Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 33
ið borgarbarn. Vík var ekki í alfara-
leið, húsið var stórt, dálítið útúr,
siginmaðurinn kallaður í vitjun á
'jllum tímum sólarhringsins, óvænta
gesti bar oft að garði og hún sem
hafði gengið á danskan húsmæðra-
skóla og var vön að geta keypt
nýjan fisk, svínakjöt og ófrosið
nautahakk þurfti að gerbreyta
neysluvenjum sínum því ekkert slíkt
fékkst í þorpinu. Árið 1982 fluttu
þau svo suður. í Reykjavík voru
dæturnar og barnabörnin tvö sem
hún dekraði ákaft. En það var ekki
nóg og mamma hvatti hana til að
sækja um afleysingastarf í sex vik-
ur hjá Kvennaframboðinu snemma
árs 1985. Amma var treg en dæt-
urnar lögðu hart að henni. Mamma
gleymir því aldrei þegar hún kom
að ömmu þar sem hún var að æfa
sig í vélritun á eldgamlan jálk sem
afi átti, þar stóð: „Ég er 51 árs,
ég kann ekkert, ég get ekkert.“
En hún fékk vinnuna og vikurnar
sex urðu mun fleiri og hún blómstr-
aði. Amma sannaði það fljótlega
fyrir sjálfri sér og öðrum að hún
kunni ýmislegt og gat heilmargt.
Hún vann reyndar megnið af vinn-
unni heima því það var svo lítið
næði til þess niðri á Hótel Vík þar
sem skrifstofan var til húsa. Þar
kynntist hún nýjum konum og nýj-
um hugmyndum. Mér verður eflaust
sögð sagan af því þegar hún kom
heim eftir fyrsta vinnudaginn og
spurði hvort tiltekin kona ætti
mann. Mamma þorði ekki að segja
henni að sú væri lesbía því henni
fannst amma afskaplega fordóma-
full í þeirra garð. Nokkru síðar
spurði hún móður sína um þessa
sömu konu til að athuga hvort við-
horfin væru enn þau sömu. „Nei,
nei, hún er lesbía,“ svaraði amma
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Hún sem hafði sem ung stúlka ótt-
ast fátt meir en homma yfirvann
fordóma sína á örskömmum tíma
og gerði óspart grín að sér. Lesbíur
voru með skrifstofu í húsinu og
margar • þeirra leituðu til hennar
með vandamál sín sem þær gátu
ekki rætt við sínar eigin mæður.
Þegar Kvennaframboðið var „lagt
niður“ missti hún vinnuna sem
henni var mikil eftirsjá af og hún
saknaði einnig stelpnanna. Frá
þessum tíma eru ljósmyndir af
henni á fundum og á framboðslist-
um, við borgarstjórnarkosningar
1986 og alþingiskosningar 1987.
Hún lét framsóknarmennsku
tengdasonar síns og vaxandi íhalds-
semi eiginmannsins ekkert á sig fá.
Ommu fannst gaman að ferðast
en gerði þó ekki mikið af því, enda
vildi afi helst fara í hestaferðir en
bakmein kom í veg fyrir að hún
gæti fylgt honum í þær. Þau sem
höfðu kynnst um borð í Gullfossi
þegar amma var að koma akfeit
heim úr húsmæðraskólanum fóru í
siglingu með tveimur hjónum úr
Vík árið 1967. í þeirri ferð var
keyptur tvíburavagn handa dætrun-
um sem ég mun leika mér með.
Seinna fór amma til Mæjorka með
Stínu sem vann í apótekinu hjá
afa. Það eru margar myndir úr ferð-
inni sem hún fór með Kristínu til
mömmu í New York. Hún lét ekki
aftra sér þótt hún væri með hönd-
ina í fatla og naut hverrar mínútu
þó svo að dæturnar neyddu hana
til að reykja í þvottahúsinu (henni
fannst svo áhugavert hvernig Kan-
arnir settu allan þvott í sömu vél).
