Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 45

Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 45 I I I I I I I ( i I I ( < ( i < i < FRÉTTIR Laugardalur 18.-19. júní “allhlífarstökl Lendingarmót falihlffarstökkvara. 19. júnl kl. 13-W Stætisvagnar Aðkoma sjúkrabifreiða Skátar Frjálsíþróttai Stjórnstöð 2 Sjúkraskyli Leiktæki il Húsdýragarður Stjórnstöð 1 Lögreglustoð Upplýsingar Sjúkraskýli Kaffisala Útvarpsstöö_ Útvarpað á FM 94,2 Söiutjöld Laugardalshöll )ÖT Undirbúningur lýðveldishátíðar í Reykjavík á lokastigi Þriggja daga stórhátíð Laugardalur lagður undir fjölskylduhátíð 18. og 19. júní Tónlistarkennarar fjalla um námsleiða Hvolsvöllur. Morgunblaðið TÓNLISTARKENNARAR af Suð- urlandi hittust á dögunum í húsa- kynnum Tónlistarskóla Rangæ- inga á Hvolsvelli til að fjalla um það hvað til bragðs megi taka ef nemendur verða leiðir á tónlist- arnáminu. Fyrirlesari var Þórir Þórsson og færði hann kennurum ýmsar hugmyndir til lausnar á þessu almenna vandamáli í kennslu sem námsleiði er. Þátttak- endur koma allt frá Vík til Þorláks- hafnar og nokkrir komu fljúgandi frá Vestmannaeyjum. Tónlistar- og tónmenntakennar- ar á Suðurlandi hafa haft það fyr- ir venju að hittast tvisvar á ári og ræða þau mál sem heitast brenna á þeim. Hafa fundir þessir verið vel sóttir og mikil lyftistöng fyrir kennara. Minningarmót um Birnu Þórðardóttur REYKVÍKINGAR og nágrannar þeirra munu geta fagnað 50 ára afmæli lýðveldisins á mjög fjölbreyttan hátt á þriggja daga lýðveldishátíð, sem fram fer bæði í miðbæ Reykjavíkur og í Laugardalnum. Júlíus Hafstein formaður lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur sagði í samtali við Morgun- blaðið að hátíðarhöld þann 17. júní yrðu með hefðbundnum hætti. Hann tók þó skýrt fram að við skipulagningu þeirra hafi tillit verið tekið til Þingvallahátíðarinnar. Hátíðin í Reykjavík hefjist fyrr en venja er og síð- an yrði gert hlé á henni um kl. hálf tíu fram til kl. þrjú, þegar hátíðar- höldum verður framhaldið. Júlíus segir aftur á móti að nýbreytni felist í því að Laugardalurinn verður í ár allur lagður undir viðamikla fjölskylduhá- tíð dagana 18. og 19. júní. Að sögn Júlíusar hefur undirbún- ingur lýðveldishátíðar í Reykjavík staðið yfir í eitt ár. Allan þann tíma hafi verið stefnt að því að bjóða upp á þriggja daga hátíð og nú hylli undir viðamikla stórhátíð. Hefðbundinn en styttri 17. júní „Dagskrá lýðveldishátíðarinnar á 17. júní verður með hefðbundnu sniði,“ sagði Júlíus. „Hátíðin mun aftur á móti byija fyrr en áður eða tæplega hálf níu um nibrguninn. Þá verða að venju lagðir blómsveig- ar á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu og við minnisvarða hans á Austurvelli. Hlé verður gert á dagskránni um kl. hálf tíu, sem hentað gæti Þingvalla- gestum. Hátíðardagskrá verður loks framhaldið kl. hálf þrjú og mun hún standa samfellt til kl. þrjú að- faranótt 18. júní.“ Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa þann 17. júní, en að sögn Júlíusar verður sérstök áhersla lögð á skemmtun fyrir börn. í Hallargarði verða sýn- ingar og leikir og Tóti trúður mæt- ir, á Tjörninni geta gestir róið og í Hljómskálagarði munu skátar sjá um dagskrá og bjóða upp á úti- leiki. Fornbílar verða á ferðinni í miðbænum, götuleikhús flytur leik- þáttinn Landnám á Lækjargötu og við Tjörnina og Brúðubíllinn kemur sér fyrir við Tjarnarborg. Hátíðar- dagskrá verður á þremur sviðum, á Lækjartorgi, Ingólfstorgi og í Hljómskálagarði. Boðið verður upp á skemmtidagskrá í Ráðhúsinu og í Árbæjarsafni verður sett