Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
2Í6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
LISTIR
Saxófónveisla í
Norræna húsinu
Kvartett fjögurra saxófóna er sérkennileg hljóð-
færaskipan og skemmtileg, en hingað til lands
er einmitt kominn danskur saxófónkvartett, sem
-----------------------------?----
meðal annars mun frumflytja ýmis verk. Arm
Matthíasson rekur sögu Nýja danska saxófón-
kvartettsins, sem er meðal gesta Listahátíðar.
DZINTARS kvennakórinn frá Riga í Lettlandi.
Sungið
af listfengi
ÞAÐ er nokkuð um liðið síðan
menn tóku að gera tilraunir með
kvartett sem skipaður væri einungis
fjói-um saxófónum, enda má segja
að þegar saman fer virtúósaspila-
mennska og hugmyndaauðgi sé vart
til það verk sem ekki má leika með
þannig hijóðfæraskipan. Slíkt gerir
eðlilega gríðarlegar kröfur til spilar-
anna og því ekki margir saxófón-
kvartettar starfandi, en hingað til
lands er væntanlegur fremsti saxó-
fónkvartett Norðurlanda, Nýi danski
saxófónkvartettinn, og leikur í Nor-
ræna húsinu í kvöld
Nýi danski saxófónkvart-
ettinn var stofnaður 1986
og hefur unnið sér orð fyrir
frumleika í efnisvali og frá-
bæra spilamennsku víða um
lönd. Kvartettinn skipa
Jorgen Bove, sem leikur á
sópransaxófón, Christian
Hougaard, sem spilar á alt-
saxófón, Torben Enghoff
sem spilar á tenórsaxófón,
og Per Engholm, sem spilar
á Barítonsaxófón. Þeir koma
úr ólíkum áttum í tónlist og
hafa ólíkan bakgrunn, sem
verður að telja kvartettinum
til tekna.
Jorgen Bove útskrifaðist
frá Konunglegu dönsku tón-
listarakademíunni 1982 og
lærði eftir það hjá Aage
Voss, Jean-Marie Londeix
og Daniel Deffayet. Hann
kennir við tónlistarakadem-
íuna.
Christian Hougaard er
langyngstur þeirra félaga, en hann
útskrifaðist frá Konunglegu dönsku
tónlistarakademíunni 1991. Hann
vann til gullmedalíu við Conservato-
ire National de Musique de Cergy-
Pontoise í París ári síðar og nam
síðan hjá Aage Voss, Jorgen Bove
og Jean-Yves Fourmeau. Hann er
einnig meðlimur í Réunion kvartettn-
um.
Torben Enghoff starfaði sem jass-
tónlistarmaður og blaðamaður á ár-
unum 1967 tii 1988, en meðal kenn-
ara hans er Dexter Gordon, auk þess
sem Torben lærði sitthvað í saxófón-
leik í Los Angeles 1979.
Per Engholm lærði píanó- og saxó-
fónleik í Kaupmannahöfn á árunum
1981 til 1983. Hann kennir við
fjónska og jóska tónlistarskóla og
hefur meðal annars leikið inn á
geisladisk með Niels Viggo Bentzon
og útvarpshljómsveitinni í Basel.
Þeir kvartettfélagar hafa leikið
mikið af klassík í gegnum tíðina, en
alla jafnan lagt áherslu á að leika
ný verk, enda hafa tónsmiðir keppst
við að semja fyrir þá og þannig eru
á fyrsta geisladisk kvartettsins,
„Samtímaverk fyrir saxófón", ein-
ungis lög sem samin voru fyrir kvart-
ettinn. Liður í utanferðum kvartetts-
ins hefur einmitt verið að komast í
kynni við tónsmiði víða um lönd og
eiga við þá samstarf. Á efnisskránni
hér er að finna fróðlega blöndu eldri
verka og nýrri; umskrifaða Contra-
punkta 1, 4, og 9 úr Die Kunst der
Fuge eftir Johann Sebastian Bach,
Andante og scherzo eftir franska
tónskáidið Eugene Bozza, Villta
svani, sem Per Norgárd samdi sér-
staklega fyrir Listahátíð, kóral eftir
sænska tónskáldið Jan W. Morthen-
son, Capriccio eftir Pál P. Pálsson,
Saxófónkvartett eftir Lárus H,
Grímsson og þijá tangóa eftir. meist-
ara tangósins Astor Piazzolla, sem
búið er að umskrifa fyrir saxófón-
kvartett.
