Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR £5* F« ú Vigtlís Fiiinbogadóttir, forseti ísjands, í viðtali við Maimlíf Evrópuáliug’i Norðurland- anna eins og blint æskuskot Þoir cru svo innilcga áslfangnir og glcyma fjölskyldunni sem hangir |)arna cinlivcrs stadar og bíður þess að þcssi óskaplegi Astarblossi dofni, líði hjá cða vcrði að hjónabandi. Formannskosningarnar á flokksþingi Alþýðuflokksins Jón Baldvin sigraði með 60% atkvæða „Minn tími mun koma,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir Að loknu formannskjöri JÓN Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir tókust í hendur eftir að úrslit lágu ljós fyrir í formannskosningunum á flokksþingi Alþýðuflokksins. JÓN Baldvin Hannibalsson var endurkjörinn formaður Alkþýðu- flokksins á flokksþinginu í Suð- umesjabæ en kosningarnar fóru fram síðdegis á laugardag. Jón Baldvin fékk 226 atkvæði eða 60,26% greiddra atkvæða en Jóhanna Sigurðardóttir fékk 146 atkvæði eða 38,93%. Mikil spenna ríkti á fiokksþing- inu þegar formannskosningin fór fram. A kjörskrá voru 393 en at- kvæði greiddu 375. Guðmundur Árni Stefánsson fékk 1 atkvæði og Rannveig Guðmundsdóttir^eitt atkvæði í formannskjörinu. „Tregur gekk ég til þessa leiks,“ sagði Jón Baldvin þegar úrslitin lágu fyrir. „Ég er hins vegar ánægður með að þessi traustsyfir- lýsing er afdráttarlaus og hún mun gera mér kleift, með samstarfs- mönnum okkar, að leiða þennan flokk, vonandi af myndugleik, í þeim átökum sem fram undan eru,“ sagði hann. Jón Baldvin sagðist aldrei hafa farið öðrum orðum en viðurkenn- ingarorðum um störf Jóhönnu Sig- urðardóttur í þágu flokksins og þjóðarinnar og kvaðst hann láta í ljósi þá von að hann og Jóhanna gætu bæði sagst ætla að una endanlegum dómi flokksþingsins. Jón Baldvin lagði mikla áherslu á samheldni innan Alþýðuflokksins og stefnufestu hans og sagði að á flokksþinginu hefði Alþýðu- flokkurinn tekið frumkvæðið í Evrópumálunum, sem ætti eftir að valda þáttaskilum í íslenskum stjómmálum. „Það sem mun skera úr um það hvernig okkar flokki og jafnaðarstefnunni vegnar á næstu árum er samheldnin í okkar flokki,“ sagði Jón Baldvin. Geng ósár frá þessum leik Það fór ekki leynt á þinginu að Jóhanna Sigurðardóttir varð fyrir mikium vonbrigðum með úrslitin. í upphafi ræðu sinnar sló hún þó á létta strengi og sagði þá m.a.: „Þú ert klókur, Jón Baldvin, það verður aldrei af þér skafið. Þá sást fyrr í dag að ég var að vinna þig. Þú þurftir lengri tíma til að smala og iætur Ámunda hringja á lögreglustöðina með sprengjuhót- un. En til að gæta alls sannmælis, þá sögðu gárungar líka að þetta væri enn ein hótunin frá Jó- hönnu.“ Mikið iófaklapp kvað við í salnum við þessi orð Jóhönnu. í ræðu sinni sagðist Jóhanna ennfremur ganga ósár frá þessum leik þó hún hefði tapað einni orr- ustu við Jón Baldvin. „Ósigur er ekki endalok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst en í ósigri rætur velgengni. Minn tími mun koma,“ voru lokaorð hennar. Jóhanna tók að þessu loknu þátt í kosningu varaformanns en hvarf svo af þinginu ásamt nokkr- um stuðningsmönnum sínum og kom hún ekki til þingsins á sunnu- dag. Jóhanna gaf engar yflrlýs- ingar um hvaða áhrif ósigur henn- ar í formannskjörinu hefði á setu hennar í ríkisstjórn. Hún fór svo utan í gær en er væntanleg til iandsins á morgun eða fímmtu- dag. Formaður norska Verkamannaflokksins Gætum ráðið sjávarútvegs- stefnu ESB Morgunblaðið/Þorkell Thorbjorn Jagland THORBJ0RN Jag- land, formaður norska Verka- mannaflokksins, segist vongóður um að Norð- menn samþykki ESB- aðild þrátt fyrir að skoð- anakannanir bendi til annars. Hann segir Norð- menn hafa náð góðum samningum og að þeir eigi eftir að hafa mikil áhrif á sjávarútvegs- stefnu sambandsins. Ef íslendingar gangi einnig 'í ESB segir Jagland að þá muni þeir í samvinnu við Norðmenn geta ráðið sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins. -. Er ekki