Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 45 I I I I I I I ( i I I ( < ( i < i < FRÉTTIR Laugardalur 18.-19. júní “allhlífarstökl Lendingarmót falihlffarstökkvara. 19. júnl kl. 13-W Stætisvagnar Aðkoma sjúkrabifreiða Skátar Frjálsíþróttai Stjórnstöð 2 Sjúkraskyli Leiktæki il Húsdýragarður Stjórnstöð 1 Lögreglustoð Upplýsingar Sjúkraskýli Kaffisala Útvarpsstöö_ Útvarpað á FM 94,2 Söiutjöld Laugardalshöll )ÖT Undirbúningur lýðveldishátíðar í Reykjavík á lokastigi Þriggja daga stórhátíð Laugardalur lagður undir fjölskylduhátíð 18. og 19. júní Tónlistarkennarar fjalla um námsleiða Hvolsvöllur. Morgunblaðið TÓNLISTARKENNARAR af Suð- urlandi hittust á dögunum í húsa- kynnum Tónlistarskóla Rangæ- inga á Hvolsvelli til að fjalla um það hvað til bragðs megi taka ef nemendur verða leiðir á tónlist- arnáminu. Fyrirlesari var Þórir Þórsson og færði hann kennurum ýmsar hugmyndir til lausnar á þessu almenna vandamáli í kennslu sem námsleiði er. Þátttak- endur koma allt frá Vík til Þorláks- hafnar og nokkrir komu fljúgandi frá Vestmannaeyjum. Tónlistar- og tónmenntakennar- ar á Suðurlandi hafa haft það fyr- ir venju að hittast tvisvar á ári og ræða þau mál sem heitast brenna á þeim. Hafa fundir þessir verið vel sóttir og mikil lyftistöng fyrir kennara. Minningarmót um Birnu Þórðardóttur REYKVÍKINGAR og nágrannar þeirra munu geta fagnað 50 ára afmæli lýðveldisins á mjög fjölbreyttan hátt á þriggja daga lýðveldishátíð, sem fram fer bæði í miðbæ Reykjavíkur og í Laugardalnum. Júlíus Hafstein formaður lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur sagði í samtali við Morgun- blaðið að hátíðarhöld þann 17. júní yrðu með hefðbundnum hætti. Hann tók þó skýrt fram að við skipulagningu þeirra hafi tillit verið tekið til Þingvallahátíðarinnar. Hátíðin í Reykjavík hefjist fyrr en venja er og síð- an yrði gert hlé á henni um kl. hálf tíu fram til kl. þrjú, þegar hátíðar- höldum verður framhaldið. Júlíus segir aftur á móti að nýbreytni felist í því að Laugardalurinn verður í ár allur lagður undir viðamikla fjölskylduhá- tíð dagana 18. og 19. júní. Að sögn Júlíusar hefur undirbún- ingur lýðveldishátíðar í Reykjavík staðið yfir í eitt ár. Allan þann tíma hafi verið stefnt að því að bjóða upp á þriggja daga hátíð og nú hylli undir viðamikla stórhátíð. Hefðbundinn en styttri 17. júní „Dagskrá lýðveldishátíðarinnar á 17. júní verður með hefðbundnu sniði,“ sagði Júlíus. „Hátíðin mun aftur á móti byija fyrr en áður eða tæplega hálf níu um nibrguninn. Þá verða að venju lagðir blómsveig- ar á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu og við minnisvarða hans á Austurvelli. Hlé verður gert á dagskránni um kl. hálf tíu, sem hentað gæti Þingvalla- gestum. Hátíðardagskrá verður loks framhaldið kl. hálf þrjú og mun hún standa samfellt til kl. þrjú að- faranótt 18. júní.“ Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa þann 17. júní, en að sögn Júlíusar verður sérstök áhersla lögð á skemmtun fyrir börn. í Hallargarði verða sýn- ingar og leikir og Tóti trúður mæt- ir, á Tjörninni geta gestir róið og í Hljómskálagarði munu skátar sjá um dagskrá og bjóða upp á úti- leiki. Fornbílar verða á ferðinni í miðbænum, götuleikhús flytur leik- þáttinn Landnám á Lækjargötu og við Tjörnina og Brúðubíllinn kemur sér fyrir við Tjarnarborg. Hátíðar- dagskrá verður á þremur sviðum, á Lækjartorgi, Ingólfstorgi og í Hljómskálagarði. Boðið verður upp á skemmtidagskrá í Ráðhúsinu og í Árbæjarsafni verður sett upp sér- stök hátíðardagskrá. Fjölskylduhátíð