Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 35 MINNINGAR GEIR GUNNAR GUNNLA UGSSON + Geir Gunnar Gunnlaugsson bóndi fæddist í Einarsnesi í Borgarhreppi 28. mars 1902. Hann lést í Kópavogi 7. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 13. janúar. FLESTIR 92 ára gamlir menn, sem kveðja þennan heim, hafa lifað sjálfa sig. Þannig finnst manni oft við andlátsfregn, að viðkomandi hafí jafnvel lengi verið dáinn, svo gleymdir eru þeir samtíð sinni. Þetta átti ekki við um frænda minn, Geir í Lundi, sem nýlega lagði upp í hinstu ferð sína að lokinni hátíð ljóss og friðar. Svo sannarlega hafði hann lokið lengra og strang- ari ævistarfi en flestir og sennilega verið ferðbúinn fyrir nokkru. Alveg fram til hins síðasta hafði maður þó á tilfinninguni, að jafnvel dauð- inn gæti ekki lagt að velli þennan viljasterka mann, þótt líkaminn væri svo slitinn, að hann hafði lengi þurft að styðjast við tvær hækjur. Ég kynntist Geir ekki fyrr en sem nokkuð gömlum manni, þótt við værum nokkuð skyldir. Ég vissi þó af frændseminni og hafði umgengist sameiginleg ættmenni. Þannig var Bjöm Gunnlaugsson, bróðir hans, einn fyrsti læknirinn, sem ég kynnt- ist. Mér er enn í minni hið ljúfa og látlausa en örugga fas hins reynda læknis og við Gunnlaugur, sonur Geirs, höfum orðið samferða að nokkm í gegnum skóla hér og er- lendis. Eftir heimkomuna til íslands olli tilviljun því, að ég eignaðist heimili í túnfætinum hjá Geir í Lundi. Einn góðan veðurdag á lækni að halda, og mun ekki hafa náð til Gunnlaugs sonar síns og hringdi því til mín. Ég vissi strax, þótt talað væri af hógværð, að til þess væri ætlast að ég kæmi ekki á morgun eða hinn, heldur strax. Ég hafði aldr- ei hitt þennan frænda, en það var eitthvað i röddinni sem ég kannaðist strax við frá föður mínum, sem sagði mér að biðlund væri ekki áberandi lyndiseinkunn frænda míns. Þegar ég síðan hitti hann og hann beindi að mér hinum leiftr- andi augum ákafamannsins, vissi ég strax, að erfðaeindir föðurættar- innar höfðu ekki breytt eðli sínu, þótt þær flyttust milli nokkurra kynslóða. Eftir þetta átti ég nokkr- um sinnum því láni að fagna að heimsækja Geir og fór jafnan ríkari heim, ekki bara af eggjum, heldur miklu frekar af innblæstri og anda- gift og aðdáun á þessum manni, sem manni fannst að bæði gæti verið fyrirmynd Halldórs Laxness að Bjarti í Sumarhúsum og Stefáni G. að grenitrénu sem bognar aldrei en brotnar í bylnum stóra síðast. Geir mun ekki hafa stundað mikla formlega skólagöngu um dagana, en mikið lært í skóla lífs- ins. Hann hafði sér til dægrastytt- ingar síðustu árin að yrkja falleg ljóð og vísur. Ég held, að með Geir í Lundi sé genginn einn hinna allra bestu fulltrúa sjálfstæðrar, ís- lenskrar bændastéttar. Manna sem yrkja jörðina hörðum höndum, elska landið og trúa á mátt sinn og meg- in. Manna sem vilja vera efnalega sjálfstæðir og alltaf veitandi og aldrei þiggjandi, en hata undirferli, svik og pretti í viðskiptum og koma alltaf til dyranna eins og þeir eru klæddir. Ég hef á tilfinningunni, að Geir hafi stundum þótt nokkuð vinnuharður húsbóndi, en að öllum sem hjá honum unnu, hafi þótt vænt um hann og vitað, að hjá honum ættu þeir vísa hjálp og skjól, ef á reyndi í lífinu. Löngu áður en Félagsmálastofnun og opinber fé- lagsleg hjálp þekktist hérlendis, held ég að Geir í Lundi hafi reynst betri en enginn mörgum þeim, sem nú mundu sennilega vera vistaðir á stofnunum, en fengu í þess stað vinnu og um leið skjól undir vemd- arvæng hans. Nú eru túnin í Fossvogi og víð- ast hvar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, sem Geir nýtti til búskapar, horfin undir byggingar og götur. Eftir stendur túnið í Lundi og mynd- arlegar byggingar. Hestar og naut- gripir em horfnir úr túninu, og nú er húsbóndinn sjálfur lagður af stað yfir móðuna miklu. Það fer ekki hjá því, að tómleiki og söknuður fylli hugann, þegar horft er út um gluggann og vetrarsólin sendir síð- ustu kvöldgeisla sína í kveðjuskyni á húsin í Lundi, áður en hún hnígur í hafið handan við Fossvoginn. Kannski hefur Geir í Lundi þegar hafið búskap að nýju á lendum handan hins óræða sólarlags. Auðólfur Gunnarsson. Við viljum með nokkrum orðum kveðja góðan nágranna, Geir Gunn- laugsson, bónda að Lundi í Kópa- vogi, sem er látinn, kominn hátt á tíræðisaldur. Fyrir tæpum tuttugu ámm keypt- um við hús sem liggur alveg upp við túnjaðar býlisins Lundar í Kópa- vogi. Þá hugsuðum-við ekkert sér- staklega út í nálægð býlisins. Sumir bentu okkur á að fyla og óþrifnaður gæti fylgt því og að kannski yrðu byggðar blokkir fyrir framan stofu- gluggann eftir nokkur ár. Reyndin var sú að það hefur verkið okkur afar ánægjulegt að búa í návist búsins og ómetanleg reynsla fyrir börnin að kynnast dýmnum og vera í návist þeirra. Lengst af voru kýr á beit beint fyr- ir utan gluggana á sumrin og hest- ar á vetuma. Sum dýrin voru þama