Hún heimsótti líka mömmu á Benid-
orm og til Kaupmannahafnar. Loks
eru myndir úr ferðum þeirra afa til
Austur-Evrópu. Hún lét það ekki á
sig fá þótt hún kæmi ein heim í
tvígang og færi beint á sjúkrahús,
beinbrotin vegna vaxandi beinþynn-
ingar. Brotin greru, en nú fór heils-
unni að hraka og hún átti í raun í
fullu fangi með að halda lífi.
Amma vildi alls ekki að mamma
kæmi með mig á spítalann þar sem
hún hefur dvalist meira og minna
undanfarið ár, sagðist vera hrædd
um að ég smitaðist af einhverri
spítalabakteríu. Mamma gerði það
samt, því hún vildi að amma fengi
að sjá mig og gæti sýnt mig þeim
sem hjúkruðu henni og höfðu fýlgst
með meðgöngu minni og fæðingu.
I eitt síðasta skiptið sem amma var
MINNIIMGAR
heima horfði hún á mig þar sem
ég lá í burðarrúminu mínu, brosti
svo til mömmu og sagði með grát-
stafinn í kverkunum að þótt hún
gæti ekki tekið mig upp þá gæti
hún vel litið eftir mér og stungið
upp í mig snuðinu meðan mamma
hlypi út í hreinsun. Ég vona að hún
geti fylgst með mér úr fjarska og
verið vitni að því hvernig fjölskylda
hennar mun gera allt sem í hennar
valdi stendur til að spilla mér.
Mamma og myndaalbúmið munu
hjálpa mér til að kynnast ömmu
Fanneyju. Á ljósmyndunum sé ég
hvernig barnið breytist í ungling
og loks konu. Konu sem ég hefði
svo gjarnan viljað kynnast betur,
og langaði svo mikið til að kynnast
mér.
Vigdís.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í þröngan vinahóp. Góður vinur er
eitt það besta og mesta sem maður
eignast í lífinu og það kunni Fann-
ey Reykdal að meta manna best.
Við vorum fjórar vinkonurnar en
erum núna þijár eftir í sárum. Við
uxum úr samajarðvegi eins ogfjög-
urra laufa smári sem var vel rækt-
aður af foreldrum okkar. Við lékum
okkur saman sem börn og þekkt-
umst því frá barnæsku. Foreldrar
okkar höfðu lengi verið góðir kunn-
ingjar og vinir og héldu utan um
okkur af mikilli skynsemi í uppvext-
inum. Við vorum lukkunnar pamffl-
ar, nutum æskunnar og unglingsár-
anna vel og máttum gera næstum
allt sem okkur sýndist. Heimili okk-
ar voru opin okkur öllum alltaf og
þeim stóra vinaskara sem fylgdi
okkur.
Skátafélagsskapurinn var okkar
aðaláhugamál frá unga aldri. Við
bjuggum allar í Norðurmýrinni og
Skátaheimilið við Snorrabraut varð
brátt okkar fimmta heimili, þar sem
við urðum oft miðpunktar skáta-
skemmtana og urðum þess vegna
þó nokkuð sviðsvanar. Við vorum
t.d. ásamt nokkrum öðrum fengnar
til þess að koma fram á jólaskemmt-
unum hinna ýmsu íþróttafélaga í
bænum sem jólasveinar með sjálf-
um Jóhanni risa. Það var eftir mjög
vel heppnað jólasveinaatriði í
Skátaheimilinu. Seinna urðum við
auðvitað foringjar. I Skátaskólan-
um að Ulfljótsvatni dvöldum við oft
um sumur í lengri eða skemmri
tíma, gjörsamlega ógleymanlegur
tími í minningunni. Náttúruskoðun,
göngur og útilegur voru okkar
áhugamál.
Fanney var alltaf fjörug, fyndin
og hláturmild, en gat verið hvatvís
og ófeimin við að segja sína mein-
ingu. Oft átti hún frumkvæðið að
ýmsum uppátækjum okkar.
