Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 \~várTnTeg~\ VIÐGERÐ! AÐSENDAR GREINAR Hið rétta um al- menning'sþj álfun IÞessa viðgerð framkvæmir 1 Þú best með PLASTIC PADDINGI CHEMICAL METAL! Grimmsterkt á 10 mínútum. ar |FYWRA[MIR^ÞETT[RJ Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár ^ • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu " byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 -fax 677022 Tilbúinn stíllu eyðir EFTIR lestur grein- Margrétar Þor- valdsdóttur í Morgun- blaðinu 7. júní um „Nýjar áherslur í lík- amsrækt" (viðtal við Sóleyju Jóhannsdótt- ur) sér undirrituð sér ekki annað fært en að leiða lesendur Morgunblaðsins í sannleikann um al- menningsþjálfun. Vinsældir líkams- þjálfunar hafa marg- faldast á sl. 15 árum. Fyrir um áratug fóru vinsældir að aukast þegar byijað var að stunda leik- fimiæfingar við tónlist í auknum mæli. Um svipað leyti eða árið 1982 voru stofnuð samtök í Banda- ríkjunum; IDEA (International Dance and Exercise Association) Þessi samtök unnu að því að þróa almenningsþjálfun þannig að sem flestir gætu tekið þátt, þ.e. stunda rannsóknir til að auka öryggi í æfingavali og miðla fræðslu til leið- beinenda. Rannsóknir leiddu í ljós að mikið af þeim æfingum sem notaðar höfðu verið í almennings- þjálfun, voru gripnar úr hinum og þessum íþróttagreinum, og hent- uðu e.t.v. þjálfuðu keppnisfólki, en gátu verið skaðlegar, og valdið mejðslum á beinagrindarvöðvum hjá óvönu fólki. Á ráðstefnum sem IDEA hefur haldið tvisvar á ári frá 1983, hafa nýjar upplýsingar skil- að sér jafnt og þétt til leiðbein- enda. Mesta byltingin er án efa „Low impact aerobic" eða „mjúkt eróbikk" sem byrjað var að stunda árið 1987, og er nú ráðandi form þolþjálfunar í líkamsræktarstöðv- um um allan heim ásamt tröppu- þjálfun. „Mjúkt eróbikk“ er þol- þjálfun þar sem stöðug hreyfing á sér stað í a.m.k. 15-20 mín í takt- föstum hreyfingum án þess að iyfta báðum fótum frá gólfi sam- Ágústa Johnson 40% afsláttur af öllum uppfærslum. A Með því að nýta möguleikann á uppfærslu á Novell NetWare fyrir 31. júli 1994, velur þú að njóta þess besta sem kerfið býður upp á hverju sinni. Og þú færð þar að auki 40% afslátt af listaverði - í boði Novell og Tæknivals hf. ffl Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 tímis (þ.e.a.s. ekkert hopp). Frá árunum 1987-1988 hafa áherslur líkamsþjálf- unar beinst í þá átt að auka öryggi og fjölbreytni til að sem flestir geti fundið leið til að þjálfa líkamann. Það sama hentar ekki öllum, bæði hvað varðar aldur, líkams- getu og smekk. í dag eru í boði ótal mögu- leikar til að komast í fínt form. En hver eru markmið okkar í þjálf- un? Ef við viljum þjálfa hjarta- og æðakerfi líkam- ans og brenna fitu, þurfum við að stunda þolþjálfun, t.d. eróbikk á líkamsræktarstöðvum, mjúkt eða hart, eða aðrar tegundir „eró- bikks“; kraftgöngur, skokk, hjól- reiðar, skíðagöngu o.fl. Allt er þetta svo kallað „eróbikk“ þ.e. loft- háð þjálfun þar sem líkaminn notar súrefni til brennslu. Svo er styrk- þjálfun, þar sem markmiðið er að þjálfa beinagrindarvöðva líkam- ans. Þá þarf að stunda æfingar sem styrkja ákveðna vöðvahópa, með eða án þynginga. Teygjuæfingar eru nauðsynlegar fyrir og eftir æfingar til að koma í veg fyrir meiðsli og viðhalda eðlilegum lið- leika líkamans. Teygjur eru gerðar í slökun og eru því alls ekki styrkj- andi, þolaukandi eða brenna fitu. Það er skrítið nú árið 1994 að rekast á þessa grein um „nýjung- ar“ í þjálfun. Það er greinilegt að Sóley hefur fyrst nú drifið sig á almennilegt námskeið í líkams- þjálfun, þó að slík hafl verið í boði síðan 1983, (t.d. hefur undirrituð sótt slík námskeið árlega síðan 1986) og er að uppgvöta núna fyrst þær „nýjungar" sem komu fram fyrir u.