upp sér- stök hátíðardagskrá. Fjölskylduhátíð í Laugardal Dagana 18. og 19. júní verður boðið til Fjölskyldu- og lýðveldishá- tíðar í Laugardal en allur dalurinn verður nýttur af þessu tilefni. „í fyrsta sinn getum við nýtt Laugar- dalinn enda á milli og haldið þar veglega hátíð,“ sagði Júlíus og kvaðst þess fullviss að þessi ný- breytni muni heppnast vel. Fjölskylduhátíðin mun hefjast snemma á morgnana báða dagana með íþróttakappleikjum en í dalnum verða m.a. haldin alþjóðleg mót í sundi og fijálsum íþróttum. Fjöl- breytt aðaldagskrá hátíðarinnar um allan dalinn hefst kl. 13 báða dag- ana. Aðalsvið verða tvö, annað á gervigrasvellinum en hitt á stóru sviði á miðri tjörninni í Fjölskyldu- garðinum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða og sýninga má nefna skólar/námskeið tölvur Tölvuskóli Revkiavíkur i"1 Borgarlúni 28, slmi 616699 B Tölvunám í sumar Tölvuskóli Reykjavíkur heldur 24 klst. námskeið fyrir 10-16 ára og 6-10 ára. I því fyrrnefnda er megináhersla lögð á að nýta tölvuna sér til gagns. Farið er ■ fingrasetningu og vélritun, Windows, stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni og leiki. í því síð- arnefnda eru kennd grunnatriði í Windows og ýmis þroskandi forrit skoð- uð. Leikir fást gefins á þáðum námskeið- unum. Innritun er hafin í síma 616699. ýmislegt ■ Námskeið í tréskurði Innritun fyrir haustönn (frá 1. septem- ber nk.) stendur yfir. Hannes Flosason, sími 40123, Kópavogi. fuHolinstr&lan »• 71155 Hábergl 7 ■ Sumarönn: Framhaldsskóla- prófáfangar o.fl. að hefjast 20. júní! 102/3, 112, 202/3, 212, 302: ENS, ÞÝS, DAN, NOR, SÆN, DAN, STÆ, EÐL, ÍSL, ÍSL 1. ÚTLENDINGA Fomám. Dag- og kvöldskóli. að á Ijarnarsviðinu munu nýbúar bjóða upp á skemmtiatriði ættuð frá fyrrum heimalöndum sínum. Kvennamessa á 19. júní Á síðari degi fjölskylduhátíðar- innar verður haldin kvennamessa á Laugardalsvelli kl. 11 í tilefni af kvenréttindadeginum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. messar og fjöl- margar konur munu gleðja vallar- gesti við þetta tækifæri. Fleiri konur verða í sviðsljósinu þennan síðasta dag lýðveldishátíð- arinnar í Reykjavík. Björk Guð- mundsdóttir söngkona mun koma fram á sviðinu á gervigrasvellinum í Laugardal um kl. 17. Tónleikar Bjarkar í Laugardalshöll að kvöldi 19. júní marka síðan lok hátíðar- halda í Reykjavík en þeir hefjast á tíunda tímanum og standa fram til hálf eitt. Bílaumferð engin í dalnum Að sögn Júlíusar Hafstein verður hátíðarsvæðið lokað allri umferð annarra bíla en sjúkra- og lög- gæslubíla. Umferð verður beint frá dalnum og boðið verður upp á ókeypis strætisvagnaferðir frá bíla- stæðum við Kringluna, Miklagarð og höfuðstöðvar SVR í Borgartúni að hátíðarsvæðinu. Hann segir að löggæsla verði efld og að sérstak- lega hafi verið hugað að aðkomu fyrir sjúkabíla. Loks verður hefð- bundin gæsla týndra barna starf- rækt. MINNINGARMÓT um Birnu Þórðardóttur var nýlega haldið í keilusalnum í Oskjuhlíð í fjórða sinn. Sigurvegari varð Sólveig Guðmundsdóttir en hún sigraði einnig í fyrsta sinn sem mótið var haldið. í öðru sæti varð Erla ívarsdóttir, í þriðja sæti Dóra Sigurðardóttir, í fjórða sæti Halldóra Brynjarsdóttir og í því fimmta varð Ágústa Þorsteinsdóttir. Á myndinni eru sigur- vegararnir ásamt Heíga G. Ingimundarsyni, eftirlifandi eigin- manni Birnu Þórðardóttur. & % storant c— r r>i TILBOÐ .... KR. 990,- • Á 3 RÉTÍA KVÖLDVERÐI KR. 770,- * * * * • HIABB0KÐ í HÁBCGINU l 3 S VM K £> I Suðurlandsbraut 14, sími 811844.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.