerhveija hug- mynd um stofnun einhvers konar ríkjabandaiags Evrópuþjóðanna. - Aftur á móti eru Rússar reiðubúnir að efia þjóðernisiegan ágreining miiii ríkjanna og hafa þá samthnis lagt undirstöðuna að Sovétbandaiagi, þar sem þessi ríki geti ieitað hæiis. “ Þann 13. júní eru bandamenn konrnir 25 km inn í Frakkland og barizt er á samfelldrl 95 km víglínu. Af innlendum fréttum þann dag er sú sérkennilegust sem segir að vegna hátíðahaldanna í vændum þurfi ríkið á Hótel Borg að halda, en þetta var vegna deilu hótelhaldara við hljóm- listarmenn, eins og rakið er í „Fróð- leiksmolum um lýðveldishátiðna" í blaðinu. Vegna deilunnar var flutt á Alþingi frumvarp „um leigunám veit- ingasala o.fl. á Hótel Borg í Reykja- vík til veizlufagnaðar á lýðveldishá- tíðinni". Flutpingsmenn .eru Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson. Þremur dögum fyrir hátíðina er farið að hitna í kolunum; 50 íslend- ingar sæmdir fálkaorðunni og árnað- aróskir berast frá bandarískum þing- mönnum vegna lýðveldisstofnunar- innar. Laun forseta íslands eru ákveðin 50 þúsund krónur á ári, leig- unámið á Borginni er lögfest og fyrst nú, 8 dögum eftir innrásina í Norm- andí, birtist fyrsta myndin af sérbún- um jeppum að ösla á land. Á þessum dögum er Finnlands- stríðið ekki til lykta leitt og 15. júni segir í frétt, að stórorrustur geisi á Kiijálaeiði, en Finnar beijast hraust- lega og hafa hrundið áhlaupum Rússa. Þann 15. júní segir Morgunblaðið frá því, að komnar séu fram tillögur um baðstað og skemmtistað Reyk- víkinga við suðurenda Tjarnarinnar. Höfundur þeirra er Gísli Halldórsson verkfræðingur. Þar gerir Gísli ráð fyrir „höll“ með nýtízku veitingastað og stærsta og fullkomnasta gistihúsi landsins með gufuböðum, vatnsböð- um og ljósböðum, en utan dyra yrði náttúruieg baðströnd. ísland lýðveldi Föstudagurinn 16. júní rennur upp og hátíðin er að ganga í garð. Kveðj- ur hafa borizt frá Roosvelt Banda- ríkjaforseta og tilkynnt er um þjóð- hátíðarblað Morgunblaðsins og Isa- foldar. 1.500 tjaldstæðum er úthlut- að á Þingvöllum, en 6.000 manns verða flutt með leigubílum þann 17. til Þingvalla. Síðasta daginn sem ísland er kon- ungsríki skrifar Jakob Gíslason verk- fræðingur um framtíð raforkunotk- unar á Islandi. Bendir hann á að á tímabilinu frá 1918 til 1944 hafi Sogið og Laxá verið virkjaðar, en nú á árinu 1944 muni rafafl væntan- lega aukast um 50% með stækkun Sogsvirkjunar. Leiðarinn þennan dag íjallar utn sögulegan fund á Alþingi: „í dag verður höggvið á síðustu leifarnar af vaidi erlendra stjórnvalda í ís- lenzkum málum. Og á mörgun taka Fánahylling Fjall- konunnar féll niður vegna slagviðris Laun forseta ís- lands 50 þúsund krónur á ári Islendingar upp nýtt stjórnarform, lýðveldi í stað konungsstjórnar.“ Menntaskólinn útskrifaði 67 stúd- enta þann 16. júní og Morgunblaðið birtir nöfn þeirra. Margir hafa síðar orðið þjóðkunnir menn; þarna eru t.d. Geir Hallgrímsson og Erna Finnsdóttir, síðar kona Geirs, Björn Tryggvason, Knútur Hallsson, Niels P. Sigurðsson, Sveinn Ásgeirsson, Thor Vilhjálmsson, Þórir Kr. Þórðar- son, Gunnlaugur Snædal, Haraldur Sveinsson, Páll Bergþórsson, Skúli H. Norðdahl og .Tryggvi Þorsteins- son, svo einhveijir séu nefndir. 