Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ í FRETTIR Breytingar á stjórnarskrá ASI mótmæl- ir harðlega MIÐSTJORN Alþýðusambands Is- lands telur að alvarlegir gallar séu á frumvarpi til breytinga á mann- réttindaákvæðum stjómarskrárinn- ar og mótmælir harðlega samþykkt þess í núverandi mynd. Á fundir miðstjómar ASÍ í gær var samþykkt ályktun þar sem segir að ákvæði frumvarpsins sem snerta réttinn til vinnu og allt sem snúi að verndun félagslegra og efnahags- legra réttinda séu algjörlega ófull- nægjandi. „Beint gegn starfsemi stéttarfélaga" Miðstjórnin mótmælir harðlega þeirri gmndvallrbreytingu sem hún segir að lögð sé til í 12. grein fmm- varpsins um réttinn til að standa utan félaga og segír í ályktun sinni að henni sé greinilega beint gegn starfsemi stéttarfélaga í landinu. „Ailt í einu er greinargerðin sett þannig fram að varla er þar minnst orði á starfsemi stéttarfélaga eða forgangsréttarákvæði kjarasamn- inga og skyldugreiðslur til stéttar- félaga," segir í ályktuninni. „Alþýðusambandið átelur harð- lega að framkvæmdar séu svo viða- miklar breytingar sem snerta launa- fólk og samtök þeirra vemlega, án þess að kynna þær rækilega fyrir alþjóð og án þess að bjóða upp á víðtæka og opinskáa umræðu um málið. Þess í stað er leitast við að fara í kringum þau atriði sem gætu valdið deilum um fmmvarpið í með- förum þess á þingi, sem aðeins gef- ur tilefni til túlkunarvandamála fyrir dómstólum í framtiðinni. Þannig er augljóst að verði frumvarpið sam- þykkt í óbreyttri mynd mun 12. gr. þess valda deilum um stöðu stéttar- félaganna og lögmæti forgangsrétt- arákvæða," segir í ályktun mið- stjómar. Þrekvirki björgun- armanna í Súðavík Á ANNAÐ hundrað björgunar- sveitarmanna og sjálfboðaliðar frá Vestfjörðum og höfuðborg- arsvæðinu unnu að björgun mannslífa í Súðavík eftir að siyóflóð féll á þorpið. Það er samdóma álit allra að þeir hafi unnið þrekvirki. Sveitmni komið á fót eftir slys í Óshlíð Hjálparsveit skáta á ísafirði kom fyrst á staðinn, rúmum þremur tímum eftir að snjóflóð- ið féll. Hún var með fimm hunda sem eru sérþjálfaðir í leit að fólki sem týnst hefur í snjóflóði. Á landinu eru núna nokkrar hundabjörgunarsveitir. Sveit- Lmar á höfuðborgarsvæðinu, ísafirði og Neskaupstað eru taldar best þjálfaðar. Ákvörðun um að koma á fót hundabjörgun- arsveit á ísafirði var tekin fyrir u.þ.b. fimm árum eftir að snjó- flóð féll á Óshlíðarveg, en í flóð- inu létust tveir menn. Kristján Bjarni Guðmundsson sagði að það væri mikil vinna að þjálfa upp góðan leitarhund. Venjulega tæki þjálfunin 2-3 ár. Við þjálfun leitarhunda hér á landi hefur Björgunarhunda- sveit Islands notið aðstoðar frá Noregi. Kristján Bjarni sagði þjálfun hundanna væri sameig- inlegt verk hjálparsveitarinnar á ísafirði. Sveitin hefði margar helgar í röð unnið að þjálfun hundanna, sem m.a. hefði falist í því að grafa margra metra djúpar holur í snjóýganga um leitarsvæði og á allan hátt líkja eftir leit að fólki í snjóflóði. Hundarnir gangast undir próf Á tveggja ára fresti þurfa hundarnir að gangast undir próf og í framhaldi af því eru þeim gefnar einkunnir. Svokallaður A-hundur verður skila 100% ár- angri, þ.e. finna tvo menn grafna í fönn á innan við 30 minútum. Leitarsvæðið er 100 sinnum 100 metrar. Morgunblaðið/RAX FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta á ísafirði með hundana Hnotu, Perlu, Mikka, Trópí og Tuma. Björgunarsveitarmennimir eru meðal þeirra fjölmörgu sem unnu að því að bjarga mannslífum úr snjóflóðinu sem féll á Súðavík. íbúar í raðhúsum við Laufengi í Grafarvogí ósáttir við Húsnæðisnefnd ÍBÚAR í raðhúsum við Laufengi í Grafarvogi eru ósáttir við töf sem orðið hefur á að fá endanlegt kostn- aðarmat og jafnframt söluverð frá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, en þeir telja sig eiga að fá endurgreiddan hluta af innborgun sinni. Ráðleysi og ósætti innan stofnunarinnar sé um að kenna. Lækkaði um 1,4 milljónir Laufengi í Grafarvogi er að stærstum hluta raðhúsabyggð, reist af Stjórn verkamannaíbúða á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Níels Jónsson, íbúi við Laufengi, segir að þegar húsunum hafi verið úthlutað vorið 1993, hafi hvert og eitt þeirra átt að kosta í kringum 10,4 milljónir króna