a ðild Noregs að Evrópusambandinu orðin nokkuð óviss, þar sem aiiar skoðanakannan- ir undanfarið benda til að andstæðingar aðildar séu mun fleiri en fylgismenn? „Ég er alls ekki sam- mála því að úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar liggi nánast fyrir, ekki síst í ljósi reynslunnar af síðustu þingkosningum. Þá bentu skoðanakannanir iengi vel til að við í Verkamannaflokknum myndum bíða verulegan ósigur en þegar upp var staðið unnum við kosningarnar. Almennings- álitið er fljótt að sveiflast til og frá. Það sem einkennir stöðuna mest núna er hin mikla óvissa. Ef Svíar og Finnar samþykkja aðild bendir flest til að Nprðmenn muni einnig gera það. Úrslitin í Austurríki hafa einnig áhrif en ekki jafn mikil sökum fjar- lægðarinnar.“ - Hver er eiginlega sá munur á aðildarsamningi þeim, sem nú liggur fyrir, miðað við þann sem Iá fyrir 1972, er gerir aðild að fýsilegri kosti en þá? „Samningurinn er fyrst og fremst hagstæðari hvað sjávarút- vegsmálin varðar. Evrópusam- bandið hefur lært af mistökunum og komið til móts við kröfur á ásættanlegan hátt. Þá fáum við viðunandi stuðning við landbúnað okkar. Það eru sérstaklega þessar tvær atvinnugreinar sem hafa . fengið hagstæðari samning." Skiljum gagnrýnina - „En hvernig skýrir þú þá hina mikiu andstöðu við samn- inginn innan norska sjávarút- vegsins? „Við teljum þá gagnrýni vera byggða á röngum forsendum. Hins vegar höfum við skilning á því af hveiju hún er sett fram en það er fyrst og fremst af samnin- gat?eknilegum ástæð- um. Þetta er á marg- an hátt klókt af sjáv- arútveginum því með þessu getur hann gert meiri kröfur á hendur ríkinu. Þá verðum við einnig að líta til þess að það er fyrst og fremst fiskvinnslan sem hagnast á samningnum með auknum tolla- fríðindum. Kostirnir eru minni fyrir útgerðina enda er andstöð- una fyrst og fremst þar að fínna.“ - Hver telur þú að áhrif Norð- manna á sjávarútvegsstefnu ESB yrðu? „Ég held að við munum koma ► Jagland, sem er fæddur 1950, hefur verið formaður Verkamannaflokksins frá því í nóvember 1992. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur gegnt fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hann var kjörinn á þing 1993 og á sæti í utanríkisnefnd norska Stórþingsins auk þess að vera þingflokksformaður Verkamannaflokksins. til með að hafa úrslitaáhrif á sjávarútvegsstefnuna. í sögu bandalagsins frá upphafi hafa þau ríki, sem mestra hagsmuna hafa að gæta á viðkomandi sviði, ávallt ráðið ferðinni. Þar er heldur ekki eitt einasta dæmi að fínna um að gengið hafí verið þvert á hagsmuni aðildarríkis. Norðmenn yrðu það sterkir í evrópskum sjáv- arútvegi að það væri ekki hægt að taka ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við þá. Ef Norðmenn og Islendingar væru innan banda- lagsins myndu þeir nánast ráða ferðinni í sjávarútvegsmálum.“ - Hver heldur þú að yrðu við- brögð ESB við sjávarútvegskröf- um íslendinga í aðildarviðræðum? „Ég þekki ekki alveg nógu vel til íslenskra hagsmuna til að tjá mig um það. Það er aftur á móti engin ástæða til að ætla að íslendingar myndu ná fram færri kröfum en Norðmenn. ís- lendingar áttu til að mynda í mun minni erfiðleikum en við í EES-viðræðunum.“ - Er hætta á að baráttan fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna verði jafn óvægin og skilji eftir sig jafn djúp sár og 1972? „Það bendir ekkert til þess. Þá áttu átökin sér fyrst og fremst stað innan Verka- mannaflokksins en nú hefur ver- ið tekið öðru vísi á málum þar. Engar skorður hafa verið settar á andstæðinga aðildar innan flokksins. Ég held ekki að flokkurinn muni klofna nú ekki síst vegna þess að aðstæður eru aðrar en þá. Það er erfitt að vera með mjög tilfinninga- þrungna andstöðu þegar málið snýst um það hvort að við ætlum að ganga inn í sambandið ásamt hinum Norðurlöndunum. “ „Fyrst og fremst fisk- vinnslan sem hagnast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.