Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sagaán samastaðar Islenska einsöngslagið Menningardagskrá í Gerðubergi MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg heldur upp á fimmtíu ára afmæli Lýðveldisins Islands með sérstakri menningardagskrá sem tileinkuð er íslenska einsöngslaginu. Dagskráin hefst með söng- skemmtun í Borgarleikhúsinu á afmæli Reykjavíkur 18. ágúst þar sem flutt verða einsöngslög eftir mörg íslensk tónskáld. Söngvarar á tónleikunum verða Sólrún Bragadóttir, Garðar Cortes, Rannveig Bragadóttir, Kolbeinn Ketilsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sig- mundsson og Sverrir Guðjónsson. Jónas Ingimundarson leikur undir. BOKMENNTIR Skáldsögur FYRIRGEFNING SYNDANNA eftir Ólaf Jóhann Ólafsson RICHARD Eder, bókmenntagagn- rýnandi bandaríska stórblaðsins The Los Angeles Times undanfarin 12 ár og Pulitzer-verðlaunahafi árið 1987 fyrir bókmenntagagnrýni sína, er mikill íslandsvinur. Hann er einn þekktasti gagnrýnandi Bandaríkjanna nú um stundir. Eder var um 27 ára skeið blaðamaður The New York Times, til að byrja með í New York en síðar víða um heim. Ferli sínum hjá The New York Times lauk Eder sem leiklist- ar- og kvikmyndagagnrýnandi blaðsins áður en hann flutti sig árið 1982 yfir til L.A. Times og hóf bókmenntagagnrýni, en fimm árum síðar hlaut hann helstu víður- kenningu í bandarískri blaða- mennsku fyrir þau störf sín - Pu- litzer-verðlaunin. Eder kom í fyrsta skipti til ís- lands árið 1973, þegar Vestmanna- eyjagosið var. Hann var þá frétta- maður The New York Times í Lond- on og var fyrirvaralítið sendur áleiðis til Vestmannaeyja. Hann segist sjaldan á löngum starfsferli hafa orðið fyrir jafn djúpstæðum áhrifum af náttúruöfl- um og baráttu mannsins við þau og þegar hann stóð í miðjum Vest- mannaeyjabæ og fylgdist með eyð- ingarmætti iðandi hraunstraumsins annars vegar og baráttukrafti mannsins hins vegar, sem með öll- um tiltækum ráðum barðist hetju- lega til þess að bjarga ómetanlegri hafnaraðstöðu Vestmannaeyja. Eder segir að því hafi ekki þurft að beita hann nokkrum fortölum, þegar hann var orðinn yfírmaður fréttastofu The New York Times í París, veturinn 1981, að koma hingað til lands, til þess að vera gestur og fyrirlesari á ráðstefnu Blaðamannafélags íslands og Menningarstofnunar Bandaríkj- anna. í þriðja sinn kom Eder til íslands í ágúst 1986 en þá var hann í efnis- öflun vegna greinar um ísland fyr- ir ferðatímarit í New York. Eder fór víðs vegar um landið í þessari heimsókn sinni, ræddi við fjölda fólks, hafði áður kynnt sér, eins og hann orðar það, „á yfírborðs- kenndan hátt“ helstu bókmennta- afrek íslendinga, einkum til forna. Morgunblaðið taldi því forvitni- legt að leita til þessa þekkta bók- menntagagrýnanda og fara þess á leit við hann, að hann skrifaði rit- dóm fyrir lesendur Morgunblaðsins um bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefningu syndanna, sem kom út í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, undir heitinu Absolution. Eder varð góðfúslega við þessari beiðni Morgunblaðsins og fer ritdómur hans hér á eftir. Grein Eders Sköpun heimsins og soufflégerð byggjast á ákveðnu ferli þar sem eitt leiðir af öðru — í upphafi var guð eða mikill hvellur annars vegar og hins vegar algert eggjaæði — og smáatriðin spretta fram, tré eða ostur. Þessu er öfugt farið með skáldsögur og ljóð. Þar eru lifandi einstaklingar, einstök efnisatriði, myndin