Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 39

Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 39 + Andrés Pálsson fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1930. Hann lést á Landspítalan- um 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Páll J. Einarsson, f. 29. 7. 1902, d. 25. 3. 1986, og Jónína Pálsdótt- ir, f. 28. 5. 1901, d. 6. 2. 1984. Systkini hans eru Margrét, f. 1925, býr í Reykjavík; Andrés, dó tveggja ára að aldri; Samúel, dó eins árs; Hanna, f. 1937, býr í Reykjavík; Samúel, f. 1940, d. 1978; Sús- anna, f. 1944, býr í Reykjavík. Hinn 3. rióvember 1949 kvæntist Andrés Önnu Bern- burg, f. 27. 8. 1929, d. 7. 4. 1987. Börn þeirra eru Pétur Jóhannsson (sonur Önnu og uppeldissonur Andrésar), f. 1946; Jón Páll, f. 1951; Olgeir, f. 1956; Ágústína, f. 1958; og Elías, f. 1964. Andrés kynntist Valdísi Pálsdóttur árið 1988 og hófu þau sambúð sem stóð síð- an. Andrés starfaði sem járniðn- aðarmaður lengst af sinni starf- sævi. Útför hans fer fram frá Hvalsneskirkju i dag. LÍFIÐ líður svo hratt, að þegar staðreyndir eru íhugaðar, er oft erfitt að trúa þeim. Fyrir u.þ.b. sjö árum kynntist móðir mín honum Adda. Þau höfðu þá bæði nýverið misst maka sína, þannig að svipað var ástatt fyrir þeim. Við systkinin vorum svolítið taugaóstyrk að hitta þennan mann sem móðir okkar hafði kynnst, því það gat ekki hver sem er komið í stað föður okkar. Það mun hafa verið að kvöldi til í febrúarmánuði 1988, að Addi kom í sína fyrstu heimsókn til mín og minnar ijöl- skyldu á Álfhólsveginn með henni mömmu. Þessi hávaxni og hóg- væri maður vann strax hug okkar og hjarta. Eftir þessa heimsókn fannst okkur, eins og að við hefðum þekkt Adda alla tíð. Eftir lát föður míns, 1985, var eins og mamma lokaði sig af í sorg sinni, og hefur hún þá átt margar einmanalegar stundir, því á þeim tíma vorum við systkinin flest uppkomin og farin að heiman. En nú virtist sem sá lífsneisti sem dofnaði svo, þegar pabbi dó, hefði sjaldan eða aldrei verið skær- ari. Lífið virtist leika við þau. Þau ferðuðust bæði innanlands og er- lendis, ýmist ein, eða með börnum sínum. Ég held ég megi segja, að þau hafí gefíð hvort öðru það mikla lífsfyllingu, að þeim var sama hvort þau borðuðu saman á veitingastað í Amsterdam eða í eldhúsinu í Kjarrhólmanum, það sem máli skipti var að þau væru saman. Sumarið 1993 var ég ásamt fjöl- skyldu minni í sumarhúsi í Munað- arnesi. Mamma og Addi höfðu ákveðið að koma til okkar í heim- sókn, og gista eina nótt. Við ókum um Borgarfjörðinn og skoðuðum ýmsa merkilega staði, s.s. Daníels- lund, sem Adda fannst sérstaklega fallegur. Um kvöldið, þegar litla dóttir okkar var sofnuð, og kyrrð komin á, var sest niður og málin rædd. Þegar leið á kvöldið sögðu þau okkur frá því að æxli hefði fundist í Adda, en ekki vitað hvort það væri illkynja. Addi var það hress, MINNINGAR að okkur datt ekki annað í hug, en það hlyti að gera góðkynja. Það reyndist þó ekki raunin. Addi gekkst undir uppskurð um haustið og virtust batahorfurnar góðar. Við áttum mjög skemmtilegar stundir með mömmu og Adda norð- ur á Akureyri í sumar. Við vorum þar í orlofshúsi, og fannst þeim tilvalið að koma og heimsækja okk- ur þangað. Þau höfðu þá nýverið keypt sér tjaldvagn, sem óspart var notaður, þegar viðraði til útiveru. En þegar hausta tók var greini- legt að Addi gekk ekki heill til skóg- ar. Sjúkdómurinn hafði tekið sig upp, og nú alvarlegri en fyrr. í hönd fóru tímar þar sem stutt var milli vonar og vonleysis, og aldréi fyrr í þeirra sambúð fundu þau eins vel, hversu náin þau voru orðin. Nú fann Addi, að hann átti góða konu, sem ætlaði sér að styðja hann, hvað sem á dyndi. Síðustu daga lífs síns hafði Addi miklar áhyggjur af afdrifum mömmu, þegar hánn væri látinn, og finnst mér það lýsa vel þeim Adda, sem ég minnist í framtíðinni. Sunnudaginn í síðustu viku hringdi ég heim að spyijast fyrir um Adda. Þá var mamma mjög ánægð með Adda. Þau hefðu eytt deginum í heimsóknir og heilsufar- ið væri með besta móti, miðað við aðstæður. Þremur dögum seinna var Addi látinn. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja Adda, og bið þann sem allt getur að styðja móð- ur mína í sorg hennar nú, því hún er mikil. Og ég sendi mínar og fyrir hönd minnar íjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra sem syrgja þennan góða og heiðarlega mann sem Addi var. Guðmundur Einarsson. Okkur langar til að minnast hans Adda með nokkrum fátæklegum orðum. Það var fyrir um það bil sjö árum að móðir mín Valdís Pálsdóttir kynnti okkur fyrir manni sem hún ANDRÉS PÁLSSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR + Þóra Einarsdóttir fæddist á * Kaldárhöfða í Grímsnes- hreppi 26. mars 1912. Hún lést á Landspítalanum 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 7. nóv- ember. ELSKU amma. Eftir þessa erfíðu mánuði, sem á undan eru gengnir, var ég mjög þakklát þegar mamma hringdi og sagði mér að þú hefðir fengið ósk þína uppfyllta. En sorgin yfír missi þínum greip hjarta mitt, og eftir símtalið skaut mörgum góðum minningum upp í huga mér. Sterkust var samt minningin um ferðalög okkar í Ameríku, þegar ég kom með rútu frá Philadelphiu til NY og svo flugum við saman til Tulsa, Ok., í heimsókn til mömmu og pabba. Þér þótti svo gott að koma í hitann sem var um 15 eða 20 stig á Celcíus í mars, en svo hittumst við aftur í NY í maí og flugum til íslands. Þá var hitinn í Tulsa að verða of mikill fyrir þig, en þú komst aftur. Lífið verður ekki eins án þín og afi er örugglega búinn að bíða eft- ir þér í einhvern tíma og tekur örugglega vel á móti þér. Elsku amma, ég kveð þig nú í hinsta sinn og vona að lífíð verði betra þarna hinum megin. Ég votta öllum aðstandendum samúð mín. Stella Bára Eggertsdóttir. Þóra Einarsdóttir var kölluð frá okkur eftir erfiðan sjúkdóm, sem hún bar með æðruleysi og festu þar til yfir lauk. í Árbæjarblett 44 (síðar Fagrabæ 14) kom ég fyrst í febr- úar 1963, sem var uppi í sveit á þeim tíma. Þar var oft glatt á hjalla, en ávallt var hugsað um mig sem einn af fjölskyldunni frá fyrstu tíð og tengdist ég fljótt inn í þá stóru og góðu fjölskyldu. Það var gott að koma til þeirra lijóna, Þóru og Gunnars. Þangað sóttu margir bæði gleði og félags- skap. Kom umsjón heimilisins í hlut Þóru því Gunnar var stúfari hjá Síldarútvegsnefnd og var oft langtímum að heiman vegna ferða- laga í þágu vinnunnar. Hjá þeim hjónum var alltaf opið hús fullt af lífí og fjöri, spilað, les- ið og púslað. Þóra var vel lesin, hafði sérstakt dálæti á að raða púsluspili og ýmsir tóku þátt í því með henni. Þóru minnist ég með söknuði því hún var mér sem móðir og minnist ég hennar sérstaklega þeg- ar hún dvaldi á heimili okkar úti í Tusla í Oklahoma, í tvo til þijá mánuði á hveiju vori í þijú ár og fylgdist með þegar trén blóms- truðu, vorið og gróandin komu og við nutum blómanna í Ameríku. Ég hef ekki kynnst eins þægi- legri og skilningsríkri manneskju. Ég þakka þér, Þóra Einarsdóttir, fyrir öll ferðalögin sem við fórum saman í Ameríku og hérna heima, og fyrir þann tíma sem við Þóra dóttir þín áttum með þér í Al- mannagjá í haust, sem var síðasta ferðin okkar saman. Börnin okkar sakna ömmu sinnar mjög mikið því hún var besta amma í heimi. Þau þakka henni fyrir yndisleg- an tíma og samverustundirnar, því hvergi var betra að koma en til ömmu. Hún amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er skyggja fer af nótt. Hún syngur við mig sálmalögin fögur, þá sofna ég svo sætt og vært og rótt. (Höf. ók.) Hvíldu í friði elsku mamma, tengdamamma, amma og lang- amma. Guð veri með þér. Eggert Ólafsson og fjölskylda. