Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 17
NEYTENDUR
Ný gerð af húsgagnaáklæði frá spænskum framleiðanda
Morgunblaðið/Þorkell
TIL AÐ sanna mál sitt hellti Ingi Þór Jakobsson kaffi niður í
sófa með Vinci-áklæði. Kaffið perlar ofan á og þótt því sé nuddað
í efnið hverfur bletturinn á svipstundu með þvi að strjúka svæð-
ið lauslega með eldhúspappír.
setjast
ekki í teflonáklæði
FYRIR allmörgum árum þóttu
teflonsteikarpönnur bylting á
markaðnum. Teflonið hindraði
að matarleifar settust á pönnuna
og ekki þurfti lengur átök við
að skrúbba óhreinindin burt.
Fyrir 5 árum hóf spænskt fyrir-
tæki framleiðslu á húsgagna-
áklæðinu Vinci, sem hefur að
mörgu leyti sömu eiginleika,
enda teflonblanda í efninu. Hús-
gagnaverslunin Exó byrjaði að
flylja áklæðið inn fyrir tveimur
og hálfu ári, selja í metravís og
nota jafnframt sem áklæði á hús-
gögn sem þar eru framleidd.
Til að kanna gæðin hefur Ingi
Þór Jakobsson innanhússarki-
tekt og einn eigandi verslunar-
innar margprófað að hella niður
kaffi, tekk-, matarolíu, bláberja-
sultu og ýmsu öðru á áklæðið.
Hann segist enn ekki hafa fundið
neitt, sem festist í efninu; óhrein-
indin seljist einfaldlega ofan á
og þótt þeim sé nuddað í sé hægð-
arleikur að strjúka þau burt, án
þess að blettur myndist. Ástæð-
una segir hann þá að í fram-
leiðslu sé teflonið ekki aðeins
borið á ysta Iagið heldur sé það
líka í vefnaðinum.
Slitsterkt og Ijósþolið
Vinci er 64% bómull og 36%
pólíesterblanda. Ingi Þór segir
efnið afar slitsterkt og ljósþolið.
Sem dæmi bendir hann á að snún-
ingsþol áklæða á heimilishús-
gögn séu mæld þannig að hlutur
í vissri þyngd sé látinn snúast í
ákveðinn tíma á efninu. Efnin séu
yfirleitt með þol á bilinu 25-30
þús. snúningar, en Vinci mælist
40 þús. Varðandi ljósþol séu efni
jafnan mæld á skala frá 1-8, oft-
ast séu þau á bilinu 3-5, en Vinci
sé 6-7.
Ingi Þór telur að Vinci eigi
eftir að keppa við leður á mark-
aðnum og hafi raunar ýmsa kosti
fram yfir, t.d. þurfi Vinci ekkert
viðhald, efnið andi og því ætti
enginn að svitna í því, auk þess
sé Vinci ódýrara en leður, lm x
140m kosti 4.800 kr. en sambæri-
leg stærð í leðri frá 6-11 þúsund.
Klassísk tónlist
á geisladiski
fyrir 690 krónur
í JAPIS geta unnend-
ur klassískrar tónlist-
ar keypt geisladisk frá
útgáfufyrirtækinu
Naxos á 690 kr. Að
sögn Ásmundar Jóns-
sonar, deildarstjóra
tónlistardeildar, eru
diskarnir sambærileg-
ir að gæðum og þeir
sem yfirleitt kosta
1.899 kr. Japis fékk
umboð fyrir Naxos
árið 1991 og síðan
hefur eftirspurnin
aukist jafnt og þétt.
Naxos hefur gefið
út u.þ.b. 1.000 titla,
aðallega tónlist frá
klassíska og barokk-
tímabilinu. Sl. tvö ár
hafa líka verið gefin
út verk frá endur-
reisnartímabilinu,
gregorísk trúartónlist og óperur
eftir Mozart, Puccini, Verdi o.fl.
Ásmundur segir að á nokkrum
árum hafi Naxos náð 15% af heims-
markaði í sölu klassískrar tónlistar.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í
Hong Kong, þar sem þýski eigand-
inn, Klaus Heyman, býr ásamt kín-
verskri eiginkonu sinni. Evrópu-
dreifing og framleiðsla fyrir evr-
ópskan markað er í Þýskalandi, en
fyrirtækið hefur líka bækistöðvar í
Bandaríkjunum, Japan og Bret-
landi.
Aðspurður segir
hvers vegna geisla-
diskar Naxos væru
svona ódýrir, sagði
Ásmundur, að
draumur Klaus Hey-
man hafi alla tíð verið
að auka veg
klassískrar tónlistar.
Um það leyti sem
hann stofnaði fyrir-
tækið voru landa-
mæri Austur-Evrópu
að opnast. Heymann
náði hagstæðum
samningum við góða
en lítt þekkta tónlist-
armenn þaðan, enda
hafði hann ekki efni
á að borga heims-
frægum stórstjörnum
fyrir flutninginn.
Margir þessara tón-
listarmanna eru mjög
þekktir núna en Heymann tekst enn
að halda verði geisladiskanna í lág-
marki vegna þess að hann kapp-
kostar að hafa yfirbyggingu fyrir-
tækisins í lágmarki.
Þeir sem kaupa geisladisk frá
Naxos fá bækling á ensku í kaup-
bæti. í honum eru hagnýtar leið-
beiningar um hvernig best sé að
koma sér upp heilstæðu safni
klassískrar tónlistar. Ásmundur
segir að Japis hafi í hyggju að þýða
bæklinginn innan tíðar á íslensku.
Gerðu vin þinn glaðan
2 Big Mac® á verði eins
McDonaid's
VEITINGASTOFA FJOLSKYLDUNNAR - SUÐURLANDSBRAUT 56