Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SÉRAINGÓLFUR ÁSTMARSSON + Séra Ingólfur Ástmarsson var fæddur á ísafirði 3. október 1911. Hann andaðist á Selfossi 3. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Ástmar Benedikts- son fiskmatsmaður « og Rósamunda Guðmundsdóttir. Ingólfur giftist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Rósu B. Blön- dals, kennara og skáldi, 3. október 1933. Þau eignuðust einn son, Sigurð Örn, f. 7. júlí 1935, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Ingólfur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands vorið 1934 og stúdentsprófi utan- skóla í janúar 1940. Embættis- prófi í guðfræði lauk hann vorið 1942. Hann varð skóla- stjóri barnaskólans í Súðavík , 1934 og settur skólastjóri á Húsavík veturinn 1937-38. Hann gerðist prestur á Hólma- vík (Staðarprestakalli) 1942 og á Mosfelli í Grímsnesi 1948. Því embætti gegndi hann uns hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Einnig gegndi hann embætti biskupsritara um skeið. Útför séra Ingólfs fer fram frá Selfosskirkju í dag. INGÓLFUR Ástmarsson tók fyrst . j hönd mína í kirkjudyrum. Við 'vorum að sækja messu í Dómkirkj- unni á helgum haustmorgni, stóð- um á tvítugu, hann var að hefja nám í Kennaraskólanum. Það at- vikaðist svo, að við tókum tal sam- an og með þessum fyrsta fundi okkar var sáð til þeirrar vináttu, sem varð mér ómetanlega dýr- mæt. Sú hönd, sem hann rétti mér í upphafi, og samfylgd okkar inn eftir kirkjugólfi með altarið fyrir augum og helgi í huga, er núna, eftir meira en 60 ár, skýr og lif- andi minning og jafnframt mynd af sambandi okkar og samleið. Hann átti aldrei annað en hlýju í lófa sínum og á hverri göngu var v»styrkur að því að hafa hann við hlið sína. Þegar við jafnaldrar kynntumst var hann flestum á sama reki fremri að þroska í trú. Hann bjó um það að áhrifum mætra, trúaðra foreldra sinna á ísafirði. Sú mótun hafði ekki þokað til hlicjar á um- brotaskeiði unglingsára, eins og oft gerist, heldur fengið að dafna í samræmi við sterka, eðlislæga trúarþörf. Hann hafði aldrei hátt um skoðanir sínar eða tilfinningar, því síður var hann ágengur, trú hans var eins og hlýtt og bjart bros frá hjartarótum. Það var gott að ræða við hann um heilög mál- ,_efni, gott að biðja með honum. Samfundir okkar urðu stijálir langtím- um saman, við vorum að námi og störfum fjarri hvor öðrum en böndin milli okkar slitnuðu ekki. Ég heyrði það síðar meir, að hann hefði ekki verið orðinn hár í lofti þegar prestur hans, séra Sigurgeir Sig- urðsson, síðar biskup, og aðrir glöggir menn höfðu tekið eftir því, að hann bjó yfir mikl- ' um námsgáfum. Þær gerðu honum greitt um skóla- göngu, en að loknu gagnfræða- prófi varð hann að hætta námi vegna veikinda. Þegar hann hafði náð sér fór hann í Kennaraskólann og úrskrifaðist þaðan 1934. En eftir fjögurra ára farsælan feril sem kennari og skólastjóri vatt hann sér í það að taka stúdents- próf og nema guðfræði. Þessu lauk hann af á fjórum árum og með glæsilegum prófum. Við þessi átök sem önnur naut hann hvatningar og stuðnings sinnar gáfuðu konu, skáldsins Rósu B. Blöndals. Hann hafði aflað sér trausts og álits sem kennari og skólamaður og naut sín vel í þeim verkahring, hann hafði