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minningar- greina séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. hafði kynnst. Hann hafði eins og hún misst maka sinn fyrir aldur fram og nú höfðu þau fundið sér nýja félaga til að deila lífinu með. Það var ekki annað hægt en að falla vel við Adda, hann var hinn mesti rólegheita- og hæglætismað- ur sem sjaldan skipti skapi og ekki vildi hann láta mikið fyrir sér hafa. Oft voru þau mamma og Addi á rúntinum og renndu reglulega við í kaffi enda þótt á marga staði þyrfti að líta því til samans áttu þau allmörg uppkomin börn og barnabörn. Sjaldan fór nokkur úr fjölskyldunni á sjóinn nema þau kæmu á bryggjuna svona rétt til að óska góðrar ferðar. Okkur langar til að þakka fyrir þessi allt of fáu ár sem við fengum að hafa hann í fjölskyldunni og allar góðu minningarnar sem við eigum um hann. Elsku mamma, þér, börnum hans og öðrum sem eiga um sárt að binda, viljum við senda innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir áfram. Logi og fjölskylda. Nú þegar birta sumarsins víkur fyrir vaxandi skuggum skammdeg- isins kveður kær vinur okkar. Fyrir um það bil sjö árum hittum við Andrés fyrst þegar hann kom upp í Kjarrhólma og mamma kynnti hann fyrir okkur. Það þurftu ekki að líða margar mínútur til að sjá að þarna færi bæði heiðarlegur og góður maður. Við sáum strax hvað það birti yfír öllu, og líf mömmu breyttist. Það leið ekki á löngu þar til mamma og Andrés voru orðin óaðskiljanleg. Það var sama hvert þau fóru, þá fóru þau saman. Þar var alltaf hlýtt og gott að koma upp í Kjarrhólma til mömmu og Andrésar og sjá hvað þau voru alltaf ánægð. Það var alveg sama hvað það var, hvort sem okkur vantaði eitthvað eða við þyrftum hjálp, þá var Andrés kominn til að hjálpa. Mamma og Andrés höfðu mikið yndi af að fara út fyrir landstein- ana hvort sem þau fóru í veiðitúr eða að skoða sig um og slappa af í tjaldi eða sumarbústað. En dag einn sáum við að birtan hafði dofn- að, þegar mamma sagði okkur þær sorgarfréttir að Andrés gengi með sjúkdóm. Þá hófst mikil þrauta- ganga í lífi þeirra beggja og mamma studdi Andrés eins og hún gat og gerði það af öllu sínu hjarta alla hans sjúkdómsgöngu. Við systkinin viljum þakka fyrir að hafa kynnst þessum dásamlega manni. Við vottum ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börn og tengdabörn Valdísar: Páll, Jómnundur, Einar, Bára, Kristín og Tómas. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR KRISTINSDÓTTIR frá Núpi, Reynimel 63, Reykjavik, lést að morgni 11. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Viggó Nathanaelsson, Kristin Viggósdóttir, Hörður V. Jóhannsson, Rakel Viggósdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, VÍGLUNDUR JÓNSSON fyrrverandi útgerðarmaður og heiðursborgari Ólafsvíkurkaupstaðar, Lindarholti 7, Ólafsvfk, lést í St. Fransiskuspítalanum í Stykkis- hólmi miðvikudaginn 9. nóvember. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Úlfar Vfglundsson, Guðrún Víglundsdóttir, Ragnheiður Vfglundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýju við and- lát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNARAUÐUNSDÓTTUR frá Stóru-Mörk. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kirkjuhvoli og Sjúkrahúss Suöur- lands, Selfossi, fyrir góða umönnun. Áslaug Ólafsdóttir, Ólafur Auðunsson, Guðrún Ólafsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Ólafur Haukur Ólafsson, Þorri Ólafsson. t Innnilsgar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför v INGIBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Ásvallagötu 51. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3A, Hrafnistu, Laugarási, og starfsfólki ó Blesastöðum, Skeiðum. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafía Kristfn Sigurgarðsdóttir, Erla Andrésdóttir, Óli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.