Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 29 $ jListaKátíð í dag —------------------------ NY DANSK saxofonkvartett verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.00. í Fella- og Hóla- kirkju verður kvennakórinn Dzintars með tónleika, einnig klukkan 20.00. A Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Islensk samtíma- list og í Listasafni íslands er sýningin Frá Alþingishátíð til Lýðveldisstofnunar. í Ás- mundarsal er verið að sýna Mannvirki-Landslagsrými pg i Listasafni Siguijóns eru ís- landsmerki og Súlur Sigur- jóns til sýnis. Sigurður Guð- mundsson sýnir í Galleríi Sólon íslandus, Rudy Autio í Galleríi Úmbru, Joel-Peter Witkin í Mokka kaffi, John Greer í Galleríi 11 og í Galleríi Borg sýnir Tryggvi Olafsson. í Nýlistasafninu eru sýnd verk Dieters Roth, verk Jóns Engilberts í Norræna húsinu og FÍM-salnum. Sex ungir gullsmiðir sýna í Norræna hús- inu og í Stöðlakoti stendur yfir sýning á verkum gull- og silfur- smiðsins Leifs Kaldal. í sýn- ingarsalnum Önnur hæð eru sýnd verk Ilja Kabakovs, í Ráðhúsinu er sýning á Finnskri glerlist og vert er að benda á að í Hafnarborg, Hafnarfirði stendur nú yfir afmælissýning á verkum Sveins Björnssonar. Norræna húsið Fjölbreytt dagskrá í vikunni ÞESSA viku verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Norræna húsinu og er von á mörgum góðum gestum frá hinum Norð- urlpndunum. í fréttatilkynningu segir: Norrænu flakkararnir hafa ver- ið á ferð um Austurland, Norð- urland og Vesturland að undan- förnu og hefur þeim verið mjög vel tekið af heimamönnum, sem hafa kunnað að meta þetta framtak Norræna hússins. Nor- rænu flakkararnir ljúka ferð sinni í Reykjavík í þessari viku og koma fram á ýmsum stöðum í borginni. Norrænu flakkararnir er hóp- ur, sem kemur aðallega frá Danmörku en einnig eru í hon- um Svíar og tvær færeyskar leikkonur sem hafa flutt dag- skrá fyrir börn. Efnisskráin er fjölbreytt; annars vegar er átta manna kór, sem syngur létt og skemmtileg norræn lög, hins vegar þjóðlagahópur sem syng- ur og spilar lög af ýmsu tagi. Þjóðlagahópurinn kemur fram í Turnhúsinu við Tryggva- götu, miðvikudaginn 15. júní, klukkan 21.30 og kórinn (Dönsku gleðigjafarnir) syngja í Klúbbi Listahátíðar á Sólon íslandus sama kvöld klukkan 22.00. Kórinn og þjóðlagahópurinn koma svo fram í Norræna hús- inu á fimmtudagskvöldið 16. júní, klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Sýning fyrir börn á leikritinu Snata, sem færeysku leikkon- urnar flytja, verður í Norræna húsinu á miðvikudag, klukkan 10.00 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir. Norræna húsið verður með fyrirlestra í vikunni klukkan 16.00, fyrir norræna gesti. Mið- vikudaginn 15. júní talar Kristín Bjarnadóttir, sagnfræðingur um Reykjavík fyrr og nú og flytur mál sitt á sænsku. Fimmtudaginn 16. júní fjallar Dagný Kristjánsdóttir, bók- menntafræðingur, um íslenskar bókmenntir og talar á norsku. LISTIR Þekkt verk í Hallgríms- kirkju GUÐJÓN Leifur Gunnarsson, trompetleikari og Pavel Manásek, organisti leika sígilda tónlist í Hall- grímskirkju miðvikudaginn 15. júní. Á efnisskránni eru aðeins vel þekkt verk, eins og Air á G-streng og Toccata & fuga í d-moll, eftir Bach, Ave Maria, Schuberts og Kaldalóns, Adagio, eftir Albinoni og þættir úr trompetkonsertum eftir Neruda og Haydn. Þeir félagar, Guðjón og Pavel hafa leikið nokkuð saman við bæna- stundir og margvísleg helgihöld í Háteigskirkju síðast liðinn vetur. í fréttatilkynningu segir: Tónleik- arnir, sem haldnir eru í nafni Guð- jóns Emilssonar og Leifs Eyjólfsson- ar eru tileinkaðir þeim ásamt minn- ingu þeirra Þórðar Guðmundssonar og Helenu Manáskovu. Hallgrímskirkja verður opin frá klukkan 20.00 en tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Brúðubíll- inn á ferð BRÚÐUBÍLLINN, leikhús Helgu Steffensen, hefur hafið sýningar á nýju leikriti. Það er „í útilegu," og eru sýningar á gæsluvöllum borgar- innar. Handrit er eftir Helgu, tónlist eftir Magnús Kjartansson, og leik- stjóri Sigrún Edda Björnsdóttir í dag verða sýningar í Frosta- skjóli, klukkan 10.00 og við Iðufell, klukkan 14.00 -kjarnimálsins! ATHLETIC VERSLUN LAUGAVEGI 51 - S. 17717 HREYSTI -frískandi vorslun- SKEIFUNNI 19.-S: 68 17 17-FAX: 81 30 64 SENDUM í PÓSTKRÖFU ------- ÚTSÖLUAÐILAR----- SPORTVER - AKUREYRI STUDIO DAN - ÍSAFIRÐI K-SPORT - KEFLAVÍK AXEL Ó - VESTMANNAEY. SPORTLÍF • SELFOSSI KAUPFÉLAG ÞING. - HÚSAVÍK NÍNA - AKRANESI SVN - SAUÐÁRKRÓK VIÐ LÆKINN - NESKAUPST. ORKUVER - HÖFN RUSSELL ATHLETIC bómullarfatnaður fyrir alla aldurshópa. Renndar og lokaðar hettupeysur, buxur, peysur og bolir i mörgum litum ogstærðum. \ ^RÐALAGf vhv* ■m MARKIMIÐ OKKAR ERU EINFÖLD VIÐ VERSLUM EINGÖNGU BEINT VIÐ FRAMLEIÐANDA OG TRYGGJUM ÞANNIG BESTA FÁANLEGA VÖRUVERÐ. SMÁSÖLUVERÐ OKKAR Á VIÐKOMANDI VÖRU ERU MEÐ ÞEIM LÆGSTU SEM ÞEKKJAST í EVRÓPU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.