Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 25
MORGÚNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 25
AÐSENDAR GREIIMAR
Greiðsluvandi heimilanna
Ráðgjafar taki
höndum saman
ÁRUM saman hafa
félagráðgjafar m.a.
unnið að leiðsögn í fjár-
málum einstaklinga.
Óteljandi skjólstæðing-
ar hafa með þeirra að-
stoð fengið sýn yfir
eigin aðstæður, fjár-
hagslega ráðgjöf og
hjálp við að koma fót-
unum undir sig á ný.
Er það þá virkilega svo
að með tilkomu ráð-
gjafar fjármálasér-
fræðinga, sé ætlunin
að losa sig við hina
reyndu félagsfræðinga
og setja í þeirra stað
hálflærða og óreynda „oflátunga",
sem kunna eitthvað fyrir sér í fjár-
málum og hagfræði? Þessi spurning
hefur komið upp í umræðunni um
endurskipulagningu og breytt hlut-
verk félagsmálastofnananna í Nor-
egi. En það getur nú ekki verið svo
flókið eða erfitt að setja upp
greiðsluáætlun fyrir eina fjölskyldu
eða hvað? Ein helsta ástæða upp-
stokkunar og endurskipulagningar
félagsmálastofnananna í norsku
sveitarfélögunum var sú staðreynd,
að vandamál tengd fjármálum fólks
og einstaklinga hlóðust upp og haf
sífellt orðið flóknari og erfiðari við-
fangs og reyndar vaxið stofnunun-
um yfir höfuð. Öll norsku átaks-
sveitarfélögin sem komið hafa á
fjármálaráðgjöf eru sammála ’Um
að til að góður árangur náist í
meðferð vandamálanna, sé fagleg
hæfni meðferðaraðila algert skil-
yrði. Hvort fjármálaráðgjöfunum
eða hagfræðingunum sé best fyrir
komið á félagsmálastofnununum
sjálfum eru skiptar skoðanir um.
Ef félagsfræðingur menntar sig á
hagfræðisviði og nær sér í 5-6 ára
reynslu í banka getur hann orðið
frábær fjármálaráðgjafi - en það
eru tæplega margir, sem tilbúnir í
slíkan undirbúning, að mati Alfs
Andersens félagsmálastjóra í
Frederikstad. Liv Valstrand í Nesi
er þessu sammála. „Það verður
enginn hagfræðingur, félagsfræð-
ingur eða hjúkrunarfæðingur á
nokkurra vikna námskeiði - þótt
það gagnist einhveijum í starfi."
Andersen bendir á að hagfræðin
byggist bæði á ákveðinni grunn-
menntun og á reynslu: „Reynslan
er þýðingarmest og það þjónar litl-
um tilgangi, að ráðatil fjármálaráð-
gjafar hámenntað en reynslulaust
fólk. Persónuleg færni og eiginleik-
ar skipta líka miklu. Ekki voru allir
félagsfræðingar sleipir í stærðfræð-
inni á skólaárum sín-
um.“
Miklar kröfur
Hví skiptir menntun
og reynsla ráðgjafa
svo miklu máli? Er
virkilega svo erfitt að
setja upp greiðsluáætl-
un fyrir fjölskyldu?
Nei, en hagfræðing-
arnir sinna fleiru en
því. Nefna má: kort-
lagningu vandamála,
greiningu fjármála-
stöðu, aðstæðna og
afleiðinga auk gjald-
þolsáætlana. Það er
meira en að segja það að vinna úr
fullum poka af reikningum og skjöl-
um og að leggja fyrir á skipulegan
hátt framtíðar áætlanir, þar sem
tekið er tillit til fjölda breytilegra
þátta. „Auk þessa nýtast hagfræð-
ingamir til margra annarra verk-
efna.“ segir Alf Andersen. „Þeir
sinna samskiptum við banka og
bankarnir í Frederikstad hafa sann-
reynt að ráðgjafarnir og starfsfólk
bankanna vinna vel saman, tala
sama tungumálið. Þeir leggja mat
á verð íbúða, eiga samskipti við
húseigendur um leigusamninga og
kjör og hafa td. komið á nýjum
vinnubrögðum gagnvart viðsemj-
endum eins og td. orkufyrirtækjum.
