Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Viggó Jónsson
BJÖRGUNARMENN róa í átt til Einars Gylfa
Jónssonar þar sem hann hangir á klettavegg
og bjarga honum í land.
Morgunblaðið/Viggó Jónsson
BÁTURINN lenti í miklu sogi, reis upp og
honum hvolfdi. Níu manns fóru fyrir borð,
en þeir björguðust allir úr sjökulánni.
Níu manns björguðust úr Vestari-Jökulsá í Skagafirði
Maður verður lítið peð
í þessum ógnarkrafti
„ÉG VAR hræddur
allan tímann og vissi
ekki annað en að
þetta gæti orðið mitt
síðasta," segir Einar
Gylfi Jónsson, sál-
fræðingur, sem var
einn þeirra sem köst-
uðust úr gúmmíbát í
Vestari-Jökulsá í
Skagafirði á sunnu-
dag. „Ég hef heyrt
það alla ævi að jök-
ulsár séu stórhættu-
legar og ég held að
ég hafi kynnst því
núna. Maður verður
afskaplega lítið peð í
þessum ógnarkrafti."
Átta sálfræðingar og einn farar-
stjóri voru um borð í bátnum og
björguðust allir þegar þeir féllu
útbyrðis. Einar Gylfí segir að
snarræði og rétt viðbrögð að-
standenda ferðarinnar, fyrirtæk-
isins Ævintýraferða á Sauðár-
króki, hafi skipt sköpum um að
ekki fór verr.
Slysið átti sér stað á þeim slóð-
um þar sem Vestari-Jökulsá sam-
einast Austari-Jökulsá og myndar
stórfljótið Héraðsvötn. Einar Gylfi
segir að ferðinni hefði verið um
það bil að ljúka þegar atvikið átti
sér stað, en leiðin sem er farin
er um 8 kílómetrar, frá Goðadala-
brú og niður í Héraðsvötn að Vili-
inganesi.
Einn fararstjóri, Hreiðar Gests-
son, var um borð í bátnum, auk
þess sem annar bátur var með í
för. Mennimir voru allir f regng-
öllum, með hjálma og í björgunar-
vestum. Áður en lagt
var af stað fóru að-
standendur bátsferð-
arinnar yfir það sem
farþegar ættu að
gera ef eitthvað færi
úrskeiðis. „Það
bjargaði okkur,“
segir Einar Gylfi.
„Ferðin var eigin-
lega að verða búin
þegar við komum að
röst þar sem var
mikill hamagangur,“
segir hann, Farar-
stjórinn hafi þá hróp-
að til bátsmanna að
róa hraðar til þess
að lenda ekki á kletti
sem er með gati í gegn en það
hafi ekki tekist. „Báturinn sogað-
ist upp að klettinum," segir Einar
Gylfi. „Hann reis upp og við féll-
um útbyrðist. Þrír úr hópnum so-
guðust í gegnum gatið og sluppu
þeir best. Við vorum hins vegar
nokkrir sem lentum út í straumn-
um þar sem hann var þyngstur."
Meðal þess sem mönnunum
átta var kennt áður en þeir lögðu
af stað var að stíga ekki í botninn
því þá væri hætta á að festa fót-
inn undir gijóti, að láta sig fljóta
á bakinu með fætumar á undan
og koma sér undan bátnum eins
og skot ef honum hvolfdi. „Þetta
gerðum við sem betur fer allir,“
segir Einar Gylfi. „Þegar bátnum
hvolfdi stóðu þessir piltar sig [að-
standendur ferðarinnar] allir eins
og hetjur."
Flotgallar nauðsyn
Þrjá mannanna rak talsvert
niður eftir ánni, en Einar Gylfi
var lengst í henni eða um 15 mín-
útur og rak hann um tvo kíló-
metra niður ána. Hann segir að
versti óvinurinn hafi verið kuld-
inn, enda sé hann nú þeirrar skoð-
unar að menn eigi ekki að fara í
svona ferðir án þess að vera í flot-
galla eða blautbúningi. „Ég var
orðinn mjög þrekaður og þegar
ég komst í land var ég orðinn
mjög máttfarinn,“ segir hann. Á
ferð sinni niður ána hefði hann
rekist utan í klettaveggi við ána
tvívegis án þess að ná taki á þeim.
