Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D
21. TBL. 83. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Æ fleiri
búaeinir
Lundúnum. Reuter.
Æ FLEIRI Bretar kjósa ein-
lífi - búa einir, eignast börn
utan hjónabands og skiija,
samkvæmt skýrslu bresku
hagstofunnar um félagsleg-
ar breytingar í Bretlandi
sem birt var í gær.
Bretar hneigjast einnig til
þess að giftast og eignast
börn seinna en fyrir aldar-
fjórðungi, auk þess sem þeir
eru heilbrigðari en feitari.
„Hluti þeirra sem búa ein-
ir hefur næstum tvöfaldast
frá því í byijun áttunda ára-
tugarins og er nú 11%,“ að
sögn skýrsluhöfundanna.
„Tíðni hjónaskilnaða hef-
ur meira en tvöfaldast frá
1971 og eru tíðari en í
nokkru öðru Evrópusam-
bandsríki,“ sögðu höfund-
arnir. „Hins vegar hefur
giftingum fækkað, þannig
að nú er einn hjónaskilnaður
á hverjar tvær giftingar.“
U.þ.b. þriðja hvert barn
sem fæðist er óskilgetið, en
árið 1971 fæddist eitt af
hveijum tíu börnum utan
hjónabands.
Harðar sprengjuárásir á vígi Tsjets.íena í úthverfum Grosníborgar
Búa sig undir
stórsókn Rússa
Saksóknarar
í Simpson-
málinu
gagnrýndir
JOHNNIE Cochran, aðalverjandi
O.J. Simpsons, sagði í gær að lög-
reglumenn og saksóknarar hefðu
sniðgengið mikilvæg vitni sem
hefðu getað sannað sakleysi
íþrótta- og sjónvarpshetjunnar.
Cochran sagði að vitni hefði séð
fjóra menn hlaupa frá húsi þar
sem fyrrverandi eiginkona Simp-
sons, Nicole Brown Simpson, og
vinur hennar, Ronald Goldman,
voru myrt 12. júní. Vitnið hefði
haft samband við lögregluna og
saksóknara en þeir hefðu ekki
viljað hlusta á það.
Annað vitni hefði reynt að ná
tali af embættismanni saksókn-
araembættisins en hann hefði ver-
ið upptekinn við að ræða við miðil.
„Þetta mál snýst um það að
menn voru of fljótir að dæma og
voru helteknir af því að sigra
hvað sem það kostaði," sagði
Cochran, sem fór einnig fögrum
orðum um sakborninginn sem
heiðarlegan og umburðarlyndan
mann sem hefði fyrirgefið konu
sinni framhjáhöld. Hann vitnaði
óspart í menn eins og Martin
Luther King, Abraham Lincoln
og Cíceró.
Grosní, Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKAR hersveitir gerðu í
gær harðar sprengjuárásir á vígi
Tsjetsjena í úthverfum Grosní, höf-
uðstaðar Tsjetsjníju, og tsjetsjensk-
ir hermenn sögðu að Rússar væru
að undirbúa stórsókn til að hrekja
uppreisnarherinn í burtu.
„Pavel Gratsjov [varnarmála-
ráðherra Rússlands] sagði í gær
að borgin væri að mestu á valdi
Rússa og andstaðan væri aðeins á
nokkrum svæðum," sagði tsjetsj-
enskur hermaður og glotti. „Dæmi-
gert. Við ætlum að sýna honum
núna hvernig ástandið er í raun
og veru.“
„Við búumst við mikilli sókn
núna með skriðdrekum og her-
mönnum til að flæma okkur á
brott,“ sagði annar Tsjetsjeni í her
uppreisnarhéraðsins. „Hver okkar
getur ráðist á að minnsta kosti einn
skriðdreka. Jafnvel þótt við þurfum
að henda okkur undir þá. Við heyj-
um núna heilagt stríð.“
Tvær rússneskar þyrlur voru
skotnar niður í grennd við Grosní
í gær og allir í áhöfnunum, sex
manns, biðu bana.
Gratsjov lofsamaður
Öryggisráð Rússlands kom sam-
an í Moskvu undir forystu Borísar
Jeltsíns forseta og fór lofsamlegum
orðum um framgöngu Gratsjovs í
Tsjetsjníju-málinu. Ráðið sam-
þykkti einnig að færa stjóm hern-
aðaraðgerðanna í Tsjetsjníju frá
hernum til innanríkisráðuneytisins,
sem endurspeglar það mat ráðsins
að herinn hafi lokið ætlunarverki
sínu.
/níerfax-fréttastofan hafði eftir
Gratsjov að hann hygðist víkja sex
eða sjö hershöfðingjum frá fyrir að
neita að taka þátt í hernaðaraðgerð-
Reuter
TSJETSJENSKIR flóttamenn á troðfullum vörubíl á leið frá
Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Um 10.000 óbreyttir borgarar eru
enn í Grosní og ráðgert er að flytja a.m.k. helminginn á brott.
unum í Tsjetsjníju. Eina nafnið sem
hann nefndi var Edúard Vorobev,
næstæðsti yfirmaður rússnesku
hersveitanna í héraðinu.
