Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 29 $ jListaKátíð í dag —------------------------ NY DANSK saxofonkvartett verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.00. í Fella- og Hóla- kirkju verður kvennakórinn Dzintars með tónleika, einnig klukkan 20.00. A Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Islensk samtíma- list og í Listasafni íslands er sýningin Frá Alþingishátíð til Lýðveldisstofnunar. í Ás- mundarsal er verið að sýna Mannvirki-Landslagsrými pg i Listasafni Siguijóns eru ís- landsmerki og Súlur Sigur- jóns til sýnis. Sigurður Guð- mundsson sýnir í Galleríi Sólon íslandus, Rudy Autio í Galleríi Úmbru, Joel-Peter Witkin í Mokka kaffi, John Greer í Galleríi 11 og í Galleríi Borg sýnir Tryggvi Olafsson. í Nýlistasafninu eru sýnd verk Dieters Roth, verk Jóns Engilberts í Norræna húsinu og FÍM-salnum. Sex ungir gullsmiðir sýna í Norræna hús- inu og í Stöðlakoti stendur yfir sýning á verkum gull- og silfur- smiðsins Leifs Kaldal. í sýn- ingarsalnum Önnur hæð eru sýnd verk Ilja Kabakovs, í Ráðhúsinu er sýning á Finnskri glerlist og vert er að benda á að í Hafnarborg, Hafnarfirði stendur nú yfir afmælissýning á verkum Sveins Björnssonar. Norræna húsið Fjölbreytt dagskrá í vikunni ÞESSA viku verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Norræna húsinu og er von á mörgum góðum gestum frá hinum Norð- urlpndunum. í fréttatilkynningu segir: Norrænu flakkararnir hafa ver- ið á ferð um Austurland, Norð- urland og Vesturland að undan- förnu og hefur þeim verið mjög vel tekið af heimamönnum, sem hafa kunnað að meta þetta framtak Norræna hússins. Nor- rænu flakkararnir ljúka ferð sinni í Reykjavík í þessari viku og koma fram á ýmsum stöðum í borginni. Norrænu flakkararnir er hóp- ur, sem kemur aðallega frá Danmörku en einnig eru í hon- um Svíar og tvær færeyskar leikkonur sem hafa flutt dag- skrá fyrir börn. Efnisskráin er fjölbreytt; annars vegar er átta manna kór, sem syngur létt og skemmtileg norræn lög, hins vegar þjóðlagahópur sem syng- ur og spilar lög af ýmsu tagi. Þjóðlagahópurinn kemur fram í Turnhúsinu við Tryggva- götu, miðvikudaginn 15. júní, klukkan 21.30 og kórinn (Dönsku gleðigjafarnir) syngja í Klúbbi Listahátíðar á Sólon íslandus sama kvöld klukkan 22.00. Kórinn og þjóðlagahópurinn koma svo fram í Norræna hús- inu á fimmtudagskvöldið 16. júní, klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Sýning fyrir börn á leikritinu Snata, sem færeysku leikkon- urnar flytja, verður í Norræna húsinu á miðvikudag, klukkan 10.00 og eru öll börn velkomin meðan húsrúm leyfir. Norræna húsið verður með fyrirlestra í vikunni klukkan 16.00, fyrir norræna gesti. Mið- vikudaginn 15. júní talar Kristín Bjarnadóttir, sagnfræðingur um Reykjavík fyrr og nú og flytur mál sitt á sænsku. Fimmtudaginn 16. júní fjallar Dagný Kristjánsdóttir, bók- menntafræðingur, um íslenskar bókmenntir og talar á norsku. LISTIR Þekkt verk í Hallgríms- kirkju GUÐJÓN Leifur Gunnarsson, trompetleikari og Pavel Manásek, organisti leika sígilda tónlist í Hall- grímskirkju miðvikudaginn 15. júní. Á efnisskránni eru aðeins vel þekkt verk, eins og Air á G-streng og Toccata & fuga í d-moll, eftir Bach, Ave Maria, Schuberts og Kaldalóns, Adagio, eftir Albinoni og þættir úr trompetkonsertum eftir Neruda og Haydn. Þeir félagar, Guðjón og Pavel hafa leikið nokkuð saman við bæna- stundir og margvísleg helgihöld í Háteigskirkju síðast liðinn vetur. í fréttatilkynningu segir: Tónleik- arnir, sem haldnir eru í nafni Guð- jóns Emilssonar og Leifs Eyjólfsson- ar eru tileinkaðir þeim ásamt minn- ingu þeirra Þórðar Guðmundssonar og Helenu Manáskovu. Hallgrímskirkja verður opin frá klukkan 20.00 en tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Brúðubíll- inn á ferð BRÚÐUBÍLLINN, leikhús Helgu Steffensen, hefur hafið sýningar á nýju leikriti. Það er „í útilegu," og eru sýningar á gæsluvöllum borgar- innar. Handrit er eftir Helgu, tónlist eftir Magnús Kjartansson, og leik- stjóri Sigrún Edda Björnsdóttir í dag verða sýningar í Frosta- skjóli, klukkan 10.00 og við Iðufell, klukkan 14.00 -kjarnimálsins! ATHLETIC VERSLUN LAUGAVEGI 51 - S. 17717 HREYSTI -frískandi vorslun- SKEIFUNNI 19.-S: 68 17 17-FAX: 81 30 64 SENDUM í PÓSTKRÖFU ------- ÚTSÖLUAÐILAR----- SPORTVER - AKUREYRI STUDIO DAN - ÍSAFIRÐI K-SPORT - KEFLAVÍK AXEL Ó - VESTMANNAEY. SPORTLÍF • SELFOSSI KAUPFÉLAG ÞING. - HÚSAVÍK NÍNA - AKRANESI SVN - SAUÐÁRKRÓK VIÐ LÆKINN - NESKAUPST. ORKUVER - HÖFN RUSSELL ATHLETIC bómullarfatnaður fyrir alla aldurshópa. Renndar og lokaðar hettupeysur, buxur, peysur og bolir i mörgum litum ogstærðum. \ ^RÐALAGf vhv* ■m MARKIMIÐ OKKAR ERU EINFÖLD VIÐ VERSLUM EINGÖNGU BEINT VIÐ FRAMLEIÐANDA OG TRYGGJUM ÞANNIG BESTA FÁANLEGA VÖRUVERÐ. SMÁSÖLUVERÐ OKKAR Á VIÐKOMANDI VÖRU ERU MEÐ ÞEIM LÆGSTU SEM ÞEKKJAST í EVRÓPU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.