Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ STUTT Dehaene dragi sig í hlé ERLENT Áhugaleysi og dræm kjörsókn einkenndu kosningarnar til Evrópuþingsins - en sigur Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, kemur einna mest á óvart FRANS Andriessen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, ESB, sagði í gær, að Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, ætti að draga sig í hlé í slagnum um framkvæmda- stjóraembættið og auka þannig möguleika Ruuds Lubbers, for- sætisráðherra Hollands, til að hreppa hnossið. Andriessen, sem er Hollendingur, sagði, að Deha- ene hefði ekki þá reynslu af al- þjóðamálum, sem Lubbers hefði, og hann kvað Hollendinga mundu taka því illa ef Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sameinuðust í stuðningi við Dehaene. Fjöldamorðin í Rúanda halda áfram SKÆRULIÐAR í Rúanda hafa náð á sitt vald bænum Gitarama en til hans hafði ríkisstjórn hútú- manna flúið áður. Eru ráðherr- amir nú á flótta í fjöllunum. Fréttir herma, að vöm hútú- manna sé í því fólgin að meðan stjórnherinn veijist á vígvellin- um fari vopnaðar sveitir um og drepi alla tútsímenn. Þegar slátruninni ljúki hörfí herinn til nýrra vígstöðva þar sem leikur- inn sé endurtekinn. Verkfall hjá NRK UM 2200 starfsmenn Norska ríkisútvarpsins, NRK, hófu á sunnudag verkfall til að knýja á um launahækkanir, svipaðar þeim sem blaðamannafétag Nor- egs náði fram á síðasta ári. Komu þeir að mestu í veg fyrir sjónvarps- og útvarpsútsending- ar. Haldi verkfallið áfram, kem- ur það verst niður á fótboltaunn- endum, þar sem NRK hefur sjón- varpsréttinn frá heimsmeistara- keppninni í fótbolta sem hefst í vikulok. Fækkað í her Rússa HAFT var eftir Pavel Gratsjev, vamarmálaráðherra Rússlands í gær, að skera ætti niður fjár- framlög til hersins og yrði því að fækka í hemum úr 2,2 millj- ónum niður í 1,9 milljónir fyrir árslok. Sagði Gratsjev að niður- skurðurinn kæmi niður jafnt á yfirmönnum, sem óbreyttum hermönnum. BERNHARD prins af Hollandi, sem verður 83 ára síðar í mán- uðinum, hefur ákveðið að ljúka ferli sínum sem flugmaður. Prinsinn treystir sér vel til að fljúga en hefur ákveðið að end- urnýja ekki flugskírteinið vegna þess að hann vill ekki að aðrir hafi áhyggjur af sér. Prinsinn hefur flogið í hálfa öld og hefur stýrt yfir 200 vélum. Brussel, London, Bonn, París. Reuter. Bernhard prins Flugferlinum lokið fóru nú í 32,2%. Frjálsir demó- kratar, samstarfsflokkur kristi- legra demókrata í stjórn, fór nú niður fyrir 5% markið, sem þarf til að fá mann kjörinn, og fékk 4,1% í stað 5,6% fyrir fjórum árum. Græningjaflokkurinn jók fylgi sitt og fékk 10,1%. HÆGRIFLOKKAR í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni unnu verulega á í Evrópuþingskosningunum á sunnudag en í kosningunum í Bretlandi á fimmtudag beið íhaldsflokkurinn mikinn ósigur en þó minni en spáð hafði verið. Kom sigur Helmuts Kohls, kansl- ara Þýskalands, og kristilegra demókrata hvað mest á óvart en einnig mikill stuðningur við Áfram Ítalía, flokk Silvios Ber- lusconis, forsætisráðherra Ítalíu, en hann fékk 30,6%, næstum 10 prósentustigum meira en í þing- kosningunum. í Frakklandi töp- uðu gömlu stjórnmálaflokkarnir fylgi og sósíalistar sýnu mest en víða var niðurstaðan sú, að stjórnarandstöðuflokkar og óháð- ir flokkar eða ný framboð unnu á. Kjörsókn var hins vegar lítil víðast hvar og í Bretlandi, Hol- landi og í Portúgal sátu tveir af hveijum þremur heima. Mesti sigurvegari Evrópuþings- kosninganna var Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, en fiokkur hans, Kristilegi demókrataflokk- urinn, og systurflokkurinn í Bæj- aralandi, Kristilega sósíalsamband- ið, fengu nú 38,8% atkvæða en fengu 37,8% í kosningunum 1989. Jafnaðarmenn fengu þá 37,3% en Reuter Fagnað í Austurríki UNGIR Austurríkismenn bera leiðtoga Þjóðarflokksins, Ehard Busek, á höndum sér, vissir um hagstæð úrslit í þjóð- aratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Sú varð líka raunin, og fylgj- endur aðildar höfðu ástæðu til að halda fagnaðarlátum sínum áfram. Mikill meirihluti greiddi atkvæði með aðild, eða 66,4%, en 33,6% voru andvíg aðild. Reuter