Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Samkeppnisstofnun kannar verð á filmum, framköllun og stækkun
Verðmunur var allt að 196%
MIKILL verðmunur er á framköllun
og stækkun, eins og fram kemur á
meðfylgjandi töflum, en Samkeppn-
isstofnun hefur nýlega gert verð-
könnun á ljósmyndafilmum, fram-
köllun og stækkun hjá 21 verslun
á höfuðborgarsvæðinu. Það er eink-
um tveir þættir, sem hafa áhrif á
verðið. Annars vegar hvort filma
er innifalin í verði og hinsvegar hve
langan tíma framköllunin tekur.
Verðmunurinn reyndist mestur á
framköllun og stækkun á 36 mynda
filmum, en hægt var að fá slíka
filmu framkallaða hjá Bónus á 589
kr. en hjá Hans Petersen hf. á 1.746
kr. Verðmunurinn nemur 196%.
Rétt er að taka fram að hjá Hans
Petersen er að fá afsláttarkort og
50% afsláttur er af seinna setti ef
tekin eru tvö sett af myndum.
Þrátt fyrir allt kemur í ljós að
framköllun og stækkun 36 mynda
filmu hefur lækkað mikið frá því
Samkeppnisstofnun gerði sambæri-
lega könnun sl. sumar. í júní 1994
var lægsta verð á framköllun og
stækkun 36 mynda fílmu 963 kr.
en í janúar 1995 589 kr. Óvenju
margar athugasemdir eru gerðar
við uppgefið verð að þessu sinni.
Ástæðan er einkum sá fjöldi til-
boða, sem kostur gefst á. í mörgum
tilvikum geta þau skipt neytendur
miklu máli. Það skal tekið fram að
hvorki er lagt mat á þjónustu fyrir-
tækjanna né gæði. Eingöngu er um
beinan verðsamanburð að ræða,
segir í fréttatilkynningu frá Sam-
keppnisstofnun.
Verðkönnun á filmum, framköllun og stækkun Litfilmur Framköllun og stækkun 10x 15 12 m. 24 m. 36 m. Eftirtaka, verð á mynd
Kodak Fujic. Aðrar 24 m. 24 m. 24 m. 13x18 15x21 18x24 20x30
Express, Suðurlandsbraut 2 530.- 300.-” 706.-'2 1162.-'* 1618.-'2 185.- 195.- 495.- 590.-
Filman, Hamraborg 1, Kópavogi Framköllun, Reykjv.vegi 68, Hafnarfirði 522.- 340.- ‘1 522.- 400.-'4 750.- ‘3 1230.-'3 1710.-*3 749.-'5 1234.-'5 1718.-'5 190.- 190.- 495.- 590.- 200.- 240.- 495.- 590.-
Framköllun á stundinni, Ármúla 30 Framköllun f. Bónusv., Depluhólum 5 520.- 300.- ‘1 736.-'5 1192.-'5 1648.-'5 435.- 589.- 589.- 185.- 205.- 495.- 620.- 145.- 340.-
Hans Petersen hf., 10 afgr.st.í R.vík og Kóp. Hraðfilman, Drafnarfelli 12 522.- 525.- 370.-'8 762.-'7 1254.-'7 1746.-'7 723.-'9 1191.-'® 1659.-'9 195.- 215.- 580.- 620.- 185.- 195.-
Kyrr-mynd, Dvergshöfða 27 Miðbæjarmyndir, Lækjargötu 2 390.- 1 520.- 300.- ” 736.- 'e 1196.-'5 1648.-'5 596.-'® 988.-'® 1372.-'® 175.- 190.- 495.- 590.-
Myndhraði, Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi Myndsýn, Depluhólum 5 522.- 380.- 1 728.-'5 1196.-'5 1664.-'5 757.- '6 1249.-'® 1741.-'6 185.- 195.- 495.- 590.- 190.- 490.-
Litsel, Austurstræti 6 Ljósmyndabúðin Myndin, Ingólfsstræti 6 450.- 350.-'4 520.- 395.- 295.-10 750.-'5 1230.-'5 1710.-'6 437.- 718.- 998.- 190.- 250.- 180.-
Ljósmyndavörur, Skipholti 31 Penninn sf., 3 afgr.st., mótt. f. Myndbrot hf. 435.- 522.- 723.-'6 1191 .-'5 1659.-'6 599.-'” 599.-'” 599.-” 170.- 200.- 580.-
Radíóvirkinn, Borgartúni 22 Regnbogaframköllun, Síðumúla 34 522.- 340.- ‘1 522.- 475.- 547.-12 850.-” 1153.-” 728.-'” 1196.-'” 1664.-” 220.- 300.-
Sælgætis og vídeóhöllin, Garðat., Garðabæ Tokyo, Laugavegi 116 522.- 490.-'í4 525.- 595.-'” 870.-'” 1250.-” 716.-'6 1172.-'6 1628.-'5 190.- 490.- 220.-
Tónborg, Hamraborg 7, Kópavogi Úlfarsfell, Hagamel 67 360.-14 522.- 435.- 757.-*” 1249.-'” 1741.-” 630.-'e 1174.-'6 1630.-'5 190.- 490.-
Hæsta verð: Lægsta verð: 530.- 475.- 450.- 395.- 762.- 1254.- 1746.- 435.- 589.- 589.- 220.- 300.- 580.- 620.- 145.- 190.- 495.- 340.-
Hlutfallsl. munur: 18% 20% 75% 113% 196% 52% 58% 17% 82%
'1) Tudor litfilma '2) Filma og aukasett af myndum fylgir meO tramköllun '3) a.'36 mynda filma eða 50% afsl. af fjórðu hverri tilmu, b. 50% afsl.at seinna setti ef tekin eru tvösettat myndum ‘4) Polaroid litfilma ‘5) Filma afsömu
stærð og komið er með fylgir framköllun '6) Filma fylgir með framköllun ‘7) Atsláttarkort og 50% afst. af seinna setti eí tekin eru tvö sett af myndum 'B) 1 Hourlitfilma ‘9) Filma eða stækkun (15x21) fyigirmeð tramköllun ‘10) Scotch
litfilma "11) Aukasett af myndum kostar 399. - *12) Ettir 200 myndir tyigir albúm og 24 mynda filma með framköllun ‘13)27 mynda Kodak filma tylgir með tramköllun ‘14) Konica litfilma '15)36 mynda tilma fylgir með framköllun
Vöruheiti Stærðir Verð
Barna-skíðagallar (á mynd) 140-150 2.990-
Barna-jogginggallar 128-164 990-
Flauelsbuxur herra 29-34 1.990-
Anórakkar (góðir á skíði) S-XXL 2.490-
Hettuúlpur barna 120-170 1.990-
Hettuúlpur dömu 38-42 2.490-
Þú getur enn
gert góð kaup
í útsöíuhominu!
