Morgunblaðið - 12.11.1994, Page 29

Morgunblaðið - 12.11.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 29 Morgunblaðið/Þorkell tilkynnti um hann hefði lagt fram lausnarbeiðni sína. gær sem félagsmálaráðherra )AN lÐI VIÍN mnafundi í gær, sem rir ástæðum lausnar- ’ kjölfar skýrslu Ríkis- k hans ur gagn sem ráðherrar gætu óskað eftir umsögnum um mál. „Ég minni á, að ekki fyrir margt löngu í umræðu um hans stöðu, lagði einstakur ráð- herra til að embætti hans yrði lagt niður. Ég minnist einnig þess að ann- ar ráðherra í kjötmáli taldi niðurstöðu hans algerlega út 5 hött. Það gerði ég ekki. Ég mat hana og vóg og niður- staða mín var þessi,“ sagði .Guðmund- ur Ámi. Hann vísaði þarna til um- mæla Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um embætti ríkis- lögmanns á síðasta ári. Siðferðisdómar Ríkisendurskoðun gagnrýnir einnig uppgjörið við Bjöm, en Guðmundur Árni sagði að það hefði verið mál til þess bærra embættismanna. „Þá legg- ur Ríkisendurskoðun sitt siðferðislega mat á hvort rétt hafí verið að óska eftir starfskröftum þessa einstaklings við sér- verkefni. Um það ætla ég ekki að fjölyrða en spyr samt hvort það sé á verk- sviði Ríkisendurskoðunar að Brotið blað í stjórnmála- sögunni kveða upp slíka dóma. Ég gerði það hins vegar sjálfur á blaðamannafundi fyrir rúmum mánuði og sagði þá að að vandlega athuguðu máli hefði ég ekki átt að gera þetta og hefði því gert mistök. Það get ég endurtekið hér,“ sagði Guðmundur Árni. Ríkisendurskoðun setur spurning- armerki við 345 þúsund króna greiðslu til Hrafnkels Ásgeirssonar fyrir þriggja og hálfrar blaðsíðu langt lög- fræðiálit og dregur einnig í efa þörf á því að fá utanaðkomandi lögmann til að semja umrætt álit. Guðmundur Ámi sagði að stundum væri eðlilegt að kalla á utanaðkomandi aðstoð. Lögmenn ráðuneytisins væm yfirleitt höfundar lagafmmvarpa og reglu- gerða sem ráðuneytið setur og við endurmat á því væri æskilegt að sækja álit út fyrir stofnunina. Ríkisendurskoðun setur einnig spurningarmerki við verksamning við upplýsingafulltrúa heilbrigðisráðu- neytisins. Guðmundur benti á að slík- ir verksamningar færðust í vöxt innan ráðuneyta og á því kynnu að vera þær eðlilegu skýringar að ráðherrar vildu hafa rýmra spil en ella um starfslok. Spilin á borðið Guðmundur Árni sagðist síðan vera ánægður með skýrslu Ríkisendurskoð- unar í öllum meginatriðum. „Ég sagði, þegar ég bað um þessa skýrslu, að Ríkisendurskoðun yrði aldrei hinn endanlegi dómari í þeim álitaefnum sem hér eru upp komin. Megintilgang- urinn var sá að ég hafði lagt spilin á borðið og vildi gera það með fullkom- lega skýlausum hætti. Það hefur eng- inn ráðherra, hvorki fyrr né síðar, gert svipað þessu. Og ég vil nota tækifærið og hvetja eindregið kollega mína, fyrr og síðar, til þess að við- hafa svipuð vinnubrögð og ég hef gert og opinbera stjórnsýslu sína. Ekki síst vil ég beina þeim ábending- um til þeirra einstaklinga, sem sér- staklega hafa staðið upp og gagnrýnt mig og mín störf. Þar nefni ég sérstak- lega formann Alþýðubandalagsins sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 1988 til 1991,“ sagði Guðmundur Árni. Hann sagði að Ríkisendurskoðun hefði gert úttektir á gerðum ýmissa annarra ráðherra og nefndi nokkur tilvik þar sem komið hefði fram hörð gagnrýni frá stofnuninni á embættis- verk þeirra. „Ég minnist þess ekki að nokkur hafi beðið um afsögn ráðherra af þessum sökum eða að þeim hafi dottið í hug eitt andartak að taka þessa einkunn