Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jónsson Kökubasar Sólvallaskóla Selfossi - Nemendur 9. bekkjar G1 í Sólvallaskóla á Selfossi héldu kökubasar á föstudag, 20. janúar, til styrktar fjölskyidu Hafsteins Númasonar á Súðavík. Kökurnar bökuðu þau sjálf og fengu skóla- félaga sína til að útvega kökur. Með þessu framtaki vildu þau sýna hug sinn í verki, en dóttir Hafsteins er bekkjarsystir þeirra. Þessu framtaki unglinganna var vel tekið á Selfossi. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Bekkjarsystur minnst Hveragerði - Nemendur í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði héldu nýverið bænastund í minningu þeirra sem fórust í hinu hörmu- lega snjóflóði á Súðavík. Fyrrver- andi bekkjarsystir þeirra, Júl- íanna Bergsteinsdóttir, fórst af. völdum snjóflóðsins. Börnin, ásamt kennurum sínum, gengu að Hveragerðiskirkju þar sem þau tendruðu ljós á friðarkertum, báðu fyrir hinum látnu og báðu Guð að veita þeim styrk sem nú eiga um sárt að binda. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GISLI Ingi sveiflar deiginu í risapizzuna yfir höfði sér. Risa- pizzur í Ejrjum Vestmannaeyjum - Veitingastað- urinn Pizza 67 í Vestmannaeyjum fagnaði árs afmæli staðarins fyrir skömmu. Reksturinn hefur gengið vel og Eyjamenn hafa haft góða lyst á pizzunum sem þar' er boðið uppá. Veitingastaðurinn var frum- kvöðull í gerð risa pizza, 32 tommu að þvermáli, sem hafa verið vin- sælar og hafa nokkrir aðrir pizza- staðir á landinu fylgt í kjölfarið og hafið framleiðslu á 32 tommu pizzum. Gísli Ingi Gunnarsson, annar eigandi Pizza 67 í Eyjum, sagði að þar sem ofninn hjá þeim sé 32 tommu breiður hafi þeim dottið í hug að prófa að gera þetta stórar pizzur. Ekki hafi verið fáanleg nægjanlega stór net undir svo stórar pizzur svo þeir hafi látið smíða þau fyrir sig í Eyjum auk plata sem pizzurnar eru settar á eftir baksturinn. Þeir hafi prófað að bjóða upp á þetta í veislu í sal veitingastaðarins í fyrstu og hafi þetta fengið mjög góðar viðtökur. Þegar spurðist út um þessar stóru bökur þeirra fór fólk að panta þær heim og létu þeir því útbúa sér- staka heimsendingartösku fyrir risa pizzurnar. Gísli Ingi segir að stóru pizzurnar séu mjög vinsælar í afmæli og veislur þar sem þá sé jafnvel nóg að panta eina stóra fyrir allan hópinn. „Þetta eru ekta partý pizzur,“ sagði Gísli Ingi. 32 tommu pizza er um hálfur fermetri að flatarmáli og meðal- þyngd á henni er um 5 kíló en þunginn getur farið uppí 8 kíló ef margar áleggstegundir eru á henni. Morgunblaðið leit inn á Pizza 67 í Eyjum á laugardaginn en þá var verið að laga tvær 32 tommu pizzur. Önnur var send í hús úti í bæ en hin var fyrir hóp sem var í veitingasal staðarins. Gísli Ingi sá um baksturinn og sveiflaði deig- inu fagmannlega yfir höfði sér áður en hann smellti því á grindur og hlóð á þær álegginu en að bakstri loknum var annarri pakkað í heimsendingartöskuna en hin fór í salinn. Pizzurnar voru það stórar að hurðargöt voru full þröng og voru hálfgerð vandræði að koma þeim í salinn og út í bíl til send- ilsins. En af viðbrögðum hópsins í salnum var ekki annað að sjá en þessi stóra baka bragðaðist vel. EIGENDUR Pissa 67 í Eyjum, Valgarð