Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 21 Tony Blair verður líklega næsti leiðtogi Verkamannaflokksins Framtakssamur og vel máli farinn en skortir reynslu London. Reuter. TONY Blair lýsti um helgina formlega yfir því að hann sæktist eftir leiðtogasæti í Verkamannaflokkn- um. Tilkynning hans kemur ekki á óvart, enda er hann sá fram- bjóðandanna sem hef- ur mest fylgi. Hann er jafnframt sá sem íhaldsmenn óttast helst að muni koma þeim frá völdum eftir fimmtán ára sam- fellda stjórnarsetu. Blair þykir framtaks- samur, afar vel máli farinn og eiga auðvelt með að koma skoðun sinni á framfæri í gegnum íjölmiðla. Hinn myndar- legi lögmaður virðist hafa allt sem til þarf til að fá millistéttina til að yfirgefa íhaldsflokkinn og greiða Verkamannaflokkinum atkvæði sitt. í þeim skoðanakönnunum sem birtar hafa verið, bendir allt til þess að hinn 41 árs gamli Blair verði næsti formaður Verka- mannaflokksins og þar með vænt- anlegur forsætisráðherra eftir kosningarnar 1997. Þar með ljúki því tímabili í sögu flokksins sem Blair hefur sagt hann vera „mót- mælaflokk". Mótframbjóðendur Blairs verða Margaret Beckett, varaformaður flokksins, og John Prescott, talsmaður flokksins í at- vinnumálum, en þau sækjast einnig bæði eftir varaformennsku. Þá hefur Denzel Davies, fyrrum ráð- herra í fjármálaráðuneytinu lýst yfir því að hann hyggist blanda sér í baráttunni en ekki er talið að hann hafi mikið fylgi á bak við sig. Mikil áhersla hefur verið lögð á að baráttan um leiðtogaembættið verði ekki hatrömm og ýti undir klofning, sem myndi skaða flokk- inn. Er Blair tilkynnti um framboð sitt, vísaði hann til sinna „góðu vina, Margaretar og Johns“. Við sama tækifæri sagði hann tíma til kominn að láta af þeirri pólitík sem fælist í mótmælum og taka til við þá pólitík sem fælist í því að fara með stjórn landsins. Nútímalegri flokk í viðtali, sem birtist í Financial Times um helgina, boðar Blair að færa þurfi flokkinn til nútímalegri vegar og losa hann úr viðjum verkalýðsfélaganna. Er Blair hefur verið spurður um tengsl flokksins við félögin, sem hafa látið mest fjármagn af hendi renna til hans, segir hann að að sambandið eigi að byggjast á heiðarleik, ekki greiðasemi. Hann hef- ur þó ekki gleymt hin- um hefðbundnu bar- áttumálum flokksins, og kveðst beijast fyrir að tryggja lágmarks- laun og vinnu fyrir alla. Blair segir að koma verði á kraftmiklu hagkerfi sem veiti öll- um jafnan rétt en ekki aðeins ákveðnum hópi. Hugsunin áð baki þessari „þjóðlegu endurnýjun" sé hug- myndin um efnahags- legan kraft og félags- legt réttlæti. Þá er honum um- hugað um að losa Verkamannaflokkinn við þá ímynd að hann sé flokkur skattaálagna. Blair er andvígur umfangsmiklum ríkisrekstri en vill að ríkisstjórnin bæti fyrir þá ágalla sem í ljós hafa komið í tengslum við hinn fijálsa markað. Bambi Blair er maður trúrækinn og hefur verið kallaður „Bambi“ vegna hinnar óflekkuðu ímyndar sinnar. Hann fær aðeins þijú ár til að sannfæra flokksmenn sína um hann sé hæfur til að fara ekki aðeins með stjórn flokksins, heldur landsins, þrátt fyrir að hann hafi aldrei gegnt ráðherraembætti. Bla- ir hefur setið á þingi í ellefu ár. Blair hefur eignað sér nokkur baráttumál íhaldsmanna, t.d. hvað varðar hertar refsingar gegn glæp- um og hvetur menn ekki aðeins til að bregðast hart við glæpum, held- ur einnig orsökum þeirra. Blair gekk í dýran einkaskóla í Edinborg og hóf að því loknu að lesa lög við háskólann í Oxford. Stjarna hans hefur risið hratt; hann er nú talsmaður flokksins í