Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________LISTIR Fiskur, skór, ljóð „Þá mun enginn skuggi vera til“ Leikþáttur- inn farið víða LEIKUST Lcikfclag Mcnnta- skólans í Ilamrahlíð MARAT/SADE Marat/Sade eftir Peter Weiss. Þýð- andi: Arni Björnsson. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Tónlistar- stjóri: Guðni Franzson. Búningar: Linda Björg Amadóttir. Aðalleik- endur: Bragi Skúlason, Soffía Bjamadóttir, Páll Pálsson, Helga Rafnsdóttir, Amaldur Finnsson, Haukur Agnarsson. Fmmsýning 21.1. Sýnt í Tjamarbíói. ÞAÐ verður að segja Leikfélagi Menntaskólans í Hamrahlíð til hróss að menn þar á bæ sýna vitsmunaleg- an metnað í leikritavali. I stað þess að rísia sér við einhvem meyjarhafta- misskilning af metsölulista bandarí- skrar lágmenningar takast emmhá- ingar á við STÓRU spurningarnar. í fyrra voru það vald og fagurfræði í Blóði og drullu. Nú eru það pólitísk grundvallaratriði. Þetta leikrit Peter Weiss heitir Morðið og ofsóknin á Jean Paul Marat flutt af vistmönnum Charenton-geðveikrahælisins undir stjórn markgreifa de Sade. Yfirleitt vekja leikrit og sögur með löng heiti þegar í stað tortryggni mína. Mig grunar strax að höfundur- inn sé annaðhvort úrkynjaður forma- listi eða að hann laumupokist með svo mikið efni í verkinu að það kom- ist ekki allt fyrir í því sjálfu heldur skvettist út fyrir eins og vatn úr barmafullri skjólu. Hið síðara á við hér. Peter Weiss hefur lítinn áhuga á persónunum í verkum sínum en er þeim mun uppteknari af sögulegri framvindu, stéttabaráttu og fræði- legri rökræðu. Hugmyndir takast á en ekki fólk. Hér glíma marxískar byltingarhugsjónir (Marat) við níh- ílíska einstaklingshyggju (de Sade) fyrir framan vitfirringa og „lum- penpróletaríat" (tötrughypjur?!) og þótt makráðir miðaldra áhorfendur séu e.t.v. orðnir móðir af leitinni að hverfulum sannleika hvað þá altæk- um, og þreyttir á geðveiki í leikritum sem er orðin svo útjöskuð að hún merkir ekki neitt, má með sanni segja að Marat/Sade eigi talsvert erindi. til ungs fólks sem vill læra að hugsa. Þessi sýning MH rennur áfram hnökralaust og hún er nokkuð heild- stæð en höfundur gerir áhorfandan- um stundum erfitt fyrir þegar upp- talning á viðhorfum Marats og de Sades og rökin fyrir þeim leysast upp í ringulreið og öngþveiti, havaríi geð- heilsulausra vistmanna Charenton- hælisins. Það er mikill þróttur í þessari sýn- ingu og stundum misjafnlega haminn eins og verða vill á skólasýningum. Sjúklingamir eru úthverfir og annar- legir í látbragði sínu en ekki fangað- ir og einmana á berangri hugans. Það er staðhæfing út af fyrir sig. Leikstjórinn, Rúnar Guðbrands- son, hefur á að skipa hæfíleikafólki. Páll Sigþór Pálsson, Tómas Lem- arquis og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir eru hvað mest áberandi meðal þeirra sem söfnuðu sér reynslu í Blóði og drullu í fyrra. Helga Ra- kel Rafnsdóttir brýst út úr algjöru sinnuleysinu á sannfærandi hátt. Braga Valdimari Skúlasyni og Arn- aldi Mána Finnssyni er mikið niðri fyrir sem hugsjónamönnum. Þeir eiga það sammerkt með öðrum aðal- leikendum að vera skýrmæltir þótt boðskapur réttlætisins hverfí stund- um í sturluðum dyn. Soffía Bjarna- dóttir stendur sig einkar vel sem Simonne. Tötrughypjurnar syngja hressilega. Búningar