17. júní rennur upp Morgunblaðið fagnar hátíðinni með sérstöku þjóðhátíðarblaði; þar er mynd af Jóni Sigurðssyni á for- síðu og Gísli Sveinsson, forseti sam- einaðs Alþingis, skrifar grein um hann. Bjarni Benediktsson skrifar langar greinar um sjálfstæðisbarátt- una í hundrað ár, þjóðfundinn og stöðulögin, stjórnarskrárbaráttuna, uppkastið 1908 og ringulreið flokka og loks er grein eftir Bjarna sem ber yfirskriftina; Síðasti áfanginn. Ólafur Thors skrifar um stefnu Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma- mótum, og Jón Kjartansson ritstjóri um stórvirkustu framleiðslutækin, nefnilega nýjustu togarana. Til minningar um einokunina á 18. öld er birt til- skipun „Hans kon- unglega majestets“ og um þessa sé- stöku ijötra skrifar dr. Oddur Guðjóns- son. í sama blaði er einnig hátíð- arljóð Tómasar Guðmundsonar; „Út vil jeg - heim“ og kvæði Huldu: „Hugsað vestur.“ Jón alþingismaður á Reynistað skrifar um framtíð land- búnaðarins og búsældarleg er mynd- in sem fylgir með af Klemens á Sám- stöðum að slá kornakur sem tekur hestunum í miðjar síður. Geir G. Zoéga vegamálastjóri skrifar um vegamálin í framtíðinni og birtir teikningu af gömlu Ötfusár- brúnni og nýrri steinsteyptri brú við hlið hennar. Það er kannski dálítið fyndið að við nýju brúna er á teikn- ingunni gert ráð fyrir krappri beygju, en þesskonar beygjur við brýr nefndi þjóðkunnur bílstjóri, Ólafur Ketils- son, Geirsbeygjur. Mánudagur 18. júní: „ísland lýð- veldi“ stendur á forsíðu Morgun- blaðsins með stórtíðindaletri. Sagt er frá hátíðahöldunum, „en rigning- in var til trafala“ og það var vægt til orða tekið. Úrfellið var slíkt að mikill vöxtur varð í Öxará, líkt og í vorleysingum. En það hafði ekki áhrif á aðalatriði dagskrárinnar: Fund í sameinuðu Alþingi sem Gísli Sveinsson setti og kjör Sveins Björnssonar til forsetaembættis. Sum smærri atriði varð að fella nið- ur vegna slagviðris; þar á meðal fánahyllingu Ejallkonunnar. En Páli ísólfssyni tókst vel upp með þjóðkór- inn, „svo öll brekkan söng“. Leiðari Morgun- blaðsins þennan ...... dag er um „Morg- un lýðveldisins“ og segir þar m.a.: „Þökk sje fólkinu fyrir þann glæsi- brag, sem það setti á lýðveldishátíðina á Þingvöllum og einnig hjer í Reykjavík. ÖII fram- koma þess var aðdáunarverð. Hjer sýndi þjóðin, að í henni býr menn- ing, sem samboðin er hinu íslenska lýðveldi. “ Morgunblaðið er að moða úr há- tíðaræðunum frameftir næstu viku, en smám saman fær blaðið á sig svip hvunndagsins. Guðmundur Ág- ústsson frá Hróarsholti vinnur Grett- isbeltið og telja sumir að hann hafi verið glæsilegstur glímumanna á öld- inni. Bandamenn eru enn að berjast við Cherburg á Ermarsundsströnd Frakklands. Á sólstöðunum skrifar Víkveiji um „Hneykslið á Þingvöllum" og segir þar m.a.: „Iláværastar eru óánægju- raddirnar út afþví, sem almenningur kailar „hneykslið á Þingvöllum". Ali- ir vita hvað átt er við með því. Það kom ekki fyrir nema eitt a tvik, sem kalla mætti því nafni á hátíðinni. “ Hið nýstofnaða lýð- veldi hefur ger- breytt hugarfarinu Víkverji heldur áfram að tala um „hneykslið“, en ekki verður séð af greininni í hveiju það fólst. „Morgungjöf lýðveldisins“ segir Morgunblaðið 21. júní að sé bygging Þjóðminjasafns og hefur þriggja milljóna króna fjárveiting verið samþykkt með samhljóða atkvæðum þingmanna. Um leið