í Laugardal Dagana 18. og 19. júní verður boðið til Fjölskyldu- og lýðveldishá- tíðar í Laugardal en allur dalurinn verður nýttur af þessu tilefni. „í fyrsta sinn getum við nýtt Laugar- dalinn enda á milli og haldið þar veglega hátíð,“ sagði Júlíus og kvaðst þess fullviss að þessi ný- breytni muni heppnast vel. Fjölskylduhátíðin mun hefjast snemma á morgnana báða dagana með íþróttakappleikjum en í dalnum verða m.a. haldin alþjóðleg mót í sundi og fijálsum íþróttum. Fjöl- breytt aðaldagskrá hátíðarinnar um allan dalinn hefst kl. 13 báða dag- ana. Aðalsvið verða tvö, annað á gervigrasvellinum en hitt á stóru sviði á miðri tjörninni í Fjölskyldu- garðinum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða og sýninga má nefna skólar/námskeið tölvur Tölvuskóli Revkiavíkur i"1 Borgarlúni 28, slmi 616699 B Tölvunám í sumar Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst. námskeið fyrir 10-16 ára og 6-10 ára. I því fyrrnefnda er megináhersla lögð á að nýta tölvuna sér til gagns. Farið er ■ fingrasetningu og vélritun, Windows, stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni og leiki. í því síð- arnefnda eru kennd grunnatriði í Windows og ýmis þroskandi forrit skoð- uð. Leikir fást gefins á þáðum námskeið- unum. Innritun er hafin í síma 616699. ýmislegt ■ Námskeið í tréskurði Innritun fyrir haustönn (frá 1. septem- ber nk.) stendur yfir. Hannes Flosason, sími 40123, Kópavogi. fuHolinstr&lan »• 71155 Hábergl 7 ■ Sumarönn: Framhaldsskóla- prófáfangar o.fl. að hefjast 20. júní! 102/3, 112, 202/3, 212, 302: ENS, ÞÝS, DAN, NOR, SÆN, DAN, STÆ, EÐL, ÍSL, ÍSL 1. ÚTLENDINGA Fomám. Dag- og kvöldskóli. að á Ijarnarsviðinu munu nýbúar bjóða upp á skemmtiatriði ættuð frá fyrrum heimalöndum sínum. Kvennamessa á 19. júní Á síðari degi fjölskylduhátíðar- innar verður haldin kvennamessa á Laugardalsvelli kl. 11 í tilefni af kvenréttindadeginum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. messar og fjöl- margar konur munu gleðja vallar- gesti við þetta tækifæri. Fleiri konur verða í sviðsljósinu þennan síðasta dag lýðveldishátíð- arinnar í Reykjavík. Björk Guð- mundsdóttir söngkona mun koma fram á sviðinu á gervigrasvellinum í Laugardal um kl. 17. Tónleikar Bjarkar í Laugardalshöll að kvöldi 19. júní marka síðan lok hátíðar- halda í Reykjavík en þeir hefjast á tíunda tímanum og standa fram til hálf eitt. Bílaumferð engin í dalnum Að sögn Júlíusar Hafstein verður hátíðarsvæðið lokað allri umferð annarra bíla en sjúkra- og lög- gæslubíla. Umferð verður beint frá dalnum og boðið verður upp á ókeypis strætisvagnaferðir frá bíla- stæðum við Kringluna, Miklagarð og höfuðstöðvar SVR í Borgartúni að hátíðarsvæðinu. Hann segir að löggæsla verði efld og að sérstak- lega hafi verið hugað að aðkomu fyrir sjúkabíla. Loks verður hefð- bundin gæsla týndra barna starf- rækt. MINNINGARMÓT um Birnu Þórðardóttur var nýlega haldið í keilusalnum í Oskjuhlíð í fjórða sinn. Sigurvegari varð Sólveig Guðmundsdóttir en hún sigraði einnig í fyrsta sinn sem mótið var haldið. í öðru sæti varð Erla ívarsdóttir, í þriðja sæti Dóra Sigurðardóttir, í fjórða sæti Halldóra Brynjarsdóttir og í því fimmta varð Ágústa Þorsteinsdóttir. Á myndinni eru sigur- vegararnir ásamt Heíga G. Ingimundarsyni, eftirlifandi eigin- manni Birnu Þórðardóttur. & % storant c— r r>i TILBOÐ .... KR. 990,- • Á 3 RÉTÍA KVÖLDVERÐI KR. 770,- * * * * • HIABB0KÐ í HÁBCGINU l 3 S VM K £> I Suðurlandsbraut 14, sími 811844.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.