og miðaðist fyrri helmingur innborgunar við þá upp- hæð. Þegar húsin voru afhent í des- ember 1993 hafi verið búið að hækka verðið í um 10,8 milljónir króna, og 'um leið bættist við innborgunina. I október síðastliðnum hafi hann síðan rætt við starfsmann Húsnæðisstofn- unar og fengið þær upplýsingar að Telja sig hafa ofgreitt inn á íbúðarverðið búið væri að reikna út kostnaðar- verð raðhúsanna við Laufengi, sem væri rétt rúmar 9,4 milljónir króna. Húsnæðisstofnun annast endanlagt verðmat, sem byggist á upplýsing- um frá Húsnæðisnefnd, en síðar- nefndu stofnuninni er síðan falið að sjá um að ganga frá afsölum og öðrum Iausum endum. „Ég spurði af hveiju húsin hefðu lækkað svo mikið miðað við upphaf- lega áætlun og hún sagði að kostn- aðurinn hefði einfaldlega ekki orðið meiri, ásamt lækkunum á ýmsum öðrum þáttum,“ segir Níels. „Ég varð vitaskuld ánægður með þetta, því að samkvæmt þessa nýja mati hafði fólk greitt 150 þúsund krónum of mikið á sínum tíma, þegar greitt var inn á húsin 10% af áætluðu verði, eða 1.080.000 krónur alls. Auk þess- ara 150 þúsund króna ættu skilvísir kaupendur að fá endurgreiddar vaxtagreiðslur, endurmat á fast- eignagjöldum o.fl., eða alls um 200 þúsund krónur að ég hygg. Síðan eru liðnir 4 mánuðir og Húsnæðisnefnd virðist neita að við- urkenna mat Húsnæðisstofnunar. Þegar við spyijum um hvenær ganga eigi frá afsali og endurgreiðslu vegna ofborgunar af hálfu kaup- enda, fást engin svör hjá Húsnæðis- nefnd. Starfsmaður sem hefur um- sjón með úthlutun nýrra íbúða hjá Húsnæðisnefnd, sagðist í samtali við mig vera orðin hundleiður á þessu rugli, þrætur og þras gangi á milli Húsnæðisnefndar og Húsnæðis- stofnunar og kvað þær ekki geta komið sér saman um verð húsanna. íbúar hérna spyrja sjálfan sig hvern- ig Húsnæðisnefnd sé rejcin, fyrst fólk þar getur ekki komið sér saman um endanlegt verð.“ Hagsmunir miklir Að sögn Níelsar gengur hvorki né rekur að fá skýr svör frá Hús- næðisnefnd Reykjavíkur, en um mikla hagsmuni fyrir íbúa raðhús- anna sé að ræða, sem eru 24 tals- ins. Endurgreiðslur ættu að nema um 5 milljónum króna að því er hann telji, miðað við fjölda raðhúsa. Þingmenn minnast látinna ALÞINGISMENN minntust þeirra sem létu lífið í snjóflóð- um í síðustu viku og vottuðu syrgjendum samúð í upphafi fyrsta þingfundar ársins. Einnig var látins fyrrverandi þingmanns minnst. Salome Þorkelsdóttir for- seti Alþingis sagði við upphaf þingfundar í gær að þing- mönnum sem öðrum lands- mönnum væru ríkir í huga sorglegir atburðir síðastlið- innar viku þegar 15 manns létu lífið í snjóflóðum á Vest- fjörðum. Hún sagði að Alþingi vottaði Súðvíkingum og öðr- um syrgjendum innilega sam- úð í sorg þeirra og bað þing- menn að minnast þeirra sem létu líf sitt í snjóflóðunum með því að rísa úr sætum. Valdimars Indriðasonar minnst Salome minntist einnig Valdimars Indriðasonar, fyrr- verandi þingmanns Sjálfstæð- isflokks í Vesturlandskjör- dæmi, sem lést 9. janúar, en hann sat á Alþingi árin 1980 til 1990, bæði sem alþingis- maður og varaþingmaður. Náttúruhamfar- irnar 1 Súðavík Kópavogur býður íbúð Á FUNDI bæjarstjómar Kópavogs 24. janúar sl. var m.a. samþykkt að Kópavogs- kaupstaður gefi Súðarvíkur- hreppi kost á íbúð til ráðstöf- unar í eitt ár án leigugjalds. Félagsmálastjóra var falið að fylgja málinu eftir og ráð- stafa íbúðinni í samræmi við óskir hreppsyfirvalda vestra. Samúðarkveðjur til Súðvíkinga Gerð var samþykkt á fund- inum, þar sem íbúum Súða- víkur eru sendar innilegar samúðarkveðjur vegna þeirra hörmulegu atburða sem urðu þar 16. janúar. Jafnframt var samþykkt að Kópavogskaup- staður tæki fullan þátt í sam- eiginlegu átaki sveitarfélaga í landinu um aðstoð við Súða- vík. Er reiknað með að hlutur Kópavogs verði rúmlega ein milljón króna. Heilbrigðis- þing hefst á morgun HEILBRIGÐISÞING 1995 verður haldið í Borgartúni 6 föstudaginn 27. og laugar- daginn 28. janúar. A þinginu munu verður gerð grein fyrir ástandi heil- brigðismála á íslandi og horf- um um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Alls verða fluttir 17 fyrirlestrar um efnið °g þinginu lýkur með pall- borðsumræðum með þátttöku alþingismanna og sérfræð- inga í heilbrigðismálum. s 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.