Þannig er ekki fyrir hendi lengur
nein sjálfvirkni á greiðslu orku-
reikninga af hendi félagsmálastofn-
unar.“
Hönd í hönd
Allir eru sammála um nauðsyn
þess að hafa hagfræðinga starfandi
að ráðgjöfinni en jafnvissir um að
þeir koma ekki í stað félagsfræðing-
anna. Þar gildir bæði ... og, ekki
annaðhvort ... eða. Sumir þurfa
nauðsynlega að hafa yfirsýn á báð-
um sviðum, einkum þeir sem taka
á móti nýjum skjólstæðingum. í
Onsöy er bæði séfræðingar og fjöl-
hæfismenn að störfum. Einhveijir
verða að sjá heildarmyndina, aðrir
að sinna sérhæfðum hlutum. Al-
gengast er að félagsfræðingur fái
það hlutverk að meta heildarvand-
ann og kalli til hagfræðing eða lög-
fræðing í móttkusamtöl eftir eðli
máls. I Onsöy er tilhneiging til að
kalla frekar til lögfræðing og í bæði
Nesi og Mið-Guðbrandsdal hafa lög-
fræðingar verið ráðnir til ráðgjafar-
starfa. í Ráde telur félagsmála-
stofnun mikla þörf á liðsinni lög-
fræðings einkum í nauðungarmál-
um, sem oft eru bæði flókin og yfir-
gripsmikil í skilningi lögfræðinnar.
I Nesi hefur lögfræðilegur ráðu-
nautur verið að störfum í þijú ár
og hefur það gefið góða raun bæði
hvað þjónustu við skjólstæðinga
snertir og í vandaðri málsmeðferð
en áður. Náin samvinna félagsráð-
gjafa, lögfræðinga og hagfræðinga
er þeim til gagnkvæms hags. Sú
gagnkvæmni kemur fram í bættri
þjónustu við skjólstæðinga. Sjá má
að félagsfræðingarnir hafa lært að
hugsa á hagfræðilegum brautum
og að hagfræðingarnir eru orðnir
áhugafélagsráðgjafar.
í Frederikstad er reynslan sú að
ekki reynist alltaf auðvelt að fá ólíka
faghópa til að vinna saman. Fyrir
kemur að menn líta á vandamálið
eingöngu frá sínum sjónarhóli og
því orðið ósammála um aðferðir og
lausnir. Fyrir hendi er þó vilji til að
bæta úr slíkum samstarfsörðugleik-
Ekki er óalgengt að
skjólstæðingar, segir
Jón H. Karlsson,
leggi sín mál með
öðrum hætti fyrir fé-
lagsráðgjafann en
fyrir bankann.
um. Félagsfræðingamir og hag-
fræðingamir eiga mikil samskipti,
hittast á sameiginlegum starfs-
mannafundum, vinna að sameigin-
legu vinnuferli og læra mikið hver
af öðrum.
Banki eða ekki banki
Meira ber á þvi í umræðunni
hversu sammála menn em um þörf-
ina fyiir að fjármálaráðgjafi sé til
staðar en því hversu ósammála þeir
eru í afstöðu sinni til þess að vinna
með bönkunum. í Lörenskog er
unnið mjög náið með bankanum að
lausn mála og það fer fyrir bijóstið
á mönnum annars staðar. „Bankinn
hefur hvort eð er 80% málanna á
sinni könnu og þar liggur hæfnin
og getan til að ráð þeim til lykta.