sjáif eða myndlíkingin fyrst kynnt til sögunnar og í framhaldi af því eru stóru drættirnir dregnir. Dæmi- eða líkingasögur eru þó undantekning frá þessu því að þar er það boðskapurinn, sem kemur fyrst, og það er kannski þess vegna sem þær eru margar svo leiðinleg- ar. Refurinn hans Esóps:og vínber- in halda hins vegar áfram að kitla ímyndnnaraflið löngu eftir að boð- skapurinn er gleymdur. Tökum dæmi af tveimur fremstu líkinga- sagnahöfundum nútímabók- mennta, Kafka og Camus. Eru Gregor Samsa og Meursauit ekki dæmigerðir fyrir einsemdina og vei-uleikafirringuna? Og hvað með það? Líklega væri öllum sama nema vegna einlægra en kátlegra lýsing- anna á manni, sem fínnst hann vera að breytast í bjöllu. Eða vegna sálarangistarinnar, _sem skín út úr meitluðum texta „Útlendingsins“? Maður og mold Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, „Fyrirgefning syndanna", er spennusaga um sýndajátningu í stíl, sem þegið hefur ýmislegt frá Camus en er ekki fyllilega fær um að endurgjalda það. Gamall, ríkur maður skríður loks út úr sjálfs- elskuskelinni eftir að hafa ráðskast með meðbræður sína og troðið á þeim miskunnarlaust um áratuga- skeið. Hann er varla nema skurnið eitt, hans eigið eitur er að tæra hann upp. Myndin er nokkuð áhrifamikil en áherslan er á hið almenna en ekki hið sérstæða. Glæpurinn, sem gamli maðurinn játar á sig, er skemmtilega kaldhæðinn og flétta Ólafs er ekki ófrumleg, en allt ann- að er af henni leitt eins og í flýti og til að fylla upp í eyðurnar. Sögu- manninum, rödd hans og öllu, sem hann segir okkur um sitt eigið líf, er einfaldlega mokað á sinn stað. Einstaka sinnum örlar á atriði, sem stendur undir sjálfu sér, en oftast eru efnisþræðirnir óhlutlægir og allir á yfírborðinu, jafnvel klisju- kenndir. Guð almáttugur eða rit- höfundar geta skapað mann úr mold en Ólafur hefur hugsað sér mann en útkoman er aðallega mold. • Þannig horfír þetta við mér sem gagnrýnanda, sem telur sig ekki mjög smámunasaman hvað sem öðrum kann að finnast, og sem Morgunblaðið hefur, vafalaust í hugsunarleysi, boðið að láta álit sitt í Ijós. Rétt er að geta þess, að „Fyrirgefning syndanna“ fékk vin- samlega dóma sums staðar þegar hún kom út í New York fyrr á árinu, án þess þó að vekja mikla eftirtekt. Það, sem vakti mesta athygli, var höfundurinn sjálfur, kunnur skáldsagnahöfundur á fs- landi og jafnframt farsæll maður í fjármálalífinu hér vestra, einn af forstjórum Sony-samsteypunnar. í Bandaríkjunum ræður sérhæfingin ríkjum og Endurreisnarmennirnir eru fáir þótt nefna megi dæmi um skáld og rithöfunda, sem stunduðu einnig aðra iðju; Melville var í toll- inum, Hawthorne var ræðismaður, Wallace Stevens tryggingasölu- maður og T.S. Eliot útgefandi þótt hann minnti alltaf mest á rauna- mæddan bankastjóra. New York ekki alveg rétt Það vakti líka eftirtekt, að Ólaf- ur sneri sjálfur bókinni á ensku. Það þykir mikið afrek í okkar eint- yngda samfélagi, en var kannski ekki sérstaklega heppilegt. Enskan hans er rétt en ekki alveg í sam- ræmi við málvenju. (í New York, sem er sögusviðið að miklu leyti, segja fáir „coffee house“ eins og Addison og Steele áður og þótt „swiftly“ sé gott og gilt, þá er það varla hluti af talmálinu nú á dög- um). Þetta skiptir þó ekki máli nema vegna þess, að það eykur enn á tilfínninguna fyrir því, að sagan eigi sér hvergi neinn samastað. New York Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar er ekki alveg rétt. Peterson, gamla söguhetjan hans, kom þang- að 40 árum áður en virðist þó ekki Ólafur Jóhann Ólafsson almennilega lentur. Þótt þessum gamla þrjóti hafi tekist að sanka að sér offjár, er heldur ólíklegt, án frekari útskýringa, að hann hafi verið helsta „umræðuefni" borgar- búa. New York, þessi glymjandi fólks, sem er fyrst og fremst upp- tekið af sjálfu sér, er allt of hávaða- söm til þess. Það er líka fáránlegt, að fastagestir í óperunni hafí verið að slúðra um hann á karlaklósett- inu. Þeir, sem þekkja til ástandsins þar í hléum, vita, að reyni einhver að setja á ræður þar inni, er honum óðara bolað burt af herskörum manna í spreng. Gömul tugga og þvæld Verra er, að stór hluti af ævi- sögu sögumannsins er gömul tugga og þvæld. Frásögnin af því þegar hann sem barn kemur að föður sín- um í áköfum ástaleik með þjónustu- stúlkunni er gatslitin klisja og svo er einnig um kynlífsvígslu hans með vændiskonu og vonbrigðin, sem hann varð fyrir. Þetta heitir að skrifa eftir númerum. Burtséð frá þessu er ekkert sér- lega eftirtektarvert við æskuminn- ingarnar. Hjá -hinum sögupersón- unum — eiginkonum Petersons, ungu konunni, sem hann elskaði áður og framdi glæp fyrir, hans eigin börnum og kunningjum — örlar varla á sjálfstæðum persónu- einkennum og til að bæta gráu ofan á svart þá eru þær lausar við allan táknrænan tilgang. Ætla mætti þó, að eitthvað væri um að vera í lífi þessa fólks þótt sögumað- urinn sé of upptekinn af sjálfum sér til að koma auga á það. Unga Kóreustúlkan, förunautur Peter- sons undir það síðasta, er ráðgáta en alveg spennulaus; undir fáguðu yfirborðinu er ekkert annað að finna. Meira en frumleg írónía Vissulega hefur „Fyrirgefning syndanna" sína kosti til að bera. Klaufalegar tilraunir Petersons til að vinna ástir ungrar, íslenskrar stúlku í Kaupmannahöfn fá aula- bárðinn, sem býr í hjarta allra manna, til að engjast sundur og saman og þegar hann sér hana með keppinautnum gæti Iíðan hans og tilfinning fyrir því, að heimurinn sé ein klakahöll, fengið hjörtun til að springa. Kaldhæðnin í hefndinni er meira en frumleg og það er skemmtilegur fáránleikablær yfír því þegar tvö uppkomin börn hans, sem er meinaður aðgangur að íbúð- inni hans, verða að nota innanhúss- kallkerfið til að segja honum, að móðir þeirra, fyrsta eiginkona hans, sé að deyja. Þessir ljósu punktar eru þó fáir. Það, sem stendur „Fyrirgefningu syndanna“ fyrir þrifum er almenn flatneskja hvað varðar atburði, sögupersónur og það, sem þarf til að vekja lesandann. Sem dæmisaga um sjálfselsku ellinnar vantar hana þá sálrænu dýpt, sem þarf til að komast hjá predikunaráráttu slíkra sagna. Ólafur lýsir ástandi Peter- sons af skáldlegri viðkvæmni ef við Ieggjum þann skilning í hana, að vilji höfundarins komi í stað ímynd- unaraflsins. Richard Eder í október verður opnuð yfirlits- sýning um Islenska einsöngslagið í Gerðubergi. Á sýningunni verða ljósmyndir af tónskáldum og flytj- endum íslenskra einsöngslaga, nótnahandrit, söngskrár og aðrar myndir sem segja sögu íslenskra einsöngslaga frá því um miðja 19. öld. Sjö sýningar á liðnu leikári LEIKHÚSIÐ Frú Emilía hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: Menntamálaráðuneytið og leikhúsið Frú Emilía hafa gert starfssamning sem undirritaður var í mars 1993. Af hálfu ráðuneytisins felst í samkomulagi þessu að það veitir leikhúsinu fjárhagslegan styrk í tvö ár að upphæð samtals tuttugu milljónir sem greiddar eru í íjórum áföngum, 1. ágúst 1993, 1. janúar og 1. ágúst 1994 og 1. janúar 1995. Frú Emilía setur upp sex til sjö leiksýningar og smærri verkefni (upplestra o.