þ.b. 7-10 árum síðan og eru auðvitað stöðugt viðhafðar á góðum námskeiðum. Sóleyju þótti athyglisverðast „hve mikil áhersla var lögð á að fólk hugsi um hvað það er að gera þegar það er í æfingum". Undirrituð veit nú ekki til hlítar hvað er að gerast á öðrum líkamsræktarstöðvum en ef leiðbeinendur þar vita ekki svona undirstöðuatriði þá er árangurinn varla mikill þar á bæ. Það er nú undirstaðan að því að ná árangri í styrktarþjálfun , nefnilega að ein- beita sér að því að spenna vöðvana en ekki að dingia útlimum út og suður áreynslulaust! Sóley talar um að henni hafi fundist gaman að sjá hversu aukið vægi hægari þol- eða leikfimiæfingar hafi fengið. Nánari útskýring fylgdi svo; að eróbikk væri þrekþjálfun með hraða og hægari þrekþjálfun á gólfi án hopps væri leikfimi eins og hún býður upp á í sínu Stúdíói. Það virðist sem Sóley þekki ekki muninn á þjálfun með eða án súr- efnis. Þ.e. eins og greinir hér að framan, þá er eróbikk (aerobic) Gæði líkamsþjálfunar á * * Islandi, segir Agústa Johnson, eru mikil í samanburði við Evrópu og Bandaríkin. þolþjálfun og skiptir höfuðmáli að þjálfað sé á þeim hraða að púlsinn hækki upp að þjálfunarpúlsmörk- um (þjálfunarpúls er einstaklings- bundinn og auðvelt að reikna hann út). Ef hjartsláttartíðni hækkar ekki nóg er ekki um þolþjálfun að ræða. Það lítur því út fyrir að sú hæga þrekþjálfun á gólfi án hopps sem Sóley talar um að hún bjóði upp á sé í raun mjúkt eróbikk fyr- ir byijendur. Það hefur verið í boði víða á stöðvunum síðan 1988. Það kemur einnig fram í greininni að „dregið hafi úr áhuga á eróbikki. Ástæðurnar gætu m.a. verið að fólk sem hefur stundað það hafi ekki alltaf séð þann árangur sem það vildi sjá á líkama sínum og vöðvar hafi fremur stækkað en minnkað, kálfarnir hafi gildnað og lærin breikkað.“ Það hefur jú dreg- ið úr áhuga fólks á hörðu eróbikk, fyrir mörgum árum síðan, en áhugi á mjúku eróbikk hefur aldrei verið meiri. Það er eitt af grunnatriðum þjálfur.ar að þegar vöðvar eru þjálfaðir, styrkjast þeir og auka ummál sitt ef þjálfaðir stíft og þá stækka sérstaklega vöðvar þegar þeir eru þjálfaðir með þyngingum. Það myndast engin „vöðvafjöll“ á því að stunda mjúkt eróbikk og gera nokkrar endurtekningar af styrktaræfingum 3-5 sinnum í viku. Afraksturinn af slíkri þjálfun er væntanlega vel þjálfaður líkami með gott þol, lágt fituhlutfall og fallega mótaða vöðva. Undirrituð er sammála Sóleyju um það að konur sem komnar eru yfir fertugt og búnar að eiga nokkur börn hafi ekkert gott • af miklu hoppi, en Sóley; veistu ekki að það er ekkert hopp í mjúku eróbikki? Hoppið hentar sumum, og þá verða þeir að geta valið. Þeir sem ekki vilja hopp, og það er meirihlutinn af iðkendum, velja mjúkt eróbikk eða hreinlega einhveija aðra tegund þjálfunar sem ekki felur í sér hopp, t.d. styrktarþjálfun. Nóg er um að velja í líkamsræktarstöðvunum; líkamsrækt, magi, rass og læri (styrktaræfingar), tröppuþjálfun, mjúkt eróbikk, tröppur og tæki og fleira. Þetta allt hefur verið í boði a.m.k. sl. þijú ár! Það köllum