Við nýtum okkur það,“ segir Björn
Kittilsen og finnst órökrétt að öll
sveitarfélög í Noregi þurfi að ráða
sérstaka ráðgjafa eða koma á fót
stofnun til að ráða bót á vandamál-
unum í Ijósi þess að fjöldi mála er
mjög mismunandi eftir stærð sveit-
arfélaga og þau ekki í stakk búin
fjárhagslega til að standa undir
Jón H. Karlsson
kostnaðinum við slíka ráðgjöf. í
Ráde situr hins vegar bankastjórinn
í nefnd með fulltrúum sveitarfélags-
ins og miðlar þar af sinni faglegu
kunnáttu. Annars staðar finnst
mönnum af hinu góða að eiga góð
samskipti við bankana, þótt ekki sé
með formlegum hætti. Almennt vilja
menn síður fallast á að svo bein og
mikil afskipti bankana, sem stað-
reyndin er í Lörenskog, séu með
þeim hætti að þau gagnist fyllilega
við heildarráðgjöf, bankinn eigi of
mikilla beinna hagsmuna að gæta.
í Onsöy segja menn að Lörenskog-
aðferðin jafngildi því að hundi væri
falið að gæta beins. Hvernig getur
bankinn beitt sjálfan sig nauðsyn-
legum þrýstingi við samningsgerð
og frágang máls skjólstæðings sem
er í skuld við bankann? Við getum
náð betri árangri en bankinn. Við
gefum ekki meira en við erum nauð-
beygð til - bankinn gerir það ekki
fyrir okkur. í Lörenskog segjast
menn alltaf kanna rækilega eftir á
niðurstöðu bankans - einkum ef um
er að ræða lántakendur hjá bankan-
um sjálfum. Reynslan af vinnu
bankans sé góð.
Flestir telja sig færa um að rækja
betur ráðgjafarhlutverkið í gegnum
sínar stofnanir. Þær fýlgi skjólstæð-
ingnum betur eftir en bankinn er
fær um. Ákveðinn vandi felst í því
hvemig gera á upp þjónustu bank-
ans við sveitarfélagið, sé um eitt-
hvað meira og flóknara að ræða í
þjónustu bankans en einungis einn
frágenginn samning um greiðsluað-
lögun vegna eins máls. Afgreiðsla
einstakra mála tekur mjög mismun-
andi langan tíma t.d. allt frá hálfri
klukkustund til 10-12 klukku-
stunda í Nesi. Menn óttast þó ekki
að skortur sé á hæfu starfsfólki til
að sinna ráðgjöf.
leita sjálfviljug ráðgjafar hjá hús-
næðisstofnun en 30% er vísað þang-
að frá félagsmálastofnun. Aðrir
ráðamenn em jafn sannfærðir um
ágæti þess að koma ráðgjöfinni fyrir
innan veggja félagsmálastofnunar.
Vönduð íjármálaráðgjöf leiðir til þess
að engin skömm er að því að sækja
hana þangað sem hún stendur til
boða. Þannig fær félagsmálastofnun,
sem stendur að vandaðri ráðgjöf,
allt aðra ímynd en áður að mati eins
félagsmálastjórans. Þetta er álit
fleiri. Fyrra viðhorf fólks til félags-
málastofnunar er á undanhaldi í
Frederiksstad. Stofnunin er ekki
lengur í hugum fólks, eingöngu
samastaður þeirra sem em á félags-
legu framfæri. í Frederiksstad er
þeim sem eiga erfítt með að leggja
leið sína á staðinn boðið upp á að
panta tíma í síma og koma inn „bak-
dyramegin“ til að losna við sviðsljós-
in.
Engu að tapa
Sum sveitarfélaganna sjá kost í
að vera með ráðgjöfina óháða félags-
málastofnuninni eftir að komið er á
samband skjólstæðinga og ráðgjafa,
ekki síst í því ljósi að skjólstæðing-
amir hafi í raun engu að tapa með
því að leggja spilin á borðið. Það er
nefnilega ekki óalgengt að þeir leggi
sín mál með öðmm hætti fýrir félags-
ráðgjafann en fýrir bankann. Hjá
fjármálaráðgjafanum getur fólk lagt
öll sín mál fyrir án þess að sverta
þau eða skreyta aðstæður sínar.