Eftir Barnaskólann í Landakoti
stóðst Fanney strangt inntökupróf
í Kvennaskólann í Reykjavík sem
veitti einna bestu menntun sem völ
var á fyrir ungar stúlkur á þeim
tíma. Seinna fór hún í Húsmæðra-
skólann í Holte í Danmörku.
Þannig leið lífsins vor.
Sumarið kom og við fundum okk-
ur maka sem bættust í vinahópinn.
Fanney giftist Vigfúsi Magnús-
syni læknanema árið 1955 og að
loknu námi og kandidatsári hans
settust þau að í Vík í Mýrdal, þar
sem Vigfús var héraðslæknir í 20
ár. Þau eignuðust þijár yndislegar
dætur og eiga nú fjögur barnabörn
sem Fanney unni heitt.
Það var mikið starf að vera eini
læknirinn í stóru héraði og lítið um
frístundir. Fanney tók þátt í því
starfi með honum af lífi og sál, við
rekstur apóteksins og læknastof-
unnar. Við uppeldi dætranna naut
hún sín best og gaf þeim það besta
sem hún átti. Alltaf var einhver í
kaffi í eldhúsinu hennar, sjúklingar,
aðstandendur þeirra, vinir og kunn-
ingjar fjölskyldunnar enda læknis-
bústaðurinn í þjóðleið. Alltaf bakaði
hún og eldaði frábæran mat. Hún
var húsmóðir fram í fingurgóma.
Það var ótrúlegt hvað þessari fín-
gerðu manneskju tókst að koma i
verk, en þar hjálpaði henni óbilandi
andlegt atgervi, sem hún hélt til
hins síðasta.
Eftir að fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur átti Fanney lengi við
heilsuleysi að stríða og voru spítala-
legur hennar margar.
Haustið kom of snemma.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Fanney, og þökkum þér sam-
veruna og vináttuna sem aldrei bar
skujgga á.
Astvinum hennar sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Anna Margr-ét, Áslaug
og Heba.
Þoka og þungbúið veður hefur
legið hér yfir New York undanfarna
daga, og grátt og drungalegt um
að litast. Það varð einnig grátt og
drungalegt í huga mínum þegar
Ragnhildur hringdi síðastliðinn
laugardag og tilkynnti mér lát
mömmu sinnar.
Ég hitti Fanneyju Reykdal í
fyrsta sinn austur í Vík fyrir rúmum
tuttugu árum. Ég hafði þá nýlega
kynnst Ragnhildi, miðdóttur þeirra
Vigfúsar, í fyrsta bekk í Kvenna-
skólanum. Bekkurinn ákvað um
vorið að fara í skólaferðalag austur
undir Eyjafjöll og að Dyrhólaey. í
leiðinni var komið við í Vík og buðu
foreldrar Ragnhildar öllum hópnum
inn í kaffi. Eg man alltaf hvað mér
fannst stórkostlegt að þau skyldu
bjóða okkur öllum, þessum þijátíu
stelpum, inn og finnast það lítið
mál. En það lýsir einmitt þeim end-
urminningum sem ég á af þeim
læknishjónunum í Vík, það var
aldrei neitt mál að bæta nokkrum
stelpum í hópinn.
Ófáar ferðirnar átti ég svo eftir
að fara austur með Ragnhildi á
meðan Fanney og Vigfús bjuggu í
Vík. Við skólastelpurnar notuðum
hvert tækifæri sem gafst til að
skella okkur austur; grímuball,
þorrablót, sveitaball eða bara til að
losna eina helgi úr skarkalanum
fyrir sunnan. Fá að skreppa á hest-
bak, spjalla saman, spila masterm-
ind, rölta um Víkina og spjalla við
læknishjónin um líðandi stund eða
pólitík.
Heimili þeirra stóð mér alltaf
opið hvort sem ég kom í fylgd Ragn-
hildar eða ein á leið til ættingja
minna. Þegar ég minnist Víkur-
heimsóknanna kemur upp í hugann
mynd af þeim hjónum standandi á
tröppunum ásamt hundinum Lubba
bæði þegar við komum og fórum.
