Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tíminn er eins og vatnið... TÓNLIST og kom einfaldleik tónlistarinnar mjög vel til skila. Sigurður I. ' Snorrason lék sér að næsta millik- afla fyrir klarinettu - og hefði sá {mttur mátt að ósekju vera lengri. Árni Heimir Ingólfsson lék einleik á orgel og sembal og stóðst þol- raunina með prýði. Sigurður Flosason sökkti áheyrendum niður í öldur „veglauss hafs“ með saxó- fóni sínum og þær Anna Guðný Guðmundsdóttir og Guðríður St. } Sigurðardóttir fönguðu eyru hlust- | enda í smáriðin net fjórðungstón- bila á tveimur píanóum. Eiríkur Orn Pálsson og Jóhann Yngvi Stefánsson vöktu þögnina „undir þáfjalli tímans“ með hröðu tromp- etsignali, Martial Nardeau lék lítið danslag og þeir félagar Hrólfur Vagnsson og Stefan Reil fylgdu þögninni eftir með lágværum | nikkuhljómi. , Sennilega hefur ekkert íslenskt tónskáld samið jafn erfíða tónlist » fyrir kór og Atli Heimir í Tímanum og vatninu. Hljómar verksins eru ■mjög ómstríðir og krefjast frá- bærrar tónheyrnar kórfélaga. Sú nýjung var reynd að gefa kórnum tóninn í eyra með aðstoð orgels og heyrnartækis en þessi tilraun gafst ekki vel. Kórinn beindi hlust- um sínum að tóni tækisins í stað ' þess að mynda samhljóm og því } varð söngurinn ekki nægjanlega | samstæður í hægu þáttunum. í hröðu köflunum komst kórinn hins vegar á skemmtilegt skrið og söng þá af öryggi. Nokkrir kórfélaga sungu einnig einsöng og stóðu sig með prýði. Tíminn og vatnið samanstendur af fjörtíu og einni tónsmíð. Þær eru allar mjög ólíkar að gerð og j því var stjórnandanum Paul Zu- k kofsky mikill vandi á höndum við að samhæfa þær í eitt verk. Zukof- } sky hefur jafnan glögga yfirsýn yfir það sem. hann fæst við og stjórnar af mikilli nákvæmni. Næmleik hans er viðbrugðið og tilfinningu fyrir tónlist þessarar aldar. Vitað var að æfingatíminn yrði skammur fyrir jafn viðamikið verk og að margir flytjenda hefðu ekki fengist við slíka tónlist áður. ' Zukofsky tókst þó ósmeykur á við | þetta mikla verkefni og skilaði því j með glæsibrag eins og hans var von og vísa. Tónskáldið Atli Heimir Sveins- son stendur nú á hátindi ferils síns. Sköpunargleði hans virðast engin takmörk sett. Hann tekst á við hvert stórvirkið á fætur öðru og ann sér aldrei hvíldar. Tíminn og vatnið er glæsilegt verk sem á j eftir að bera hróður hans víða. Sú von stendur eftir ein að Tíminn ‘ og vatnið verði brátt sett á svið } svo landsmenn fái notið verksins í þeirri umgjörð sem skáldin tvö ætluðu því. Gunnsteinn Ólafsson. Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða í sumar helgina 19. - 21. ágúst. Þá verða að venju þrennir tónleikar, frá föstudegi til sunnudags, á mismun- andi tímum, með ólíkum efnis- skrám. Flytjendur eru kunnir listamenn bæði innlendir og erlendir en þeir eru: Biyndís Halla Gylfadóttir selló, Edda Erlendsdóttir píanó, Einar Jóhannesson klarinett, Einar Ste- en-Nökleberg píanó, Geir Inge Lotsberg fiðla, Helga Þórarinsdóttir víóla og Þóra Einarsdóttir sópran. Þau munu flytja verk eftir Bach, Brahms, Hummel, Jón Þórarins- son, Jórunni Viðar, Kodaly, Moz- art, Poulenc, Schnittke, Schubert, Schumann, Hugo Wolf og Þórarin Guðmundsson. í þetta sinn mun klarinettan skipa sérstakan sess í