Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 25 LISTIR Eitt verka Jóhönnu Sveinsdóttur. Jóhanna sýn- ir í Gallerí- inu Hjá þeim JÓHANNA Sveinsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Gall- eríinu Hjá Þeim á Skólavörðu- stíg 6b, í dag þriðjudag. A sýningunni sem ber yfir- skriftina „Brot af jörðu“ eru ný verk unnin á pappír með ýmsum efnum m.a. ryði, prent- svertu og vatnslit. Jóhanna stundaði nám í grafíkdeild MHÍ 1988-91. Árin 1991-92 dvaldi hún í New York-borg og vann í grafíkstúdíói, The art Stud- ents league of New York. Sýning Jóhönnu stendur til 2. júlí og er opin mán. - föst. kl. 12-18, lau. kl. 10-14 og lokað á sunnudögum. Heidi Kristian- sen sýnir mynd- teppi í Svíþjóð TEXTÍLLISTAKONAN Heidi Kristiansen opnar sýningu á myndteppum sínum í Gallerí 1 á Visingso í Váttern i Sviþjóð, laugardaginn 18. júní nk. Eigandi Gallerís 1, Anne Lönnequist, sem sjálf saumar myndteppi, var hér á ferð í haust og hélt fyrirlestur um list sína og Visingso. Hún bauð Heidi í heimsókn með sýningu. Þema sýningarinnar er ís- lensk náttúra og sýnd verða 16 myndteppi, flest unnin á þessu ári. Heidi hefur tekið þátt í samsýningum og verið með einkasýningar bæði hér heima og í Noregi, en þetta er í fyrsta skipti sem hún sýnir í Svíþjóð. Sýningin er opin fram á Jónsmessuna, föstudaginn 24. júní. Ný geislaplata SKÍFAN hf. hefur gefið út geislaplötuna Vor við sæinn með Gretti Björnssyni. Gretti til aðstoðar við gerð plötunnar var Þórir Baldursson, sem einn- ig annast undirspil. í kynningu segir: „Á Vori við sæinn eru valinkunn harm- onikulög sem öll eiga sér sinn fasta sess í þjóðarsálinni." Á plötunni eru eftirfarandi lög: „Valsasyrpa I (Síldarvalsinn- Landleguvalsinn-Síldarstúlk- an-Ship o hoj), Gamla gatan, Kænupolki, Vor við sæinn, Sveiflusyrpa, (Út við bláa sæinn — Ég hvísla yfir hafið — Út í Hamborg), Litla stúlkan, Valsasyrpa II (Sjómannavals- inn — Eyjan hvíta), Vinnuhjúa- samba, Vökudraumur, Sprett úr spori, Bátsmannavalsinn, Á kvöldvökunni og Austfjarðar- þokan. Vor við sæinn kemur út á geislaplötu og snældu. 3M Scotch Brite Togarinn Leifur Eiríksson siglir upp Thames Kór - hljómsveit - listsýning og útarpsstöð innanborðs ÍSLENSKA menningar- og listkynn- ingarskipið Leifur Eiríksson sigldi í gær upp Thames-fljót, en fyrirtækið Sjófang hefur nýverið keypt skipið til að gera út á ævintýra- og skoðun- arferðir við íslands- og Grænlands- strendur. í Lundúnum mun Leifur Eiríksson þjóna margþættu hlutverki m.a. verða aðsetur útvarpsstöðvar, sýn- ingarsalur fyrir listsýningu Biynhild- ar Þorgeirsdóttur, Hrafnkels Sigurðs- sonar, Húberts Nóa og Haraldar Jónssonar, tónleikasalur og kynning- armiðstöð fyrir margþætta starfsemi. Togarinn var formlega tekinn í notkun í sínu nýja hlutverki á há- degi á fimmtudag eftir að Kór Dal- víkurkirkju flutti þjóðsönginn og verk Jóns Leifs, Rímnadans var fluttur af Caput hópnum í nýrri út- setningu Atla Heimis Sveinssonar. Að því loknu tóku við tónleikar hljómsveitanna Bubbleflies og Bong og opnuð var myndlistasýning. Hafmeyjan Auðna Hödd var í stafni skipsins en skreytti auk þess einn myndlistarsalanna • þar sem sandur og risakuðungar mynduðu einskonar neðansjávarlíkingu. CAPUT hópurinn leikur Rímnadans eftir Jón Leifs, í nýrri útsetn- ingu Atla Heimis, við komu togarans til hafnar í Lundúnum. Frístundafarsíminn Nýjung fyrir þá sem vilja fá sér farsíma til að nota á kvöldin, um nætur og um helgar Ódýrara - öryggisins vegna! Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum, s.s. á kvöldin og um helgar og sem öryggistæki, býðst nú að greiða lægrá stofn- og ársfjórðungsgjald fyrir farsímanotkun. Mínútugjaldið er það sama og um venjulegan farsíma væri að ræða, frá kl. 18.00-08.00 alla virka daga og um helgar. Utan þessa tíma er greitt þrefalt gjald fyrir hverja mínútu. , Farsíminn kemur að góðum notum í frítímanum sem öryggistæki, í sumarbústaðinn, í veiðiferðina, í hjólhýsið og fjallaferðina. Lægra stofngjald kr. 2.490.- Lægra afnotagjald ktJ|Sffií-/ársfjórðungslega farsImakerfi PÓSTS OGSÍMA Þú færð nánari upplýsingar hjá Pósti og síma og hjá öðrum söluaðilum farsíma. PÓSTUR 0G SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.