Ráðgjafamir em hlutlausir og fólki
er gert ljóst að hjá þeim er ekki
annað að sækja en faglega ráðgjöf.
Lánadrottnar hafa heldur engu að
tapa þeir vita að að sveitarfélagið
leggur ekki til eigið fjármagn til að
leysa vandann og því teygja þeir sig
lengra en ella til að leysa málin.
Hvar á ráðgjöfin að vera?
Á að hefla þröskuldinn eða hoppa
yfir hann? Þröskuldurinn í dyram
félagsmálastofnana er hár og mörg-
um finnst erfitt að stíga yfir hann í
fyrsta sinn. Þessi fyrirstaða virkar
þannig á marga einstaklinga - bæði
eldri og yngri en þó einkum elsta
fólkið - að það líður frekar skort
en að leita á náðir félagsmálayfir-
valda. Tilboð um fjárhagsráðgjöf án
meðfylgjandi félagslegrar aðstoðar
getur átt þátt í að lækka þennan
ímyndaða þröskuld. Sú _er reynsla
norsku sveitarfélaganna. Á hinn bóg-
inn er alveg ljóst að fleiri, a.m.k í
fyrsta sinn, leita ráðgjafar, ef þeir
þurfa ekki að stíga fæti yfir hinn
þyrnum stráða þröskuld félagsmála-
stofnunarinnar. Hvemig er best að
bijóta niður fordómana?
Þetta hefur verið mikið rætt í
Noregi. Flestir era á því að betra
sé að hafa ráðgjöfina annars staðar
en á félagsmálastofnuninni, því að
svo margir óttast þann stimpil sem
þeir fá í samfélaginu með því að
láta sjá sig þar. Fólk kemur t.d. frek-
ar af sjálfsdáðum á húsnæðisstofn-
anir sveitarfélaganna en á félags-
málastofnanir til að leita ráða. Þann-
ig em dæmin í Mið-Guðbrandsdal
studd tölum. 70% skjólstæðinganna
Höfundur var aðstoðarmaður fv.
félagsmálariðherra.
n
/-/:M:
ELFA VORTICE
VIFTUR
AUKIN VELLÍÐAN!
Spaðaviftur Baðviftur
hv.-kopar-stál með tímarofa
Gluggaviftur Röraviftur
inn- og útblástur margar gerðir
Einar Farestveit&Co. hf.
Borgartúni 28 562 2901 og 562 2900
k öorga
mm
/:/:/:/:/:/:l:l
Nezeril losar um nefstíflur
Nezeril® er lyf sem losar um nefstíflur
af völdum bólgu í nefslímhúð, t.d. vegna kvefs.
Einnig er Nezeril* notað sem stuðningsmeðferð
við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum [ nefi.
Nezeril" verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi
sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt
er aö lesa vandlega leiöbeiningar um skömmtun
sem eru á fylgjseöli með lyfinu.
Blátt Nezeril® fyrir fulloröna
Nezeril fæst
i apotekinu
Bleikt Nezeril* fyrir böm
Nezeril (oxymetazolin) er lyf sem losar
nefstíflur af völdum Kvefs. Verkun
kemur fljótt og varir í 6-8 Wst.
Aukaverkanir: StaðbunOín erting
kemur fyrir. Varúö: Ekki er ráölagt að
taka lyfiö oftaren 3svar á dag né
lengur en 10 daga i senn. Aö Öðrum
kosti er hætta á myndun lyfjatengdrar
nefslimhimnubólgu. Ne2eril á ekki aö
nota v»ö ofnærnisbótgum I nefi eða
langvarandl nefstíflu af öörum toga
nema í samráöi viö læknl. Leitið tH
læknis et tikamshiti er hærri en 38,5° C
lengur eii 3 daga. Ei mikill verkur er til
stáöar, t.d eyrnaverkur, ber einnig aö
leita faaknis.
Skömmtun: Skömmtun er
einstaktingsbundin. Losiö teiöbeiningar
sem fylgja hverri pakkningu lyfsins
Umboö og dreifing. Pharmaco hf