ár eftir ár og við vomm farin að þekkja þau jafnvel með nafni. Börn- in gátu farið út og gefið þeim gras- tuggu eða brauðbita. Geir í Lundi virkaði gamall og veikburða í fjarlægð þar sem hann staulaðist á tveimur olnbogastöfum. En þegar maður kom nær og fór að tala við hann var hann kvikur og fullur af eldmóði. Hann fylgdist alveg ótrúlega vel með öllu í bú- rekstrinum alveg fram á síðustu ár. Það fór ekki á milli mála að þama var einstaklega duglegur maður á ferð. Við gátum ekki annað en dáðst að þessum manni, sem á áttræðis- og níræðisaldri gekk jafnvel í störf á bænum ef með þurfti. Stundum fengum við að fara með börnin í heimsókn inn í úthúsin og sáum hann þar t.d. rífa í sundur heybagg- ana og gefa skepnunum. Geir var líka einstaklega veður- glöggur og við gátum farið eftir því hvað hann var að gera á búinu, t.d. hvenær við ættum að bera áburð á túnblettinn okkar. Þegar farið var að slá á búinu gladdist maður, því þá var næsta víst að í vændum vom þurrir og góðir dagar. Við þökkum góða viðkynningu síðasta bóndans í Kópavogi. Það var okkur ánægja að búa í návist við hann og býli hans. Við sendum bömum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Birkigrund 35. iýsingar I.O.O.F. 11 = 17601268 =9.l. I.O.O.F. 5 = 1761268V2 = I. St. St. 5995012619 VIII Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! BORIS BRAVIN meðferöarfulltrúi, miðill, andleg ráftgjöf. Helgarnámskeið laugardaginn 28. og sunnudag- inn 29. janúar milli kl. 10-18. Orkujafnvægi og heilun orku- brauta likamans (polarity-healing). Létt og áhrifarík aðferð til að heila sjálfan þig og aðra og koma jafnvægi á líkamann. Verð 5.500 kr. með hádegismat báða dagana. Pantið í síma 91-24437. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 26. janúar. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. \^-z7 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Altarissakramentið, umsjón hefur dr. Arngrímur Jónsson. Þórir Sigurðsson hefur upphafsorð. Allir karlmenn velkomnir. VEGURINN P Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn samkoma kl. 20.00 I kvöld. Beðiö fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. §Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Vitnisburðir og söngur. Allir velkomnir. Hallveigarstig 1 •simi 614330 Þorrablót að Úlfljóts- vatni 28.-29. janúar Gönguferðir, sameiginlegt þorra- hlaðborð og kvöldvaka. Fararstjóri Lovísa Christiansen. Miðasala á skrifstofu. Dagsferð laugard. 28. jan. Kl. 10.30 Kjörgangan: Siglu- bergsháls-Hópsnes-Bláa lónið. Dagsferð sunnud. 29. jan. Kl. 13.00.Skíðaganga. Útivist. Pýramídinn - andleg miðstöð Jóhanna G. Erlingsson flytur er- indi 2. og 4. hvert fimmtudags- kvöld kl. 20.00 í Pýramídanum. Erindin fjalla aðallega um menn- ingu fornþjóða, tengingu hennar við nútímann og skoðaðar verða ýmsar dulspeki- og heimspeki- kenningar ásamt trúarbrögöum fornþjóða. Fyrsti fyrirlesturinn verður í kvöld og fjallað verður um menningu og dulspeki Inka. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500. Pýramídinn, Dugguvogi 2, sími 588-1415. t JÚDIT JÓNBJÖRNSDÓTTIR kennari, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, er lést þann 21. janúar sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á sjóðinn Vinarhöndina. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurveig Bergsteinsdóttir, Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir. t HAFSTEINN BJÖRNSSON °9 JULIANNA BERGSTEINSDÓTTIR, verða jarðsungin föstudaginn 27. janúar. Útför Hafsteins Björnssonar verður gerð frá Lágafellskirkju kl. 10.30. Útför Júlíönnu Bergsteinsdóttur verður gerð frá Langholtskirkju kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, _... . . . _ Bjork Þorðardottir. t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Vesturgötu 7, áður Langholtsvegi 180, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Rún Guðmundsdóttir, Geir Birgir Guðmundsson, Petrea Helga Kristjánsdóttir, Jónas Þór Guðmundsson, Helena Sörensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU Þ. JÓNSDÓTTUR, Hvassaleiti 8, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Albina Thordarson, Óiafur Sigurðsson, Jón Thordarson, Guðfinna Thordarson, Sigurður Ingi Sigurðsson, Hallveig Thordarson, Emil B. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innnilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR, Háaleitisbraut 153, Reykjavík. Guðmundur M. Jónsson, Jakobína Þ. Pálmadóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Kai Lorange, börn og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR ÁRNA KRISTMUNDSSONAR, Skipasundi 30. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Jónsdóttir. Edda Guðmundsdóttir, Jóna Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. , BYOOINQAVÖRUVERSLUN Þ. ÞORGRIMSSON & CO AHtmf tll * lag»r Ármúla 29, sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.