Ríkisendur- skoðunar með þeim hætti að þeim bæri að fara frá. Þetta er athyglisvert í ljósi þeirrar einkunnar sem Rík- isendurskoðun gefur' mér og mínum störfum þegar umræðan hefur þvert á móti farið í þann farveg af hálfu fjölmiðlamanna og ákveðinna stjómarandstæðinga, en ekkert væri annað í spilum félags- málaráðherra en segja af sér,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson. Fjárhagsendurskoðun á heilbrigðisráðuneytinu Veittir styrldr í ráðu- neyti eftir synjun Tryggingastofminar Ríkisendurskoðun gagmýnir ýmis atríði í rekstri og fjármálum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins í skýrslu sem kynnt viðeigandi leiðréttingarfærslur í bók- haldi og viðkomandi aðilar endurkr- afðir eftir atvikum eða kallað eftir þeim gögnum sem vantar. Mest auglýst í Alþýðublaðinu var í gær. Fram kemur að einstaklingar sem Tryggingastofnun hefur ekki talið ástæðu til að aðstoða fá styrki af ráðstöfunarfé ráðherra og ráðuneytið auglýsir mest í Alþýðublaðinu þó verð auglýsinga sé hæst þar og útbreiðsla lítil. Helgi Bjamason skoðaði skýrsluna. IBEIÐNI fyrrverandi og núver- andi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Guðmundar Árna Stefánssonar og Sig- hvats Björgvinssonar, 4. október síð- astliðinn var farið fram á það að Ríkisendurskoðun kannaði ásakanir á hendur Guðmundi Árna í ljósi skýringa í greinargerð sem hann lagði fram. Sér- staklega var óskað eftir því að komist yrði að niðurstöðu um hvort embættisfærsla hans hafí verið í samræmi við viðurkenndar stjómsýslu- reglur og venjur. Ríkisendurskoðun telur að athuganir .á öðrum þáttum embættisfærslu starfsmanna ríkisins en þeim sem tengjast fésýslu séu utan verkahrings stofnunarinnar. Hún ákvað að framkvæma fjárhagsend- urskoðun á heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna tímabilsins 1. janúar 1993 til loka september 1994. Guðmundur Árni var í ráðu- neytinu eitt ár af þeim tíma en Sighvatur bæði áður og eftir hans tíma. í samræmi við þetta skipt- ist endurskoðunarskýrsla Ríkisendurskoðunar aðallega í tvennt. í fyrri hlutanum eru helstu niðurstöður vegna endurskoðunar hjá aðalskrif- stofu ráðuneytisins. í seinni hlutanum er lagt mat á þau atriði sem Guðmundur Árni fjallaði um í greinargerð sinni í lok september og Ríkisend- urskoðun telur að lúti að meðferð á almannafé. Sá hluti er birtur í heild á bls. 34-35. Stofnunin tekur fram að þær at- hugasemdir, sem fram koma í skýrsl- unni, og lúta að frágangi bókhalds- gagna og því að reglum um fjármál ríkisins sé ekki fylgt, séu í stórum dráttum þær sömu og iðulega hafi verið gerðar við stofnanir ríkisins á undanförnum árum. Fram kemur að ráðuneytið hefur í heildina haldið sig innan íjárheim- ilda á síðasta ári og útlit er fyrir að svo verði einnig í ár. Óæskilegt að ráðherra áriti reikninga' í umfjöllun um skipan bókhalds- mála og áritun reikninga kemur fram að Ríkisendurskoðun telur að al- mennt sé fyrirkomulag á áritun og samþykki reikninga til greiðslu ekki í nægilega föstum skorðum hjá heil- brigðisráðuneytinu. Leggur stofnun- in áherslu á að settar verði skýrar reglur um áritun reikninga hjá ráðu- neytum. Ríkisendurskoðun segir eðlilegt að reikningar vegna hefðbundinna rekstrarútgjalda séu áritaðir af deild- arstjóra í íjármáladeild. Alla reikn- inga, sem ekki teljist til venjubund- inna útgjalda, ætti á hinn bóginn að árita til greiðslu af ráðuneytisstjóra MorgunDlaOio/Porkell GUÐMUNDUR Arni Stefánsson, félagsmála- ráðherra, með skýrslu Ríkisendurskoðunar