Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 41 ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR + ÓIafía Bjarna- dóttir var fædd að Túni í Vest- mannaeyjum 3. desember 1909. Hún Iést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 1. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju laug- ardaginn 11. júní. HÚN amma í Óló er dáin, það er erfítt að trúa því, en enginn er eilífur. Amma var 84 ára er hún lést en hún hafði átt við heilsubrest að stríða frá því síðastliðið haust, en var samt andlega hress og vildi aldrei viðurkenna að neitt amaði að henni. Hún talaði oft um að hún væri bara löt en ekkert lasin, enda átti hún einstaklega góða skapgerð. Margar góðar minningar á ég frá mínum æskuárum er ég var hjá ömmu og afa í Ólafshúsum en þar var alltaf gott að koma og höfðu þau hjón einstakt lag á því að hæna böm að sér. Það var sama hvort um var að ræða þeirra böm eða einhver óviðkomandi, allir vora velkomnir. Margar vom þær helg- amar sem ég og æskuvinkona mín fengum að sofa saman hjá ömmu í Óló og nutum við þess til fulln- ustu að láta ömmu stjana við okkur með pönnukökubakstri og fleira góðgæti. Samband okkar ömmu var alltaf einstaklega gott og átti ég ætíð hauk í horni þar sem amma var. Árið 1985 fluttist ég og íjölskylda mín að Selfossi og var það mikill söknuður, sérstaklega hjá dætrum mínum Ástu og Baddý, að flytjast burt. Þar sem amma hafði iðulega passað þær er ég var við vinnu söknuðu þær hennar mikið. En það var ekki langt að fljúga yfir sundið og var það orðinn fast- ur punktur í tilveranni að amma heimsækti okkur á Selfoss og dveldi hjá okkur um tíma. Einnig vora ferð- ir okkar til Eyja alltaf tilhlökkunarefni og var oftast fyrsti viðkomu- staðurinn hjá ömmu í Óló, en þar beið okkar alltaf ijúkandi kaffi og pönnukökur. Þar verð- ur skarð fyrir skildi í næstu heimsókn til Eyja. Amma var hæglæ- tiskona og vildi lítt láta á sér bera. Hún kunni best við sig heima, með pönnukökupönnuna í annarri hendi og kaffíkönnuna í hinni, en það var hennar mesta yndi að taka á móti gestum og gera þeim gott. Eg kveð elsku ömmu í Óló með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Erla Ólafía. Undir kvöldmat miðvikudaginn 1. júní síðastliðinn veiktist amma Óla, eða amma í Óló eins og við kölluðum hana alltaf, mikið og tveimur tímum seinna var hún dáin. Þó svo að amma hafí verið búin að vera á spítala frá því síðastliðið haust og hún væri orðin fullorðin þá átti ég ekki von á þessu svo snöggt enda var amma alltaf svo hress og kát og því fannst mér svo erfítt að tráa því og sætta mig við það. Amma í Óló var mér alla tíð mjög góð og reyndar var hún góð við alla. Frá því ég man eftir mér hafa krakkar komið og bankað upp á hjá henni og beðið hana að gefa sér nammi og alltaf átti amma eitt- hvað gott að gefa þeim. Hún var mjög barngóð enda hændust öll MINNINGAR börn að henni og það vora ekki bara barnabömin og barnabarna- börnin hennar sem kölluðu hana ömmu í Óló heldur gerðu það öll böm sem komu til hennar og kynnt- ust henni. Ema Ósk systir mín hændist að ömmu eins og ég, og Gísli, litli bróðir minn, sem er tveggja ára, var mjög hrifínn af ömmu og fann vel hversu góð hún var enda gaf hún sér alltaf tíma til að leika við hann og syngja fyrir hann eða segja sögu og hann fékk alltaf nammi hjá henni þegar hann kom í heim- sókn' eins og við öll. Við systkinin fengum því öll að njóta góðvildar hennar á margan hátt. Ef ég fór í heimsókn til ömmu fór ég aldrei svöng þaðan því hún bakaði alltaf pönnukökur og það vora bestu pönnukökur í heimi, eða þá hún gaf mér ömmuköku sem enginn bakaði nema hún. Við systkinin höfum átt margar góðar stundir hjá ömmu í Óló og ég á margar minningar frá þeim ömmu og afa í Óló. Hjá ömmu missti ég fyrstu tönnina og hjá henni fékk ég fyrstu möndluna á jólunum og þegar afí í Óló var á lífí þá bjó hann til pappírsbáta og fór með mig og Ástu frænku inn í Dal og lét þá sigla á tjöminni. Amma og afí í Óló skilja eftir sig margar góðar minningar sem munu geymast í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þó að söknuðurinn sé sár þá munum við alltaf eiga minn- ingamar. Guð geymi þig, elsku amma í Óló. Kristín Inga. Komið er að kveðjustund. í dag kveðjum við hana Ólu í Óló hinstu kveðju. Þegar ég hugsa til æskuáranna, þá fléttast minningabrot um Ólu saman við mjög margt. Ólafshús voru eiginlega miðdepillinn á því góða samfélagi sem ríkti „upp á bæjum“, og húsráðendurnir Óla og Elli svo