stendur yfir. mesta sjóorrusta styijaldarinnar á Kyrrahafi, skammt frá Filipseyjum. Degi seinna er sérkennileg heil- síðu grein um „eiginkonu landráða- manns“, nefnilega Maríu Quisling. Þar kemur fram að hún var fædd í Rússlandi og að það var Friðþjófur Nansen, sem kynnti hana fyrir Norðmanninum, sem átti eftir að verða illræmdur svikari í föðurlandi sínu. Félag íslenzkra myndlistarmanna hefur efnt til samsýningar á lýðveld- ishátíðinni. „Orri“, sem mun vera dulnefni Jóns Þorleifssonar málara, skrifar um sýninguna 23. júní. 28 listamenn sýna 74 málverk, þar á meðal eru myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson sem bæði dvöldu þá í Danmörku. Orri telur aðeins upp málarana og hvað þeir sýna, en leggur ekki dóm á sýn- inguna. Laugardaginn 24. júní er frétt um að Rússar séu komnir í stórsókn hjá Vitebsk, þar sem Chagall ólst upp. En hjá Cherburg hefur bandamönn- um ekki enn tekizt að ijúfa varnarlínu Þjóðveja. Háskól- inn byijar bygg- ingu • íþróttahúss, en forsetinn heldur gína fyrstu veizlu á Bessastöðum. Morgunblaðið er enn í hátíðaskapi 25. júní; í Reykjavíkurbréfi eru at- burðir lýðveldishátíðarinnar rifjaðir upp og í leiðara er talað um breytt hugarfar: „Það fer vart hjá því að menn hafi veitt því eftirtekt, að hið ný- stofnaða lýðveldi hefur gerbreytt hugarfari fólksins. Aldrei hefur ís- lenska þjóðin verið eins vel mótuð til samheldni og samstarfs og raun varð á vikurnar meðan verið var að stofna lýðveldið. Og aldrei hefir sundurlyndi og flokkadrættir átt eins lítil ítök í huga þjóðarinnar og nú, eftir að lýðveldið var stofnað. “ Eitthvað átti það eftir að breyt- ast. Þann 27. júní má sjá að látinn er Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi, tæpra 75 ára. Þann dag skrif- ar Jón alþingismaður á Akri langt mál um fjármál og horfur, en í þýddri grein eftir Forrest Davis er því velt fyrir sér, hvað hafi raunverulega gerst á ráðstefnunni í Teheran, þar sem þeir hittust Stalín, Roosevelt og Churchill. Kaupmannahafnarbúar gera upp- reisn, stendur á forsíðu þann 28. júní og kemur fram að 7 Danir hafi fallið en 50 særst í götubardögum. Á korti af Norður-Frakkalndi þann 29. kemur fram hvað bandamenn hafa í rauninni náð litlu landi á 23 dögum. En síðasta —————— dag mánaðarins segir í frétt frá Siglufirði að síldin sé komin. Drepið er á að enn standi í Menntaskólanum sögusýning sem- mmmmammmmma sett var upp i til- efni lýðveldishá- tíðarinnar, en svo er að sjá að hún hafi eitthvað farið fyrir ofan garð og neðan og eru nú allir hvattir til að sjá hana. Síðasta erlenda frétt Morgunblaðsins í þessum júnímán- uði er um uggvænlegt leynivopn Þjóðveija. Það er svifspréngja Þjóð- verja, sem lítur út eins og flugvél og er stýrt með sjálfvirkum átta- vita. Samt er stýringin ekki betri en svo, að þegar sprengjan er kom- in af stað, getur hún ekki breytt, um stefnu. Auglýsingarnar finnst manni núna að séu ósköp ókræsilegar, en þær eru alltaf börn síns tíma. Sumar eru skondnar eins og ein, þar sem aug- lýst er eftir lifandi gelti, sem hvarf af vörubíl. Maður sér göltinn fyrir sér, hlaupandi um göturnar og kannski hefur hann hlaupið á fjöll.’ Hver endalok galtarins urðu er eitt af því sem óupplýst er um árið 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.