Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
H
FÓLK í FRÉTTUM
Ashley Judd er ný
stjama í Hollywood
► ASHLEY Judd hefur skotið
upp á stjörnuhimininn i Holly-
wood. Hún hefur unnið til verð-
launa fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni „Ruby in Paradise" og leikur
í nýjustu kvikmynd Olivers Stone
„Natural Born Killers“. Þar tekst
hún á við hlutverk eftirlifandi
fórnarlambs morðingja sem leik-
inn er af Woody Harrelson.
„Fólki á eftir að verða óglatt
þegar það kemur af myndinni,"
segir hún um myndina og telur
hana vera „meistaraverk". Til
að undirbúa sig fyrir óhugnaðinn
í upptökum myndarinnar horfði
hún á kvikmynd um fjöldamorð-
ingjann Henry alein um hánótt.
„Eg kveikti ekki einu sinni á
þjófavarnarkerfinu heima hjá
mér.“
Ráðstefna
Vantaði meiri
áskorun
Morgunblaðið/Golli
GUÐMUNDUR Jakobsson sýnir hversu silíkonhulsan situr fast
á handlegg Johns Rineharts.
GESTIR á ráðstefnunni.
RÁÐSTEFNA bæklunarlækna
frá Norðulöndum var haldin dag-
ana 9.-11. júní hér á landi. Á
sýninguna kom John Rinehart
sem er margfaldur heimsmeist-
ari í flokki flögur í hjólreiðum
fatlaðra, þrátt fyrir að það vanti
á hann hægri fótinn og stóran
hluta hægri handleggs. Hvað
olli því að Rinehart hóf keppni
í hjólreiðum? „Ég hafði lengi
hjólað til að halda mér í æfingu.
Síðan fékk ég leið á því og hóf
að lœppa í hjólreiðum.“
Ástæðan fyrir komu Johns
Rineharts er sú að stoðtækjafyr-
irtækið Össur hf. hefur framleitt
silíkonhulsu sem gerir það að
verkum að hann á mun betra
með að hjóla en áður. Áður lá
hann fram á stýrið og var ólaður
við það til að geta haldið jafn-
vægi. Nú getur hann hallað sér
aftur og beitt búknum til að
halda jafnvægi, vegna þess að
silíkonhulsan heldur handlegg
hans alveg föstum við stýrið.
John Rinehart er margfald-
ur heimsmeistari í hjólreið-
um fatlaðra.
áður en hann talar?
Dan Quayle Pat Sajak
Hugsar Dan Quayle
► SMÁHIK í orðræðu þýðir
ekki að viðkomandi sé
heimskur heldur aðeins að
hann sé að hugsa. Þetta segja
rannsóknir Nicholas Christ-
enfeld sálfræðings við Há-
skólann í Kaliforniu. Hann
hefur talið hik meðal nafnto-
guðustu ræðumanna í Banda-
ríkjunum og fundið út að Dan
Quayle fyrrverandi varafor-
seti Bandaríkjanna hikar að-
eins einu sinni á hvetjum tíu
mínútum, en Pat Sajak umsjón-
«armaður umræðuþátta í sjón-
varpi hikar hinsvegar 9,8 sinn-
um á hverri mínútu. „Ef þú
hugsar áður en þú talar, er lík-
legra að þú skjótir „ers“ og
„ums“ inn í orðræðu þína,“ seg-
ir Christenfeld. Hann fann út
að venjulegur einstaklingur
hikar að meðaltali þrisvar til
fjórum sinnum á mínútu, „en
ef þú segir hvað sem þér dettur
í hug er líklegt að þú hikir ekki
jafn oft“. Önnur leið til að
minnka hik er að fá sér sjö
drykki á barnum, en ef David
Lettermann, sem hikar 8,1 sinni
á mínútu, ætlaði að nota þá
aðferð til að nálgast mælsku
Dan Quayle myndi hann líkleg-
ast líða út af fyrst.
EFTIRFARANDI bréfstúfur er
tekinn úr bréfasafni Francois
Truffaut. Bréfið var skrifað
níunda júní árið 1962 í París,.
Kæri hr. Hitchcock,
Til að byija með vil ég minna þig
á hver ég er. Þegar ég var kvik-
myndagagnrýnandi fyrir fáeinum
árum, síðla árs 1954, tók ég við-
tal við þig ásamt vini mínum
Claude Chabrol. Það var í kvik-
myndaverinu í St. Maurice, þar
sem þú varst að leikstýra kvik-
myndinni „To Catch A Thief“. Þú
baðst okkur um að bíða þín við
barborðið í kvikmyndaverinu.
Það var þá um kvöldið, eftir að
Chabrol og ég höfðum horft
fimmtán sinnum í röð á sama atr-
iðið þar sem Brigitte Auber og
Cary Grant voru um borð í hrað-
báti, að við féllum í frosinn vatns-
geymi í garði kvikmyndaversins.
Þú féllst mjög auðmúklega á að
viðtalinu yrði frestað og það fór
fram á hóteli þínu sama kvöld.
Upp frá því veittist mér sú ánægja
að hitta þig aftur í hvert skipti
sem þú komst til Parísar... og ári
seinna sagðir þú jafnvel við mig:
„I hvert skipti sem ég skoða klak-
ana í viskíglasinu mínu verður
mér hugsað til þín...“ ... Eg bið
þig að taka við, kæri hr. Hitc-
hcock, einlægri aðdáun rninni."
Eg verð alltaf,
yðar einlæg-
ur,
Francois
Truff-
aut
Yðar einlægur
aðdáandi, kæri
Hitchcock
Alfred Hitchcock og
Francois Truffaut.
4S
C
Æ
1
i
i
i
i
i
i
<
<
<
{
I
I