Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 ^ORGUNBLAÐIÐ % FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell AÐSTÆÐUR í Súðavík skoðaðar í gær. Frá vinstri: Guðmundur Þ.B. Ólafsson, stjórnarformaður Viðlagatryggingar íslands, Geir Zoega, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, Garðar Sigurgeirs- son, leiðsögumaður þeirra úr hópi heimamanna, og Freyr Jóhannesson, matsmaður. Fimmtán altjón metin í Súðavík Bótaskylt tj ón allt að 200 milljónum VIÐLAGATRYGGING hefur metið 15 altjón og þar að auki verða skemmdir á 11 til 13 húsum metnar sem hlutatjón á snjóflóðasvæðinu í Súðavík. Meðaltryggingarupphæð altjóns vegna húsnæðis og innbús er talin vera á bilinu 8 til 10 milljónir. Bóta- skylt tjón, ef frá er talinn hreinsun- arstyrkur, er samtals talið á bilinu 150 til 200 milljónir. Geir Zoéga, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar íslands, Guð- mundur Þ.B. Olafsson, stjórnarfor- maður, Freyr Jóhannesson, tækni- fræðingur, og Níels Indriðason, verkfræðingur, tveir síðarnefndu matsmenn á vegum Viðlagatrygg- ingar, skoðuðu flóðasvæðið í gær. Geir Zoéga sagði að um venjulega vettvangsheimsókn hefði verið að ræða. Hópurinn hefði farið nokkuð vel yfír svæðið og metið altjón. Hlutatjón yrðu metin í annarri vett- vangsrannsókn mjög fljótlega. Geir sagði að tímasetning heimsóknar- innar hefði verið ákvörðuð í sam- vinnu við almannavamarnefnd á staðnum og hópurinn hefði fengið góða yfírsýn yfír svæðið. Hann sagði eftirtektarvert hversu björgunar- sveitarmenn hefðu gengið vel frá húsum í bænum. Gefið leyfi til að rífa 15 hús Freyr Jóhannesson sagði að metin hefðu verið 15 altjón og gefíð leyfí til að húsin yrðu rifín nú þegar. Veittar eru 100% tryggingabætur vegna altjóns að frádreginni 42.000 kr. sjálfsábyrgð eða 5% af trygging- arfjárhæð. Meðaltryggingarupphæð vegna altjóns í Súðavík er talin vera á bilinu 8 til 10 milljónir króna. Hlutatjón .eru samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum talin vera 11 til 13 að sögn Freys og verða trygg- ingabætur ákvarðaðar eftir aðra vettvangsrannsókn. Viðlagatrygging nær til hafnar- mannvirkja og veitukerfa, auk hús- eigna og lausafjár. Freyr sagði að skemmdir hefðu orðið á hafnar- mannvirkjum í óveðrinu en þær virt- ust ekkí fara yfir 420.000 kr. sem er sjálfsábyrgð. Ekkert tjón virtist hafa orðið á veitukerfum. Bótaskylt tjón er samtals talið vera á bilinu 150 til 200 milljónir og er styrkur vegna hreinsunar ekki innifalinn í þeirri upphæð. Styrkurinn verður ákveðinn þegar fyrir liggur kostnað- ur við hreinsun. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings um sumarbústaðalönd á Þingvöllum Athugasemdir við lága lóðarleigu I SVÖRUM Ríkisendurskoðunar við spumingum yfirskoðunarmanna ríkisreiknings um Þjóðgarðinn á Þingvöllum kemur fram að gerðir hafa verið samningar við á níunda tug einstaklinga um lóðir undir sumarbústaði á Þingvöllum. „Nauðsynlegt er að koma þeim málum í skýrari farveg en verið hefur. Gera þarf grein fyrir því af hveiju leigan fyrir lóðimar er aðeins um 3% af fasteignamats- verði sem verður að teljast afar lágt hlutfall þar sem staðimir em eftirsóknarverðir," segir í skýrslu yfirskoðunarmanna og Ríkisend- urskoðunar um endurskoðun ríkis- reiknings fyrir árið 