Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 39
I ______________________________________
mjög erfiður en þau hjón hafa
mætt því andstreymi af þolgæði
kristinnar trúar.
Ég votta Rósu, Sigurði Erni og
öðrum nánum ættingjum innilega
samúð og tek undir með Hallgrími:
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Erlendur Sigmundsson.
Fallinn er frá kær vinur okkar
hjóna, séra Ingólfur Ástmarsson.
Hann andaðist 3. júní sl. í elliheim-
ilinu Ljósheimum á Selfossi, eftir
langvarandi veikindi. Hann var
okkur sannur og tryggur vinur,
sem aldrei brást og mátti ætíð
treysta að öllu leyti. Sorgleg voru
veikindi hans og tilfínnanleg sú
hrörnun og þjáning, sem þeim
fylgdi. Og nú, þegar dauðinn hefir
burtkallað hann, fínnum við til
sárs saknaðar. Við söknun í senn
okkar góða vinar og hins ógleym-
anlega gáfumanns og andans
manns, sem hann var.
Við fráfall séra Ingólfs koma í
hugann minningar frá liðnum
árum. Fyrstu kynni mín af honum
og þeim hjónum voru í Reykjavík
haustið 1942. Hann hafði verið
vígður til Staðar í Steingrímsfirði
í ágúst það ár og fengið veitingu
fyrir embættinu þar. Ég átti þá
heima í Hólmavík og vay í starfs-
leyfi vegna veikinda. Á þessum
tíma var lítið eða ekkert um laust
húsnæði í Hólmavík, en ég gat,
eftir ósk þar um, látið prestshjón-
unum í té húsnæði til bráðabirgða
í embættisbústað mínum á staðn-
um, þótt takmarkað væri, því að
staðgengill minn vegna veikinda-
forfalla minna bjó með fjölskyldu
sinni í húsinu einnig. Prestshjónin
komu til Hólmavíkur 4. nóv. 1942
og bjuggu í umræddu húsnæði til
vors 1943, en þá fluttust þau
ásamt ungum syni sínum að
prestssetrinu Stað í Steingríms-
firði. Við hjón komum aftur til
Hólmavíkur í september 1943, og
tók ég þá aftur við embætti mínu.
Eftir það kynntumst við hjón betur
prestshjónunum, séra Ingólfí og
frú Rósu, og þróuðust þau kynni
upp í vináttu, sem hélzt æ síðan.
Við hittumst oft og áttum saman
góðar stundir, í senn til ánægju-
legra og uppbyggilegra samtala
og svo til gamans, því að þau hjón
bjuggu yfír góðri kímnigáfu, ekki
sízt frú Rósa. Þessi ár kynntumst
við allvel, og var sá félagsskapur
okkur öllum til góðs og styrktar á
ýmsa lund. Eftir að þau prestshjón
fluttust af Ströndum árið 1948,
héldum við hjón þó félagsskap við
þau, eftir því sem ástæður leyfðu,
heimsóttum þau m.a. í Reykjavík
og á Mosfelli og svo á síðari árum
á Selfossi, eftir að séra Ingólfur
hætti prestsskap á Mosfelli 1982.
Meðan séra Ingólfur og frú Rósa
voru í Strandasýslu, sýndu þau af
sér þann dugnað að hafa, auk
annarra starfa, á hendi kennslu í
i skólum í Hóimavík og einnig á
Drangsnesi, en bæði voru þau hjón
kennaralærð og höfðu öðlazt
reynslu á því sviði á öðrum stöðum.
Ég minnist einnig og þótti athygl-
isvert, að þau hjón fóru til Svíþjóð-
ar haustið 1945, og stundaði séra
Ingólfur nám í trúfræði o.fl. þann
vetur 1945-46 í Uppsölum. Það
var vissulega átak, verðugt viður-
kenningar, að ráðast þá í slíkt fyr-
ir lítt fjáðan embættismann. Fleiri
náms- og kynningarferðir fór séra
I
Pu« búð
v«puh,
QQQqQ
□OQQqQQ
BARNAVÖRUVERSLUN
I Rauðarárstíg 16, Rvk. s: 91-610120 ‘
MINNINGAR
Ingólfur síðar til þess að afla sér
meiri menntunar á sviði guðfræð-
innar. Hann hafði reyndar áður
einnig sýnt þann dug og góða
hæfíleika, eftir að hann hafði lokið
námi í Kennaraskóla íslands og
stundað kennslu nokkur ár, að
ljúka stúdentsprófí árið 1940 utan-
skóla á stuttum tíma, og síðan að
ljúka kandidatsprófí árið 1942 frá
guðfræðideild Háskóla íslands eft-
ir aðeins tveggja ára skólavist og
það með góðum vitnisburði. Ég
heyrði á þessum árum ábyrga og
málsmetandi menn tala um þessi
námsafrek séra Ingólfs með að-
dáun, sem verðugt var. Rétt þykir
einnig að geta þess hér sérstak-
lega, að séra Ingólfur gegndi
kennarastörfum í guðfræðideild
Háskólans vormisserið 1957, og
ber sá trúnaður, sem honum var
þar með sýndur, vott um það álit
um góða hæfni, sem hann var
gæddur.