á fundinum í gær. Kostnaður við ýmsa sérfræðiþjón- ustu og kynningarstarfsemi svo og auglýsingakostnaður hefur verið að aukast á þessu ári. Frá ársbyijun 1993 til loka sept- ember sl. var mest auglýst í Alþýðu- blaðinu sem fékk tæpar 463 þúsund kr. fyrir 19 auglýsingar. Morgun- blaðið fékk 276 þúsund fyrir 14 aug- lýsingar, Tíminn tæp 269 þúsund fyrir 13 auglýsingar, Dagur tæp 228 þúsund fyrir 12 auglýsingar, DV rúm 165 þúsund fyrir 11 auglýsingar og Vikublaðið 19 þúsund fyrir 2 auglýs- ingar. Ríkisendurskoðun reiknar út með- alverð á hverja birta auglýsingu og er það 20 þúsund að meðaltali fyrir allar auglýsingar. Fram kemur að meðalverðið er hæst hjá Alþýðublað- inu, 24.362 kr., sem er tæplega 22% hærra en hjá öðrum dagblöð- um. Ríkisendurskoðun spurði bæði ráðherrana og starfs- menn ráðuneytisins hvort sér- stök tilmæli hefðu verið gefin um birtingu auglýsinga í Al- þýðublaðinu en segir að allir hafi verið sammála um að svo hefði ekki verið. Að mati Ríkisendurskoð- unar er óeðlilegt að ráðuneyt- ið auglýsi hlutfallslega mest í því blaði þar sem það er dýrast, einkum í ljósi þess að það hefur tiltölulega tak- markaða útbreiðsíu. Yfir- stjórn ráðuneytisins er hvött til að móta skýrar reglur um birtingu auglýsinga og eftirlit með kostnaði vegna þeirra. Fram kemur að talsvert er um auglýsingastyrki til blaða ýmissa félagasamtaka svo og flokkspólitískra blaða og að ekki hafi verið ætlast til þess að sumar auglýsinganna yrðu birtar. Ríkisendurskoðun seg- ir að það sé ekki hlutverk aðalskrifstofu ráðuneyta að stunda styrktarstarfsemi af þessu tagi. Fá styrk hjá ráðherra eftir synjun Tryggingastofnunar eða staðgengli hans. Ríkisendur- skoðun segir óæskilegt að ráðherra eða aðstoðarmaður hans áriti reikn- inga til greiðslu. Dregst að ganga frá ferðareikningum Ráðuneytið átti í lok september síðastliðinn kröfur vegna óuppgerðs ferðakostnaðar að fjárhæð liðlega 6,2 milljónir kr. Athugun Ríkisend- urskoðunar á viðskiptamönnum leiddi í ljós að talsvert er um eldri mismuni sem sumir hafa staðið óhreyfðir í nokkur ár. Ríkisendurskoðun segir ljóst að ekki sé fylgst nægilega vel með því að ráðherrar og starfsmenn ráðu- neytisins gangi frá ferðareikningum vegna ferða til útlanda innan tilskil- ins frests, þ.e. innan mánaðar frá því ferð lýkur. Þeim tilmælum er beint til ráðuneytisins að nú þegar verði staða allra viðskiptamanna könnuð og í framhaldi af því gerðar Hluti af styrkjum sem heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið veitir af ráðstöf- unarfé ráðherra fer til einstaklinga vegna læknismeðferðar eða fjár- hagserfiðleika sámfara veikindum. Við athugun Ríkisendurskoðunar kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu leitað til Tryggingastofnunar og fengið synjun þar sem ekki voru taldar forsendur fyrir aðstoð. Ríkisendurskoðun telur óeðlilegt að ráðherra eða ráðuneyti veiti styrki til einstaklinga sem hafa fengið synj- un hjá þeim stjórnsýsluaðila er með lögum hefur verið falið að fara með viðkomandi málaflokk. Ef vilji ráð- herra eða ráðuneytis standi til þess að breyta reglum í því skyni að tryggja tiltekna fyrirgreiðslu, ætti það að beita sér fyrir laga- eða reglu- gerðarbreytingum, þannig að sá að- ili innan stjómsýslunnar sem fer með viðkomandi málaflokk geti afgreitt slík tilvik á formbundinn og málefna- legan hátt. Með þeim hætti ætti að vera tryggara að allir sem eins er ástatt um sitji við sama borð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.