Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 19
VIÐSKIPTI
FLUGLEIÐIR — Farþegum Flugleiða fjölgaði um 40% á fyrsta ársfjórðungi en ekki varð þó um sambærilega aukningu tekna. Þetta
má rekja til þess að fjölgunin varð mest á skemmri leiðum eins og t.d. milli Kaupmannahafnar og Hamborgar.
Afkoman versnaði um 5 7 milljónir
Góðar bókanir gefa Flugleiðum
vonir um hagnað á árinu
AFKOMA Flugleiða hf. fyrir skatta
versnaði um 57 milljónir á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs samanborið
við sama tímabil í fyrra. Þannig var
tapið fyrir skatta 954 milljónir en
var 897 milljónir í fyrra. Verulegt
tap er jafnan af rekstri Flugleiða á
þessum árstíma sem jafnast út með
hagnaði yfir sumarmánuðina. Horf-
ur þykja nú nokkuð góðar hjá félag-
inu og er útlit fyrir töluvert betri
sætanýtingu í sumar en í fyrra. Að
sögn Halldórs Vilhjálmssonar,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs,
er því áfram gert ráð fyrir hagnaði
hjá félaginu á þessu ári.
Farþegum Flugleiða fjölgaði um
40% á fyrsta ársfjórðungi en ekki
varð þó um sambærilega aukningu
tekna. Þetta má rekja til þess að
fjölgunin varð mest á skemmri leið-
um eins og t.d. milli Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar. Lækkuðu
meðaltekjur af hveijum farþega um
10% á milli ára, sem hafði í för
með sér 180 milljóna tekjurýmun
á tímabilinu.
Farþegatekjur félagsins hækk-
uðu um 24% á milli ára og heildar-
tekjur um 15,4%. Sömuleiðis varð
15,4% hækkun á rekstrargjöldum
m.a. vegna hækkunar á gengi doll-
ars gagnvart krónu. Á fyrsta árs-
fjórðungi eru gjöld í dollurum tölu-
vert hærri en tekjur og áhrif gengis-
lækkunar krónunnar gagnvart doll-
ar því óhagstæð.
Áð teknu tilliti til skatta varð
heildartap Flugleiða um 965 millj-
ónir en tapið í fyrra var alls um
739 milljónir. Versnandi afkomu
af heildarstarfseminni má fyrst og
fremst rekja til þess að fyrstu þijá
mánuði sl. árs var tekjufærsla í
rekstrarreikningi að fjárhæð 180
milljónir vegna lækkunar á tekju-
skattsskuldbindingu. Þessi lækkun
var tekjufærð vegna taprekstrar á
sl. ári. Tekjuskattsskuldbinding
Flugleiða í árslok 1993 var engin
og því engin sambærileg tekju-
færsla í rekstrarreikningi þessa árs.
Gengisþróunin mun ráða miklu
um þróunina í rekstrinum í sumar
hjá Flugleiðum. Ef gengi erlendra
gjaldmiðla verður hátt yfir sumar-
mánuðina er það félaginu hagstætt
þar sem mestra tekna í erlendum
gjaldeyri er aflað á tímabilinu júní-
ágúst.
Halldór Vilhjálmsson sagði að
tekjur félagsins af millilandafluginu
hefðu verið í samræmi við áætlanir
í maímánuði en apríl hefði verið
verri en skv. áætlun. „Við vonumst
til að sumarið verði betra en áætlað
var og miðað við bókanir munum
við vinna upp tekjutapið af lækkun
fargjalda. Þá hefur kostnaðurinn
verið alveg í takt við áætlanir.“
British Airways
Tafirí
fyrstu ferð
frá Orly
Flugvöllurinn opnaður
erlendum flugfélögum
París. Reuter.
FYRSTA ferð brezka flugfélagsins
British Airways (BA) frá Orly-flug-
velli við París til London síðan flug-
völlurinn var opnaður erlendum flug-
félögum tafðist í gær, mánudag,
vegna mótmælaaðgerða flugfélags-
starfsmanna.
Orly var opnaður fyrir samkeppni
erlendra flugfélaga eftir harðar deil-
ur BA og franskra yfirvalda, sem
reyndu að varðveita yfirburðastöðu
Air Inter, innanlandsflugfélags Air
France, sem ríkið rekur.
Um 50 starfsmenn einkaflugfé-
lagsins Air Liberté tóku þátt í mót-
mælum gegn hinu nýja, opna kerfi
við brottför farþega BA og Frakk-
landsdeildar félagsins, TAT, frá Orly.
Flugvél BA átti að fara kl. 7.55
að staðartíma, en tafðist í um það
bil hálftíma. Flugvél Air France fór
á tilsettum tíma frá Heathrow-flug-
velli við London, kl. 7.45 að staðar-
tíma.
British Airways/TAT og Air
France eiga að skipta á milli sín átta
ferðum á dag milli London og Orly.
i ■
Oflugar og vandaðar 486 tölvur
I