Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJARHAGSAÆTLUN REYKJAVIKURBORGAR Tekjur af raforkusölu rúmir 3,4 milljarðar I FJARHAGSAÆTLUN eru áætlað- ar rekstrartekjur Rafmagnsveitu Reykjavíkur rúmir 3,7 milljarðar kr. Þar af eru tekjur af raforkusölu rúm- ir 3,4 milljarðar kr. og aðrar tekjur ríflega 286 milljónir króna. Þá eru áætlaðar vaxtatekjur 45 milljónir. Rekstargjöld eru áætluð 3,5 milljarð- ar kr. en þar af eru gjöld vegna raf- orkukaupa rúmur 1,9 milljarður. Gjöld vegna verðlagsbreytinga eru áætluð 5,3 milljarðar kr. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði rúmlega 231 milljón kr. 372 milljónir til fjárfestinga í ræðu borgarstjóra við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavk- urborgar kom fram að til fjárfestinga í veitukerfinu væru áætlaðar rúmar 372 milljónir og til annarra fjárfest- inga 45 milljónir. Meðal íjárfestinga eru aukinn rafbúnaður í Aðveitustöð 1 við Barónsstíg að upphæð 100 millj- ónir, viðbótaspenni í Aðveitustöð 2 við Meistaravelli að upphæð 36 millj- ónir og aukinn búnaður í Aðveitustöð 8 við Korpu að upphæð 39 milljónir. Gjaldskrá óbreytt Borgarstjóri sagði að afgjald til borgarsjóðs væri áætlað 596 milljón- ir. Lækkun á handbæru fé veitunnar er áætlað 353,3 milljónir. Benti borg- arstjóri á að nauðsynlegt væri að endurskoða árlega ákvörðun um af- gjöld fyrirtækisins til borgarsjóðs. Fram kom að hækkun afgjalds hefði ekki áhrif á gjaldskrá Rafmagnsveit- unnar og er reiknað með óbreyttri gjaldskrá enda ekki- gert ráð fyrir hækkun orkuverðs frá Landsvirkjun. Heildartekjur vatnsveitu 652,4 milljónir króna FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkur fyrir árið 1995 gerir ráð fyrir óbreyttum reglum um vatnsgjald í borginni. Álagningarhlutfall verður 0,13% af fasteignamati eins og verið hefur frá árinu 1979. Heildartekjur að meðtöldu aukavatnsgjaldi, vatns- sölu til skipa og þriggja nágranna- sveitarfélaga eru áætlaðar 652,4 milljónir að meðtöldum vaxtatekjum. Viðhald og rekstur 170 milljónir Rekstrargjöld að meðtöldum af- skriftum eru áætluð 539 millj. og til eignabreytinga er- áætlað að veija 321,5 millj. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina að kostnaður við viðhald og rekstur borgarkerfis vatnsveitunnar væri áætlaður 170 millj. króna. Þar af eru 90 millj. áætlaðar vegna endurnýjun- ar heimæða. Til endumýjunar á stofnæð vestan Elliðaánna fara 9 millj. og til endumýjunar á dreifi- kerfi 22 millj. Áætlað er að veija 16 millj. til rannsókna, aðallega vegna vatnsvemdarsvæða. Til hlutafjáraukningar í Þórs- brunni hf., er áætlað að veija 14,5 millj. og 20,5 millj. að láni og er gert ráð fyrir að selja Þórsbrunni lind í Heiðmörk og leggja fyrir hann sér- lögn úr Heiðmörk. 1,9 milljarðar til fé- lags- og öldrunarmála RÚMIR 1,9 milljarðar er áætlaður til félags- og öldrunarmála sam- kvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fýrir árið 1995, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, hefur kynnt í borgarstjórn. Þar af er áætl- að að veija 629,4 milljónum til öldr- unarmála. í tillögum Sjálfstæðis- flokksins er gert ráð fyrir rúmum 1,1 milljarði til félagsmála og 619,5 milljónum til öldmnarmála. Borgarstjóri sagði að ákvarðanir um uppbyggingu félags- og þjón- ustumiðstöðva fyrir aldraða kalli á aukinn rekstur og kostnað. Leitað væri leiða til að fjölga hjúkrunarrým- um í borginni. Meðal annars hafi verið ákveðið að breyta Droplaugar- stöðum í hjúkrunarheimili. Þá sé Reykjavíkurborg aðili að Hjúkrunar- heimilinu Eir við Gagnveg sem hóf starfsemi sína árið 1993. Auk þess hafi framlög til félagslegrar heima- þjónustu aldraðra farið stöðugt vax- andi. Samstarf við Reylgavíkurdeild Rauða krossins í máli borgarstjóra kom fram að 20 milljónum verður varið til bygg- ingar hjúkrunarheimilis í Suður- Mjódd. Heildarkostnaður við bygg- inguna er áætlaður um 880 milljónir og þar af er hlutur borgarinnar um 