Fréttastofan Izvestía sagði að
ráðgjafar Jeltsíns væm að undirbúa
stofnun þjóðvarðliðs sem yrði undir
beinni stjórn forsetans. Samkvæmt
heimildum fréttastofunnar verður
þjóðvarðliðið „tæki í baráttunni um
pólitísk völd“ og „vopnuð stoð hins
pólitíska leiðtoga ríkisins". Liðið á
að vera tiltölulega fámenn úrvals-
sveit og því verður aðallega falið
að fást við innanríkisvandamál, að
sögn fréttastofunnar.
ísraelar ákveða að reisa
hundruð húsa í óhökk PLO
Jerúsalem, Amman. Reuter.
Reuter
Morðárás
í Moskvu
Moskvu. Reuter.
LÆKNAR í Moskvu reyndu í gær
að bjarga lífi Georgys Karkarashvil-
is, fyrrverandi varnarmálaráðherra
Georgíu, en skotið var á hann og
fylgdarmann hans af vélbyssu úr
launsátri í borginni í gærmorgun.
Karkarashvili, sem varð að láta
af embætti er honum mistókst að
bijóta á bak aftur uppreisn Abk-
haza í Georgíu, sótti námskeið hjá
rússneska herráðinu. Fylgdarmað-
urinn, Paata Datuashvili, lést í árás-
inni, hann var staðgengill Karka-
rashvilis á ráðherraárunum.
Ofbeldisárásir gegn stjórnmála-
mönnum Georgiumanna hafa verið
tíðar og í desember var einn af
helstu stjórnarandstöðuleiðtogun-
um, Gia Chanturia, myrtur. Eigin-
kona hans, Irina, sem einnig er
stjórnmálamaður, særðist illa.
Sjónvarpsbanni aflétt
Dómarinn, Lance Ito, aflétti í
gær banni við beinum sjónvarps-
útsendingum frá réttarhöldunum
eftir að sjónvarpsstöð baðst af-
sökunar á þeim mistökum að sýna
andlit varamanns í kviðdómnum.
Dómarinn hafði gefið fyrirmæli
um að ekki mætti sýna kviðdóm-
arana.
Myndin er af verjendum Simp-
sons á leið í dómsalinn, umkringd-
um fjölda fjölmiðlamanna.
NEFND ísraelskra ráðherra ákvað í gær að heim-
ila smiði hundraða nýrra íbúðarhúsa á Vest-
urbakka Jórdanar þrátt fyrir harða andstöðu Frels-
issamtaka Palestínumanna (PLO). Nefndin ákvað
þó að hægja á sölu íbúðanna til að freista þess
að hindra að friðarviðræðumar við Palestinumenn
sigldu í strand vegna deilunnar.
Abraham Shohat, fjármálaráðherra ísraels,
viðurkenndi að stjóm Yitzhaks Rabins væri nú
að heimila þrefalt örari byggingarframkvæmdir í
þágu gyðinga á hemumdu svæðunum en stjórn
Likudflokksins. Þegar fréttamenn spurðu Shohat
hvernig stjórnin hygðist útskýra áform hennar um
frekara landnám fyrir Palestínumönnum svaraði
hann: „Við ætlum að útskýra það.“
Binyamin Ben-Eliezer húsnæðismálaráðherra
sagði að 800 íbúðir, sem þegar hafa verið reistar
í Maale Adumim nálægt Jerúsalem, yrðu seldar.
Ennfremur yrði hafist handa við byggingu 1.080
íbúða til viðbótar, en aðeins 500 þeirra yrðu seldar
í ár.
Nefndin ákvað ennfremur að heimila sölu á 350
íbúðum sem þegar hafa verið smíðaðar í Givat
Zeev, norður af Jerúsalem, og að allt að 800 ný
hús yrðu reist þar.
Palestínumenn höfðu krafist þess að bygging-
arframkvæmdum yrði hætt, einkum í „Stór-Jerú-
salem" eins og fsraelar hafa kallað svæðið. Þar
er m.a. Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja
gera að höfuðborg framtíðarríkis síns.
Arafat mótmælir
Flokkur heittrúaðra gyðinga, Shas-flokkurinn,
hafði hótað að ganga til samstarfs við Likud-flokk-
inn ef dregið yrði verulega úr frekara landnámi.
Til að friða flokkinn samþykkti ráðherranefndin
sölu á 1.000 íbúðum í Betar í grennd við Jerúsal-
em þar sem Shas nýtur mikils fylgis.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sem var í heim-
sókn í Jórdaníu, sagði að áform ísraela væru brot
á samkomulagi þeirra við PLO um að hætta við
frekara landnám gyðinga.