efnis- skránni, en þetta er í fyrsta sinn sem blásturshljóðfæri er með í þessum árlega viðburði. Allir íslensku hjóðfæraleikar- amir eru fólki að góðu kunnir en þess má geta að Einar-Sten Nökleberg er einn fremsti píanisti Norðurlanda. Á árunum 1975 - 1981 var hann prófessor við Sta- atliche Hochschule fur Musik í Hannover og varð þá yngsti pró- fessor í tónlist í Þýskalandi. Þá hefur hann haldið tónleika víðs vegar um Evrópu, í Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum. Geir Inge Lotsberg er hins vegar ein skæ- rasta stjarna norskra hljóðfæra- leikara af yngstu kynslóðinni. Þóra Einarsdóttir stundar nú nám við Óperudeild Guildhall Scho- ol og Music and Drama í London og sækir söntíma til Lauru Sarti. Hún hefur víða hlotið styrki og viðurkenningar fyrir söng sinn, j m.a. styrk úr minningarsjóði Jean \ Piérre Jaquillat og RTZ Corporati- on art award. Verkefni hennar í I vor hafa m.a. verið Mozart Requi- em í Barbican Centre í apríl, Ha- ydn Harmonie-messe í Exter í júní og Exultate Jubilate og Salve Regina eftir Mozart og Pergolesi í Belgíu í apríl. Þeim sem hyggjast sækja þessa tónleika er bent á að tryggja sér gistingu tímanlega á Kirkjubæjar- ' klaustri því reynslan hefur sýnt } að þessa helgi er oft erfítt að fá j hana nema með góðum fyrirvara. Langhollskirkja TÍMINN OG VATNIÐ Ballett eftir Atia Heimi Sveinsson við kvæði Steins Steinarrs í flutningi Kanunersveitar Reykjavíkur undir stjóm Paul Zukofsky. Einsöngvaran Marta G. Halldórsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Bergþór Pálsson, barítón. Sunnudag- ur 12.júní 1994. TÍMINN og vatnið eftir Stein Steinarr kom út árið 1948 og markaði ásamt Þorpinu eftir Jón úr Vör þáttaskil í íslenskum bók- menntum. Yfirskrift kvæðisins var „A poem should not mean but be“, eða hlutverk kvæðis er ekki að merkja heldur vera. Þrátt fyrir þessi einkunnarorð hefur margur reynt að ráða í merkingu kvæðis- ins og túlka það - nú síðast Atli Heimir Sveinsson með balletttónl- ist við ljóðið. Þar hefur hann að leiðarljósi athugasemd skáldsins sjálfs þess efnis að ljóðaflokkurinn hafi upphaflega verið hugsaður sem „ballett, byggður á goð- og helgisögnum". Balletttónlist Atla Heimis við kvæðið minnir í mörgu á fyrstu óperu Monteverdis „Orfeo“. Monteverdi gerði tilraun til að sameina þekkingu sextándu aldar á formum og hljóðfæraleik til þess að semja fjölbreytilegt sviðs- verk. Á sama hátt gefur að heyra í tónverki Atla Heimis form og jafnvel raddir fyrri tíma sem og fjölbreytileg hljóðfæri tuttugustu aldar. Auk hefðbundinna strengja- og blásturshljóðfæra má heyra breytt píanó (með skrúfur og gúmmí milli strengja til þess að afbaka tóninn), tvö píanó stillt í fjórðungstónum, raf- magnshljóðfæri ýmiskonar, sembal, gítara og harmónikkur auk aragrúa ásláttarhljóðfæra. Þá kemur mannsröddin mikið við sögu, bæði við flutning textans og sem mállaust hljóðfæri. Verkinu er skipt niður í tuttugu og einn hluta samkvæmt kvæðinu en á milli þeirra eru leiknir kaflar til nánari íhugunar textans. Svip- mót hvers kafla er skírt sem helg- ast ekki síst af því að hljóðfæra- skipanin er síbreytileg og aldrei eins. Þættimir hefjast á ákveðinni hugmynd, ákveðnu ferli þar sem leikreglur eru settar en síðan frjálslega