Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ H FÓLK í FRÉTTUM Ashley Judd er ný stjama í Hollywood ► ASHLEY Judd hefur skotið upp á stjörnuhimininn i Holly- wood. Hún hefur unnið til verð- launa fyrir leik sinn í kvikmynd- inni „Ruby in Paradise" og leikur í nýjustu kvikmynd Olivers Stone „Natural Born Killers“. Þar tekst hún á við hlutverk eftirlifandi fórnarlambs morðingja sem leik- inn er af Woody Harrelson. „Fólki á eftir að verða óglatt þegar það kemur af myndinni," segir hún um myndina og telur hana vera „meistaraverk". Til að undirbúa sig fyrir óhugnaðinn í upptökum myndarinnar horfði hún á kvikmynd um fjöldamorð- ingjann Henry alein um hánótt. „Eg kveikti ekki einu sinni á þjófavarnarkerfinu heima hjá mér.“ Ráðstefna Vantaði meiri áskorun Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Jakobsson sýnir hversu silíkonhulsan situr fast á handlegg Johns Rineharts. GESTIR á ráðstefnunni. RÁÐSTEFNA bæklunarlækna frá Norðulöndum var haldin dag- ana 9.-11. júní hér á landi. Á sýninguna kom John Rinehart sem er margfaldur heimsmeist- ari í flokki flögur í hjólreiðum fatlaðra, þrátt fyrir að það vanti á hann hægri fótinn og stóran hluta hægri handleggs. Hvað olli því að Rinehart hóf keppni í hjólreiðum? „Ég hafði lengi hjólað til að halda mér í æfingu. Síðan fékk ég leið á því og hóf að lœppa í hjólreiðum.“ Ástæðan fyrir komu Johns Rineharts er sú að stoðtækjafyr- irtækið Össur hf. hefur framleitt silíkonhulsu sem gerir það að verkum að hann á mun betra með að hjóla en áður. Áður lá hann fram á stýrið og var ólaður við það til að geta haldið jafn- vægi. Nú getur hann hallað sér aftur og beitt búknum til að halda jafnvægi, vegna þess að silíkonhulsan heldur handlegg hans alveg föstum við stýrið. John Rinehart er margfald- ur heimsmeistari í hjólreið- um fatlaðra. áður en hann talar? Dan Quayle Pat Sajak Hugsar Dan Quayle ► SMÁHIK í orðræðu þýðir ekki að viðkomandi sé heimskur heldur aðeins að hann sé að hugsa. Þetta segja rannsóknir Nicholas Christ- enfeld sálfræðings við Há- skólann í Kaliforniu. Hann hefur talið hik meðal nafnto- guðustu ræðumanna í Banda- ríkjunum og fundið út að Dan Quayle fyrrverandi varafor- seti Bandaríkjanna hikar að- eins einu sinni á hvetjum tíu mínútum, en Pat Sajak umsjón- «armaður umræðuþátta í sjón- varpi hikar hinsvegar 9,8 sinn- um á hverri mínútu. „Ef þú hugsar áður en þú talar, er lík- legra að þú skjótir „ers“ og „ums“ inn í orðræðu þína,“ seg- ir Christenfeld. Hann fann út að venjulegur einstaklingur hikar að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum á mínútu, „en ef þú segir hvað sem þér dettur í hug er líklegt að þú hikir ekki jafn oft“. Önnur leið til að minnka hik er að fá sér sjö drykki á barnum, en ef David Lettermann, sem hikar 8,1 sinni á mínútu, ætlaði að nota þá aðferð til að nálgast mælsku Dan Quayle myndi hann líkleg- ast líða út af fyrst. EFTIRFARANDI bréfstúfur er tekinn úr bréfasafni Francois Truffaut. Bréfið var skrifað níunda júní árið 1962 í París,. Kæri hr. Hitchcock, Til að byija með vil ég minna þig á hver ég er. Þegar ég var kvik- myndagagnrýnandi fyrir fáeinum árum, síðla árs 1954, tók ég við- tal við þig ásamt vini mínum Claude Chabrol. Það var í kvik- myndaverinu í St. Maurice, þar sem þú varst að leikstýra kvik- myndinni „To Catch A Thief“. Þú baðst okkur um að bíða þín við barborðið í kvikmyndaverinu. Það var þá um kvöldið, eftir að Chabrol og ég höfðum horft fimmtán sinnum í röð á sama atr- iðið þar sem Brigitte Auber og Cary Grant voru um borð í hrað- báti, að við féllum í frosinn vatns- geymi í garði kvikmyndaversins. Þú féllst mjög auðmúklega á að viðtalinu yrði frestað og það fór fram á hóteli þínu sama kvöld. Upp frá því veittist mér sú ánægja að hitta þig aftur í hvert skipti sem þú komst til Parísar... og ári seinna sagðir þú jafnvel við mig: „I hvert skipti sem ég skoða klak- ana í viskíglasinu mínu verður mér hugsað til þín...“ ... Eg bið þig að taka við, kæri hr. Hitc- hcock, einlægri aðdáun rninni." Eg verð alltaf, yðar einlæg- ur, Francois Truff- aut Yðar einlægur aðdáandi, kæri Hitchcock Alfred Hitchcock og Francois Truffaut. 4S C Æ 1 i i i i i i < < < { I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.