352 milljónir. Sagði borgarstjóri að fullur hugur væri á að skoða nýjar hugmyndir sem miðuðu að því að minnka heimilið og koma því fyrr í notkun. Teknar hafi verið upp við- ræður við Reykjavíkurdeild Rauða Tillaga Sjálfstæðis- flokks gerir ráð fyrir um 1,7 milljörðum kross íslands, sem hafi mikla reynslu af öldrunarþjónustu um möguleika á aðild hennar að fyrirhuguðu hjúkrun- arheimili. Borgarstjóri sagði að eins og er væri gert ráð fyrir að veija 178 millj- ónum í þágu aldraða. Til byggingar þjónustusels við Þorragötu verður varið 35 milljónum og jafn hárri upphæð til sundlaugar á lóð Hrafn- istu við Norðurbrún. Þá er gert ráð fyrir 30 milljónum tii dagdeildar fyr- ir Alzheimersjúklinga á Lindargötu og tækjakaupa í eldhúsið á Lindar- götu. Tekin verður í notkun ný þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða í Suður- Mjódd og er áætlaður kostnaður við þá framkvæmd 30 milljónir. Loks er gert ráð fyrir 6 milljónum fyrir lyftur í Seljahlíð og breytinga í Norðurbrún auk 10 milljóna til annarra ótil- greindra stofnana aldraðra. Breyttar reglur um fjárhagsaðstoð Á síðasta ári hækkuðu framlög vegna fjárhagsaðstoðar um 110 milljónir. Sagði borgarstjóri að lík- lega hafi skjólstæðingar sem leituðu aðstoðar verið um 3.500 í árslok. Kom fram að fyrirhugaðar væru breytingar á reglum um fjárhagsað- stoð enda væri með tilkomu húsa- leigubóta óhjákvæmilegt annað en að aðgreina húsnæðiskostnað frá annarri aðstoð. Þá væri nauðsynlegt að einfalda og skýra þær reglur sem í gildi væru enda væri markmiðið fyrir næsta ár að eyða biðlistum eft- ir viðtölum vegna fjárhagsaðstoðar. Sagði borgarstjóri að tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsað- stoð hafi verið lagðar fram í félags- málaráði. Þar væri horft frá fyrri stefnu um að nota aðstoðina sem tæki til uppeldis og meðferðar og verður litið á hana sem tekjutrygg- ingu er sveitarfélagið veitir íbúum sínum samkvæmt lögum. Gengið verður út frá einni grunnupphæð sem svarar til upphæðar sem tekjulaus einstaklingur með 75% örorku fær hjá Tryggingastofnun ríkisins eða 53.596 krónur eins og er. Hjón fá upphæð í hlutfallinu 1,8 en sambýlis- fólk er metið sem tveir einstakling- ar. Ekki verður tekið tillit til fjöl- skyldustærðar fremur en við greiðslu launa en reiknað með að meðlags- greiðslur, bamabætur og bamabóta- auki komi þar á móti. Tillögnr Sjálfstæðisflokksins - Aukin heimaþjónusta í tillögu Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir rúmum 619 milljónum til reksturs. Meðal annars er gert ráð fyrir aukinni heimaþjónustu, félags- starfi og reksturs þjónustusela. Er það svipað framlag og á síðasta ári eða 45.229 krónur á hvem Reykvík- inga 65 ára og eldri. Fram kemur að sjálfstæðismenn Hitastýrð blöndunartæki Verð frá 8.800 stgr. Hitastýritækin frá FMM i MORA, Svíþjóð, eru mest seldu kranarnir í Svíþjóð. FMM er kranaframleiðandi síðan 1850. p / " lrÍra"a HEILDS8LU Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 Tæpir 1,7 millj arðar til gatna- o g holræsa- framkvæmda Sjábu hlutina í víbara samhengi! ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður við nýframkvæmdir, rekstur og viðhald gatna og holræsa í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995, er rúmir 2,8 milljarðar. Gert er ráð fyrir 717 milljónum til lagningar vega og smíði brúar og að það fé greiðist úr ríkissjóði og komi úr vegasjóði. Þá er gert ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum og sölu á lóðum verði 315 milljónir. Áætlaður kostnaður borgarsjóðs er því tæpir 1,7 milljarðar. í tillögu Sjálfstæðisflokks er gert ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna við- halds gatna og holræsa, nýfram- kvæmda og við hreinsun strand- lengjunnar verði rúmir 1,5 milljarð- ar. Mislæg gatnamót og breikkun Vesturlandsvegar í máli borgarstjóra við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar kom fram að þegar hefði verið heimilað