Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 43 AUÐBERG ÓLIVAL- TÝSSON + Auðberg Óli Valtýsson, starfsmaður Vestmanna- eyjabæjar, fæddist í Vest- mannaeyjum 15. desember 1944. Hann lést 5. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Landakirkju laugardaginn 11. júní. ÞAÐ ER stutt milli hláturs og gráts og þegar kallið kemur erum við aldr- ei undir það búin, og svo sannarlega ekki í þessu tilfelli þegar hann Oli bróðir minn féll frá aðeins 49 ára, en hann hefði orðið 50 ára nú í desember. Óli var með þeim yngstu í stórum systkinahópi, en alls eignuðust for- eldrar okkar 13 böm og komust þar af tíu tii fullorðinsára. Það var oft líf og ijör í þessum stóra hópi og mikið hlegið og strítt, og Óli átti stóran þátt í þeirri stríðni, því hann var með stríðnari mönnum sem ég þekkti. Og þegar við vorum að alast upp sem börn og unglingar, hafði hann gaman af því að stríða mér, og ég leyfði honum það, þangað til allt endaði í hávaða. Óli var óskaplega lítill og grannur allt fram að fermingu, þá fyrst stækkaði hann og bætti á sig kílóum en hann varð aldrei hávaxinn. Fékk hann viðurnefnið „Óli pjakkur" sem fylgdi honum svo alla tíð. Óli var alltaf mjög snaggaralegur og með greiðviknari mönnum og var gott til Jians að leita. í einkalífinu var Óli mjög lánsam- ur og eignaðist hann mjög góða konu og þijú börn. Urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa fyrsta barn sitt aðeins sex mánaða gam- alt. Óli var mjög barngóður og hóp- uðust krakkarnir í kringum hann, enda góður faðir. Er missir barn- anna mikill. Óli átti því láni að fagna að eign- ast góða tengdaíjölskyldu, sem hef- ur verið mjög samheldin og hafa þau stuttu mjög vel við bakið hvert á öðru, því að þótt hún Magga mágkona mín sé ekki gömul þá hefur hún reynt mikið í þessu lífi. Hún missti dóttur sína mjög ung, tvo bræður sína, pabba sinn og nú manninn sinn, og fyndist mörgum þetta vera nóg til þess að gefast upp, en ekki henni Möggu minni. Hún er sterk og dugleg og bið ég algóðan Guð að styrkja hana í þess- ari miklu sorg. Ég vil þakka honum Óla bróður mínum allar góðar stundir sem við höfum átt saman og vildi ég óska að þær hefðu mátt verða miklu fleiri. Að lokum vil ég ásamt fjölskyldu minni votta Möggu, Valtý, Ösk, aldraðri móður minni, tengdamóður Óla og öllum öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Farð þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hér er mín kveðja til þín, elsku vinur. Þín systir, Kristín. LOFTAPLÖTUR fró Sviss Hljóöeínangrandi loftaplötur fyrlr skóla, heimili, skrifstofur, eldtraustar, í flokki 1. Viöurkenndar af Brunamála- st. ríkisins. Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armúla 29 • Reykjavik • Simi 38640 MINNIIMGAR t Útför eiginkonu minnar, UNNAR JÓNSDÓTTUR, Bárugötu 13, sem lést 8. júní sl., verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. júní kl. 13.30. Úlfar Þórðarson, börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, ' GUÐRÖÐUR JÖRGEN EIRÍKSSON, Hvassaleiti 34, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 11. júní. Ingibjörg Kristófersdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Ytri-Ey, Blönduhlíð3, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum föstudaginn 10. júnf, verður jarðsett frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. júní kl. 14. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 15. Sigriður Þorvaldsdóttir, Friðrik Eiriksson, Bryndís Mc Rainy, Gissur Þorvaldsson, Hrefna Ásmundsdóttir, Þráinn Þorvaldsson, Soffía Þorgrímsdóttir, Þór Þorvaldsson, Guðbjörg Bjarman, Ásgeir Þorvaldsson, Elenóra Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Glitstöðum i' Norðurárdal, andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þann 4. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins fyrir frábæra umönnun síðustu æviár hennar. Guð blessi ykkur öll. Þórunn, Guðrún, Áslaug, Steinunn og Auður Eiríksdætur. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar, BJARNA HELGASONAR frá Kleifum. Ingibjörg Björnsdóttir og börn. t Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU ÁRNASON, Hafnarbúðum, áður Öldugötu 54. Gísli G. ísleifsson, Árni Tsleifsson, Ásdís ísleifsdóttir. og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föð- ur, tengdaföður og afa, BJARNA HÓLMGEIRS SUMARLIÐASONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Einnig sendum við sérstakar þakkir til starfsfölks Krabþameinsfélagsins. Helga Sigurgeirsdóttir, Sumarliði Birkir Andrésson, María Bjarnadóttir, Jóhann Sæmundsson, Ingvar Jóhannsson, Helga Guðlaug Jóhannsdóttir. t Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, GUÐNA BJARNASONAR, sfðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Guðrún Bjarnadóttir, Þorgerður Bjarnadóttir, Þorbergur Bjarnason. t Þökkum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, HULDU INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR frá Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Geir Ómar, Guðný Harpa, Ásdís Petra, Kristinn Birgir og Yngvi Örn Kristinsbörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR HALLSSONAR, Hólmgarði 50. Guðrún Gísladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, ÓLAFS JÓNASAR HELGASONAR, Hjarðarholti 1, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ólafsdóttir og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, SIGURDAR THORLEIV ELSHEIM, Grænuvöllum 4, Selfossi. Magnúsfna Þórðardóttir, Fred R. Elsheim, Magni Skaar. t Þökkum innlega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu INGIBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Norðurgarði 7, Keflavik. Sigríður Gróa Jakobsdóttir, Ingunnn Kristín Jakobsdóttir, Guðmundur Páll Ólafsson, Kristinn Jakobsson, Elín Jakobsdóttir, Ingimundur Jakobsson, Helga Jakobsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, OKTAVÍU GUÐJÓNSDÓTTUR, Skúlagötu 66. Einnig sendi ég sérstakar þakkir til starfsfólks 5. hæðar hjúkrunar- heimilisins Skjóls. Guð blessi ykkur. Anna Gunnlaugsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.