eru prýðiiegir og ekki spillir förðunin. Yfir henni er einhver hitabeltisskírskotun, vísun í vúdú og frumstæði sem Tómas Lemarquis undirstrikar með dæma- lausu látbragði sínu. Tónlistin hamrar á því að ekki sé allt í röð og reglu. Þýðing Árna Björnssonar er kjarnyrt en nokkuð fjálgleg. Einmitt það undirstrikar formlegar andstæður verksins og skapar dramatískt viðnám. Árni not- ar eitt vélrænasta orð tungunnar í þýðingu sinni, orðið mótaðili, orð sem oft heyrist þegar talað er um kjara- samninga en á eiginlega best við um titrara. Það er ekkert vélrænt í þess- ari sýningu MH í Tjamarbíói. Það frussar af henni. Guðbrandur Gíslason. LEIKÞÁTTURINN „Þá mun eng- inn skuggi vera til“ eftir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Ernu Pét- ursdóttur var frumfluttur hér á landi í byrjun október á síðasta ári. Síðan þá hefur hann verið sýnd- ur u.þ.b. 50 sinnum við góðar undir- tektir og oft hafa verið miklar umræður eftir leiksýningar. Farið hefur verið með leikþáttinn víða um land m.a. á Austfirði og Norðurland auk þess sem margar sýningar hafa verið á suðvesturhorninu. Leikþátt- urinn tekur um 30 mínútur í flutn- ingi og er ætlunin að sýna hann á vinnustöðum og hjá félagasamtök- um áfram fram á vorið. í kynningu segir: „Leikþátturinn fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess á áhrifamikinn og eftirminni- legan hátt. Hann gefur áhorfendum kost á að auka skilning sinn á þessu viðkvæma málefni, sem er eitt best varðveitta leyndarmál í samfélagi okkar og svartur blettur á sið- menntuðu þjóðfélagi. Eina persóna leiksins er kona, sem gerir upp for- tíð sína við óvenjulegar aðstæður, rifjar upp atburði úr æsku og lýsir áhrifum þeirrar reynslu sem hún varð fyrir. Konuna leikur Kolbrún Erna Pétursdóttir. Sýningarstjóri er Björg Gísladóttir. Leikþátturinn hentar vel til sýn- ingar í kaffitímum eða í lok vinnu- dags á vinnustöðum og á fundum hjá félagasamtökum. Það er von aðstandenda sýningarinnar að tak- ast megi að auka umræðu um sifja- spell og afleiðingar þess, því fræðsla og upplýst umræða er grundvöllur þess að forða megi börnum og ungl- ingum frá lífsreynslu sem getur valdið þeim óbætanlegu tjóni. Rétt er að geta þess að sýningin er ekki við hæfi barna.“ Það eru Menningar- og fræðslu- samband alþýðu og Stígamót sem standa að sýningunni ásamt þeim Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og Björgu Gísladóttur. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og sá hún jafn- framt um leikmynd og búninga ásamt þeim Kolbrúnu og Björgu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um sölu á leikþættinum og eru allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Besti vinur ljóðsins Skáldakvöld til styrktar Súðvíkingum BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Hótel Borg í kvöld kl. 21, þar sem koma fram mörg kunnustu skáld landsins og Guðni Franzson klarinettu- leikari. Aðgangseyrir rennur óskiptur til söfnunarinnar Sam- hugur í verki til styrkt- ar Súðvíkingum. Þetta er fyrsta skáldakvöld Besta vinar ljóðsins í hálft annað ár. Eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum, Helgi Hálfdanarson, Ingibjörg Haraldsdótt- Vigdís Grímsdóttir Þorsteinn frá Hamri ir, ísak Harðarson, Sigurður Páls- son, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Þá