1993. Skoðunarmenn segja að setja verði fastar reglur um það hvemig samið verði í framtíðinni við nýja leigjendur í stað þeirra sem segja upp leigusamningum sínum og í stað samninga sem renna út. Vörur ÁTVR á sama verði hjá ríkinu og á almennum markaði í skýrslunni er lögð áhersla á að verð á vörum ÁTVR til ríkisstofn- ana og ríkisfyrirtækja verði það sama og gildi á almennum mark- aði. „Meðan núverandi fyrirkomu- lag er við lýði er varla hægt að gera sér raunverulega grein fyrir risnukostnaði,“ segja yfirskoð- unarmennimir. Yfirskoðunarmenn, þeir Pálmi Jónsson, Svavar Gestsson og Sveinn G. Hálfdánarson, telja einn- ig nauðsynlegt að tekið verði sér- staklega á hvemig farið sé með liðinn ráðstöfunarfé ráðherra. Setja verði reglur um meðferð hans eða afnema þennan fjárlagalið. Þá hvetja þeir til þess að enn frekar verði þrengdar heimildir fjármálaráðherra til útgjalda og lántöku sem veittar era með 6. grein fjárlaga. „Þar er yfirleitt um opnar heimildir til umtalsverðra fjármálaráðstafana og/eða eigna- kaupa að ræða, sem samrýmast ekki nútímalegum vinnubrögðum í ríkisfjármálum. Nægir í þessu sambandi að nefna kaup ríkisins á embættisbústöðum fyrir héraðs- dómara á sama tíma og rætt er um að þrengja reglur varðandi slík fríðindi almennt í ríkiskerfinu,“ segir í skýrslunni. 17 smnumáverk- stæði á 14 RÍKISENDURSKOÐUN gerir nokkrar athugasemdir við greiðslur fyrir akstur, síma, styrki og dagpeningagreiðslur hjá sýslumannsembættinu á Hólmavík í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1993. Meðal athugasemda er hár viðgerðarkostnaður á bifreið sem embættið hefur yfir að ráða. Kostnaður við rekstur þess- arar bifreiðar, Ford Econoline 150, sem er af árgerð 1991, er umtalsverður að mati Ríkisend- mánuðum urskoðunar eða 73-95 þús. kr. á mánuði. „Það vekur sérstaka athygli í þessu sambandi hversu oft bifreiðin hefur bilað, en á 14 mánaða tímabili, ágúst 1991 til október 1992, var 17 sinnum farið með hana á verk- stæði. Fyrir utan óhagræði og beinan viðgerðarkostnað hefur þetta kostað tæplega 6.000 km akstur til og frá verkstæði (af 41.000 km heildarakstri), 1.300 lítra af bensíni og dagpeninga- greiðslur í 21 dag,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. > t j Bilun í Múlastöð Pósts og síma 6.000 númer urðu fyrir truflunum BILUN varð í Múlastöð Pósts og síma skömmu fyrir hádegið í gær og urðu sex þúsund símanúmer sam- bandslaus af þeim sökum í tuttugu mínútur, en þá hafði tekist að gera við bilunina. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Pósts og síma, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að um bilun í vélbúnaði hefði verið að ræða, en ekki í hugbúnaði eins og verið hefði tilfellið nokkrum sinnum á síðasta ári. Bilunin hefði því fundist mjög fljótt. Hún hefði gert vart við sig hálftólf en tuttugu mínútum síðar hefði allt verið komið í samt lag og verið búið að skipta um þann hlut sem bilaði. Tuttugu þúsund stmanúmer eru tengd Múlastöð og urðu sex þúsund þeirra fyrir truflunum vegna bilun- arinnar, að sögn Hrefnu. Aðspurð sagði hún að bilunin hefði ekki náð til símanúmera á tilteknu bili heldur hefði tæpur þriðjungur númera af handahófi sem tengdust stöðinni orð- ið fyrir truflunum. Ekkí vart við sölu- bann á Rússafiski FISKVINN SLU STÖÐ V AR sem