Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STUTT Dehaene dragi sig í hlé ERLENT Áhugaleysi og dræm kjörsókn einkenndu kosningarnar til Evrópuþingsins - en sigur Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, kemur einna mest á óvart FRANS Andriessen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, ESB, sagði í gær, að Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, ætti að draga sig í hlé í slagnum um framkvæmda- stjóraembættið og auka þannig möguleika Ruuds Lubbers, for- sætisráðherra Hollands, til að hreppa hnossið. Andriessen, sem er Hollendingur, sagði, að Deha- ene hefði ekki þá reynslu af al- þjóðamálum, sem Lubbers hefði, og hann kvað Hollendinga mundu taka því illa ef Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sameinuðust í stuðningi við Dehaene. Fjöldamorðin í Rúanda halda áfram SKÆRULIÐAR í Rúanda hafa náð á sitt vald bænum Gitarama en til hans hafði ríkisstjórn hútú- manna flúið áður. Eru ráðherr- amir nú á flótta í fjöllunum. Fréttir herma, að vöm hútú- manna sé í því fólgin að meðan stjórnherinn veijist á vígvellin- um fari vopnaðar sveitir um og drepi alla tútsímenn. Þegar slátruninni ljúki hörfí herinn til nýrra vígstöðva þar sem leikur- inn sé endurtekinn. Verkfall hjá NRK UM 2200 starfsmenn Norska ríkisútvarpsins, NRK, hófu á sunnudag verkfall til að knýja á um launahækkanir, svipaðar þeim sem blaðamannafétag Nor- egs náði fram á síðasta ári. Komu þeir að mestu í veg fyrir sjónvarps- og útvarpsútsending- ar. Haldi verkfallið áfram, kem- ur það verst niður á fótboltaunn- endum, þar sem NRK hefur sjón- varpsréttinn frá heimsmeistara- keppninni í fótbolta sem hefst í vikulok. Fækkað í her Rússa HAFT var eftir Pavel Gratsjev, vamarmálaráðherra Rússlands í gær, að skera ætti niður fjár- framlög til hersins og yrði því að fækka í hemum úr 2,2 millj- ónum niður í 1,9 milljónir fyrir árslok. Sagði Gratsjev að niður- skurðurinn kæmi niður jafnt á yfirmönnum, sem óbreyttum hermönnum. BERNHARD prins af Hollandi, sem verður 83 ára síðar í mán- uðinum, hefur ákveðið að ljúka ferli sínum sem flugmaður. Prinsinn treystir sér vel til að fljúga en hefur ákveðið að end- urnýja ekki flugskírteinið vegna þess að hann vill ekki að aðrir hafi áhyggjur af sér. Prinsinn hefur flogið í hálfa öld og hefur stýrt yfir 200 vélum. Brussel, London, Bonn, París. Reuter. Bernhard prins Flugferlinum lokið fóru nú í 32,2%. Frjálsir demó- kratar, samstarfsflokkur kristi- legra demókrata í stjórn, fór nú niður fyrir 5% markið, sem þarf til að fá mann kjörinn, og fékk 4,1% í stað 5,6% fyrir fjórum árum. Græningjaflokkurinn jók fylgi sitt og fékk 10,1%. HÆGRIFLOKKAR í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni unnu verulega á í Evrópuþingskosningunum á sunnudag en í kosningunum í Bretlandi á fimmtudag beið íhaldsflokkurinn mikinn ósigur en þó minni en spáð hafði verið. Kom sigur Helmuts Kohls, kansl- ara Þýskalands, og kristilegra demókrata hvað mest á óvart en einnig mikill stuðningur við Áfram Ítalía, flokk Silvios Ber- lusconis, forsætisráðherra Ítalíu, en hann fékk 30,6%, næstum 10 prósentustigum meira en í þing- kosningunum. í Frakklandi töp- uðu gömlu stjórnmálaflokkarnir fylgi og sósíalistar sýnu mest en víða var niðurstaðan sú, að stjórnarandstöðuflokkar og óháð- ir flokkar eða ný framboð unnu á. Kjörsókn var hins vegar lítil víðast hvar og í Bretlandi, Hol- landi og í Portúgal sátu tveir af hveijum þremur heima. Mesti sigurvegari Evrópuþings- kosninganna var Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, en fiokkur hans, Kristilegi demókrataflokk- urinn, og systurflokkurinn í Bæj- aralandi, Kristilega sósíalsamband- ið, fengu nú 38,8% atkvæða en fengu 37,8% í kosningunum 1989. Jafnaðarmenn fengu þá 37,3% en Reuter Fagnað í Austurríki UNGIR Austurríkismenn bera leiðtoga Þjóðarflokksins, Ehard Busek, á höndum sér, vissir um hagstæð úrslit í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Sú varð líka raunin, og fylgj- endur aðildar höfðu ástæðu til að halda fagnaðarlátum sínum áfram. Mikill meirihluti greiddi atkvæði með aðild, eða 66,4%, en 33,6% voru andvíg aðild. Reuter