Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 41 Frá Sigrúnu Sigurjónsdóttur: ÉG ER einn af þeim einstaklingum sem eru seinþreyttir til skrifta sem þessara en nú fæ ég ekki lengur orða bundist. Ástæða þess eru nýleg viðskipti mín við Ikea í kjölfar fast- eignaviðskipta þar sem fylgifé að upphæð 300.000 kr. fylgdi kaupun- um. Viðskiptin áttu að ganga þann- ig fyrir sig að eftir að ég hafði val- ið vörumar kæmi seljandi fasteign- arinnar og gerði upp reikninginn. Ikea varð upphaflega fyrir valinu vegna hóflegs vöruverðs og glæsi- legs vöruúrvals og ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert yfir vörunum sjálfum að kvarta. Þrautagangan hófst strax í fyrstu ferðinni til Ikea um miðjan desem- ber. Það var ætlunin að panta eld- hús og baðinnréttingu. Þá kom í ljós að hvorugt var til og ekki væntan- legt fyrr en í febrúar. Ég tók þessu með þolinmæði en útskýrði um leið að mér væri mikið í mun að leggja inn pöntun og láta reikna út verð innréttinganna til þess að hægt væri að ganga frá samningnum. Mér var þá tjáð að það væri ekkert mál að teikna upp eldhúsinnréttingu að mínum óskum, það ætti ekki að taka meira en nokkra tíma að því tilskildu að teikningar með upplýs- ingum um vatns- og rafmagnslagn- ir lægju fyrir. Þetta hafði ég með- ferðis svo byijað var að skrá niður allar óskir mínar um það hvemig ég vildi hafa eldhúsið mitt. Eftir þetta var mér svo sagt að hafa sam- band eftir fimm daga þar sem ein- hverjir væm á undan mér í röðinni. Þegar ég hringdi fimm dögum síðar var teikningin ekki tilbúin og var ég þá beðin um að koma við á morg- un, þá yrði hún örugglega tilbúin. Ekki stóðst það frekar en annað. Þremur símtölum og tveimur ferð- um síðar kom loks að því að ég krafðist þess að þetta yrði klárað samdægurs og kom þá í ljós að það var hægt eftir allt saman! Gladdist BRÉF TIL BLAÐSINS Ikea - dropinn sem fyllti mælinn ég nú og fór til að skoða herlegheit- in. Það var strax ljóst að teikningin var i miklu ósamræmi við óskir mínar en eftir endurskoðun og ítrek- un óska minna lækkaði verð innrétt- ingarinnar um þriðjung! Þá hváði ég og spurði hvort þetta væri endan- leg tala og var tjáð að svo væri en síðar kom á daginn að þessi tala hækkaði, þrátt fýrir allt. Eftir að hafa svarað því játandi að fagmaður myndi setja innréttinguna upp, kom í ljós að hún var til og einnig baðinn- rétting. Það væri ekkert mál fyrir smið að minnka stærri skápa í þá minni skápa sem ekki voru til. Eng- inn sagði mér þó að ég yrði látin greiða fyrir stærri skápa og innrétt- ingin því dýrari en ella, né heldur að minnkun skápanna yrði á minn kostnað! Þó var mér tilkynnt að nokkrir listar kæmu ekki fyrr en í febrúar þar sem þeir væru í pöntun. Taldi ég nú mál þetta klappað og klárt en því var öðru nær. Þegar viðkomandi kom að gera upp reikn- ingana fundust ekki pantanir fyrir allri upphæðinni, einhveijum snill- ingi hafði þá ekki dottið til hugar að leggja saman þær vörur sem voru til og þær sem voru í pöntun, ótrúlegt en satt. Þetta kostaði au- kaferð upp í Ikea fyrir báða aðila þar sem ekki var hægt að ganga frá reikningnum á neinn annan hátt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Þegar heim var komið kom í ljós að helming lamanna vantaði en eng- um hafði hugkvæmst að tilkynna það, svo fimmta ferðin var farin i Ikea og nú til að sækja lamir en þau svör fengust að þær kæmu í febrúar. Þegar þama var komið sögu var jafnvel mér farið að leiðast þófið, þar kom að mælirinn fylltist. Það þurfti að skipta gölluðum hlutum og einingum sem ekki pössuðu í innrétt- inguna, það gekk bæði hratt og vel og fékk ég nótu fyrir inneigninni. Þá gerðist það að inneignamótan týndist, að öllum líkindum var henni hent í öllu pappírsflóðinu sem heimil- ið var undirorpið á þeim tíma. Ég fór strax upp í Ikea og skýrði mál mitt, fékk þau svör að þetta væri tapað fé og ég yrði að tala við hátt- settari menn innan fyrirtækisins og var bent á Gest Hjaltason verslunar- stjóra, hann var að sjálfsögðu ekki við umræddan dag svo þetta út- heimti aukaferð. Það skal tekið fram strax