Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
FRÉTTIR: EVRÓPA
JÓNA Eðvalds í heimhöfn á Hornafirði í fyrsta sinn.
Nýtt skip með sjókæli-
tanka til Homafjarðar
Morgunblaðið/Sigrún
I BRÚNNI á nýja skipinu eru þeir Ingólfur Asgrímsson, skip-
stjóri á Jónu Eðvalds og Birgir Sigurðsson, skipstjóri á Skinn-
ey. Þeir komu saman með skipið heim.
JÓNA Eðvalds
SF .20, nýtt skip
Skinneyjar hf. á
Höfn í Horna-
firði, kom til
heima hafnar, í
síðustu viku eftir
fimm daga sigl-
ingu frá Skot-
landi. Skipið er
keypt frá Skot-
landi en þeir
Skinneyjarmenn
höfðu verið
nokkurn tíma að
leita eftir nýju
og heppilegu
skipi til síld- og
loðnuveiða.
Brottför þeirra
frá Skotlandi
seinkaði tölu-
vert, því of lágflætt var þá daga sem
taka átti skipið út úr dokkinni svo
bíða þurfti eftir að hækkaði í. Skip-
ið er búið sjókælitönkum og hentar
því vel til veiða á síld og loðnu til
manneldis.
Heimferðin gekk ágætlega en
skipið kom við í Noregi til að taka
nót sem fest voru kaup á þar. Vegna
veðurútlits var áð í Færeyjum og
beðið af sér veður. Þeir skipveijar
sem komu upp með skipinu létu vel
af ferðinni og sögðu þetta hið besta
sjóskip. Skipið er mjög vel innréttað,
en tækin kannski ekki eftir nýjasta
staðli. Vistarverur skipveija eru góð-
ar, bjartar og rúmgóðar en lausar
við óþarfa íburð. í áhöfn verða 12
manns, en yfirmenn skipsins eru
flestir af öðru skipi Skinneyjar,
Steinunni SF 10, en Ingólfur Ás-
grímsson var áður skipstjóri þar, en
hann mun verða skipstjóri á nýja
skipinu.
Sérútbúnir sjókælitankar
Skipið er búið sex sérútbúnum
tönkum fyrir aflann. Sjó er dælt í
tankana upp að 20%, þegar komið
er í hreinan sjó og hann kældur nið-
ur undir frostmarkið, svo þegar afl-
inn kemur er tryggt að hann er við
kjörhitastig. Einnig sér sjórinn um
að pressa á aflann er í iágmarki, sem
tryggir hámarks
gæði til vinnslunn-
ar. Segja má að
þetta sé bylting í
meðferð afla _ í
nótaveiðum við ís-
land, því þetta er
fyrsta skipið sem
keypt er hingað til
lands sem útbúið
er sjókælitönkum.
Skipið er útbúið
fiskidælu til lönd-
unar sem dælir
aflanum úr tönk-
unum í land með
undirþrýstingi,
sem einnig mun
sjá um að gæðin
skili sér til vinnsl-
unnar.
Hægt að hafa bæði nót og
flottroll um borð í einu
Skipið getur haft tvenns konar
veiðarfæri um borð í einu, bæði flott-
roil og nót, en Ingólfur sagðist ekki
gera ráð fyrir því að vera klár á
nema annað veiðarfærið í einu, því
lítið mál væri að koma í land og
skipta. Tvær nætur eru tilbúnar til
köstunar um borð og ætti það að
tryggja minni frátafir frá veiðum
þegar er um veiðarfæratjón að ræða.
Skinney hf. á þó nokkum síldar-
og loðnukvóta og kveið Ingólfur því
ekki að verða verkefnalaus á nýja
skipinu.
Lögskráningin tölvuvædd
LÖGSKRÁNING skipshafna og
réttindaskráning skipstjórnar-
manna var tölvuvædd um áramót.
Að sögn Matthiasar Andréssonar
lögskráningarstjóra hjá sýslu-
manninum í Hafnarfirði hefur
þessi nýjung mikla hagræðingu í
för með sér. Hann segir að sam-
tenging allra skráningarstaða sé
helsti kosturinn en áður var ekki
unnt að nálgast upplýsingar um
ákveðnar skráningar án milli-
göngu þess sýslumannsembættis
sem tekið hafði við þeim. Nú sé
landið orðið að einu svæði sem
auðveldi eftirlit og upplýsingaöfi-
un til muna.
Tölvuvæðingin er einnig for-
senda fleiri breytinga. Á döfinni
er að gera gjaldtöku á skráning-
argjöldum skilvirkari, meðal ann-
ars með því að færa upplýsingar
inn í ríkisbókhaldið mánaðarlega
í stað árlega áður. „Þetta á að
spara geysilega vinnu þegar fram
í sækir auk þess sem þetta gerir
skráninguna miklu öruggari og
betri í alla staði,“ segir Matthías.
Hefur reynst afar vel
Matthías segir að kerfið hafi
reynst afar vel frá því það var
gangsett um áramót. Nýskráning
fer jafnan fram á þessum tíma
árs og hafa Matthías og starfs-
bræður hans víðsvegar á landinu
því haft í nógu að snúast.
Undirbúningsvinna fyrir tölvu-
væðinguna stóð í rúmt ár en sam-
göngu-, dómsmála og fjármála-
ráðuneyti tóku saman höndum um
að hrinda henni í framkvæmd.
