Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Rússland Þreföldun lágmarks- launanna samþykkt Moskvu. Reuter. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, bauð stjóm Borísar Jelts- íns Rússlandsforseta beiskan kaleik í gær; samþykkti fjárlagafrumvarp hennar við aðra umræðu en einnig frumvarp um að þrefalda næstum lágmarkslaunin sem gæti haft al- varlegar afleiðingar fyrir ríkissjóð- inn. Fjárlagafrumvarpið fékk ekki til- skilinn meirihluta í atkvæðagreiðslu fyrr um daginn en var samþykkt í annarri tilraun eftir áhrifaríka ræðu Anatolíjs Tsjúbajs aðstoðarforsæt- isráðherra. Dúman stefndi hins vegar mark- miðum fjárlagafrumvarpsins í hættu með því að samþykkja frum- varp um að þrefalda næstum lág- markslaunin. Stjómin hafði gert ráð fyrir því að fjárlagahallinn yrði um 7,7% af vergri þjóðarframleiðslu í fyrstu drögum fmmvarpsins. Míkhaíl Zad- ornov, formaður fjárlaganefndar Dúmunnar, hefur sagt að launa- hækkanimar kosti 30 billjónir rúblna, sem er tæpur helmingur fjárlagahallans sem stjómin stefndi að. Vladímír Panskov, íjármálaráð- herra Rússlands, sagði að ef efri deild þingsins eða forsetinn hindr- uðu ekki launahækkanimar gætu þær haft hörmulegar afleiðingar fyrir ríkissjóð. Fjárlagaframvarpið á að taka gildi 1. febrúar og Dúman tekur það nú til þriðju umræðu. Flensa og einkenni vannæringar í Kobe . u 1 Reuter FIMM ára stúlka ber í búið lak til að styrkja tjald sem hún og fjölskylda hennar hefur búið í frá því jarðskjálftinn reið yfir. Kobe. Reuter. FLENSUFARALDUR hefur brotist út meðal tugþúsunda húsnæðis- lausra íbúa Kobe-borgar í Japan í kjölfar jarðskjálftanna miklu í síð- ustu viku. Lýst hefur verið eftir neyðaraðstoð og læknar og hjúkr- unarfólk hvaðanæva úr landinu ver- ið hvatt til að koma til hjálpar á skjálftasvæðinu. Merki vannæringar era farin að sjást meðal um 300.000 manna sem misstu heimili sín og hafast við í 500 neyðarskýlum. Heilbrigðisþjónusta er að hruni komin vegna álags á lækna og hjúkranarfólk. Af um 1.400 sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum á Kobe-svæðinu eyðilagðist helming- urinn í skjálftanum mikla sém reið yfír Japan 17. janúar sl. Andleg sár Um það bil eittþúsund eftir- skjálftar hafa orðið á Kobe-svæðinu frá því stóru skjálftamir tveir riðu yfír. Þar af mældist einn skjálfti í gær 3,6 stig á Richter. Japanskir jarðskjálftafræðingar hafa undanfama daga spáð því að miklar líkur séu á því að fljótlega ríði yfír eftirskjálfti að styrkleika um 6 stig. Tekist hefur að koma hluta sam- göngukerfísins í og til Kobe í gang en talið er að allt að þrír mánuðir muni líða þar til vatnsveita og gas- flutningakerfí borgarinnar verður komin í lag. Auk manntjóns, meiðsla og skorts á hvers kyns nauðsynjum hafa skjálftarnir skilið eftir sig and- legt tjón hjá þeim sem komust af. Félagsvísindamenn segja að þau sár verði lengi að gróa. Clinton Bandaríkjaforseti reynir að sölsa undir sig miðjuna Hógyærð í stefnuræðu Boston. Morgunblaðið. STEFNURÆÐA Bills Clintons Bandaríkjaforseta á þriðjudags- kvöld hljómaði oft og tíðum eins og bergmál af þeim málefnum, sem hann lagði áherslu á í kosningabar- áttu sinni, en vildu gleymast á fyrstu tveimur árum hans í emb- ætti. Hann viðurkenndi að hafa „gert mín mistök“ þegar hann lagðist til „atlögu gegn erfiðum vandamál- um, sem