Embættisstörf sín og prestsverk
rækti hann af samvizkusemi og
alvöru og með djúpri lotningu fyr-
ir köllun sinni, enda voru ræður
hans vel samdar og fluttar, og
leyndi sér ekki, að hugur fylgdi
máli og að hér var á ferð maður
sem gerði efni sínu góð skil í því
máli, sem hann flutti.
Séra Ingólfur var dagfarsprúður
og hógvær maður, laus við allt
yfírlæti og sýndarmennsku. Hann
var sanngjarn og góðgjam og vildi
greinilega hafa göfugar kenningar
kristindómsins að leiðarljósi. Þetta
fundu meðbræður hans á lífsleið-
inni og því naut hann almennrar
virðingar og trausts. Séra Ingólfur
hlaut þá hamingju að eignast frú
Rósu B. Blöndals kennara og rit-
höfund að lífsförunaut, þessa gáf-
uðu og ágætu konu, sem var hon-
um vissulega samboðin, enda var
hjónaband þeirra farsælt og gott.
Má og geta þess, að hún hefír lagt
sig fram um að sinna honum af
fremsta megni, eftir að hann veikt-
ist.
Þau hjón eignuðust einn son
bama, að nafni Sigurður Öm.
Hann er myndarmaður og vel gef-
inn. Stúdentsprófí lauk hann á sín-
um tíma frá Menntaskólanum á
Laugarvatni. Hann er nú og hefír
verið nokkur undanfarin ár búsett-
ur í Kanada. Hann á nokkra af-
komendur, sem ég kann ekki full
skil á að svo stöddu.
Ég og við hjónin munum ætíð
minnast séra Ingólfs Ástmarssonar
með þökk og góðum hug. Frú
Rósu, Sigurði Emi og öðram að-
standendum vottum við innilegustu
samúð.
Jóh. Salberg Guðmundsson.
Við Ingólfur og Rósa, kona hans,
kynntumst fyrst þegar ég var á
9. eða 10. ári. Var ég þá í Grænu-
borgarskóla hjá brautryðjendunum
miklu Steingrími Arasyni, ísak
Jónssyni og Hallgrími Jónassyni.
Þau Ingólfur og Rósa voru þá við
kennaranám í Kennaraskólanum.
Þau kenndu okkur æfingakennslu,
og mér eru þau svo minnisstæð í
leik okkar barnanna að engan man
ég nema þau. Ingólfur með sitt
sólskinsbros, andlitið glaðlegt eins
og tungl í fyllingu. Rúmum áratug
síðar bar fundum okkar saman í
Uppsölum þar sem báðir voru við
nám.
Ferill séra Ingólfs er sérstæður.
Tel ég hann í hópi merkustu presta
íslenskra. Eftir kennarapróf heldur
hann til Askov lýðháskólans á nám-
skeið fyrir kennara og til Noregs
og Svíþjóðar að kynna sér bama-
kennslu. Veit hver maður hvílíkum
erfíðleikum það var bundið á
kreppuárunum að komast til
Norðurlanda til náms. En áhugi
hans var brennandi. Má af líkum
ráða að hann hefur verið einstakur
kennari.
Strax og stríðinu lauk réðust þau
séra Ingólfur og frú Rósa í það
stórvirki, þrátt fyrir þröngan íjár-
hag, að halda til enn frekara fram-
haldsnáms, að þessu sinni í guð-
fræði. Stundaði séra Ingólfur fram-
haldsnám við guðfræðideild Upp-
salaháskóla veturinn 1945-46 og
voram við þar samtíða ásamt Ár-
manni Snævarr, Guðrúnu fóst-
ursystur hans, séra Guðmundi Guð-
mundssyni, Steinunni Thorlaeius
og Axel Kristjánssyni kennara.