Það er Siglingamálastofnun sem
hefur yfirumsjón með söfnun upp-
lýsinga.
Dagsbrúnarmenn
Félagsfundur veður haldinn fimmtudaginn
26. janúar kl. 13-00 í Bíóborg við Snorrabraut.
Dagskrá:
Heimild til verkfallsboðunar
Félagar!! Nú fjölmennum við og fyllum húsið.
Stjórn Dagsbrúnar.
Opinber nefnd í Bretlandi
Fiskveiðistefna
ESB handónýt
Aðildarríkin sjá ekki heildarmyndina
fyrir „þjóðarhagsmunum“
London. Reuter.
RÁÐGJAFARNEFND brezku
ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra
þróun i umhverfismálum ræðst
harkalega á sameiginlega fisk-
veiðistefnu Evrópusambandsins í
nýlegum tillögum til stjómarinnar.
Nefndin leggur til að Bretar taki
forystu um að setja á fót alþjóðleg-
an vettvang til að setja skilvirkari
reglur um nýtingu hafanna. Fram
til þessa hefur Bretland ekki verið
í hópi þeirra ríkja, sem viljað hafa
strangar reglur um veiðar á úthöf-
unum.
Ráðgjafarnefndin segir að
stefna — eða stefnuleysi — í fisk-
veiðimálum stefni fiskistofnunum,
einkum á Norður-Atlantshafi, í
hættu. „Mannskeppan getur ekki
haldið áfram rányrkjunni og búizt
við að auðlindin endurnýi sig
sjálf,“ sagði formaður nefndarinn-
ar, Sir Crispin Tickell. „Við verð-
um öll að temja okkur algerlega
nýjan hugsunarhátt."
Skortir samkvæmni
og árangur
í skýrslu nefndarinnar segir að
einstakir þættir sameiginlegu fisk-
veiðistefnunnar séu illa tengdir
saman. „Heildarkvóti, sem deilt
er niður í þjóðemiskvóta, tækni-
legar verndaraðgerðir á borð við
Nýja framkvæmdastjórnin fundar
NÝ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins kom saman
til fyrsta vinnufundar síns í gær. A næstu dögum mun fram-
kvæmdastjórnin skipta endanlega með sér verkum og mynda
vinnuhópa framkvæmdastjórnarmanna um ýmis mikilvægustu
stefnumálin. Santer forseti situr undir Evrópufánanum.
• FRAKKAR og Þjóðverjar
eru líklegir til að deila í dag á
fundi innanríkis- og dómsmála-
ráðherra ESB um framtíð
Europol, sameiginlegrar lög-
reglustofnunar sambandsins.
Frakkar, sem sitja nú í forsæti
ráðherraráðsins, vilja að Europ-
ol verði áfram undir ströngu
eftirliti aðildarríkjanna og fái
aðeins takmarkaðan aðgang að
upplýsingum, en Þjóðverjar
vilja veita stofnuninni sem mest
sjálfstæði.
• í NÝRRI skýrslu fram-
kvæmdastjórnar ESB eru aðild-
arríki sambandsins hvött til að
stofna sjóð, sem tryggi að allir
hafi aðgang að almennri tal-
símaþjónustu á hæfilegu verði,
eftir að rekstur talsímakerfa
verður gefinn frjáls innan ESB
árið 1998. Lagt er til að símafyr-
irtækin sjálf leggi fé í sjóðinn
og tryggi þannig að afskekkt
eða dreifbýl svæði beri ekki
skarðan hlut frá borði.
Enskajafn-
framt
frönsku á
blaðamanna-
fundum
• KLAUS van der Pas, aðal-
talsmaður framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins, til-
kynnti í gær að framvegis yrði
enska notuð, jafnframt frönsku,
á upplýsingafundum og blaða-
mannafundum framkvæmda-
stjórnarinnar. Þetta var gert
að ósk blaðamanna í Brussel,
ekki sízt norrænna blaðamanna,
sem hafa margir hverjir miklu
betra vald á ensku en frönsku.
í sumum tilfellum verður aukin-
heldur túlkað yfir á öll opinber
tungumál ESB, ellefu talsins.
svæðalokanir og banndaga, reglur
um veiðarfæri (til dæmis möskva-
stærð) og markmið um niðurskurð
flota hafa ekki fallið saman í sam-
kvæma og árangursríka fiskveiði-
stefnu," segja nefndarmenn. Þeir
gagnrýna ríkisstjórnir ESB-ríkja
fyrir að vera of uppteknar af
„þjóðarhagsmunum" í fiskveiði-
málum til að geta komið sér upp
heildarsýn.
„Þar til sjálfir leiðtogar ESB-
ríkjanna takast á við vandann,
teljum við að reynt verði að leysa
hann á skammtímagrundvelli.
Slíkt mun gera spurninguna um
það hver veiðir hvaða fisk til-
gangslausa, af því að það verður
enginn fiskur eftir,“ sagði Selbo-
urne lávarður, sem situr í nefnd-
inni. Með orðum sínum vísar hann
til deilna ESB-ríkjanna um fisk-
veiðikvóta.
Úrelding stóru skipanna
Nefndin telur að það geti reynzt
árangursríkt að halda úreldingu
fiskveiðiflota ESB-ríkjanna áfram
með því að greiða sjómönnum fyr-
ir að leggja bátum sínum. Það sé
þó algert skilyrði að það verði
ekki eingöngu smákænurnar,
heldur einnig stór og afkastamikil
fiskiskip.