keypt hafa físk af rússneskum togur- um kannast ekki við að sett hafí verið sölubann á íslendinga. _ Rússneski sendiherrann á íslandi, Júríj Reshetov, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að hann teldi ekki, að slíkt bann endurspegl- aði afstöðu rússnesku ríkisstjórnar- innar og alls ekki utanríkisráðuneyt- isins. Frelsið f viðskiptum væri orðið það mikið í Rússlandi að erfitt væri að fullyrða hvort framkvæðið að slíku banni væri komið frá einhveij- um alvöruaðilum eða ekki. íhug- unarefni væri hvort slíkt bann bryti gegn reglum alþjóðlegra viðskipta eða GATT. Júríj Reshetov sagði, að komið hefði fram á viðræðufundum utanrík- isráðherra íslands og Rússlands að vilji væri fyrir samningaviðræðum. Ljóst væri að þegar viðræður hæfust þyrftu aðilar að sýna lit og hætta aðgerðum, íslendingar yrðu því að hætta veiðum á meðan á viðræðum stæði. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hef- ur keypt töluvert af Rússafíski og var 250 tonnum landað þar úr rúss- neskum togara í fyrradag. Eitthvað af afia skipsins fór einnig til Djúpa- vogs. Greint var frá því í Morgun- blaðinu í gær að komið hefði fram á fundi íslenskra embættismanna í Múrmansk í síðustu viku að rúss- neskar útgerðir hefðu tekið sig sam- an um að selja ekki íslendingum fisk til vinnslu vegna veiða íslendinga í Smugunni. „Við höfum ekki orðið varir við að sölubann væri á okkur. Það er sama baráttan og alltaf við þá um verð en menn eru alltaf að leita eft- ir sem lægsta verði. Þegar náðst hefur samkomulag hafa þeir komið með fiskinn," segir Jóhann A. Jóns- son framkvæmdastjóri. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. keypti einnig afla af rússneskum togara í desember síðastliðnum og annar togari seldi á Vopnafirði á sama tíma. Jóhann sagði að Rússa7 fiskur hefði verið keyptur til Húsa- víkur og Bolungarvíkur í janúar. „Við höfum fengiðRússafisk eins og við höfum þurft á að halda,“ segir Jóhann. Hann segir að verðið sé fullhátt eins og er og menn hafi ef til vill misst skip úr viðskiptum vegna þess. „Það má passa sig á því að blanda ekki saman háu verði og sölubanni." Hann segir að þegar búið verði að vinna úr þeim afla sem keyptur hafi verið í fýrradag verði hugað að frekari kaupum á Rússafiski. Alltaf eitthvað í boði Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðju Skagfirðings á Sauð- árkróki, segir að verið sé að ganga frá samningi við rússneskan togara um að hann landi á Sauðárkróki. Honum finnst ekki erfiðara nú en áður að fá Rússafisk. „Það eru skip í boði og reyndar virðist alltaf vera eitthvað í boði. Þó virðist vera tregða hjá ákveðnum aðilum en þá selja Rússamir fískinn umboðsaðilum í Evrópu og það má alltaf ná fiskinum þaðan," sagði Einar. Einar sagði að það virtist frekar vera að færast í það horf að Rússam- ir værujið bjóða núna heilu farmana en þaó gæti einnig verið í gegnum milliliði í Evrópu. Hann segir að físk- ur'nn leiti alltaf til þeirra sem eru tilbúnir að kaupa hann. Fiskiðjan Skagfirðingur keypti síð- ast Rússafisk í lok síðasta árs og er verið að ljúka vinnslu á honum þessa dagana. Einar segir að verð ætti að fara frekar lækkandi á næstunni því nú séu Rússar farnir að veiða úr kvóta nýs árs og framboð eykst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.