örugg tök á öllum kennslugreinum, náði hylli nemenda sinna og var laginn á að vekja þeim áhuga og námsgleði. En þótt hann væri í góðum sáttum við sjálfan sig í skólastarfi og hefði mikil tækifæri til farsælla nytja á því sviði, dógu sterkari taugar huga hans á aðra braut, sem lá ennþá beinna við altarinu í kirkju Guðs. Kennslu- störfum var honum þó jafnan ljúft að sinna og voru þau hjónin sam- huga og samhent í því sem öðru. Fáir voru glaðari en ég yfir því, að Ingólfur lét rætast þann æsku- draum sinn að verða prestur. Þó átti ég seinna sök á því, að hann hvarf frá starfi sóknarprests. Hann gerði það fyrir mín orð að sækja um stöðu biskupsritara, sem var laus 1959. Kirkjan og biskup henn- ar áttu mikið undir því að valinn maður væri í því rúmi. Ég vissi að hann yrði réttur maður á þeim stað, hafði til þess alla gerð og hæfileika, og að hann naut al- mennrar tiltrúar. En fyrst og fremst vissi ég, hvers virði það mundi verða mér að geta seilst eftir handtaki hans í hveijum bratta, hafa hann mér við hlið og vita að hann mundi ekki missa sjónar á altarinu, hvað svo sem upp á kynni að koma á marrandi gólffjölum kirkjunnar. Allt gekk það eftir sem ég vænti mér af honum. Hann og Hjördís Guð- mundsdóttir voru mér hvort til sinnar handar á Biskupsstofu á annasömum árum og þeim fylgdi hamingja göfugra manna og góðir englar. Fibertexa°onve„s TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGIR Þegar leggja á hellur Þegar loggja á cæsislögn JARÐVEGSDÚKUR • Kemur t.d. í veg fyrir vöxf illgresis, en hleypir í gegn um sig regnvatni. • Er skaðlaus öllum gróSri. • Góður sem undirlag undir mold og heldur henni ó sínum siað prótt fyrir mikið vatnsveður. • Fæst í breiddunum 60 sm, 1 m, 2 m og 5 m. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21, SÍMAR 686455 - 685966, HBB FAX 91-687748 Séra Ingólfur var flestum mönn- um þægilegri í samstarfi og öllum, sem áttu erindi við hann, mætti hann með sínu hýra tilliti, hlýlega ávarpi, lipurð og góðvild. Hann var vitmaður, rökvís, ráðhollur, hrein- skiptinn. Hljóðlátur var hann að eðlisfari og fór sér aldrei óðslega, hvort sem meira var eða minna í taki. En honum vannst vel og ekki kunnu aðrir um það að bæta, sem hann hafði skilað af sér. Starfsár séra Ingólfs á Biskups- stofu voru fljót að líða. Þar var mörgu að sinna og verkefnum fjölgaði frá ári til árs. Hann fann þess merki, að heilsa hans þoldi illa ábyrgð og vinnuálag, sem á hann hlóðst með vaxandi þunga, og ekki var von um liðsauka við embættið, eins og högum og við- horfum var háttað í þjóðarbú- skapnum. Hann þurfti að breyta til, um það vorum við sammála ll/IIIMIMIIMGAR eins og flest annað, og „Grímsnes- ið góða“ kallaði, því hafði ekki haldist vel á prestum síðan hann fór frá Mosfelli og nú var þar óset- inn bekkurinn. Þeim hjónum var ljúft og gott að hverfa þangað að nýju og þar eignuðust þau enn góð og gjöful starfsár, uns embættis- aldri hans lauk. Séra Ingólfur Ástmarsson er kvaddur með heilshugar þökk og dýpstu virðingu. Minning hans er mér hjartfólgin og helg, Guði sé hann falinn og ástvinir hans. Sigurbjörn Einarsson. Blessuð sé þín minning! Hún minnir á alt, sem leiðir hug til hæða og helgar lífið valt. (M. Joch.) Mig setti hljóðan, þegar fregnin