hjartahlý, gestrisin og ein- staklega barngóð. Við krakkarnir sóttum mikið þangað. Oft fengum við að taka þátt í heyskapnum, gefa kindunum eða fengum að drekka hjá Ólu. Heimatilbúnu kara- mellunum hennar má heldur ekki gleyma. ðla var amma Erlu, bestu vin- konu minnar. Oft fengum við Erla að sofa saman og þá alltaf í Óló. Þar var margt leikið og trallað. „Búðin" okkar var kofí í Olafshúsa- túninu, sem við fengum að hafa út af fyrir okkur. Óla og mæður okkar Erlu söfnuðu öllum tómum pökkum, mjólkurhyrnum og fleira fyrir okkur. Svo stóðum við og af- greiddum ímyndaða viðskiptavini daginn út og inn því báðar vildu vera búðarkonurnar. Af þessu hafði Óla held ég bara mjög gaman, alla- vega gerði hún allt fyrir okkur sem hugsast gat til að leikurinn væri sem skemmtilegastur. Háaloftið í Oló var líka heimur út af fyrir sig og þannig mætti lengi telja. Þannig leið tíminn við leiki og störf á árunum fyrir gos. Eldgosið olli þáttaskilum hjá öllum í Vestmannaeyjum og „bæirnir“ hurfu undir gjall. En Óla og Elli reistu sér önnur Ólafshús við Brim- hólabraut í Eyjum og bjuggu þar, þar til Elli dó. Óla bjó síðustu árin i þjónustuíbúð við Elliheimilið Hraunbúðir. Með henni er gengin mæt kona sem ég veit að margir hugsa til með þakklæti og hlýju. Ég sendi fjölskyldu Ólu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um Ólu. Guðfinna. Hún Óla í Ólafshúsum er dáin. Okkur setti hljóð. Þó hún Óla okk- ar hefði liðið mikil veikindi að undanförnu, áttum við ekki von á þessu þar sem við vorum nýbúin að frétta að hún væri nokkuð hress. Enginn veit hvenær kallið kemur. Óla, eins og hún var alltaf kölluð, var alveg einstök kona. Frá því ég flutti til Vestmannaeyja fyrir tæp- um 40 árum var hún mér alltaf alveg einstaklega góð. Þau hjónin Óla og Elli, en hann lést fyrir tíu áram, voru alltaf nefnd í sama orði, svo samrýnd voru þau og elskuleg- ar manneskjur. Hér áður vora þau hjón með búskap, en jafnframt stundaði Elli sjómennsku á vertíðum. Mæddi þá búskapurinn aðallega á Ólu. ^ Seinustu árin fyrir gos vora þau með nokkrar kindur, aðallega til gamans fyrir barnabörnin. En það voru fleiri en barnabörnin, sem nutu góðs af. Allur krakkaskarinn þarna uppi á bæjum sótti heim að Ólafshúsum og þannig hafði það víst alltaf verið. Það sást þegar heyskapurinn stóð yfír, Óla og Elli með allan barnahópinn í flekknum. Þegar heyið var keyrt heim í hlöðu fengu svo allir að vera upp á æk- inu. Annað var það sem börnin gleyma aldrei. Það var þegar Elli hélt sér-brennu á gamlárskvölduni**" fyrir þau minnstu, sem ekki gátu verið með í stærri brennunum. Mín börn minnast þeirra hjóna með virðingu og þökk fyrir allt. Ég gleymi því aldrei, að eftir gosið þegar allir vora hálf vega- lausir, hittist svo á að við lentum við sömu götu í Reykjavík. Það var svo dásamlegt þegar Elli birtist hjá okkur og sagði að þau væra þarna nokkrum húsum neðar í götunni. Þau fluttu aftur út til Eyja og byggðu sér notalegt hús sem þau nefndu Ólafshús. Seinna, eftir að Elli dó 1984, flutti Óla í litla íbúð fyrir aldraða við Kleifarhraun 3a. Ög alltaf var jafn notalegt að koma. á þetta heimili. Gestrisin vora þau með afbrigðum og bæði greind og fróð. Var gaman að hlusta á þau segja frá ýmsu bæði gömlu og nýju um Eyjarnar. Þau voru bæði miklir Vestmannaeyingar. Ég held að þau hafi bæði hugsað líkt og Ási í Bæ í ljóðinu Heimaey. Hún ris úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með Qöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fðgnuð fundum á fyrstu bemskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Við Gísli og börnin sendum börn- um þeirra Baddý og Viktori og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hildur Káradóttir. 17. júní Ledurjakkar 6.900 Herrahúsið 17. júní Sundfatnaður Verðið er ævintýralegt íþróttahornið 17. júní Kjólar frá 3.490 17. júní Bolur + vesti + leggings 2.495 Barnakot 17. júní Krumpupils 1.990 Bolir 990 Flash 17. júní Jakkar á börn Frábært verð XogZ 17. júní Gallabuxur 2.900 Gallabuxnahornið ÞÝSKAR BORVÉLAR Stiglaus rofi, aftur á bak og áfram, tvö högg. 13mm 7.990 lOmm 5.700 5TÁLMÓTUN Hitt og þetta 17. júní Hensongallar 2.990 Útvíðar buxur 3.390 Þrátt fyrir lágt vöruverð bjóða allar verslanir 10% staðgreiðsluafslátt 14.-16. júní. / 17.júní mikið úrval, gott V wrd Skart Öll börn fá 17. júní blöðrur og óvæntan glaðning. LUKKULEIKUR Heppinn viðskiptavinur hlýtur glæsilegan vinning. markaðurinn si I m i •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.