að ég hafði upphaflegu nótum- ar í höndunum ásamt kassakvittun, gat nefnt dagsetningu og nákvæma tímasetningu nótunnar, þær vörur sem á henni vom, ásamt nafni starfs- mannsins sem tók við þeim. Enn- fremur var móðir mín með mér þeg- ar ég skipti vömnum og er hún einn- ig til vitnis um það. Þá má nefna að maðurinn sem tók við vömnum hafði unnið á vegum Ikea á heimili móður minnar og kannaðist því við hana þaðan og getur því auðveldlega staðfest að hafa tekið við umræddum vömm frá mér. Það var þvi aldrei spuming um það hver hefði skilað umræddum vömm en innleggsnótan var þó ekki færð á nafn. Eftir að hafa rætt við Gest, sagðist hann engu geta lofað en hann skyldi at- huga málið og hringja i mig næsta dag. Það kemur kannski engum á óvart að ekkert varð úr hringing- unni, ég fór því mína níunda ferð til að ræða við Gest. Hann sagði orðrétt: „Mér er í lófa lagið að stimpla þessa nótu ókei við kassann, en svo kemur hugsanlega einhver með fmmritið eftir 3-5 ár og tekur út á hana og þá tapar Ikea.“ (!) Það er semsé allt i lagi að viðskiptavinur- inn tapi svo lengi sem ömggt er að Ikea geti ekki tapað. Þegar ég spurðist fyrir um hvem- ig hægt væri að taka tvisvar út á sömu nótu fékk ég þær skýringar að ekki væri hægt að sjá hvaða nótur væri búið að taka út á og hvaða ekki. Ef þetta er satt, sem ég leyfi mér að draga í efa, þá er hugbúnaðarmálum Ikea vægast sagt ábótavant. Sé þetta rétt er þetta sennilega hagfræðilega pott- þétt eða eins og segir í dreifiriti þeirra „einfalt og pottþétt": Nafn- lausar nótur koma til með að týn- ast, og þar sem ekki er tiltekinn fyrningartími á nótunum er hann því samkvæmt neytendaþjónustunni fjögur ár. Fyrirtæki sem tekur þá afstöðu að gera ekkert í málum sem þessum hljóta því að græða á þess- um viðskiptum, það er einföld hag- fræði. Heiðarlegra væri þó að hafa innleggsnótur á nafni og greiða þeim sem að loknum fyrningartíma hafa ekki vitjað inneignar sinnar til baka, annað er í rauninni bara svik, eða hvað finnst ykkur? Þetta fellur að minnsta kosti illa að yfirlýsingum þeirra um að fara eftir lögum um verslunarviðskipti eins og þeir stæra sig af í dreifiriti sínu. Á meðan ég bíð þess að siðgæðis- vitund hæstráðenda Ikea glæðist og þeir sendi mér afsökunarbréf vegna slælegrar þjónustu og nýja innlegg- snótu, beini ég viðskiptum mínum annað og hvet aðra til hins sama. Þar sem ég geri mér grein fyrir því að skrif eins viðskiptavinar hafa ekki mikil áhrif, hvet ég alla þá sem telja að Ikea hafi veitt þeim lélega þjónustu að láta einnig í sér heyra. SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Laugavegi 136, Reykjavík. Samúðar- kveðja Frá Britt Tveiten. Ég vil votta vinum mínum, kunn- ingjum og íslensku þjóðinni allri samúð mína vegna náttúruhamfar- anna í Súðavík. Þetta er mikið áfall fýrir svo litla þjóð. En íslenska þjóð- in stendur saman á erfiðleikatím- um. Ég hef kynnst frændum mínum á íslandi vel í ferðum mínum til landsins. Jafnframt vil ég biðjast afsökun- ar á því hvernig Norðmenn hafa komið fram við íslenska sjómenn. Norska ríkisstjómin vill ekki leyfa íslendingum að veiða á verndar- svæðinu en sjómenn úr Evrópusam- bandinu eiga að fá rétt til að stunda þar veiðar. Þetta er óskiljanlegt með öllu! Þetta gengur bijálæði næst! Ég skammast mín vegna framgöngu norskra stjórnvalda og bið vini mína og kunningja afsökun- ar. Orð fá ekki lýst tilfínningum mínum til íslensku þjóðarinnar, hún vekur ævinlega hjá mér aðdáun og virðingu. Ég vona að íslendingar fái hjálp og stuðning við uppbygg- ingarstarfið. Kær kveðja, Britt Tveiten Olsvik, Noregi ef Yjnna ðniunni Wkuna io ?hmtals$6%G7\8>*núarvn 14.S SPhB**"**. UP?*°kr-' sg jjay&íc-'Sss 17-jan Zj>lr^ 9ave0i. " Sst fesssr.....- HásPeona. . " ‘ Staöa r, „ Js-29a 4 8 Gul‘Þottslns 1Q . 1S1-S30 * Var3-84i.02ylanúar, kl. ^giain t 'Z-OOO.OOo Hafnarstrœti 3 • Laugavegi 118 silturpottum Vihuna 12-18 janúar féllu 5 af 8 silfupottum í Gullnámunni á spilastöðum Háspennu í Hafnarstræti og á Laugavegi. Spilaðu þar sem spennan er mest!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.