innan- ríkismálum en var áður talsmaður í orkumálum og ríkisfjármálum. Hann hefur ekki þótt frama- gjarn og sem dæmi um það hefur verið nefnt að hann tók ekki áskor- unum um að fara fram gegn Marg- aret Beckett í kosningum til vara- formanns árið 1992. Lengi vel var talið að Gordon Smith, vinur hans og samverkamaður, væri líklegri til að sækjast eftir formannsemb- ætti. Hann dró sig hins vegar í hlé fyrir skömmu, en þá þótti ljóst að Blair nyti meira fylgis og hafði því verið spáð að við að sá þeirra myndi víkja sem hefði minna fylgi. Fari það eftir, sem skoðana- kannanir og veðbankar spá, verður Blair kjörinn yngsti leiðtogi Verka- mannaflokksins, 21. júlí n.k. Bambi Tony Blair hefur verið kallaður „Bambi“ vegna hinnar óflekkuðu ímyndar sinnar. „Þessi bók er aðdáunarverð bæði um efnistök og málfar.66 Árni Vilbjálmsson prófessor um bókina: VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA' Hvernig er best að ávaxta 'peninga? I bókabúðum um land allt! ERLENT Reuter BOEING 777 hefur sig til flugs í fyrsta sinn, síðastliðinn sunnudag. Flugið var um þriggja tima Iangt og gekk að óskum. Vélin er tveggja hreyfla, og er ummál hvers hreyfils svipað og ummál búksins á Boeing 757, þeirrar gerðar sem Flugleiðir nota. Boeing 777 flýgnr í fyrsta sinn Everett. Reuter. BOEING 777, sem Boeing verksmiðj- urnar bandarísku eru að hefja fram- leiðslu á, fór í sitt fyrsta flug á sunnu- daginn. Þetta er stærsta tveggja- hreyfla farþegaþota sem framleidd hefur verið, og stefnt er að því að fyrstu vélarnar verði afhentar kaup- endum í maí á næsta ári. Að lokinn vel heppnuðu þriggja tíma flugi sagði flugstjórinn: „Þetta var alveg frá- bært.“ Með fluginu á sunnudaginn hófst tilraunaáætlun sem mun standa til ársins 1996, og verða meðal annars reyndar þijár tegundir hreyfla. 777 er metnaðarfyllsta verkefni Boeing verksmiðjanna í aldarfjórð- ung, og hið áhættusamasta síðan hafin var framleiðsla á Boeing 747, síðla á sjöunda áratugnum. Nýja vélin getur flutt rúmlega 400 far- þega, en með hefðbundinni skiptingu í þijú farrými getur hún flutt 328 manns. 747 getur flutt 420 farþega. Með tilkomu 777 gefst flugfélögum tækifæri tii langflugs allt að 8850 kílómétrum, og annað afbrigði, sem væntanlegt er síðar mun hafa enn meira flugþol. Alls hafa verið pöntuð 147 eintök af nýju vélinni hingað til, og er verð- ið 116 - 140 milljónir dollara. Segja sérfróðir menn að Boeing þurfi að selja um 300 vélar til þess að hafa upp í byrjunarkostnað, sem fyrirtæk- ið deilir með þrem japönskum fram- leiðendum. Þetta er í fyrsta sinn í rúman ára- tug sem Boeing verksmiðjurnar hefja framleiðslu á nýrri flugvélagerð, og vænta framleiðendurnir þess að 777 vélin sé sú fyrsta af nýrri kynslóð flugvéla sem geti fullnægt þörfum flugfélaga næstu 30 - 50 árin. Boeing 777 er 63,7 metrar að lengd (sjö metrum styttri en 747), og vænghafið er 60 metrar (3,3 metrum minna en á 747). Laxveiðileyfi í Norðurá Vegna sérstakra ástæðna eigum við ennþá fáeinar stangir í Norðurá. Aðalsvæði sem hér segir: 15. til 18. júní 18. til 21. júní 21. til 24. júní Seldir eru einn eða fleiri dagar í ein Sérlega hagstæð greiðslkjör. Eins og allir vita er laxinn Norðurá svo um munar og þeir eru sannarlega ekki af minni gerðinni. Þetta er einstakt tækifæri til að komast í alvöru laxveiði. Ya SVFR STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR Háaleitisbraut 68 (Austurveri), sími 686050. Opið alla virka daga frá kl. 9.00-18.00. .fclifw 'jivbnn ir M694
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.