Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo óliklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! . Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman C,The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinningspott sem dregið verður úr á Bylgjunni i beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. FLUGLEIDIR Tramtur tslenskurferðafélagi STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Framlag íslands til óskarsverðlauna 1994 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og „It could happen to you" filofax. KR. 800,- F. FULLORÐNA Verð kr. 39,90 mínútan. KR. 500,- F. BÖRN Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ÚLFUR NICHOLSON P F F I F F t R WOLF Sýnd kl. 6.45. Kynntust meðan á tökum stóð ► OFT ER það þegar kvik- myndastjörnur í Hollywood kynnast við tökur á nýrri kvik- mynd að ekki verður við neitt ráðið og þau verða ástfangin upp fyrir haus. Til eru fjölda- mörg dæmi um þetta. Það nýj- asta er kannski af Jim Carrey og Lauren Holly sem skildu við fyrrverandi maka sína og tóku saman við tökur á myndinni „Dumb and Dumber“. Og dæmin eru fleiri. Jessica Lange og Sam Shepard kynnt- ust við tökur á „Frances". Þrátt fyrir að þessi margverðlaunaða rómantíska mynd endaði illa, fór allt vel milli Lange og Shepard og þau eiga þrjú börn. Annette Bening og Warren Beatty kynntust við tökur á „Bugsy“. Beatty sem hafði verið rótgróinn piparsveinn kom Hollywood alveg í opna skjöldu þegar hann giftist mótleikara sínum. Þau eignuðust nýverið sitt annað barn. Tim Robbins og Susan Saran- don kynntust við tökur á „Bull Durham". Hann tapaði henni til Kevins Costners í kvikmyndinni en í veruleikanum náði hann ástum hennar. Þau eiga tvö börn og áætla brúðkaup á næstunni. Goldie Hawn réð Kurt Russ- ell til að leika á móti sér í „Swing Shift“ árið 1984, kvikmynd um síðari heimsstyijöldina. Hann hefur ekki vikið frá henni síðan og eiga þau einn son. John Travolta og Kelly Pres- ton hittust við tökur á „The Experts". Kvikmyndin þótti svo léleg að hún rétt náði inn í kvik- myndahús. Hún kom þeim hins vegar upp að altarinu. Tom Hanks og Rita Wilson hittust við tökur á Volunteers. Hann átti tvö börn frá fyrra hjónabandi og fyrir skömmu eignuðust þau barn saman. Kevin Bacon og Kyra Sedgwick hófu sambúð eftir að hafa leikið saman í „Lemon Sky“ í sjónvarpi. Þau giftu sig árið 1988 og eiga tvö börn. Tom Cruise og Nicole Kidman voru í aðalhlutverkum í „Days og Thunder". Hann var þá gift- ur Mimi Rogers. Þau skildu og hann giftist Kidman. Alec Baldwin og Kim Basin- ger ætluðu að gera kvikmynda- tökulið „Marrying Man“ eða Maður giftist brjálað með faðm- lögum og kossaflensi. En Baldw- in tók þó titil myndarinnar al- varlega og giftist Basinger. Tim Robbins og Susan Sarandon. Warren Beatty og Annette Bening. John Travolta og Kelly Preston. Jessica Lange og Sam Shepard. Alec Baldwin og Kim Basinger. Tom Hanks og Rita Wilson. Kevin Bacon og Tyra Sedgwyck. Tom Cruise og Nicole Kidman. Jim Carrey og Lauren Holly.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.