þ.h.) þessi tvö ár. Leikhúsið tók á leigu til tveggja ára myndarlegt húsnæði á Seljavegi 2 og innréttaði þar leikhús fyrir starfsemi sína en einnig hafa ýmsir leikhópar fengið inni hjá ieikhúsinu til æfinga og sýninga. Fyrsta leik- sýningin var á vegum leikflokksins Augnablik, bamasýningin „Júlía og Mánafólkið", sem sýnt var fímmtíu sinnum fyrir fullu húri. „Afturgöng- ur“ eftir Henrik Ibsen var fyrsta sýning Frú Emilíu. Einnig var sýnt barnaleikritið Trítill og urðu sýning- Á meðan á sýningunni stendur verður fjölbreytt kynningar- og skemmtidagskrá og mun kunnáttu- fólk flytja tónlist og halda fyrir- lestra með tóndæmum, hljóðfæra- leik og ljóðasöng síðdegis á sunnu- dögum í október og nóvember og í byrjun október verður haldið söng- námskeið í Gerðubergi. ar um níutíu í leikhúsinu en einkum í leikskólum. Óperustúdíó Eugeníu Ratti sýndi smáóperuna „Öndin frá Karíó“ eftir Wolfgang Amadeiis Mozart tvisvar sinnum og Kvenna- kór Reykjavíkur hélt tónleika. Nem- endaleikhúsið sýndi „Konur og stríð“ eftir áramótin og Jóhanna Jónas sýndi „Dónalegu dúkkuna", Tíu fingur sýndu brúðuleiksýning- una „Englaspil" og Sigurður Hall- dórsson hélt emleikstónleika. Áhugamannaleikhópurinn Leik- smiðja Reykjavíkur, sem haft hefur aðstöðu í húsakynnum Frú Emilíu í allan vetur, sýndi afrakstur vetrar- starfsins með spunasýningunni „Frá kyrrstöðu til hagvaxtar". Auk þessa hafa ýmsir leik- og sönghóp- ar fengið inni til æfinga. Leikárinu lauk með þremur forsýningum á Macbeth en frumsýningin verður í bytjun september. Auk Macbeths mun Frú Emilía setja upp t.vær sýningar með lækkandi sól í haust og ljúka samkomulaginu við menntamálaráðuneytið fyrir 30. júní 1995. Samtals hafa því verið æfðar og sýndar sjö leiksýningar í leikhúsinu sl. vetur og þar af þijár á vegum Frú Emilíu auk hinna smærri verk- • efna sem áður voru talin. Heimildarmynd um Jón Sigurðsson Maður og foringi LEIKIN heimildarmynd um ævi Jóns Sigurðssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Það er kvikmyndafélagið Saga Film sem framleiðir myndina, Jón Sigurðsson — maður og for- ingi, í tilefni 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands. í mynd- inni er reynt að gefa innsýn í persónu Jóns, samtíð hans og einkahagi. Mikið var gert til að reyna að fanga andrúmsloft 19. ald- ar við gerð myndarinnar. Kvikmyndað var bæði á Is- landi og í Danmörku. Þar sem því var hægt að koma við voru atriði tekin á þeim stöðum sem atburðir gerðust í raun og veru. Þjóðfundurinn var t.d. tekinn upp í Menntaskól- anum í Reykjavik og gifting Jóns og Ingibjargar Einars- dóttur í Dómkirkjunni. Það er Egill Ólafsson sem fer með hlutverk Jóns en Margrét Ákadóttir fer með hlutverk Ingibjargar. Leik- Jón Sigurðsson stjóri myndarinnar er Þór- hallur Sigurðsson. Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, skrifaði handritið en Björn G. Björns- son og Guðmundur Magnús- son unnu einnig að undirbún- ingi þess. Allmargar leikmyndir voru reistar í myndveri Saga Film. Heimili Jóns var endurbyggt að hluta og hornstofan er nú á sýningu Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns, Leiðinni til lýðveldis, í Aðalstræti 6. Verkefni Frú Emilíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.