Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 27
Söngsmiðjan
„Grease“ sumarverkefni
söngleikj adeildarinnar
Munaðarnes
Listalíf
VEITINGASTAÐURINN í Mun-
aðarnesi í Borgarfirði hóf árleg-
an sumarrekstur 20. maí sl. og
4. júní var haldin opnunarhátíð
með „listamanni sumarsins", Páli
frá Húsafelli. Páll sýnir mynd-
verk og steinskúlptúra og eru
verk hans til sölu í sumar.
í fréttatilkynningu segir: „Lif-
andi tónlist verður einnig í há-
vegum höfð og líkt og í fyrra-
sumar var Megas með fyrstu tón-
leika sumarsins, en þeir voru
haldnir laugardaginn 11. júní.
Veitingastaðurinn í Munaðar-
nesi, sem staðsettur er í þjónustu-
miðstöð orlofshúsa BSRB í Mun-
aðarnesi, hefur allt frá árinu
1988 staðið fyrir myndlistarsýn-
Páll frá Húsafelli og frænka
hans Ástríður Alda og lék hún
einleik við opnunarhátíðina.
ingu í veitingasölum hússins og
hefur þessu verið vel tekið af
gestum, sem flestir eru orlofs-
gestir úr röðum BSRB-félaganna
og fólk úr nærliggjandi sveitum
og bæjum.
SÖNGLEIKURINN Grease verður
sumarverkefni Söngleikjadeildar
Söngsmiðjunnar í sumar. Fyrirhug-
að er að frumsýna söngleikinn í
byrjun september cg er óskað eftir
fólki sem hefur einhverja reynslu
og telur sig hafa hæfileika á þessu
sviði. Byijað verður að vinna með
söngraddirnar og tónlistina og mun
Esther Helga Guðmundsdóttir sjá
um þann þátt. Elfa Gísladóttir leik-
kona kennir leiklist og leikstýrir
verkinu. Jóhannes Bachmann dans-
ari og danskennari vinnur með dans
og dansuppsetningu.
í kynniningu frá Söngsmiðjunni
segir m.a.: „Starfsemi Söngsmiðj-
unnar skiptist í: Söngleikjadeild,
sem er hin fyrsta sinnar tegundar
á íslandi, hún skapar þeim sem
ekki hafa áhuga á klassísku söng-
námi aðstæður til að stunda sams-
konar nám, en með öðrum tónlist-
aráherslum. Leitast er við að flétta
leiklist og dans inn í námið ásamt
þátttöku í tónleikum og sýningum
á vegum skólans; Klassíska söng-
deild, þar sem söngtækni Hanne
Lore Kuhse er kennd. Þar er unnið
með óperu-, óratoríu- og ljóðasöng.
Einnig er leitast við að vinna að
skapandi verkefnum svo sem óperu-
uppsetningum og tónleikum;
Barna- og unglingadeild, þar sem
áhersla er lögð á fijálsan söng,
ekki hefðbundinn barnakórasöng.
Einnig leiklist og hreyfingu ásamt
hefðbundnu tónlistaruppeldi. Þá er
fyrirhugað að vinna með óperu/
söngleikja-verkefni fyrir börn og
unglinga frá Metropolitan-óperunni
í Bandaríkjunum. Þar sem nemend-
urnir undir leiðsögn kennara semja
og setja upp óperu.“
Sýning
á þjóðhá-
tíðarbún-
ingiim
í TILEFNI af 50 ára afmæli lýð-
veldisins tóku ýmsir aðilar höndum
saman um að efna til samkeppni
um hönnun á þjóðhátíðarbúningi
fyrir íslenska karlmenn.
GÓLFEFNASÝNING
Opiö aiia daga kl. 9-18.
Síðumúla 14
Nýir tímar eru runnir upp í framleiðslu á gólfefnum
Styrktaraðilar þessarar keppni
voru m.a. Þjóðræknisfélagið, Mynd-
lista- og handíðaskóli íslands, Iðn-
skólinn í Reykjavík, Sólin hf.
saumastofa, _ Verslunin Sautján,
Sævar Karl Ólason og menningar-
deild utanríkisráðuneytisins. Fjöl-
margir aðilar eða um 60 manns
skiluðu inn teikningum og valdi sjö
manna dómnefnd tíu teikningar
sem frambærilegastar þóttu. Bún-
ingarnir voru saumaðir eftir ströng-
ustu kröfum viðkomandi hönnuða
og sýndir á Hótel Borg 5. júní sl.
þar sem gengið var til atkvæða-
greiðslu um þjóðhátíðarbúning
karla.
Vegna fjöld áskorenda og áhuga
fólks á þessari keppni var ákveðið
hafa alla 10 búningana til sýnis í
útstillingarglugga Sævars Karls,
Bankastræti 9, þar til þeir verða
fiuttir til London á sýningu þar.
-------»-♦ -4--------
Fjölmenni
á afmælis-
tónleikum
Stykkishólmi - Fjölmennt var á
50 ára afmælistónleikum Lúðra-
sveitar Stykkishólms nú nýlega.
Tónleikunum var skipt í tvennt,
fyrri hlutinn var tileinkaður íslensk-
um tónskáldum og ættjarðarlögum
og síðari hlutinn var tileinkaður
erlendum tónskáldum.
Hljómleikarnir fóru fram í kirkj-
unni og stjórnandi var Daði Þór
Einarson. Ellert Kristinsson forseti
bæjarstjórnar ávarpaði stjórnanda,
hljóðfæraleikara og áheyrendur og
færði Lúðrasveitinni veglega pen-
ingagjöf frá bæjarbúum. Kynnir var
Jóhanna Guðmundsdóttir organisti
í Stykkishólmi.
3M
i__Scótchgard
ARTOLEUM
List í Linoleum
Litrík tímamót
Artoleum frá Forbe-
Krommenie markar tímamót.
Meö markvissu þróunarstarfi
í mörg ár, hafa sérfræðingar
hjá þessum stærsta linoleum-
framleiðanda í heimi skapað
nýja línu; ARTOLEUM SCALA.
Hinir nýju eiginleikar eru
einstæðir. Þeir eru fólgnir í
aukinni endingu, mun minni
viðloðun óhreininda en áður
hefur þekkst og síðast en ekki
síst gjörbyltingu í hönnun þar
sem djarflega er gengið til
móts við nýja tíma.
Nýja hönnuninni byggir á 6
munsturflokkum sem hver
býður upp á 5 litasam-
setningar.
Þetta gefur ótrúlega marga
spennandi möguleika í litavali
við hönnun gólfa og
heildarhönnun húsnæðis.
ARTOLEUM -LIST í LINOLEUM,
náttúruefni sem veitir betri
endingu, meira slitþol, minna
viðhald.
Komið og skoðið, fáið nýjan,
glæsilegan litabækling.
KJARAN
GÓLFBÚNAÐUR
SlÐUMÚL114,108 REYKJAVlK, SlMI 813022