barst um það, að séra Ingólfur Ástmarsson, sveitungi minn og vinur, væri látinn. Reyndar mátti ég vita, að hinsta kallið gæti kom- ið, hvenær sem var. Séra Ingólfur hafði ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, enda var aldurinn orðinn hár 'og langur starfsdagur að baki. En þrátt fyrir allt kemur dauð- inn að óvörum. Breytingin er svo mikil, þáttaskilin svo stór. Þá er gott að geta falið sig Guði, eilífð hans og kærleika. Það gerði séra Ingólfur bæði í lífí og dauða. Því koma mér í hug orð Biblíunnar: „Og ég heyrði rödd af himni, sem sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir, sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ (Op. 14:13) Séra Ingólfur Ástmarsson var gáfum prýddur, trúfastur, tryggur vinur. Hann vandaði öll sín verk, þjónusta hans var einlæg og kær- leiksrík. Hann hafði verið kennari í nokkur ár, er hann tók þá ákvörð- un að fara til frekara náms í guð- fræðideild og gerast prestur. Ég man þá stund heima á ísafirði, er sú ákvörðun var tekin. Trú hans var bjargföst. Mér koma í hug orð Fjallræðunnar: Honum má líkja við hygginn mann, „ er byggði hús sitt á bjargi“ (Matth. 7:24). Við Sólveig minnumst séra Ing- ólfs Ástmarssonar með þakklæti hlýhug og virðingu. Við vottum frú Rósu B. Blöndals, eftirlifandi eigin- konu hans, og Sigurði Erni syni þeirra, sem búsettur er í Kanada og aðstandendum öllum innileg- ustu samúð okkar og biðjum þeim huggunar og styrks. Guð fylgi þér, séra Ingólfur Ástmarsson, inn í himininn. Pétur Sigurgeirsson. Fregnin um að sr. Ingólfur Ást- marsson væri látinn var ekki með öllu óvænt eins og komið var heilsu hans. Og nú, þegar minningar um þennan hollvin minn leita á hug- ann, ber yfir annað myndir frá löngu liðnum vor- og sumardögum sem ég átti lítill snáði hjá prests- hjónunum á Mosfelli í Grímsnesi. Eg var ekki hár í lofti er ég kom þar fyrst til dvalar og var harla órór, kvíðinn er leið að kveldi fyrsta dagsins. Hann var næmur á það hann sr. Ingólfur og undra lagið að eyða slíku úr litlu hjarta. Raun- ar furðaði mig barnið oft á því, hve auðvelt hann átti með að finna á sér hvað í brjósti mínu bjó, hvort sem það var gleði eða áhyggja, alltaf var hann líka reiðubúinn til að hlusta á málgefið barnið þegar eitthvað gladdi. Og svo var undur hve sefandi rödd hans gat verið, ef eitthvað bjátaði á og lófinn hlýr þegar honum var strokið um vanga eða hann lagður á eymsl. Það var lófi sem gott var að leggja litla hönd í á göngu um Mosfellsland þegar svo margt í umhverfinu varð að ævintýri. Örnefnin geymdu sögu, sem sr. Ingólfi var lagið að gæða lífi og lit, og lífið, líf jurta, sem fyrir bar á vegi okkar sem og málleysingja fékk líka mál, sem sr. Ingólfur var í betra lagi næmur á. Síðar lærði ég að skilja að það næmi stafaði af djúpri lotnjngu fyrir skapara alls lífs og kærleika til hans. Af sömu rót spratt og virðing sr. Ingólfs fyrir öðrum mönnum og samúð sem gerði svo mörgum gott að eiga samleið með honum. Engir fara nær um það en þeir sem áttu hann að sálusorg- ara svo hent sem honum var að hlusta og að tala aðeins í tíma og ekki mun ég einn um að eiga hon- um skuld að gjalda fyrir uppörvun og skilning á umbrotasömu æsku- skeiði og óbrigðula vináttu síðan. Og í annarri þjónustu prestsins