Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 52
/ m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Erlendar skuldir rík- is hærri en árstekjur ERLENDAR skuldir ríkisins náðu því marki að verða hærri en árstekjur ríkissjóðs á árinu 1993, en í árslok námu erlend- ar skuldir 102,3 milljörðum kr. en tekjur rúmum 100 millj- örðum. Ríkisendurskoðun vek- ur athygli á þessu í skýrslu sinni um endurskoðun ríkis- reiknings fyrir árið 1993. Langtímaskuldir ríkissjóðs hækkuðu á árinu 1993 um rúma 26 milljarða kr. eða um 17,3%. Bókfærður höfuðstóll ríkissjóðs í árslok 1993 var neikvæður um 178,5 milljarða og hafði rýmað um 28,6 millj- arða á árinu. * Avísanir 1,3 millj. færri Æ FLEIRI kjósa að nota bein- harða peninga í viðskiptum, sem sést meðal annars á því að útgefnar ávísanir í desember síðastliðnum voru ekki nema 1.417.000, eða rúmlega 1,3 milljónum færri en í desember árið áður. Þá gáfu íslendingar út 2.723.000 ávísanir. Debetkortafærslum hefur hins vegar ekki fjölgað sem fækkun ávísana nemur. Kortin voru tekin upp á seinasta ári og voru debetkortafærslur í desember 702.000. Þannig fækkaði færslum á ávísanir og debetkort úr 2.723.000 í desember 1993 í 2.119.000, eða um 22%. 53% ávísana undir 5.000 krónum í desember síðastliðnum var hlutfall ávísana undir 5.000 krónum um 53% og gert er ráð fyrir að hlutfall debetkorta- færsina undir þeirri upphæð sé ekki lægra. Torgið/B12 Sólin blindaði Ríkisendurskoðun og yfirskoðimarmenn ríkisreiknings Samningum um gjald- heimtur verði sagt upp ÞRJÁR aftanákeyrslur urðu með skömmu millibili á svipuðum slóðum á Reykjanesbraut við Arnarnesveg á sextánda tíman- um í gær vegna þess að ökumenn blinduðust af sólinni, sem var lágt á lofti. Átta manns voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum. Þar af voru fimm fullorðnir og þrjú börn. Ekki mun vera um alvarlega áverka að ræða í neinu tilvikanna. Lögreglubílar úr Kópavogi og Hafnarfirði voru kallaðir til vegna árekstranna og sjúkrabíl- ar og tækjabílar frá slökkvilið- unum í Hafnarfirði og Reykjavík. YFIRSKOÐUNARMENN ríkis- reiknings vilja að samningum um gjaldheimtur vegna innheimtu opin- berra gjalda verði sagt upp og þessi mál verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar vegna slakrar innheimtu einstakra embætta. Leggja þeir jafnframt til í nýút- kominni skýrslu sinni og Ríkisendur- skoðunar um endurskoðun ríkisreikn- ings fyrir árið 1993, að teknar verði upp viðræður við sveitarfélögin í landinu um fyrirkomulag á innheimtu hins opinbera með það markmið í huga að auka skilvirkni innheimtunn- ar og að allir iandsmenn sitji við sama borð hvað þessi mál varðar. Gjaldfallnar eftirstöðvar ríkis- sjóðstekna námu í árslok 1993 27.445 milljónum kr., sem er 1.811 millj. kr. hækkun eftirstöðva miðað við árslok 1992, eða 7,1%. Slakur árangur við innheimtu „Þessi þróun varðandi innheimtur ríkissjóðstekna er vissulega alvar- legt mál. Við það má ekki una að ríkissjóður, sem yfirleitt býr við mikla fjárþörf, líði mörgum inn- heimtumönnum sínum jafn slakan árangur og raun ber vitni,“ segir í skýrslu yfírskoðunarmanna. Yfirskoðunarmenn taka þó fram að nokkur innheimtuembætti skili góðum árangri og telja að þar skari fram úr sýslumenn á eftirtöldum stöðum: Ólafsfirði, Borgarnesi, Sauðárkróki, Höfn, Húsavík, Akur- eyri og Vestmannaeyjum. Hitaveitan hagnaðist um 360 milljónir Bílastæðasjóður skuldugur Lagt til að hækka gjald á 460 stæðum HAGNAÐUR