Til dæmis:
Versluri athafnamannsins frá 1916
Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 800-6288.
Ekkert tannfyllingar efni
kemur í stað amalgams
AMALGAMFYLLINGAR hafa verið notaðar við tannlækningar í
meira en hundrað ár og eru bæði öruggar og fjárhagslega hag-
kvæmar, segir meðal annars í samþykkt tannlækna.
Þrátt fyrír að miklar
rannsóknir hafí verið
helgaðar þróun nýrra
tannfyllingarefna, hefur
enn ekkert efni fundist
sem komið getur í stað
tannsilfurs, öðru nafni
amalgams.
TANNLÆKNAFÉLAG íslands
sendi frá sér fréttatilkynningu, sem
byggð er á stefnuyfirlýsingu Al-
þjóðasambands tannlækna um
þetta efni, en með henni vill félag-
ið bæta nokkrum mikilvægum upp-
lýsingum við þær umræður, sem
farið hafa fram í fjölmiðlum um
tannfyllingarefnið amalgam.
„Amalgam er algengasta efnið,
sem notað er til að gera við
skemmdar tennur. Megin kostir
þess eru hve fjölbreytt notkunar-
sviðið er, hve auðvelt það er í notk-
un og einnig hve frábærir eðlis-
fræðilegir kostir þess eru. Efnið
hefur verið notað í tannlækningum
með góðum árangri í meira en
hundrað ár. Amalgam hefur verið
bætt mjög undanfarna tvo áratugi.
Amalgamfyllingar eru öruggar og
fjárhagslega hagkvæmar. Þær eru
þó ekki tannlitaðar."
í tilkynnirtgunni kemur og fram
að sumir efnishlutar tannfyllingar-
efna, þ.á.m. amalgam, geta í ein-
staka tilvikum valdið aukaverkun
næst tönninni eða ofnæmi en mjög
lítið kvikasilfur leysist úr amalgam-
fyllingum. Gerist það einkum þegar
verið er að fylla tönnina eða fjar-
lægja fyllingar.,, Á hinn bóginn er
margt annað sem veldur kvikasilf-
ursáhrifum á líkamann, þar á með-
al fæða, einkum fiskmeti, vatn og
loftmengun. Sama er um hvaða
tannfyllingarefni er að ræða,
áhætta vegna aukaverkana er mjög
lítil og hún er ekki meiri vegna
amalgams en plastfyllingarefna.
Umræða í fjölmiðlum hefur valdið
því að sumt fólk með sjúkdómsein-
kenni af ýmsu tagi biður um að
amalgamfyllingar verði fjarlægðar.
Engin rök finnast þó í vísindaritum
fyrir því að hægt sé að losa fólk
við slík einkenni með því að fjar-
lægja fyllingarnar."
Fram kemur að tannlæknatæki
nú séu fáanleg með útbúnaði sem
safni málmúrgangi, sem myndast
þegar gamlar fyllingar séu fjar-
lægðar og nýjar settar í. Mjög lítið
af kvikasilfri sleppi út í umhverfið
ef slík tæki eru notuð á tannlækna-
stofum. „ Þegar notað er amalgam
í hylkjum, góð loftræsting er á
tannlæknastofum, gott sog og
fyllstu hollustuvemdar gætt við
fyllingagerð, brottnám eða slípun,
minnkar kvikasilfur í umhverfí til
muna.“
í lokin segir að Tannlæknafélag-
ið muni ásamt öðrum félögum
fylgjast vel með öllum framförum
í þróun tannfyllingarefna, enda
skiptir það tannlækna miklu máli.
Heilsuspillandi áhrifa af meðferð
amalgams ætti helst að gæta með-
al tannlækna og aðstoðarfólks
þeirra, ef einhver eru. Rannsóknir
hafa þó sýnt að tannlæknar og
aðstoðarfólk þeirra eru síst með
meira kvikasilfur í líkama sínum
en aðrar stéttir.