við íslendingar ekki nýjung! En hvað í ósköpunum meinar Sóley með því að segja að það geti hentað konum yfir fertugu að fara í kraftgöngur, en þær þurfi þá að vera í fötum sem halda þétt að líkamanum?? Er þetta einhver nýr leyndardómur frá námskeið- Veist þú hverjar eru helstu tegundir verðbréfa og hverjar þeirra henta þér? SVARIÐ STENDUR í„ VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA Hvernig er best að úvaxta penmget?" I bókabúðum um land allt! inu? Er nú ekki nógu gott að fara í kraftgöngu í gamla góða ,jogg- ing“gallanum. Áhrif kraftgöngu og mjúks eróbikks eru í raun þau sömu og því auðvitað kjörið fyrir hvern þann sem sækist eftir þol- þjálfun og fitubrennslu að stunda slíkar göngur. Nú næst segir Sóley að mjög áhugaverð áherslubreyt- ing hafi orðið á æfingum fyrir magann. Undirrituð kannast ekki við að mikið hafi tíðkast að gera æfingar fyrir magann, fyrir kvið- vöðva já, en magann, nei. Maginn er víst líffæri sem lítið er þjálfað með sérstökum æfingum. En Sóley virðist fyrst núna vera að uppgötva nauðsyn þess að þjálfa kviðvöðv- ana og þá að sjálfsögðu ekki síður neðri hluta þeirra eins og efri hluta eða eins og talað er um í grein- inni; efri og neðri maga!! Og varð- andi þá tækni að styrkja kviðvöðva án þess að setja álag á bakið, þá hefur undirrituð og hennar starfs- fólk kennt þá tækni síðustu 6 árin. Allar þær „nýjungar" sem rætt hefur verið um að ofan höfum við einnig kennt á hinum Ijölmörgu leiðbeinendanámskeiðum sem við höfum haldið í gegnum árin svo þekkingin hefur dreifst víða um land þó að því miður hafi hún ekki náð til Dansstúdíós Sóleyjar. Gæði líkamsþjálfunar á Islandi eru mikil í samanburði við Evrópu og Bandaríkin og það er ekki hægt að láta svona skrif eins og í um- ræddri grein gefa landsmönnum til kynna að aðeins hopp og hama- gangur hafi tíðkast í líkams- ræktarstöðvunum síðustu ár og að nú fyrst séu að berast tii landsins nýjungar í þjálfun. Líkamsþjálfun almennings er í mikilli uppsveiflu og stöðugri þróun og við höfum komið langan veg síðan 1983. Vonandi aflar greinarhöfundur sér betri heimilda um efni í sínar grein- ar í framtíðinni. Eða hefur einhver áhuga á að lesa í Morgunblaðinu árið 1994 að fundin hafi verið upp nýjung: Geislaspilarar! Höfundur er annar eigandi Stúdíós Agústu ogHrafns, hefur háskólamenntun í tómstunda- íþróttum ogréttindi frá ACE (IDEA). -----♦ ♦ ♦---- Aðgerð- ir gegn hávaða / RANNSÓKNASTOFNUN bygging- ariðnaðarins og Vinnueftirlit ríkis- ins í samvinnu við Endurmenntun- arstofnun Háskólans boða til fundar um áætlun til aðgerða gegn hávaða í Tæknigarði HÍ 15. júní kl. 8.30. Prófessor Tor Kihlmann frá Chalmers-tækniskólanum í Gauta- borg heldur fyrirlestur og kynnir úttekt, sem hann hefur unnið fyrir sænsku ríkisstjórnina samkvæmt beiðni þjóðþingsins. Þetta er skýrsla upp á 350 síður ásamt um 500 síðna viðauka. I fréttatilkynningu segir m.a: I skýrslunni er farið yfir mestallt svið hávaðatruflana, hávaðavarna, hljóðeinangrunar o.s.frv. í nútíma- þjóðfélagi. Markmiðið með skýrsl- unni er í fyrsta lagi að benda á þau svið þar sem þessum málum er helst ábótavant. í öðru lagi að skil- greina ný markmið, t.d. með hertum kröfum, sem þó eru ekki strangari en svo að raunhæft sé að uppfylla þær. í þriðja lagi er síðan bent á mögulegar leiðir til að ná þessum markmiðum á ýmsum sviðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.