Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Magnús Óskar Garðarsson sjó- maður var fæddur 8. mars 1946. Hann lést 31. maí 1994. Magnús var elstu'r fimm barna hjón- anna Guðrúnar Magnúsdóttur og Garðars Óskars- sonar. Magnús kvæntist 1974 Ól- öfu Gunnarsdóttur, en þau skildu. Síð- ari kona hans var Guðrún Jónasdótt- ir. Þau eignuðust fjögur börn: Jónas Óskar; f. 1983, Öldu Júlíu og Ingvar Órn f. 1987 og Oddrúnu, f. 1990. Útför Magnúsar Óskars fer fram frá Kópavogskirkju í dag. Á STUNDU sem þessari er ekki auðvelt að taka sér penna í hönd og setja eitthvað á blað sem lýst getur hugarástandi manns. Margt flýgur í gegn um hugann bæði ljúft og leitt, en er ekki lífið samspil gleði og sorgar yfírleitt. í dag er til moldar borinn elsti bróðir minn, Magnús, sem lést 31. maí, svo alltof ungur. Það er skrýt- ið að hugsa til baka, til uppvaxtar- ára okkar nú þegar hann er ekki lengur til staðar. Við systkinin vor- um mjög samrýmd, Magnús, Sibba og ég. Svona líkt og birnimir þrír, líkt og Sibba systir okkar var vön að tala um. Sibba getur ekki verið með okkur hér í dag en sendir sam- úðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um_ sárt að binda. Ég hugsa til baka með hlýju í huga og minnist margra atvika þar sem Magnús sýndi mér svo mikið bróðurþel. Sérstaklega hafði hann lag á að Erfidrykkjur Glæsilegkaffi- hlaðborð íiiJlcgir Sídirogmjög gðð þjÓlllLStil. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HðTEL LOFTLEIlIft Bjómastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m segja okkur systrum skemmtilegar sögur sem hann spann upp jafnharðan og hann sagði þær, enda var hann gæddur einstöku ímyndunarafli og ríkri frásagnargáfu. Eg hef ekki í hyggju að tíunda öll okkar samskipti hér það yrði of langt mál. En það var svo sannar- lega oft gaman þar sem Magnús var, enda gamansamur þegar hann vildi það við hafa. Æskuárin liðu og alvara lífsins tók við. Það fjölgaði í systkinahópnum og ekki var alltaf auðvelt að vera til en við komumst öll til manns þó gatan væri ekki alltaf greið. Magús fór snemma til sjós og gerði sjómennsku að ævistarfi sínu. Mestan sinn starfsaldur var hann á fiskiskipum, en auk þess var hann hjá Landhelgisgæslunni til margra ára, einnig lengi vel á milli- landaskipum. Magnús var rúm þrjátíu ár á sjó þegar allt er til talið. Hann þurfti að fara í land fyrir ári síðan þegar sá sjúkdómur sem dró hann til dauða gerði vart við sig. Magnús hélt nú reyndar að þetta yrði bara stutt stopp í landi meðan hann væri að ná sér, en hann átti ekki afturkvæmt á sjóinn. Vonandi eru góð og gjöful mið þar sem hann rær nú. Ég veit að kona og börn sakna Magnúsar meir en orð fá lýst enda var hann mikill fjölskyldumaður, en það er einlæg trú mín að honum líði vel þar sem hann er staddur nú. Guðrún mín, harmur þinn og barnanna er mikill, þú stóðst sterk og dugleg við hlið hans þar til yfir lauk og varst ljósið í lífi hans. Ég vona að Guð gefi þér áframhald- andi kjark og þor til að berjast áfram. Jóhann S. Hannesson kemst svo að orði: Við spyijum drottinn særð, hversvegna hann hafi það dularfulla verklag að kalla svon vænan vinnumann , af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hyílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. Ásdís og Svanur. Já, víst hef ég eijað og unnið og er nú þreyttur og lotinn. Úr örbirgðar illhærum spunnið þá ævi, sem brátt er þrotin. Á heilsunnar bláþráða bandi ég barg svo litlu við. En sárt var að liggja í landi og langa á dýpstu mið. En brátt mun ég landfestar leysa frá lægi dökkra sanda og láta gamminn geysa og glaður í lyfting standa. Mér finnst sem í íjarska ég eygi þá fold, sem ég hef þreyð, - að bjarmi af bjartara degi mér bendi heim á leið. (Jón í Garði) Elsku Guðrún, Jónas, Ingvar, Alda og Oddrún. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Jesús sagið: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Kolbrún og Indíana. í dag fer fram útför æskuvinar míns og félaga Magnúsar Óskars Garðarssonar, sem lést eftir eins árs baráttu við þann illvíga sjúk- dóm krabbamein, sem hann tókst á við með slíku æðruleysi að að- dáun vakti. Á stundu sem þessari, þegar náinn vinur er hrifinn á brott í blóma lífsins frá ástríkri eiginkonu og kærleiksríkum börnum, verður mér ekki aðeins orða vant heldur er nánast höggdofa. Mér detta hvorki í hug fleyg orð spakra manna né brot úr kvæðum þjóð- skáldanna. Hugleiðingar um til- gang lífsins og ætlan skaparans með sköpunarverkinu hvarfla reyndar að mér en hversu ómegnug eru ekki orð að lýsa því. Sakir ævilangrar vináttu og tryggðar fínn ég mig knúinn til að minnast míns kæra vinar með nokkrum orð- um. Magnús var borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur og sleit barns- skónum við Njálsgötuna og næsta nágrenni. Þótt ekki væri aldurinn hár þegar hann lést mundi hann tímana tvenna enda var ekki mulið undir hann í æsku og lítil voru efn- in í foreldrahúsum. Það er ótrúlega skammt síðan þau lífsþægindi sem við þekkjum í dagtöldust ekki sjálf- sögð. Manús var elstur fimm barna hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Garðars Óskarssonar. Vegna sjómennsku Garðars lenti uppeldið svo til eingöngu á Guðrúnu og snemma fór Magnús reyndar að annast uppeldi sitt sjálfur og hafði það talsverð áhrif á líf hans á tíma- bili. Snemma hneigðist hugur Magn- úsar til sjómennsku sem varð hans ævistarf, en fiskimennsku og far- mennsku stundaði hann í yfir þijá áratugi. Ekki tókst mér að telja Magnús á að fara í Stýrimanna- skólann þrátt fýrir ítrekaðar til- raunir. Þótti mér það miður og nokkkur ljóður á ráði míns mæta vinar. Hann hafði ugglaust sínar ástæður fyrir því og taldi sig full- sæmdan af því að vera háseti. Eins og gengur þegar menn leita ólíkra leiða í lífinu, eða forlögin haga því svo, rofnuðu tengsl okkar af og til en alltaf lágu leiðir okkar aftur saman. Eftir að Magnús kynntist eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónasdóttur, og átti sín börn urðu tengslin nánari. Þrátt fyrir ólíkar leiðir í lífínu áttum við eitt sameig- inlegt alla tið en það var áhuginn fyrir sjávarútvegsmálum og sigl- ingum. Snerist umræðuefnið gjarn- an um þessar lífsnauðsynjar okkar íslendinga. Þekking Magnúsar á þessum málum var reyndar miklu meiri en mín og var ég oftast áheyr- andi en naut þess síðar í viðræðum við aðra menn mér ófróðari um málefnið. Magnús er samofinn mörgum Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BjS. HEL6AS0N HF ISTEINSMIÐJA MAGNÚS ÓSKAR GARÐARSSON mínum dýrmætustu minningum ekki síst frá bernskuárum niður við höfn, uppi á Skólavörðuholti og þar á milli. Þetta eru aðeins góðar minningar um Ijúfan, skapgóðan og einarðan dreng. Minningarnar frá síðustu misserum eftir að glím- an við hinn illvíga sjúkdóm hófst eru öllu sárari, þótt þær votti um sama góða drenginn. Að Magnúsi gengnum hrannast þessar minn- ingar upp eins og perlur festar á band. Minningar um mann sem á hinstu stund reis hæst í einstöku æðruleysi. Að baki hveijum mætum manni er oftast góð kona eða svo hefur verið sagt. Sannaðist það á Guð- rúnu konu Magnúsar. Vakti hún í senn aðdáun og virðingu mína í því erfiða hlutverki sem hún svo óvænt varð að taka sér í veikindum Magnúsar. Sinnti hún heimili, fjór- um ungum börnum og hjúkraði og líknaði Magnúsi með fágætum hætti. Þótt ekki vilji ég ofgera verð ég að koma því að hér að Magnús trúði mér fyrir því að hans mesta gæfa hefði verið sú að Guðrún varð á vegi hans og að ástir tókust með þeim. Við Sigrún og fjölskyldan vottum Guðrúnu, börnunum, móður, systk- inum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Sorg steðjar að en lífið heldur áfram. Oll él birtir um síðir. Ingimar Sigurðsson. Hann Maggi er dáinn, baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm er lokið, maðurinn með ljáinn hafði betur. Ég kynntist Magga fyrir átta árum í gegnum konu hans Guðrúnu Jón- asdóttur, en við Guðrún höfðum verið skólasystur frá sex ára aldri og tekið upp þráðinn aftur þegar Guðrún og Maggi fluttu í Kópavog- inn, en drengimir okkar voru jafn gamlir og sóttu sama leikskóla. Alla sína tíð var Maggi á sjónum, þannig að mikið mæddi á Guðrúnu í hinu daglega amstri og heimilis- haldi, en þegar Maggi var heima þá var hann heima og ekki var laust við öfund þegar ég kom að honum með annaðhvort kúst eða tusku í hendi - allt gljáfægt og fínt. Viltu kaffi, það var