HELMUT Kohl bíður eftir því að röðin komi að honum að greiða atkvæði í Evrópuþingskosningun- um. Hann er þarna á kjörstað í heimabæ sínum, Oggersheim. Sigur Kohls hefur að sjálfsögðu stóraukið líkurnar á að flokkurinn hans sigri í þingkosningunum í haust en miðað við frammistöðu fijálsra demókrata nú er talið lík- legt, að hann verði að finna sér annan samstarfsflokk að þeim loknum. Staða Majors ekki í hættu þrátt fyrir ósigur Breski íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur í kosningunum en þó minni en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Fékk hann 27% atkvæða og tapaði næstum helm- ingi 32 þingmanna sinna á Evrópu- þinginu en um tima var óttast, að hann tapaði þeim næstum öllum. Margir töldu, að ófarir i þessum kosningum ofan á allt annað gætu neytt John Major forsætisráðherra til að segja af sér en nú ber flestum saman um, að staða hans sé ekki í hættu, burtséð frá úrslitunum í þessum kosningum og nýlegum aukakosningum. Verkamannaflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og fékk 45% atkvæða. Var hann með 45 þingmenn á Evrópuþinginu en fær nú meira en 60. Voru talsmenn hans að vonum ánægðir enda fengi flokkurinn öruggan meirihluta á breska þinginu með þetta atkvæða- hlutfall í þingkosningum. Berlusconi sigrihrósandi Berlusconi, forsætisráðherra ít- alíu, styrkti enn stöðu sína meðal kjósend_a og jók flokkur hans, Afram Ítalía, fylgi sitt verulega og fékk 30,6% atkvæða. Næstur kom Lýðræðisflokkur vinstrimanna, gamli kommúnistaflokkurinn, með 19,1%, þá Þjóðarbandalagið, nýfas- istar, 12,5% og Norðursambandið 6,6%. Berlusconi hafði kallað kosn- ingarnar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn sína og að þeim loknum skoraði hann á stjórnarandstöðuna að hætta að reyna að bregða fæti fyrir stjórnina. Ella ætti hún á hættu þingrof og nýjar kosningar. Gömlu flokkamir töpuðu í Frakklandi Edouard Balldur, forsætisráð- herra Frakklands, sagði, að niður- staða kosninganna sýndi, að Frakk- ar hefðu áhyggjur af framtíð Evr- ópusambandsins. Þeir vildu, að hagsmuna lands og þjóðar yrði betur gætt innan sambandsins, ekki síður en hagsmuna þess á al- þjóðavettvangi. Lagði Balladur áherslu á, að framboðslisti stjórn- arflokkanna hefði fengið mest fylgi, 25,5%, rúmlega 10 prósentu- stigum meira en sósíalistar, en minntist ekki á, að niðurstaðan er mikill ósigur miðað við 1989 þegar sömu flokkar fengu 37,4% at- kvæða. Helstu sigurvegarar kosning- anna í Frakklandi voru Maastricht- andstæðingurinn Philippe de Villi- ers, sem fékk 12,38%, og knatt- spyrnufélagseigandinn Bemard Tapie. Fékk hann rúm 12% einnig. Mestan ósigur biðu sósíalistar, sem fengu aðeins 14,5% atkvæða, og þykja nú litlar líkur á, að Michel Rocard, sem leiddi listann, verði næstu forsetaframbjóðandi sósíal- ista. Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar og leiðtogi Sósíalista- flokksins, mátti í fyrsta sinn í 12 lúta í lægra haldi fyrir Þjóðar- flokknum, sem fékk 40,20% at: kvæða en sósíalistar 30,67%. í Portúgal unnu sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, nokkuð á og í Grikklandi fékk stjórnarflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, mest fylgi. Á írlandi vegnaði stjórnarflokknum, Fianna Fail, vel og græningjar virt- ust ætla að fá tvo þingmenn. Danskir ESB-sinnar ánægðir í Danmörku virtist stefna í mik- inn sigur flokka, sem andvígir eru Evrópusambandinu, Hreyfingar- innar gegn ESB og Júníhreyfing- arinnar, og þeir juku fylgi sitt að- eins, fengu um 25% atkvæða en sömu þingmannatölu, fjóra. Sigur- vegararnir voru hins hins vegar flokkar, sem styðja ESB, íhalds- flokkurinn, sem fékk 17,7%, Radik- ale venstre, sem fékk 8,5% og Venstre, sem fékk 18,9%. Jafn- aðarmenn töpuðu verulega, fengu nú 15,8% en 23,3% 1989, og mið- demókratar þurrkuðust næstum út. í Belgíu þar sem það er skylda að kjósa sátu samt um 20% kjós- enda heima og þar töpuðu stjórn- arflokkamir. í Hollandi fengu kristilegir demókratar bestu út- komuna og í Luxemborg náðu græningjar einum af sex þing- mönnum ríkisins. Stj órnarandstaðan o g ný framboð unnu víða á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.