útboð á mislægum gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Aðrar fram- kvæmdir hæfust væntanlega ekki fyrr en Alþingi hefur afgreitt vega- áætlun. Meðal annarra framkvæmda FASTEIGNAÞJONUSTAN 552-6600 Allir þurfa þak yflr tiöfuöiö í borginni á árinu er göngubrú yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og yfir Miklubraut við Rauðagerði en síðan tekur við að breikka Vestur- landsveg í Ártúnsbrekku og hugsan- lega nýjar biýr yfir Elliðaár. Hávaða- og loftmengun við Miklubraut Borgarstjóri sagði að tveimur milljónum yrði varið til að kanna hvemig draga megi úr hávaða- og loftmengun á Miklubraut milli Stakkahlíðar og Snorrabrautar. Ein umfangsmesta framkvæmdin væri endurbætur á aðalholræsakerfinu og bygging dæli- og hreinsistöðvar við Mýrargötu fyrir 305 milljónir. Á árinu verður einnig unnið að hönnun annarra mannvirkja sem nauðsynleg- eru fyrir stöðina, meðal annars lagn- ir, útrásir og dælustöð við Eiðs- granda til móts við Boðagranda. Af öðrum framkvæmdum nefndi borgarstjóri fyrsta áfanga ræsis við Leiruvog en með lagningu þess opn- ast möguleikar fyrir Mosfellsbæ að tengjast kerfinu. Unnið verður við tvo áfanga Elliðavogsræsis austan Sundahafnar og á fyrirhuguðu hafn- arsvæði við Klettagarða. Áætlaður kostnaður er um 75 milljónir. Áfram verður unnið við lagningu holræsis í Suður-Mjódd og til þess verður varið 20 milljónum. Sagði borgar- stjóri að heildarkostnaður við hol- ræsaframkvæmdir yrði 491 milljón en þar af er hlutur nágrannasveitar- félaga áætlaður 67 milljónir. Hlutur borgarsjóðs er samkvæmt því 424 milljónir. Lóðir fyrir 400 íbúðir Til gatnagerðar, lagningar gang- stíga og frágangs í nýjum íbúða- hverfum verður varið 272 milljónum. Byggingarhæfar lóðir verða gerðar fyrir um 400 íbúðir. í Borgarhverfi verða um mitt sumar tilbúnar lóðir fyrir 112 íbúðir, 14 einbýlishús, 30 par-, keðju- og raðhús og 68 í fjölbýl- ishúsum. í þriðja áfanga Borgar- hverfis verða í haust tilbúnar lóðir fyrir um 100 félagslegar íbúðir sem fyrirhugað er að byggt verði á á þessu ári og því næsta. Fimm milljónum verður varið til lengingar Strandvegar frá norðri til austurs og áfram verður unnið við fram- kvæmdir við Breiðuvík í Víkur- hverfi, þar sem í sumar verða bygg- ingarhæfar lóðir fyrir tæplega 90 íbúðir. Göngustígar og lóðaframkvæmdir Áætlað er að veija 70 milljónum til stíga og ræktunar í nýjum íbúðar- hverfum. Stærsta verkefnið er lagn- ing göngustígs frá stígakerfi Engja- hverfis með ströndinni, þar sem Staðahverfi mun rísa á næstu árum. í eldri hluta borgarinnar er gert ráð fyrir lóðum með um 100 íbúðum við Kirkjutún. Áætluð gatnagerðargjöld af íbúðarhúsnæði á árinu eru 285 milljónir. Til framkvæmda í nýjum iðnaðar- og þjónustuhverfum er gert ráð fyr- ir að veija 27 milljónum og er helsta framkvæmdin lagning Eggertsgötu, sem tengja mun Suðurgötu og Njarðargötu austan Oddagötu. Gert er ráð fyrir að tekjur af gatnagerðar- gjöldum og sölu iðnaðarlóða nemi um 30 milljónum. Þriðjungur upphæðar í annað Árni Sigfússon, Sjálfstæðisflokki, sagði athyglisvert að tillögur R-lista- flokkanna gerðu ráð fyrir 399 millj- ónum til hreinsunar á strandlengj- unni, það er í aðalholræsafram- kvæmdir, en borgarbúar hafi fengið á sig nýjan skatt, holræsagjald að upphæð 550 til 600 milljónir. Þriðj- ungur upphæðarinnar færi því í ann- að án þess að það kæmi fram í grein- argerðinni með frumvarpi að fjár- hagsáætlun. Sjálfstæðismenn gerðu eins og kunnugt væri ekki ráð fyrir holræsaskatti en legðu fram tillögu um 350 milljónir króna til nýfram- kvæmda við hreinsun strandlengj- unnar. Til viðhalds gatna og holræsa væri gert ráð fyrir 750 milljóna króna framlagi úr borgarsjóði og til annarra gatna- og viðhaldsverkefna eru 447 milljónir. Benti hann á að til gatnakerfis og holræsa væri lagt til að veija rúmum 1,5 milljarði eða rúmum 15 þúsund krónum á hvem íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.