Höfundarnir
Per Norgárd er tvímælalaust eitt
þekktasta tónskáld Norðurlanda, en
hann hóf tónsmíðaferil sinn ungur
að árum og lærði meðal annars hjá
Vagn Holmboe. Fyrsta meiriháttar
verk Norgárds var Stjörnumerki fyr-
ir 12 strengjahljóðfæri sem kom út
1958 og vakti mikla athygli,. enda
hafði hið unga tónskáld markað sér
persónulegan stíl sem það átti eftir
að þróa út í hörgul næstu áratugina.
Eins og áður segir samdi Norgárd
Villta svani að beiðni Listahátíðar í
tilefni hálfrar aldar afmælis Lýðveld-
isins íslands og frumflytur saxófón-
kvartettinn verkið.
Lárus Halldór Grímsson hóf náms-
ferill sinn 1971 með flautu sem að-
alnámsgrein. Hann lék um
tíma í ýmsum hljómsveitum,
þar á meðal í hljómsveitinni
Eik, í Þursaflokknum og síð-
ar í Súld, en hann nam tón-
smíðar í Instituut voor Sono-
logie í Utrecht í Hollandi, þar
sem aðalkennari hans var
Jaap Vink. Flest verk hefur
Lárus samið fyrir hollenska
hljóðfæraleikara, en þegar
hann frétti af væntanlegri
komu saxófónkvartettsins
danska hingað til lands dró
hann fram úr pússi sínu saxó-
fónkvartett sem beið eftir
flytjendum.
Páll P. Pálsson hefur verið
áberandi í íslensku tónlistar-
lífi frá því hann settist hér
að árið 1949. Hann hóf feril
sinn hér sem stjórnandi Lúð-
rasveitar Reykjavíkur, réðst
svo fyrsti trompetleikari Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og
var fastráðinn stjórnandi
hljómsveitarinnar 1971.
Hann hefur verið stjórnandi Karla-
kórs Reykjavíkur frá 1964. Páll hef-
ur samið margs konar hljómsveitar-
tónlist og hann átti einnig í fórum
sínvm verk fyrir saxófónkvartett sem
beðið hafði flytjenda.
Eins og áður segir leikur Nýi
danski saxófónkvartettinn í Norræna
húsinu í kvöld og hefjast tónleikam-
ir kl. 20.00.
TONLIST
Víöistuöakirkja
KVENNAKÓR
Stjórnendur Ausum Derkerica og
Sirmais Maris. Orgelleikari, Alvars
Kalejs. Islensk, lettnesk, ungversk,
ensk og þýsk kórtónlist. Sunnudag-
ur 12. júní 1994.
DZINTARS-kvennakórinn frá
Riga í Lettlandi kemur til íslands í
boði Karlakórs Reykjavíkur en Dzint-
ars-kórinn var gestgjafi karlakórsins
á ferð þeirra til Lettlands fyrir nærri
tveimur árum. Kórinn er skipaður
atvinnusöngvurum og bar söngur
kórsins merki þess, því allt var fag-
lega vel unnið en einnig af listfengi,
eins og kom vel fram í lettnesku
þjóðlögunum og afburðavel sungnu
lagi eftir Kodaly, sem heitir Nótt á
flöllum, næturstemmning sem er
sungin án texta. Tónleikamir hófust
með þjóðsöngvum landanna og til
marks um sérlega fallegan söng
kórsins, var flutningur þeirra á lagi
Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Is-
land er land þitt, sem var einstaklega
góður en í þeirra munni varð það
að hjartnæmu ættjarðarlagi. Áve
Maria, eftir Herbert H. Ágústsson
var og fallega flutt, en auk hennar
flutti kórinn fjórar Ave Maríur, eftir
Kodaly, Robert Pappert, Gustav
Holst og Brahms, allt frábær tón-
verk, sem þó gerði efnisskrána undir
lokin nokkuð þunga. Þar í móti kom
afburðafögur söngtúlkun, er reis
hæst í Missa Brevis, eftir Britten.
Eitt af því athyglisverðasta á tónleik-
unum var nútímalegt verk eftir Pet-
eris Vasks (f.1946), þar sem leikið
var með talsöng, glissando, óhrin-
bundna raddskipan á sérlega glæsi-
legan máta. Dzintars-kórinn er frá-
bær sönghópur, skipaður góðum
söngkonum og undir stjórn afburða
tónlistarmanna. Söngtæknin er
nokkuð ólík þeirri sem unnið er út
frá í Vestur-Evrópu, sem kom skí-
rast fram hjá sópranröddunum, eink-
um á hásviðinu og í djúpröddunum.
Þessi blæmótun var samfelld í öllum
röddum og kórinn því einstaklega
samvirkur og hin músíkalska mótun
söngsins var frábær. Þar í er fólginn
lykillinn að þeim góða árangri sem
kórinn hefur náð. Kynnir á tónleikun-
um var Andris Morkans, leikari frá
Riga, sem hefur dvalið hér á landi
og talar hann býsna góða íslensku.