naut sömu eiginda ríkulega, lotn- ingar fyrir Guði og kærleika til manna. Öll prestsverk sr. Ingólfs báru því vott, ekki síst prédikunar- störfin. Hann flutti vandað mál sitt hóglátlega, mál sem lýsti vissu- lega fjörlegum gáfum, víðfeðmri menntun og íhugun, boðunin bar þó umfram allt vitni um heita trúa- reinlægni sem án vafa var heiman- fylgja úr garði foreldra hans, Rósa- mundu Guðmundsdóttur og Ást- mars Benediktssonar frá ísafirði. Þegar sr. Ingólfur vígðist prest- ur að Stað í Steingrímsfirði 19. ágúst árið 1942 átti hann að baki náms- og kynnisferðir ytra eftir glæstan námsferil við Kennara- skólann og síðar guðfræðideild Háskóla íslands auk þes sem hann bjó yfír verulegri reynslu sem kennari og skólastjóri, fyrst á Súðavík og síðar Hofsósi en kennslu stundaði hann löngum jafnframt prestsskap og naut sín vel í því starfi. Á Kennaraskólaárunum kvænt- ist sr. Ingólfur eftirlifandi eigin- konu sinni, Rósu B. Blöndals skáld- konu. Strax eftir heimsstyijöldina brutust þau prestshjónin í því að halda utan til að sr. Ingólfur gæti aukið þekkingu sína á guðfræði eins og hugur hans stóð til og varð honum framhaldsnám við háskólann í Uppsölum notadijúgt, en þan hjónin dvöldust þar ásamt Sigurði Erni, einkasyni sínum í eitt ár. Árið 1948 hlaut sr. Ingólfur veitingu fyrir Mosfellsprestakalli í Grímsnesi. Hann réðst fljótlega í miklar jarðarbætur og umsvif í búskap og þrátt fyrir alvarlegan heilsubrest á þeim árum fékk hann mixlu áorkað til búningsbóta því forna höfuðbóli sem hann sat. Hann var tíðum kvaddur til þjón- ustu utan þess akurs sem hann hafði kjörið sér, kenndi við guð- fræðideild Háskóla íslands vetur- inn 1956-7 og oft um lengri og skemmri tíma fyrr og síðar og gegndi einnig störfum prófdómara í guðfræði. Einnig var hann kvadd- ur til margháttaðra trúnaðarstarfa fyrir stétt sína og kirkju og hafði oft forgöngu um aðgerðir í líknar- og mannúðarmálum, einkum í þágu barna og unglinga. En Mosfell, bæði staðurinn og prestakallið víðlenda sem hann þjónaði, átti hvað stærst ítök í hjarta hans og frú Rósu. Þau létu sér annt um staðinn, sátu hann af reisn sem enginn gestur eða gangandi fór varhluta af, hver sem í hlut átti, og margur á góðra stunda að minnast frá mennilegu heimili þeirra og minnist þess ör- lætis og hlýju sem þaðan andaði. Hennar nutu ekki síður þeir sem voru langdvölum á Mosfelli svo sem við börnin, sem þar dvöld- umst, eða þeir eldri sem þar nutu skjóls oft mánuðum eða misserum lengur. Við biskupaskiptin vorið 1959 tók sr. Ingólfur að sér embætti biskupsritara. Vafalaust hefur aldavinátta og tryggð við Sigur- björn biskup ráðið nokkru um þá ákvörðun, en ekki síður köllun drengskapar mannsins að reynast kirkju sinni svo nýtur sem hann framast mátti. Og af sömu alúð og einkenndi alla þjónustu hans, gegndi hann því kröfuharða emb- ætti næstu átta árin. í því erilsama og ábyrgðarmikla starfi var sam- viskusemi hans, hollusta og trú- mennska ómetanleg. En Mosfell átti sem fyrr sterk ítök í hjarta og sóknarbarna eystra rofnaði aldrei og leituðu þau til hans í rík- um mæli austan að öll árin þeirra hjóna hér syðra. Árið 1967 hvarf sr. Ingólfur aftur að þjónustu í Mosfellspresta- kalli. Sem fyrr hlúðu þau prests- hjónin að staðnum af