Einar Gylfi segir að fyrstu við-
brögð sín eftir að hann féll útbyrð-
is hafi ekki verið rétt en þá hafi
einhver hrópað að honum að hafa
fætumar á undan og það hafi
hann gert. „Ég var alltaf að hugsa
um hvað væri best að gera,“ seg-
ir hann. Þegar hann fann að ork-
an var að þverra hafi hann ákveð-
ið að láta sig fljóta niður ána í
stað þess að reyna að ná landi.
Hann hafi síðan borist að
hraunkletti sem skagaði fram í
ána. Hjá klettinum hafi hann lent
í hringiðu sem bar hann nær landi
og þar komist upp á klettanös.
„Eg var kominn í öryggi og vissi
að ég myndi ekki detta niður,"
segir hann. „Þá komu þeir á bátn-
um eins og frelsandi englar og
tóku mig um borð. Ég gat ekki
einu sinni klætt mig úr.“
Einari Gylfa varð ekki mjög
meint af volkinu, hann kvefaðist
og marðist á höndum og fótum.
Einar Gylfi
Jónsson
Starfsmenn Olíufélagsins í Mosfellsbæ
ætla að fara fram á bætur
Hvarf töskunnar
tilkynnt fjórum
mánuðum síðar
FRÍMANN Lúðvíksson, annar tveggja starfsmanna bensínstöðvar Olíufé-
lagsins hf. í Mosfellsbæ sem telja sig hafa legið undir grun um þjófnað
á einni milljón kr. í eigu fyrirtækisins í fjögur ár, segist ætla að sækja
það stíft að fá miskabætur frá Búnaðarbanka íslands. Að sögn Harðar
Jóhannessonar yfirlögregluþjóns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins var
hvarf peninganna, andvirði dagsölu bensínstöðvarinnar sem Frímann
og starfsfélagi hans Stefán Valdimarsson settu í peningatösku í nætur-
hólf bankans í maímánuði 1990, ekki tilkynnt lögreglu fyrr en íjórum
mánuðum síðar. Hann segir að mennirnir tveir hafi verið yfirheyrðir sem
vitni eins og fjöldi annarra manna sem tengdust þessu máli.
Morgunblaðið/Þorkell
Saklausir
STEFÁN Valdimarsson, t.v., og Frímann
Lúðvíksson starfsmenn Olíufélagsins hf. í
Mosfellsbæ, sem hafa talið sig hafa legið
undir grun um þjófnað á einni milljón kr.
í eigu Olíufélagsins.
„Þeir eru ekki
yfirheyrðir • sem
grunaðir menn en
þeir eru ekki heldur
yfirheyrðir sem
vitni í þessu máli.
Þeir þurftu t.d. að
gefa RLR leyfi til
að fara ofan í sína
bankareikninga og
það er ekki venju-
legt að vitni þurfi
að gera það,“ sagði
Örn Höskuldsson
lögfræðingur Frí-
manns og Stefáns.
Taskan fannst í
síðustu viku þegar
rafvirki var að koma
fyrir öryggisbúnaði
í næturhólfinu. Frí-
mann sagði í sam-
tali við Morgunblað-
ið að hann teldi sök
RLR stærsta í þessu máli. Hann
hafi greint frá því við yfirheyrslur
að hann hefði sett peningatöskuna
í hólfið en hún hefði á einhvern
hátt komist út úr rennunni niður í
peningahólfið. Hann kvaðst hafa
bent á að svipað tilvik hefði komið
upp í Verslunarbankanum þar sem
peningataska sem talin var horfin
hefði fundist í rennunni.
Vísa málinu frá sér
„Ég er búinn að liggja undir
grun í fjögur ár. Ég er þakklátur
fyrir að hafa haldið starfinu og ég
ætla núna, ef það er nokkur lífsins
leið, að ná pening út úr þessu. Það
skal einhver fá að borga,“ sagði
Frímann.
