Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk Ég heyri að þér garijri vel með tölur, Gerum smá próf, segðu Ringur Rabbi. mér hvað þú sérð. BREF TIL BIADSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Lögreglan ogfólkið Frá Ómarí Smára Ármannssyni: LÖGREGLUYFIRVÖLD víða um heim hafa undanfarin ár lagt áherslu á að móta og framkvæma svonefnda samfélagsstefnu lögreglunnar sem nýjan möguleika og til stuðnings „hefðbundinni" löggæslu. Stefna þessi gengur út á það að baráttan gegn afbrotum kalli á samstarf og samhæfmgu sem og virka þátttöku allra hlutaðeigandi aðila í samfélag- inu. Arangur aðgerða gegn afbrotum krefjast aðgerða lögreglu engu að síður en allra annarra, sem á ein- hvern hátt tengjast einstökum mál- efnum samfélagsins, hvort sem um er að ræða opinbera aðila, félög, stofnanir og einstaklinga. Eftir því sem virkari tengsl og jákvæðara samstarf er með lögreglu og almenn- ingi því meiri von um árangur. Al- menningur nýtur góðs af aðgerðum og upplýsingum lögreglu og lögregl- an getur leiðbeint fólki og gert það betur undir það búið að bregðast við afbrotum og draga úr líkum á þeim. Með samstarfinu komast lögreglu- menn í nánara samband við fólkið og kynnast mun betur þeim vanda- málum koma eða kunna að koma upp. Meginforsendan er sú að fólk á einstökum svæðum beri hvað mesta umhyggju fyrir sínu nánasta um- hverfi og sé þess vegna reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að þar megi ríkja meiri friðsemd en almennt gengur og gerist. Þeir lögreglumenn, sem sinna tilteknum hópi fólks skynja betur þarfír hans en aðrir þeir sem koma og fara. Stað- bundnir lögreglumenn eru líklegri til að fá fólk á afmörkuðum svæðum til að gera þær ráðstafanir sem dreg- ið geta úr líkum á afbrotum. Lögreglumenn vita mikið um af- brot. Hvem dag fá þeir að sjá afbrot- in frá sjónarhóli fómarlambsins. Þeir sjá missinn, sársaukan og þjáning- una. Þeir þekkja hin víðtæku áhrif afbrotanna. Lögreglan víða um heim hefur undanfarin ár verið að endur- skoða upprunaleg takmörk sín og markmið minnug þess að frumhug- mynd árangursríkrar löggæslu er áherslan á fyrirbyggjandi aðgerðir. Nágrannvarsla Víða erlendis er komin mikil reynsla á svonefnda nágrannavörslu. Helstu kostir hennar er að í því verk- efni vinnur lögreglan og svæðis- bundnir hópar samfélagsins saman að því að draga úr líkum á afbrotum og gæta nánasta umhverfis síns. Slík samvinna leiðir til þess að það dreg- .ur úr ótta fólks, afbrotum fækkar, hinn samfélagslegi andi batnar og og jákvæð þróun verður á samstarfi lögreglu og fólksins. Lögreglan hér á landi getur að- stoðað við að koma á fót nágranna- vörslu með tilstuðlan hlutaðeigandi aðila á afmörkuðum svæðum. Ná- grannavarslan fellur þó og stendur með þátttöku fólksins á viðkomandi svæðum. Viðfangsefnið er jafnan vinsælt úrræði á meðal almennings. Fólki finnst góð sú hugmynd að mega taka þátt í baráttunni gegn afbrotum. Fólk vill að lögreglan noti afl sitt, áhuga og orku fyrst og fremst til þess að hafa áhrif á samfé- lagið til hins betra. Þátttaka almennings áhrifarík Það hefur lengi verið viðurkennt í Bretlandi, í Bandaríkjunum og víða á Norðurlöndum að áhrifaríkar af- brotavamir verði að fela í sér þátt- töku alls samfélagsins. Forvarnir með þátttöku samfélagsins mega ekki einungis verða viðfangsefni lít- illa deilda lögreglunnar eða fárra lögreglumanna. Forvarnir eiga að vera yfirgripsmiklar og fela í sér samhæfð vinnubrögð á landsvísu. Sumt að því sem gert hefur verið erlendis gæti nýst ágætlega hér á landi, en að öðru þurfa lögreglumenn hér á landi að keppa, enda á stundum ólíkt um umhverfí að ræða. Yfírvöld víðast hvar hafa komist að því að fenginni reynslu, í fyrsta lagi, að einangruð nálgun afbrota er óvirk aðferð. I öðru lagi að lögregl- an hefur mikilvægu hlutverki að gegna í árangúrsríku samstárfsverk- efnum. Hún hefur þekkinguna, reynsluna og langtíma áhuga á áhrifaríku forvarnastarfí. I þriðja lagi að forvamir mega ekki byggjast eingöngu á möguleikum og áhuga fárra lögreglumanna heldur heild- inni. Samspil lögreglunnar og samfé- lagsins þarf sífellt að vera að end- umýja sig með markvissum hætti. Lögreglan í Reykjavík hefur gert tilraun með grenndarlöggæslu í Breiðholtshverfunum frá árinu 1989 og síðar í Grafarvogshverfum með mjög jákvæðuni árangri. Niðurstaða þeirra tilrauna sýnir að full ástæða er til að halda áfram á þeirri braut. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Gagnasafn Morgnnbladsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.