mun Guðni Franszon flytja tvö verk, Ljóð eftir Lugiano Berio og íslenska þjóðlagasyrpu. Kynnir verð- ur Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur. Hótel Borg leggur húsnæði til ókeypis og listamennirnir koma fram endurgjaldslaust. Miðaverð er 1.000 krónur. Full- trúar Rauða krossins munu annast miðasölu og verður hægt að borga með greiðslukortum. Nýjar bækur FJÖLSKYLDAN, uppspretta lífs- gilda hefur að geyma á þriðja tug erinda sem flutt voru á málþingi í janúar 1994, en þar fjölluðu sérfræð- ingar, hver á sínu sviði, um ytri og innri aðstæður fjölskyldna. Við- fangsefnið er víðfemt og bókin íjöl- breytt. Meðal annars er fjallað um opinbera fjölskyldustefnu, um fjöl- skylduna i skuggsjá sögunnar, um afkomu heimilanna, um lagalega stöðu fjölskyldunnar og breytingar á heimilum síðustu áratugi. Sér- hæfðari viðfangsefni s.s. fötlun, öldrun og unglingskáriin fá sérstaka umfjöllun og um ástina er fjallað í greininni „Listin að elska, listin að lifa“. í bókinni er einnig að finna skýrslu landsnefndarinnar, sem nefnist Umhverfi fjölskyldunnar. Skýrslan var að mestu leyti unnin á árinu 1992. Þar er að finna ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um fjöl- skyldugerðir á Islandi, um fjöl- skylduslit og bameignir svo og ýms- an fróðleik um réttindi og bætur til fjölskyldna hér á landi. Landsncfnd um Ár fjölskyldunnar 1994 og félagsmálaráðuneytið gefa bókina út. Bókin verður til sölu íeftir- tölum bókaverslunum; Bóksölu stúd- enta, Bókaverslun Máls ogmenning- ar, Eymundsson og Bókabúð Jónasar á Akureyri. Hún kostar 1.900 krónur. Allt í misgripum eftir Will- iam Shake- speare LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir í kvöld kl. 20.30 gamanleikinn Allt í mis- gripum eftir William Shake- speare í Félagsheimili Kópavogs. Æfingar hafa staðið yfir síðan í september, en Iokaundirbún- ingurinn hófst upp úr áramót- um. Yfir 20 manns taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Eggert Kaaber, en tónlist samdi Hlynur Aðils og lýsing er í höndum Alexand- ers Ólafssonar. AÐSTANDENDUR sýningarinnar. Ævisaga Þorsteins flugstjóra á ensku BÓK Þorsteins E. Jóns- sonar flugstjóra, „Dans- að í háloftunum", var gefín út í Bretlandi í desembermánuði síð- astliðnum. Sjálfur þýddi Þorsteinn bókina á ensku og gerði ýmsar breytingar á henni, svo að hún væri meira við hæfí erlendra lesenda. Til dæmis stytti hann kaflann um uppvaxtar- árin á íslandi. Aftur á móti endurbætti hann frásagnir af atburðum sem áttu sér stað þegar hann flaug sem orrustu- flugmaður í breska flug- hemum í seinni heimsstyijöldinni. Einnig hefur hann bætt við nokkrum ljósmyndum frá þessum árum. Á ensku heitir bókin „Dancing in the skies“ og mun fátítt að ævisaga íslendings sé gefin út á erlendri tungu. Bókin verður til sölu víðsvegar í heiminum. Hér á landi mun Bókaútgáfan Set- berg, Freyjugötu 14, Reykjavík, sjá um dreif- ingu hennar. Breska útgáfufyrir- tækið hefur sýnt áhuga á að gefa út seinni bók Þorsteins, „Viðburðarík flugmannsævi“. Þessi enska útgáfa fyrra bindis, Dancing in the skies, fæst nú í bóka- búð Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykjavík, og kostar 2.998 krón- ur. Þorsteinn E. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.