Hitaveitu Reykjavíkur á síðasta ári nam um 360 milljón- um króna, samkvæmt bráðabirgðatölum, en endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir, að sögn Eysteins Jónssonar, fjármálastjóra Hitaveitunnar. Að teknu tilliti til 442 milljóna króna afgjalds til borgarsjóðs verður afkoma fyrirtækisins hins vegar neikvæð um 82 milljónir króna. borgarstjóri sagði að ekki yrði frek- ar fjárfest á vegum sjóðsins fyrr en ódýr bílastæði, sem lægju nálægt miðborginni, yrðu fullnýtt. Gjaldskyldutími lengdur Borgarstjóri sagði að jafnframt væri lagt til að lengja gjaldskyldu- tíma á virkum dögum um klukku- stund, eða fram til kl. 18, og um fjórar til sex klukkustundir á laug- ardögum. Umferð væri sízt minni á þessum tímum en öðrum. ■ HeiIdarskuldir/9 Árið 1993 nam hagnaður fyrir- tækisins um 350 milljónum króna, án tillits til 293 milljóna króna af- gjalds til borgarinnar. Að sögn Eysteins Jónssonar dróst sala á heitu vatni saman um u.þ.b. 5% frá 1993 til 1994 og er skýringanna fyrst og fremst talið að leita í betra veðurfari, að sögn Eysteins. Hann sagði að tekjutap- inu hefði að verulegu leyti verið mætt með sparnaði. Langtímalán greidd upp Á siðasta ári lauk Hitaveitan við að greiða upp langtímalán sín og gera áætlanir ráð fyrir bættri af- komu á þessu ári, eða tæplega 700 milljóna króna hagnaði. Afgjaldið, sem borgarstjóm ákveður í tengsl- um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar hveiju sinni, er áætlað 802 milljónir króna fyrir árið 1995. Reikningsskilareglum Hitaveit- unnar hefur að frumkvæði borgar- endurskoðanda verið breytt frá og með því uppgjöri sem nú er unnið að á þann veg að afgjald fyrirtæk- isins til borgarstjórnar er ekki leng- ur fært sem síðasti liður á rekstrar- reikningi heldur verður það bók- fært sem efnahagsliður, á sama hátt og ef um ráðstöfun arðs væri að ræða. Morgunblaðið/Þorkell Nýr Súðvíkingur fæddur FYRSTI Súðvíkingurinn, sem kom í heiminn eftir snjófljóðið í liðinni viku, fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði tveimur mínútum fyrir miðnætti á þriðju- dag. Barnið, 16 marka og 54 sm strákur, er þriðja barn hjónanna Kay Gunnarsson og Fjalars Gunnarssonar. Kay er frá Nýja- Sjálandi og hefur búið hér á landi í nokkur ár. Hún sagði að sam- kvæmt sónarskoðun hefði strák- urinn látið bíða eftir sér í 14 daga. Stressið vegna snjóflóð- anna hefði líklega haft þau áhrif að hann hefði ekki drifið sig í heiminn fyrr. Fjölskyldan var í fastasvefni þegar snjóflóðið féll um 100 metra frá heimili hennar við Nesveg í Súðavík. Stóru systk- in litla snáðans, þau Davíð, tíu ára og Karen, sjö ára, sáu hann í fyrsta skipti í gær. Þau voru að vonum himinlifandi og vildu fá hann sem fyrst með heim í aðsetur fjölskyldunnar á ísafirði. Morgunblaðið/Júlíus KALLA þurfti ti! tækjabíl Slökkviliðsins í Reylgavík til að losa ökumann úr bifreið, sem ekið var aftan á aðra bifreið, á Reykja- nesbraut við Arnamesveg í gær. BORG ARYFIRV ÖLD áforma að hækka gjald af um 460 bílastæðum í miðborg Reykjavíkur. Stytta á hámarkstíma á stöðumælum við Laugaveg og í Kvos úr klukkustund í hálftíma fyrir 50 krónur, hækka gjald á miðastæðum úr 60 kr. í 80 kr. og hækka stöðubrotagjald úr 1.000 krónum í 1.500 kr. Fram kom við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar að skuldir Bílastæðasjóðs eru nú um 830 milljónir króna. Áformað er að koma þeim niður í 800 milljónir á árinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.