Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 27 Söngsmiðjan „Grease“ sumarverkefni söngleikj adeildarinnar Munaðarnes Listalíf VEITINGASTAÐURINN í Mun- aðarnesi í Borgarfirði hóf árleg- an sumarrekstur 20. maí sl. og 4. júní var haldin opnunarhátíð með „listamanni sumarsins", Páli frá Húsafelli. Páll sýnir mynd- verk og steinskúlptúra og eru verk hans til sölu í sumar. í fréttatilkynningu segir: „Lif- andi tónlist verður einnig í há- vegum höfð og líkt og í fyrra- sumar var Megas með fyrstu tón- leika sumarsins, en þeir voru haldnir laugardaginn 11. júní. Veitingastaðurinn í Munaðar- nesi, sem staðsettur er í þjónustu- miðstöð orlofshúsa BSRB í Mun- aðarnesi, hefur allt frá árinu 1988 staðið fyrir myndlistarsýn- Páll frá Húsafelli og frænka hans Ástríður Alda og lék hún einleik við opnunarhátíðina. ingu í veitingasölum hússins og hefur þessu verið vel tekið af gestum, sem flestir eru orlofs- gestir úr röðum BSRB-félaganna og fólk úr nærliggjandi sveitum og bæjum. SÖNGLEIKURINN Grease verður sumarverkefni Söngleikjadeildar Söngsmiðjunnar í sumar. Fyrirhug- að er að frumsýna söngleikinn í byrjun september cg er óskað eftir fólki sem hefur einhverja reynslu og telur sig hafa hæfileika á þessu sviði. Byijað verður að vinna með söngraddirnar og tónlistina og mun Esther Helga Guðmundsdóttir sjá um þann þátt. Elfa Gísladóttir leik- kona kennir leiklist og leikstýrir verkinu. Jóhannes Bachmann dans- ari og danskennari vinnur með dans og dansuppsetningu. í kynniningu frá Söngsmiðjunni segir m.a.: „Starfsemi Söngsmiðj- unnar skiptist í: Söngleikjadeild, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á íslandi, hún skapar þeim sem ekki hafa áhuga á klassísku söng- námi aðstæður til að stunda sams- konar nám, en með öðrum tónlist- aráherslum. Leitast er við að flétta leiklist og dans inn í námið ásamt þátttöku í tónleikum og sýningum á vegum skólans; Klassíska söng- deild, þar sem söngtækni Hanne Lore Kuhse er kennd. Þar er unnið með óperu-, óratoríu- og ljóðasöng. Einnig er leitast við að vinna að skapandi verkefnum svo sem óperu- uppsetningum og tónleikum; Barna- og unglingadeild, þar sem áhersla er lögð á fijálsan söng, ekki hefðbundinn barnakórasöng. Einnig leiklist og hreyfingu ásamt hefðbundnu tónlistaruppeldi. Þá er fyrirhugað að vinna með óperu/ söngleikja-verkefni fyrir börn og unglinga frá Metropolitan-óperunni í Bandaríkjunum. Þar sem nemend- urnir undir leiðsögn kennara semja og setja upp óperu.“ Sýning á þjóðhá- tíðarbún- ingiim í TILEFNI af 50 ára afmæli lýð- veldisins tóku ýmsir aðilar höndum saman um að efna til samkeppni um hönnun á þjóðhátíðarbúningi fyrir íslenska karlmenn. GÓLFEFNASÝNING Opiö aiia daga kl. 9-18. Síðumúla 14 Nýir tímar eru runnir upp í framleiðslu á gólfefnum Styrktaraðilar þessarar keppni voru m.a. Þjóðræknisfélagið, Mynd- lista- og handíðaskóli íslands, Iðn- skólinn í Reykjavík, Sólin hf. saumastofa, _ Verslunin Sautján, Sævar Karl Ólason og menningar- deild utanríkisráðuneytisins. Fjöl- margir aðilar eða um 60 manns skiluðu inn teikningum og valdi sjö manna dómnefnd tíu teikningar sem frambærilegastar þóttu. Bún- ingarnir voru saumaðir eftir ströng- ustu kröfum viðkomandi hönnuða og sýndir á Hótel Borg 5. júní sl. þar sem gengið var til atkvæða- greiðslu um þjóðhátíðarbúning karla. Vegna fjöld áskorenda og áhuga fólks á þessari keppni var ákveðið hafa alla 10 búningana til sýnis í útstillingarglugga Sævars Karls, Bankastræti 9, þar til þeir verða fiuttir til London á sýningu þar. -------»-♦ -4-------- Fjölmenni á afmælis- tónleikum Stykkishólmi - Fjölmennt var á 50 ára afmælistónleikum Lúðra- sveitar Stykkishólms nú nýlega. Tónleikunum var skipt í tvennt, fyrri hlutinn var tileinkaður íslensk- um tónskáldum og ættjarðarlögum og síðari hlutinn var tileinkaður erlendum tónskáldum. Hljómleikarnir fóru fram í kirkj- unni og stjórnandi var Daði Þór Einarson. Ellert Kristinsson forseti bæjarstjórnar ávarpaði stjórnanda, hljóðfæraleikara og áheyrendur og færði Lúðrasveitinni veglega pen- ingagjöf frá bæjarbúum. Kynnir var Jóhanna Guðmundsdóttir organisti í Stykkishólmi. 3M i__Scótchgard ARTOLEUM List í Linoleum Litrík tímamót Artoleum frá Forbe- Krommenie markar tímamót. Meö markvissu þróunarstarfi í mörg ár, hafa sérfræðingar hjá þessum stærsta linoleum- framleiðanda í heimi skapað nýja línu; ARTOLEUM SCALA. Hinir nýju eiginleikar eru einstæðir. Þeir eru fólgnir í aukinni endingu, mun minni viðloðun óhreininda en áður hefur þekkst og síðast en ekki síst gjörbyltingu í hönnun þar sem djarflega er gengið til móts við nýja tíma. Nýja hönnuninni byggir á 6 munsturflokkum sem hver býður upp á 5 litasam- setningar. Þetta gefur ótrúlega marga spennandi möguleika í litavali við hönnun gólfa og heildarhönnun húsnæðis. ARTOLEUM -LIST í LINOLEUM, náttúruefni sem veitir betri endingu, meira slitþol, minna viðhald. Komið og skoðið, fáið nýjan, glæsilegan litabækling. KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SlÐUMÚL114,108 REYKJAVlK, SlMI 813022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.