útfærðar. Hvert hjóð- færi hefur úr ákveðnum ijölda tóna að moða og ákveðinni hrynj- andi sem síðan er útfærð á þúsund mismunandi vegu. Oftast ræður tónskáldið framvindunni en stund- um eru flytjandanum gefnar fijálsar hendur innan settra marka. - Galdurinn felst í því að hlustandinn heyrir ekki muninn á þessu tvennu. Þrír einsongvarar syngja í verk- inu. Barítónninn er skáldið og draumspekingurinn sem segir dap- urlega ástarsögu sína, sópran- röddin er sólin eða stúlkan sem kveðið • er til og kontratenórinn HLUTI hópsins sem tók þátt í Tímanum og vatninu Morgunbiaðið/Haiidór túlkar þögnina sem umlykur þau, tímann sem hvarf. Kórinn tekur undir með einsöngvurunum, syng- ur, hrópar og hvíslar, myndar hjúp hljóða. Suma millikafla syngur kórinn lokuðum munni líkt og í draumi. Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi gerir miklar kröfur til flytj- enda. Allir þátttakendur eru í raun einleikarar og einsöngvarar og eru kórfélagar þar ekki undanþegnir. Mest bar þó á einsöngvurunum, þeim Mörtu G. Halldórsdóttur sópran, Sverri Guðjónssyni kontr- atenór og Bergþóri Pálssyni barí- tón. Raddir þeirra eru mjög ólíkar - næstum frá ólíkum tímum: rödd Mörtu er eins og sniðin fyrir kam- mermúsík 20. aldar, Bergþór hefur skólast í óperuheiminum og kontr- atenórrödd Sverris sprettur úr tón- list endurreisnartímans. Það var því ekki síður athyglisvert að heyra hvernig raddir þeirra bland- ast saman í verki Átla Heimis. Marta Halldórsdóttir hefur kveðið sér hljóðs í tónlistarlífi lands- manna með eftirtektarverðum hætti. Hana munaði ekki um að flytja 9. sinfóníu Beethovens á sama tíma og æfíngar stóðu yflr á Tímanum og vatninu. Frammi- staða hennar í Langholtskirkju var mjög glæsileg. Hún flutti sólar- söngvana af frábæru öryggi og bar uppi samsöngsþættina. Sverrir Guðjónsson kontratenór er mjög meðvitaður og agaður listamaður. Hann hefur mótað sérstæða rödd sína af alúð og nýtur nú ríkulega afraksturs erfiðis síns. Söngur hans var mjög góður og fallega mótaður, einkum í þættinum um þögnina „sem rennur eins og rauð- ur sjór yfír rödd mína“. Þar naut hann samleiks Jóns Ragnars Örn- ólfssonar, ungs og efnilegs selló- leikara. Bergþór Pálsson leggur nú í fyrsta sinn til atlögu við „nú- PAUL Zukofsky, hljómsveitarstjóri, Ásthildur Björnsdóttir, ekkja Steins Steinarrs og Atli Heimir Sveinsson, tónskáld voru hyllt af áhorfendum í lokin tímatónlist“ hérlendis - og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Óhætt er að segja að frammistaða hans komi á óvart því engu er líkara en hann hafí ekki gert annað um dagana en að flytja verk af þessu tagi. Túlkun hans var látlaus og innileg, einkum í sautjánda hluta þegar rödd hans var umvafin „hvítum harmi" klari- nettunnar og daufum hljómi bass- atrommunnar. Kammersveit Reykjavíkur lék undir og stóð sig með mikilli prýði. Mikið mæddi á einstökum hljóð- færaleikurum, sérstaklega slag- verksmönnunum undir forystu Maartens van der Valk. Rut Ing- ólfsdóttir lék einleiksþátt fyrir fíðlu milli ljórða og fímmta hluta Þekkir þú alla möguleika til ávöxtunar í verðbréfum? SVARID STENDUR /„ VERÐBRÉF OGÁHÆTTA Hvernig er best að ávaxta peninga?“ / I bókabúðum um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.