Örn Höskuldsson lögmaður Frí-
manns og Stefáns segir að ekki sé
búið að móta kröfugerð í þessu
máli. Hann kveðst ekki vera sam-
mála bankastjórum Búnaðarbank-
ans sem ekki viti neina skömm upp
á sig í þessu máli. „Mér finnst að
þeir eigi skilið að fá skaðabætur,
hvaðan svo sem þær koma,“ sagði
Örn.
Asökunarbeiðni
Sólon Sigurðsson bankastjóri
Búnaðarbankans segir að afsökun-
arbeiðni hafi verið send Olíufélag-
inu hf. og bankinn boðist til að
bæta tjónið sem félagið hefur orðið
fyrir. Hins vegar hafi bankinn aldr-
ei ásakað mennina tvo frekar en
aðra sem málinu tengdust, eins og
t.a.m. starfsfólk bankans í Mos-
fellsbæ.
Geir Magnússon forstjóri Olíufé-
lagsins hf. segir að sér komi ekki
á óvart þótt mennimir fari fram á
bætur. „Þessir menn hafa verið
féhirðar á stærstu bensínstöðvum
Olíufélagsins svo málið snýr ekki
að okkur heldur alfarið að bankan-
um. Mennirnir hafa notið fyllsta
trúnaðar hjá okkur,“ sagði Geir.
... Gunnar Þórðar, Ellý,
| Ragnar, Björgvin, Sigga,
Bubbi og...
Fjölsýning
á Þingvöllum
►FJÖLSÝNING hefst klukkan
níu um morguninn á Þingvöllum,
17. júní, og stendur fram eftir
degi. Hún verður haldin um allt
hátíðarsvæðið og verður sam-
bland gamans og alvöru. Til
dæmis munu álfakóngur og álfa-
drottning birtast meðal mann-
fólksins ríðandi á gæðingum.
Einnig verður dansað á brúar-
gólfum Þingvalla eins og gert
var í öllum sveitum árið 1944.
Flugbjörgunarsveitin verður
með sýningaratriði í Almanna-
gjá, Sigurður Sæmundsson í
Holtsmúla jámar og smíðar
skeifur, Fimleikasamband Is-
lands verður með fimleikasýn-
ingu, 12 ungar leikkonur fara
með ættjarðarljóð, fjöldi lítilla
flugvéla flýgur yfir svæðið og
fombílar verða á sérstöku fom-
bílaplani.
Að hætti
Kjarvals
►FJÖLDI málara með trönur og
krumpaða hattkúfa verður úti
um gmndir að mála myndir af
hrauninu og álfunum að hætti
Kjarvals. Einnig munu konur
snúa heyi og Hjalti Gestsson bún-
aðarráðunautur Suðurlands
skipuleggur húsdýrasýningu.
Auk þess verður skipulögð þjóð-
leg fjölskyldureið í sauðalitun-
um; hestamenn í gömlum búning-
um, hreppstjóri, oddviti, prestur,
maddama, bændur og hjú sem
ríða munu gegnum svokölluð
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
svæði, til dæmis binda í bagga
og sækja skreið og ríða svo upp
í Almannagjá. Einnig verður
haldin sýning á tækjum og tólum
Ríkisútvarpsins og Pósts og síma
á árum áður, þar að auki verða
kvikmyndasýningar með göml-
um heimildamyndum í sérstöku
kvikmyndatjaldi.
Aðstaða
fyrir böm
►Á SVÆÐINU verður leikað-
staða fyrir börnin og einnig verð-
ur ungbarnaaðstaða á salernum
sem sérmerkt eru fyrir fatlaða.
Auk þessa verður upplýsinga-
tjald á staðnum þar sem hægt
verður að hafa upp á týndum
börnum, sem verða munu í góð-
um höndum fóstra þar til að-
standendur vitja þeirra. Auk
þessa verður hægt að nálgast
almennar upplýsingar í sama
tjaldi.
L