mikilli alúð, stórhug og fórnfýsi sem forganga þeirra um endurbætur á kirkjunni gömlu og fögru er ljós vottur um sem og aðrar búningsbætur á staðnum. Eftir að sr. Ingólfur lét af emb- ætti fyrir aldurs sakir haustið 1981 bjuggu þau hjónin frú Rósa og hann á Selfossi. Þau nutu þess sem fyrr að fagna þeim sem að garði bar og þótt byrðar sjúkdómsmeina gerðust honum æ nærgöngulli var hann jafnan hlýr á að hitta eins og fyrr og stutt í kankvísi í hlýju tilliti einnig eftir að byrðar tóku að leggjast að með nær óstæðum þunga. Hann bar þær af stillilegri reisn og trúarstyrk og var studdur heima fyrir svo lengi sem framast var kostur af Rósu konu sinni sem vart vék heldur frá honum síðustu misserin sem sr. Ingólfur átti á sjúkrahúsi og síðast Ljósheimum á Selfossi þar sem hvíldin kom 3. júní. Sú hvíld mun sæl hinum góða og trúa þjóni í fögnuði herra hans og Guðs gjöf mun mörgum minn- ing hins hlýja, trygga vinar og drengs. Guð blessi þá minningu og vaki yfir konu hans, syni, niðj- um og öðrum ástvinum. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Hinn 23. ágúst 1942 vígðust fimm kandidatar í guðfræði til prestsþjónustu. Þeir voru: sr. Sig- urbjörn Ástvaldur Gíslason, þá 66 ára og löngu þjóðkunnur, sr. Jens Benediktsson, sr. Jón Kr. ísfeld, sr. Ingólfur Ástmarsson og undir- ritaður. Þessara látnu bræðra minnist ég með þakklæti og virð- ingu. Nú þegar séra Ingólfur er fallinn frá er ég einn eftir þessara kæru vina. Séra Ingólfur verður borinn til grafar í dag og er mér skyldara að minnast hans en flestra minna horfnu vina. Það tókst með okkur órofa vinátta við fyrstu kynni í guðfræðideildinni sem aldrei bar skugga á. Séra Ingólfur hafði verið kenn- ari nokkur ár þegar hann dreif sig í stúdentspróf og settist í guðfræði- deild háskólans. Hann var afburða námsmaður, hafði mikla reynslu af kennslu í kristnum fræðum og lauk guðfræðináminu á skemmri tíma en ég veit dæmi um. Fram- haldsnám í trúfræði, sálgæslu og prédikunarfræði stundaði hann við háskólann í Uppsölum eitt ár. Hann fór víða erlendis og kynnti sér kirkjulíf og safnaðarstörf. Hann var fulltrúi íslensku kirkj- unnar á kirkjufundi í Stokkhólmi 1946 og sótti þing lútherska heimssambandsins í Helsinki 1963. Ég hef ekki kynnst mörgu elsku- legra fólki en þeim hjónum Rósu og séra Ingólfi og er þá mikið sagt. Bæði svo hlý og góð, skemmtileg og bráðgáfuð. Það var unun að vera gestur þeirra. Frá þeim fór maður mettur nýrra hugsana og hugmynda, stórum hressari og ánægðari með tilveruna og hlut- skipti sitt í lífinu. Alúð þeirra og umhyggju er ekki unnt að lýsa. Jafnræði var með þeim hjónum, séra Ingólfur var einnig andans maður, fékkst talsvert við ritstörf, hafði mjög listrænan smekk og þau tök á tungunni sem eru svo bráð- nauðsynleg hveijum presti. Séra Ingólfur var í fremstu röð kenni- manna landsins á sínum tíma. Hann var með bestu ræðumönnum sem ég hef átt kost á að heyra. Engum gat dulist einlægni hans og sterkt og hlýtt trúarþel. Auk þess átti hann þann listrænan smekk máls og stíls sem styður alla boðun. Hallgrímur Pétursson var fyrirmynd hans í trúboði. Nokkur síðustu ár hefur séra Ingólfur átt við mikla vanheilsu að stríða og hefur sá tími verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.