Jónsson, til vinstri, og Gísli Ingi Gunnarsson, fylgjast með stóru pizzunni renna úr ofninum. Fjárhagsáætlun sam- þykkt á Húsavík Húsavík-Á fundi bæjarstjómar Húsavíkur sl. þriðjudag var samþykkt íjárhagsáætlun bæjarins og fyrirtækja hans fyrir yfírstandandi ár. Rekstr- artekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 285 millj. kr. en rekstrargjöld 231 millj. kr. og verður þá tekjuafgangur 53 millj. kr. eða um 19% af tekjum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Unnið við sjóvarnagarða Vogum - Framkvæmdir standa yfir við sjóvarnagarða í Vogum. Að þessu sinni er byggður garður frá hafnargarðinum eins langt norður fyrir neðan Minni-Voga og peningar leyfa, en það eru alls 3 milljónir króna sem fara í garðana að þessu sinni. Það er fyrirtækið SEES sem sér um framkvæmdina. En heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja em áætlaðar um 470 millj. kr., sem er 4% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöld eru áætluð 352 millj. kr. og tekjuaf- gangur til eignabreytinga því um 118 millj. kr. 200 millj. til verklegra framkvæmda Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja rúmum 200 millj. kr. á móti 141 millj. kr. á liðnu ári. Lánatökur bæjarsjóðs og fyrirtækja eru áætl- aðar um 80 millj. kr., sem er um 5% hækkun frá fyrra ári. Stærstu rekstrarliðir bæjarsjóðs eru fræðslumál 44 millj. kr., fé- lagsþjónusta 40 millj. kr., almenn- ingsgarðar og útvist 27 millj. kr., yfirstjórn bæjarfélagsins 23,5 millj. kr. og æsku- og íþróttamál um 22 millj. kr. Stærstu gjaldalið- ir til framkvæmda á yfirstandandi ári urðu 35 millj. kr. til nýbygging- ar Borgarhólsskóla, 39 millj. kr. til gatna- og holræsaframkvæmda og um 30 millj. kr. til hafnarfram- kvæmda. Tekjuafgangur til eignabreyt- inga fyrirtækja bæjarins er af hitaveitu 22 millj. kr., rafveitu 15 millj. kr. og vatnsveitu 14,8 millj. kr. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÍÞRÓTTAMAÐUR Hamars 1994 ásamt þeim er tilnefndir voru. 0 Iþróttamaður árs- ins í Hveragerði Hveragerði - Val íþróttamanns árs- ins hjá íþróttafélaginu Hamri, Hveragerði, fór fram á aðalfundi félagsins sl. laugardag. Hver deild félagsins valdi úr sínum röðum af- reksmenn ársins og voru það eftir- taldir aðilar: Ásgerður Halldórsdótt- ir, badminton, Guðmundur Ingi- marsson, blak, Sif Sturludóttir, fim- leikar, Óli Bjarkar Magnússon, fijálsar íþróttir, Valgeir Ásgeirsson, knattspyrna, Snorri Sturluson, körfuknattleikur, og Kolbrún Guð- mundsdóttir, sund. Fijálsíþróttamaðurinn Óli Bjarkar Magnússon hlaut titilinn íþróttamað- ur Hamars 1994. Óli Bjarkar, sem er 18 ára gam- all, hefur stundað íþrótt sína af kappi undanfarin ár og lætur það ekki aftra sér þó að hann stundi nám í Reykjavík og æfir hann bæði í höfuð- borginni sem og fyrir austan fjall. Á síðasta ári hefur hann náð mjög góðum árangri á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í og ber þar hæst íslandsmeistaratitillinn í 300 m grindahlaupi 17-18 ára og frábær árangur á Héraðsmóti HSK innan- húss. Ný formaður félagsins var kjörinn á fundinum og er það Ingibjörg Guðjónsdóttir er tekur við af Gísla Páli Pálssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.