allta tími hjá Magga fyrir kaffí og smá spjall, og gaman var að hlusta á sögurnar af sjónum, bæði úr þátíð og nútíð, fyrir land- krabba eins og mig sem aldrei hafði farið lengra út á sjó en til Vesta- mannaeyja og þá í koju allan tím- ann. Það var gaman að upplifa og fræðast um líf og störf sjómanna sem Maggi vissi allt um, og oft var hlegið af hrakförum hans og ann- arra úr erlendum höfnum og lífinu á sjónum. Það var alltaf svo nota- legt andrúmsloftið í kringum hann Magga. Pjölskyldan stækkaði og brátt urðu börnin fjögur, elstur er Jónas Óskar tíu ára, þá tvíburarnir Alda Júlía og Ingvar Örn sjö ára og loks Oddrún sem nú er aðeins fjögurra ára. Fyrir aðeins einu ári varð þessi stóra fjölskylda fyrir miklu áfalli þegar Maggi greindist með krabba- mein. Þetta urðu erfiðir mánuðir, en Maggi átti sterka og góða konu, sem hvatti og studdi mann sinn. Það var ekkert sem hún var ekki tilbúin að gera fyrir hann og stóð eins og klettur sama hvað á gekk og reyndi eftir bestu getu að gera honum lífið léttbært, en tíminn var alltof stuttur. Það var svo margt sem átti eftir að gera. Elsku Jónas Óskar, mikið er lagt á ungan dreng, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan misstir þú vin og bekkjarfélaga og nú pabba þinn. Ég veit að guð er með þér og hjá guði eru bæði pabbi og Guðmundur Öli. Elsku Guðrún, Alda Júlía, Ingvar Örn og Oddrún, ég vildi óska þess að ég gæti verið með ykkur í dag, en í staðinn verð ég með ykkur í huganum. Guð styrki ykkur og blessi. Inga Teitsdóttir. Baráttunni er lokið. Að morgni þriðjudagsins 31. maí barst okkur sú fregn, að þá um nóttina hefði hann Maggi orðið und- ir í baráttunni við óvæginn sjúkdóm. Við skipsfélagar hans á Akurey RE 3 urðum harmi slegnir, þó svo við hefðum vitað að svona gæti farið. Það var fyrir rúmu einu ári að Maggi greindist með krabbamein. Þá fór í hönd erfiður tími, tími von- ar og kvíða. Á tímabili virtist ástæða til bjartsýni, þrekið jókst og vonir glæddust. En því miður reyndust það tálvonir einar. Maggi stundaði sjóm'ennsku frá unga aldri, og sinnti störfum sínum af dugnaði, samviskusemi og léttri lund. Þegar einn okkar hitti hann fyrir nokkrum vikum, sagðist hann hafa ætlað sér að vera komin út á sjó um þetta leyti. Þess í stað er hann farinn í sína hinstu siglingu. Þegar við skipsfélagar hans setj- um þessi fátæklegu orð á blað úti á sjó, þar sem aðstæður leyfa ekki að við getum allir fylgt honum síð- asta spölinn, verður okkur hugsað til allra þeirra sögustunda sem Maggi deildi með okkur. Um leið og við sendum Guðrúnu og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur, viljum við þakka fyrir samverustundirnar sem við áttum með góðum dreng. Skipsfélagar á Akurey RE 3. GUNNLAUGUR KRISTINSSON + Gunnlaugur Kristinsson múrari var fæddur í Reykjavík 18. júlí 1910. Hann lést 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju í gær, mánudag. MEÐ þessum fáu orð- um vil ég kveðja afa minn, Gunnlaug Krist- insson múrara, en hann lést föstudaginn 3. júní. Afi og amma hafa verið mér einkar kær ekki síst vegna þess að ég hef að mestu leyti búið hjá þeim síðastliðin fjögur ár. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka, allar þær góðu stundir er við áttum saman. Alltaf eru það þó nokkrar stundir sem eru eftirminnilegri en aðrar og minnist ég þess einna helst er ég var lítill og náði að plata afa út í fótbolta ,og þegar hann fór með mig upp í Öskjuhlíð með flugdrekann. Afi var góður maður sem öllum vildi vel og sem gott dæmi um það gut ég nefnt er ég spurði hann hvort hann gæti flísalagt baðher- bergi fyrir kunningja minn. Hann kvað það sjálfsagt og gekk til þess verks eins og allra annarra verka, með því hugarfari að verkið væri vel unnið. Er ég spurði kunn- ingja minn hvort hann væri ánægður með út- komuna og sáttur við verðið sagði hann að þetta væri mjög vel gert en verðið hefði verið miklu lægra en hann hefði reiknað með, meira að segja svo lágt að hann hefði ekki tekið annað í mál en að borga það sem honum fannst sanngjarnt. Það er alltaf sárt að sjá á eftir sínum nánustu, en minningin um góðan mann mun ávallt Iifa með mér. Kristinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.