Heimili þeirra stóð öllum íslending-
um opið og marga skemmtilega
stund upplifðum við námsmennirnir
þar, m.a. á jólum 1945 og á gaml-
árskvöld.
Þau Ingólfur og Rósa lifðu ætíð
ánægð á því sem þau höfðu, þótt
lítið væri á veraldarinnar vísu.
Rættist hið fornkveðna að sæll er
sá er sjálfur má sína nauðsyn bæta.
Eiginlega fínnst mér þau hafi öðr-
um fremur uppfyllt boð fjallræð-
unnar: Verið ekki áhyggjufullir um
líf yðar ... lítið til fugla himinsins,
hvorki sá þeir né uppskera né safna
í hlöður. Séra Ingólfur var ákaflega
vel greindur maður og hafði ríkt
skopskyn, og kænn var hann á
veröldina. Hann uppfyllti boð guð-
spjallsins: Verið kænir sem högg-
ormar og falslausir sem dúfur. Þau
komust því furðanlega vel af. Samt
ollu því ýmis áföll á lífsleiðinni að
efnahagur þeirra varð rýr. En and-
inn var ætíð lifandi. Ævintýri lífs-
ins og trúarinnar var það sem þau
lifðu á. Létu þau ekkert tækifæri
ónotað til þess að auka á nautn
andans. M.a. fór séra Ingólfur til
Italíu, ísraels og Egyptalands sum-
arið 1951 og lýsti þeirri ferð af
andlegu fjöri.
Við hjónin áttum þess kost
nokkram sinnum að gista á Mos-
felli og fara með séra Ingólfí í
messur. Tók ég sérstaklega eftir
því hve látlaus framganga hans var
við sóknarmenn og allt eins eðlilegt
og hugsast gat. Var hann laus við
allan reiging hins prestlega emb-
ættismanns en var auðmjúkur boð-
beri hinna miklu gleðitíðinda fagn-
aðarerindisins meðal fólksins. Ræð-
ur hans vora fyrst og fremst hlýj-
ar, svo að þeim leið vel, sem á
hlýddu, og fundu ylinn, trúnaðar-
traustið. Þjónsembættið var honum
hið heilagasta af öllu.
Síðustu æviár séra Ingólfs vora
honum mótdræg, enda skynjun
hans skert. Dvaldi hann á hjúkr-
unarheimilinu á Selfossi og hlaut
frábæra aðhlynningu. Rósa kona
hans heimsótti hann þar daglega
og var hjá honum er hann dó. Þar
með var lokið fagurri vegferð þeirra
hjóna sem mótaðist af boði postul-
ans um „að varðveita einingu and-
ans í bandi friðarins."
Við hjónin vottum Rósu B. Blön-
dals, eiginkonu hans, og fjölskyldu
þeirra innilega samúð við andlát
hins hugljúfa prests og mannvinar.
Þórir Kr. Þórðarson.
Tekur
völdin!!
...hver ræöur raunverulega borginni?
ARISTON
Verð áður kr. 72.800
Tilboð kr. 59.900
Staðgreitt kr. 55.700
■ Tekur 5 kg af þvotti
■ Stiglaus hitastillir
■ Sparnaðarrofi
■ Tromla og belgur úr.
ryðfríu stáli
■ 16 þvottakerfi fyrir
venjulegan þvott,
viðkvæman þvott og ull.
Blb
i KRINGLUNNI
Heimilisvörutilboö:
Þvottavél AV 1247 TX
KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK — SlMI 689400
140.000 kr. með notuðum bíl eða peningum, gera þér kleift að eignast
glænýjan bfl. Þetta er sú upphæð sem greidd er við undirritun
kaupsamnings á Lada Safír. Það sem upp á vantar bjóðum við þér að
greiða með 14.232 kr. á mánuði í þrjú ár. Þessi fjárhæð samsvarar 468 kr.
á dag. Sumir eyða þessum peningum í eitthvað, á hveijum einasta degi,
sem þeir myndu ekki sakna þótt þeir slepptu því.
Lada Safír er ekki með samlæsingu eða rafdrifnum rúðum,
enda hefur það ekki áhrif á aksturinn og þú borgar heldur ekki fyrir það.
Verð frá 558.000 kr. á götuna!
ÁRMÚLR 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
-kjarni málsins!