Dzintars-kórinn vekur upp þá spurn-
ingu, hvort ekki sé fleira gott að
fmna meðal Letta og því rétt að
huga að menningu samheija okkar
í frelsisbaráttu smáþjóðanna, því
„ber er hver að baki, nema sér bróð-
ur eigi“. Jón Ásgeirsson
NÝI danski saxófónkvartettinn, sem frumflytur
verk eftir Pál P. Pálsson, Lárus H. Grímsson
og Per Norgárd í Norræna húsinu í kvöld.
Djasshátíðin á
Egilsstöðum
Egilsstöðum. Morgunblaðid
DJASSHÁTÍÐ Egilsstaða verður
haldin í sjöunda sinn 24.-27.
júní. Hótel Valaskjálf verður
miðpunktur hátíðarinnar eins og
undanfarin ár. Aðalhvatamaður
og sá er framkvæmdin hvílir
mest á er Árni ísleifs tónlista-
kennari og djassari til margra
ára. Á engan er hallað þó fuilyrt
sé að hátíðin eigi stofnanda sín-
um tilveru sína að þakka að
mestu, ef ekki öllu leyti. Óeigin-
gjarnt starf Árna og fórnfýsi
hefur komið Egilsstöðum inn á
sumardagskrá (jjassista. Ekki
bara íslenskra, heldur einnig
erlendra. En af hverju djasshá-
tíð? Látum Árna svara því, ásamt
fleiru.
Hugmyndin að Djasshátíð Eg-
ilsstaða kviknaði fyrir átta árum
síðan þegar Steini Steingríms
píanisti hjá KK sextett, var á
gangi með Árna um Egilsstaði
og sagði sem svo að hérna ætti
að vera djass í hveiju horni, hér
væri svo skemmtilegt umhverfi.
Þetta kveikti í Árna og árið eft-
ir var fyrsta hátíðin haldin.
Hann hefur nánast staðið einn
að allri skipulagningu en notið
góðra styrkja bæði frá fyrirtækj-
um á Egilsstöðum og annars
staðar á landinu. Hann telur
djasshátíðina á Egilsstöðum hafa
lagt grunninn að öðrum hátíðum
sem nú eru haldnar víða um
land.
Aðsókn hefur verið með ágæt-
um undanfarin ár og fer vax-
andi. Árni segir djassáhuga-
menn hringja og spyija hvenær
hátíðin sé fyrirhuguð, svo hægt
verði að stíla inn á hana þegar
gera sfnar ferðaáætlanir. Meira
að segja hafa komið fyrirspurnir
erlendis frá. Aðsókna lista-
manna hefur verið slík að Árni
hefur þurft að velja úr, en ekki
biðja menn um að koma. Margir
listamenn hafa samband við
hann á hverju ári og spyijast
fyrir um ráðningar fyrir kom-
andi sumar. Heiðursgestur í ár
verður Poul Weeden, bandarísk-
ur djassari, sem á sínum tíma
Árni ísleifssson,
tónlistarkennari.
vera á staðnum og upplifa dýrð-
ina, það er málið.
Um framhald djasshátíðar á
Egilsstöðum segir Árni það fyr-
irsjáanlegt að hún komi til með
að lifa um ókomin ár. Hann er
þegar farinn að leggja drög að
því að fá hingað mjög stór nöfn
á tíu ára afmælið. Enn sé þó of
snemmt að segja nokkuð um það
hveijir þar verða á ferð. Á hon-
um mátti þó skilja að þar færu
stórlaxar í djassheiminum.
Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson
HLJÓMSVEITIN Dixie-drengir frá Neskaupstað.
spilaði með Count Basie. Meðal
annarra sem fram koma má
nefna Vini Dóra og Chicago
Beau.
Áðspurður um stöðu djassins
í dag segir Árni honum ekki
vera gert nógu hátt undir höfði
og vill kenna fjölmiðlafólki um
það að hluta. Djass sé lítið spil-
aður á útvarpsstöðvunum, en þó
séu einstaka þulir sem vegna
persónulegs áhuga spila djass.
Hann telur ástæðu til að spila
meiri léttari djass sem vepjulegt
fólk skilur, enda sé djassinn þess
eðlis að hann fer vel í lappirnar
á fólki, sérstaklega þegar sveifl-
an er Iífleg. Hins vegar sé flók-
inn djass mjög torskilin almenn-
ingi. Arni bendir á að nálægðin
við flytjendur geti breytt miklu
um viðhorf fólks til djassins.
Fólk sem komið hafi á fyrstu
hátíðirnar með hálfum huga sé
nú farið að sækja þær reglulega.
Hann líkir djasshlustun af plöt-
um við að fá eingöngu að tala
við kærustuna gegnum síma. Að