Eitt sinn kom ég í mígandi rigningu
með rútu austan frá Hallormsstað
þar sem ég hafði heimsótt Ragn-
hildi sem vann þar á Edduhótelinu
sumarlangt. Þá beið mér opið hús
hjá Fanneyju. Útlendingarnir sem
voru mér samferða í rútunni öfund-
uðu mig mikið að hafa húsaskjól
þá nótt.
Það var alltaf notalegt að líta inn
til hennar eftir að þau fluttu suður,
hvort sem var á Flyðrugrandanum
eða seinna í Stigahlíðinni. Alltaf var
tími til að setjast niður og fá sér
kaffibolla og spjalla um líðandi
stund, kvennapólitíkina, börnin
hennar Kristínar, son minn eða
bara stelpurnar, Ragnhildi og
Ástríði. Þá kveikti Fanney sér
gjarnan í sígarettu.
Fanney var afar nett kona alla
tíð og smávaxin. Hún var hæglát
og aldrei heyrði ég hana kvarta
eitt einasta skipti um heilsu sína
þó ég vissi að hún gengi oft ekki
heil til skógar.
Hún var lengi búin að beijast við
veikindi og fyrr í haust færði sím-
bréf frá Ragnhildi þær fréttir að
mamma hennar væri dauðvona. Þá
voru nokkrar vikur í að Fanney
ætti von á sínu fjórða barnabarni,
frumburði Ragnhildar og Hafliða.
Hún ætlaði sér að lifa nógu lengi
til að sjá litla barnið og með óbil-
andi þrautseigju tókst henni það.
Vigdís litla náði því að verða
tveggja mánaða áður en amma
hennar dó.
Ég sendi þér Fanney, þessi fáu
orð héðan frá New York, sem mína
hinstu kveðju. Vigfús, Kristín, Finn-
ur, Ragnhildur, Hafliði, Ástríður og
barnabörnin fjögur, við Hrafn Óli
sendum ykkur okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Sigríður Jónsdóttir (Sía).
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
HELGI ÁGÚSTSSON
bifreiðastjóri,
frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit,
síðast til heimilis á elliheimilinu Grund í Reykjavík,
lést þriðjudaginn 24. janúar.
Aðalbjörg Helgadóttir, Víðir Kristjánsson,
Vala Björk Víðisdóttir,
Vera Víðisdóttir,
Viktor Víðisson.
t
Útför elskulegs sonar okkar,
ÞORSTEINS HELGA ÁSGEIRSSONAR,
Viðarrima 42,
Reykjavík,
sem lést á barnadeild Landakotsspítala
þann 20. janúar, fer fram frá Háteigs-
kirkju föstudaginn 27. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Styrktarsjóð barnadeildar Landakots-
spítala, sími 604300.
Ásgeir Þorsteinsson,
Magnea Hansdóttir.
Fósturmóðir mín,
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimiii aldraðra Blesastöðum,
áður Bakkagerði 7,
andaðist í Borgarspítalanum laugardag-
inn 21. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 31. janúar kl. 15.00.
Kristinn Gústafsson
og fjölskylda.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞYRI MARTA MAGNÚSDÓTTIR,
Tjarnargötu 16,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 27. janúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar
látnu, er bent á Líknarsjóð Dómkirkjunnar.
Erna Jónsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Baldur Zóphamasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug
við andlát og útförföður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KARLS JAKOBSSONAR
frá Haga
í Aðaldal.
Þráinn Karlsson, Birna Magnúsdóttir,
Örlygur Karlsson, Steingerður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Kærar þakkir fyrir samúð og vi
vegar fráfalls og útfarar föður
tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA PÁLSSONAR
kaupmanns,
Byggðarenda 1,
Reykjavík.
Elín Árnadóttir,
Baldvin Árnason,
Margrét Árnadóttir, Guðmundur Gústafsson,
Alexander Árnason,
Ólafur Árnason, Málfriður Arna Arnórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.