Morgunblaðið - 12.11.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.11.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 23 AÐSENPAR GREIIMAR Prófkjör og peningar: Ræður Mammon ferðinni? ÞEGAR prófkjör voru fyrst tekin upp hér á landi fyrir u.þ.b. 20 árum var það álit margra að hér væri komið gott tæki til að minnka áhrif „flokks- eigenda" á framboðs- lista og að sáma skapi auka áhrif almennings á það, hvaða einstakl- ingar setji okkur lög í landinu. Ýmsir ann- markar hafa komið fram á þessu fyrir- komulagi og má þar sérstaklega nefna hversu líkan bakgrunn þeir einstaklingar virðast oft hafa sem veljast saman á lista. Má í því til stuðnings nefna, að sjö af þeim sem röðuðust í ell- efu fyrstu sætin í nýafstöðnu próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík eru lögfræðingar og þarf mikið hugmyndaflug og vilja til að geta túlkað þann lista sem „þverskurð- armynd af íbúum Reykjavíkur". Hver borgar? Mjög alvarlegur galli á prófkjör- unum, sem nú er að koma æ betur í ljós, er kostnaðurinn sem þeim fylgir fyrir viðkomandi frambjóð- endur. Hefur hann aukist í sífellu á milli kosninga og stefnir í algert óefni ef ekkert verður að gert. í prófkjörum sjálfstæðismanna í Reykjavík og á Reykjanesi, sem nú eru nýafstaðin, kom þetta ber- lega í ljós. í harðri samkeppni frambjóðenda var auglýsingaflóðið inn á heimilin gríðarlegt og kostn- aður þeirra mikill - svo mikill að hann skipti mörgúm milljónum hjá sumum frambjóðenda. En hver borgar allt þetta? Jú, þetta er greitt af söfnunarfé og af frambjóðendum sjálfum. En hvað gerist nú ef einhver aðili eða fyrirtæki leggur t.a.m. 2 milljónir í kosningasjóð einhvers frambjóð- anda? Er þá ekki hætta á óeðlileg- um tengslum þar á milli og viðkom- andi „eigi“ jafnan mögulegan framtíðar þingmann? Og hvernig farnast þeim frambjóðendum sem ekki eiga digra sjóði sjálfir og hafa mjög takmarkaðan aðgang að styrktaraðilum? Er ekki staða þeirra strax í upphafi vonlaus þó svo að mannkostir þeirra og mál- efni séu í engu öðrum síðri? viðkomandi eða renni t.d. til flokksfélags hans ef hann býður sig ekki fram næst. Tryggjum jafnræði Með þessu ætti að skapast viðunandi fjárhagslegt jafnræði milli frambjóðenda og tryggja að stjórnmál framtíðarinnar verði ekki eingöngu leik- völlur hinna efnuðu og þeirra sem greiðan aðgang hafa að fjölda styrktaraðila. Með þessu mundum við jafnframt tryggja það, að enginn utanaðkomandi aðili geti keypt sér óeðlileg ítök í þingmönnum okkar. Einnig er á þennan máta séð til þess að öll framlög nýtist til þess sem þau eiga fara, þ.e. til framboðsmála en ekki í eitthvað annað. Til að prófkjörin endi ekki sem skrumskæling á lýðræðinu, segir * Kristmundur As- mundsson, verður að setja fastmótaðar reglur um framkvæmd og fjármögnun. Brjóti prófkjörsþátttakendur reglurnar verði þeir settir út af viðkomandi framboðslista. Skora ég á forystu allra stjórn- málasamtaka sem að framboðs- málum standa hér á landi að koma sér saman um þetta mál hið allra fyrsta og setja um það fastmótað- ar reglur. Annars er hætt við því að leik- reglur lýðræðisins, eins og við höf- um þekkt þær á tímum lýðveldis- ins, verið hjóm eitt, þar sem allir eru til leiksins kallaðir i orði en einungis þeir efnuðu og „vel tengdu" á borði. Höfundur er heimilislæknir í Grindavík. Kristmundur Ásmundsson Setjum okkur leikreglur Þrátt fyrir þessa annmarka er það skoðun min að í grundvallar- atriðum henti prófkjörsfyrirkomu- lagið almennt vel. Á þenn hátt kemur vilji almennings um uppröð- un framboðslista best fram. En til að prófkjörin endi ekki sem skrumskæling á lýðræðinu, eins og þau virðast vera á góðri leið með að gera, verður að setja fram fastmótaðar almennar reglur um framkvæmd þeirra og fjár- mögnun. Þessar reglur þurfa m.a. að taka mið af eftirfarandi: • Hámark verði sett á þá fjárhæð sem hver frambjóðandi má nota til að kynna sig. • Hámark verði sett á þær upp- hæðir sem styrktaraðilar fá að leggja í kosningasjóð hvers frambjóðanda. Ekki má nota milliliði til framlaga (leggja fram fé í nafni annarra). • Frambjóðendur haldi einfalt bókhald um framlög og útgjöld og geri það opinbert að loknu prófkjöri. • Ef ekki nýtast öll fjárframlög til frambjóðanda verði afgangur ávaxtaður til seinna prófkjörs í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNi, já * r'"rRUPFLUQVELLI Ljúft er að láta sig dreyma um nýjan bíl. LOTTÓ 5/38 gefur þér kost á að láta drauminn rætast! Lan'dsleikurinn okkar! sm wm ms. 1 - m 1 | V/. 1 ■ .... t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.