HELMUT Kohl bíður eftir því að röðin komi að honum að greiða atkvæði í Evrópuþingskosningun- um. Hann er þarna á kjörstað í heimabæ sínum, Oggersheim. Sigur Kohls hefur að sjálfsögðu stóraukið líkurnar á að flokkurinn hans sigri í þingkosningunum í haust en miðað við frammistöðu fijálsra demókrata nú er talið lík- legt, að hann verði að finna sér annan samstarfsflokk að þeim loknum. Staða Majors ekki í hættu þrátt fyrir ósigur Breski íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur í kosningunum en þó minni en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Fékk hann 27% atkvæða og tapaði næstum helm- ingi 32 þingmanna sinna á Evrópu- þinginu en um tima var óttast, að hann tapaði þeim næstum öllum. Margir töldu, að ófarir i þessum kosningum ofan á allt annað gætu neytt John Major forsætisráðherra til að segja af sér en nú ber flestum saman um, að staða hans sé ekki í hættu, burtséð frá úrslitunum í þessum kosningum og nýlegum aukakosningum. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og fékk 45% atkvæða. Var hann með 45 þingmenn á Evrópuþinginu en fær nú meira en 60. Voru talsmenn hans að vonum ánægðir enda fengi flokkurinn öruggan meirihluta á breska þinginu með þetta atkvæða- hlutfall í þingkosningum. Berlusconi sigrihrósandi Berlusconi, forsætisráðherra ít- alíu, styrkti enn stöðu sína meðal kjósend_a og jók flokkur hans, Afram Ítalía, fylgi sitt verulega og fékk 30,6% atkvæða. Næstur kom Lýðræðisflokkur vinstrimanna, gamli kommúnistaflokkurinn, með 19,1%, þá Þjóðarbandalagið, nýfas- istar, 12,5% og Norðursambandið 6,6%. Berlusconi hafði kallað kosn- ingarnar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn sína og að þeim loknum skoraði hann á stjórnarandstöðuna að hætta að reyna að bregða fæti fyrir stjórnina. Ella ætti hún á hættu þingrof og nýjar kosningar. Gömlu flokkamir töpuðu í Frakklandi Edouard Balldur, forsætisráð- herra Frakklands, sagði, að niður- staða kosninganna sýndi, að Frakk- ar hefðu áhyggjur af framtíð Evr- ópusambandsins. Þeir vildu, að hagsmuna lands og þjóðar yrði betur gætt innan sambandsins, ekki síður en hagsmuna þess á al- þjóðavettvangi. Lagði Balladur áherslu á, að framboðslisti stjórn- arflokkanna hefði fengið mest fylgi, 25,5%, rúmlega 10 prósentu- stigum meira en sósíalistar, en minntist ekki á, að niðurstaðan er mikill ósigur miðað við 1989 þegar sömu flokkar fengu 37,4% at- kvæða. Helstu sigurvegarar kosning- anna í Frakklandi voru Maastricht- andstæðingurinn Philippe de Villi- ers, sem fékk 12,38%, og knatt- spyrnufélagseigandinn Bemard Tapie. Fékk hann rúm 12% einnig. Mestan ósigur biðu sósíalistar, sem fengu aðeins 14,5% atkvæða, og þykja nú litlar líkur á, að Michel Rocard, sem leiddi listann, verði næstu forsetaframbjóðandi sósíal- ista. Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar og leiðtogi Sósíalista- flokksins, mátti í fyrsta sinn í 12 lúta í lægra haldi fyrir Þjóðar- flokknum, sem fékk 40,20% at: kvæða en sósíalistar 30,67%. í Portúgal unnu sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, nokkuð á og í Grikklandi fékk stjórnarflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, mest fylgi. Á írlandi vegnaði stjórnarflokknum, Fianna Fail, vel og græningjar virt- ust ætla að fá tvo þingmenn. Danskir ESB-sinnar ánægðir í Danmörku virtist stefna í mik- inn sigur flokka, sem andvígir eru Evrópusambandinu, Hreyfingar- innar gegn ESB og Júníhreyfing- arinnar, og þeir juku fylgi sitt að- eins, fengu um 25% atkvæða en sömu þingmannatölu, fjóra. Sigur- vegararnir voru hins hins vegar flokkar, sem styðja ESB, íhalds- flokkurinn, sem fékk 17,7%, Radik- ale venstre, sem fékk 8,5% og Venstre, sem fékk 18,9%. Jafn- aðarmenn töpuðu verulega, fengu nú 15,8% en 23,3% 1989, og mið- demókratar þurrkuðust næstum út. í Belgíu þar sem það er skylda að kjósa sátu samt um 20% kjós- enda heima og þar töpuðu stjórn- arflokkamir. í Hollandi fengu kristilegir demókratar bestu út- komuna og í Luxemborg náðu græningjar einum af sex þing- mönnum ríkisins. Stj órnarandstaðan o g ný framboð unnu víða á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.