of lengi höfðu verið virt að vettugi“. Clinton skoraði í hógværri ræðu sinni, sem ætlað var að endurmóta pólitíska ásjónu hans og efla traust almennings, á Bandaríkjamenn að gangast inn á „nýjan sáttmála" borgaralegrar ábyrgðar og beijast gegn út- blásnu ríkisbákni og lækkandi tekjum millistétt- arinnar. Clinton gerði f ræðunni tilraun til að hrifsa athyglina frá repúblikönum og sölsa undir sig hina pólitísku miðju. Oft hefði mátt ætla að repúblikani væri í ræðustól. Hann talaði um að útrýma fjárlagahalla og lækka skatta, um- breyta hinu misnotaða velferðarkerfí og stemma stigu við barneignum unglinga og ólög- legum innflytjendum. Áhersla á hið almenna Stefnuræðan var mörkuð af kosningasigri repúblikana í nóvember. Clinton er fyrsti demó- kratinn, sem ávarpar meirihluta repúblikana í báðum deildum í 40 ár. Með Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar- innar, að baki sér lagði hann áherslu á hið al- menna, en minna fór fyrir einstökum baráttu- og stefnumálum ef frá er skilin áskorun um að hækka lágmarkslaun. Þegar Clinton ávarpaði Bandaríkjaþing fyrir ári veifaði hann pennanum, sem hann kvaðst myndu nota til að undirrita nýtt framvarp um heilbrigðismál, og hótaði að beita neitunarvaldi ef það tryggði ekki öllum Bandríkjamönnum heilsu- tryggingu. Framvarpið leit aldrei dagsins ljós og nú kvaðst Clinton hafa „tekist meira í fang en hann réði við“. Að þessu sinni lét hann sér nægja að segja að það hlyti að vera hægt að komast að samkomu- lagi um „að gera eitthvað". Þótt greinilegt væri af ræðunni að Clinton gerði sér grein fyrir því að framkvæðið væri nú í höndum repúblikana gerði hann grein fyrir því að ákveðnum hlutum yrði ekki fórnað. Hann myndi ekki leyfa afnám laga, sem bönnuðu hríð- skotabyssur, eða láta böm einstæðra mæðra gjalda þess undir hvaða kringumstæðum þau komu í heiminn. Clinton sagði að þeir stjómarhættir, sem áttu upþtök sín í efnahagsstefnu Franklins D. Roosevelts í kreppu fjórða áratugarins, hefðu gengið sér til húðar með breyttum tímum. Sitt hlutverk væri að „endurreisa ameríska draum- inn fyrir alla þjóð okkar og tryggja að við verð- um enn styrkasta afl frelsis og lýð- ræðis í heiminum þegar við göngum inn í 21. öldina". Andi Johns F. Kennedys sveif hins vegar yfír vötnum þegar Clinton tal- aði um borgaralega skyldu og sagði að hverjum Bandaríkjamanni bæri skylda til þess að „gefa eitthvað aftur til samfé- lagsins". Clinton lagði mikla áherslu á að strika þyrfti út flokkslínur og draga úr áhrifum þrýsti- og hagsmunahópa. Skoraði hann á þingheim að hætta að þiggja gjafir og bað hann hafa aðeins eina spumingu að leiðarljósi: „Er það gott fyr- ir bandarísku þjóðina?" Óþarflega langri ræðu Clintons (hann talaði í 80 mínútur) var misjafnlega tekið. Oft var minnihluti demókrata einn um lófatakið, en repúblikanar sátu með hendur í skauti þar til Gingrich, sem á þriðjudag geislaði af sáttfýsi, stóð upp og klappaði. Gagnrýnir repúblikanar Phil Gramm, einn af leiðtogum repúblikana á þingi, sagði að tillögur Clintons um skatta- hækkanir næmu ekki nema þriðjungi af fyrir- huguðum lækkunum repúblikana. Trent Lott, öldungadeildarþingmaður repúblikana, kvaðst hafa vænst meiri sáttfýsi og sagði að tilraun hans til að vilja bæði skera niður ríkisbáknið og endurvekja traust manna til stjórnvalda bæri „klofnum persónuleika“ hans vitni. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild þingsins, benti Clinton í gærmorgun á það að hann hefði einfaldlega ekki atkvæði til að knýja fram tillögur sínar um að lækka lágmarkslaun. Dole sagði um helgina að hann myndi lýsa yfír forsetaframboði sínu annað hvort í mars eða apríl. í fréttaskýringu dagblaðsins The New York Times sagði að greinilegt væri að stjórn forset- ans hefði misst allan vind úr seglum. „Fólk verður búið að gleyma ræðunni eftir þrjá daga,“ sagði James Thurber stjómmála- fræðingur. „Hann hefur enn ekki lært að hann þarf að einfalda stefnu- skrá sína.“ Næstu tvö ár markast hins vegar ekki af þessari ræðu, heldur gerðum Clintons. Hvort hann ákveður að skrifa undir þau lög, sem repúblikanar senda inn á borð hjá honum, eða setur sig upp á móti þeim. Skoðanakannanir virtust sýna að Clinton hefði bætt sinn hag örlítið með stefnuræðunni, en í fréttatímum eftir stefnuræðuna varð ljóst hver er helsti keppinautur forsetans: Réttar- höldin yfír O.J. Simpson voru fyrsta frétt, en stefnuræðan sigldi í kjölfarið. Bill Clinton „Þarf að ein- falda stefnu- skrá sína“ Hætt við friðarför FULLTRÚAR fimmveldanna sneru í gær heim frá Bosníu og sögðu að hik og tregða Bosníu-Serba hefði komið í veg fyrir að deiluaðilar settust aftur að samningaborði. Treystu Serbar sér ekki til að samþykkja friðaráætlun fimm- veldanna ásamt korti um skiptingu landsins sem sátta- grundvöll í nýjum samninga- viðræðum. Deng ófær um að stjórna DENG Xiaoping, voldugasti leiðtogi kínverskra kommún- ista, er ekki lengur fær um að sinna daglegri stjórn lands- ins eða taka stefnumarkandi ákvarðanir vegna heilsubrests, að sögn áreiðanlegra heimilda. Heimildarmennimir, sem hafa aðgang að leyniþjónustumönn- um, segja að Deng hafí ekki komið nærri landsstjórninni í tvo mánuði. í nokkra mánuði þar á undan hafi hann einung- is haft stöku afskipti af stjórn mála. Þeir segja jafnframt, að „herskari lækna“ annist leið- togann níræða sem þjakaður er af margs konar sjúkdómum. Lang hættir við framboð SÓSÍALIST- INN Jack Lang dró í gær til baka framboð sitt í forseta- kosningun- um sem verða í Frakklandi í JackLang vor. Tveir ^ aðrir sósíalistar hafa hug á embættinu, þeir Lionel Jospin og Henri Emmanuelli, en hægrimaðurinn Edouard Balladur forsætisráðherra er talinn líklegur til sigurs. Vara við hjá- trú í Kína MÁLGAGN kínverska komm- únistaflokksins, Dagblað a1- þýðunnar, varaði í gær við vaxandi hjátrú í landinu. Trú á mátt tölunnar átta hefur breiðst út meðai landsmanna og ofurtrú á hvers kyns stokka og steina hefur gagntekið jafnvel trúleysingja í röðum áhrifamanna. Hvatti blaðið til þess að menn létu af slíkri iðju og hefðu ,jarðbundin vís- indi marxismans" fremur að leiðarljósi. Norðmenn skjóta eld- flaug NORÐMENN gerðu í gær til- raun með eldflaug sem ætluð er til geimrannsókna. Var henni skotið frá Andoya við Norður-Noreg og kom hún niður á Svalbarðasvæðinu, eins og til var ætlast, að sögn fulltrúa yfirmanns varnarmála í Norður-Noregi. Fréttastofan Interfax olli hræðslu í Rúss- landi og uppnámi á fjármála- mörkuðum með því að segja að eldflaug hefði verið skotið frá Noregi að Rússlandi en hún fallið til jarðar á Svalbarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.