Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 11 FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR 2,4% aukning vöruflutninga um Reykjavíkurhöfn i FJÁRHAGSÁÆTLUN Reylcjavík- urborgar fyrir árið 1995 kemur fram að í tekjuáætlun Reykjavíkurhafnar fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir 2,4% aukningu í almennum vöruflutning- um en að olíuinnflutningur verði svipaður og árið 1994. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsá- ætlunina að reiknað væri með 3,5% hækkun á gjaldskrá yfir skip- og vörugjald, samkvæmt tillögu Hafn- arsambands sveitarfélaga til sam- gönguráðherra. Óbreytt skipaumferð Fram kom í máli borgarstjóra að reiknað væri með óbreyttri skipa- umferð miðað við árið 1994 og að landaður afli verði svipaður. Jafn- framt kom fram að fasteignamat lóða og þar með lóðaleiga hækkar um 2% milli ára en lóðarleiga hafí verið nánast óbreytt frá árinu 1991. Áætlaðar rekstrartekjur eru 680 millj. og sagði borgarstjóri að það væri 3,7% lækkun frá áætlaðri út- komu ársins 1994. Rekstrargjöld eru áætluð 475 millj. sem er 3,7% hækk- un frá áætlun ársins 1994. Gert ráð fyrir 50 millj. í tekjur af gatnagerðargjöldum. Þá eru áætlað- ar afborganir af langtímalánum 19,6 millj. og til framkvæmda er áætlað að veija 278 millj. Er þá miðað við 30 millj. nýja lántöku. Olíu- og iðnaðarhafnir stærstu framkvæmdir Borgarstjóri sagði að mestum hluta framkvæmda á vegum Reykjavíkur- hafnar yrði varið til framkvæmda við olíu- og iðnaðarhöfn í Örfírisey og á Klettasvæði eða 142 millj. Önnur verkefni væru landgerð í Vesturhöfn, 20 millj., landgerð og frágangur Vogabakka í Kleppsvík, 20 millj., aúkning dreifikerfís, 20 millj. og kaup á nýjum dráttarbát, 55 millj. Fram kom hjá borgarstjóra að nokkur óvissa ríkti um endanlega nið- urstöðu eignabreytinga. Samþykkt hafí verið að kaupa dráttarbrautir Stálsmiðjunnar hf. Áætlað kaupverð er 70 millj., sem fjármagnað yrði með lántökum og yfirtöku lána. Þá hafí kanadíska olíufyrirtækið Irving Oil Ltd., fengið fyrirheit um lóð undir olíubirgðastöð á Kletta- svæði í Sundahöfn. Svæðið sem um ræðir er undir sjó og þarf að semja við fyrirtækið um framkvæmdahraða og fjármögnun við landgerð. Lóðagjöld Irving Oil 150 millj. í máli borgarstjóra kom fram að vinna þurfi deiliskipulag og láta fara fram umhverfísmat áður en fram- kvæmdir gætu hafíst. Þegar fram- kvæmdahraðinn lægi fyrir og nánari tímasetningar þyrfti að endurskoða fjárhagsáætlun Reykjavíkurhafnar en kostnaður hafnarinnar við land- gerð og gatnagerð yrði hugsanlega 70 til 100 millj. Hluti þeirrar upp- hæðar væri óháður úthlutun til Irving Oil. Á móti kæmu 150 millj. í lóða- gjöld sem fyrirtækið myndi greiða samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkur- hafnar og semja þyrfti sérstaklega um greiðsluhraða á. vilji standa við loforð um áframhald- andi uppbyggingu hjúkrunarheimila og er lagt til að veija 197,5 milljón- um til þeirra. Áhersla er lögð á upp- byggingu hjúkrunarheimilisins í Suð- ur-Mjódd en þar er gert ráð fyrir 126 rýmum á hjúkrunarheimili. Rifjað er upp kosningarloforð Reykjavíkurlist- ans um að framkvæmdum við hjúkr- unarheimilið verði hraðað en sam- kvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að verja 20 milljónum til heimil- isins á árinu. Tillaga Sjálfstæð- isflokksins geri ráð fyrir að varið verði 85 milljónum til verksins og er miðað við að heimilið verði tekið í notkun fyrrihluta ársins 1997. Pasta Fasta pastaréttir 300 g, 3 teg. Tilboðsverð: 115 kr. pokinn Hagkaupsþykkni 1 Itr. Tilboðsverð: 169 Myllu ferskt hvítlauksbrauð Tilboðsverð: 149 STORMTSALAN Opið virka daga frá kl.9- 18 og laugardaga frá kl. 10-14 Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. SLÆR I GEGNU □ Stakir herrajakkar □ Jakkaföt □ Herrabuxur fínni □ Flauelsbuxur □ Herraskyrtur □ Dömudragtir □ Dömujakkar □ Dömubuxur fínni ö Dömupeysur □ Dömublússur □ Kuldaúlpur frá kr. 5.900 frá kr. 9.900 frá kr. 2.900 frá kr. 2.900 frá kr. 790 frá kr. 8.900 frá kr. 5.900 frá kr. 2.900 frá kr. 2.900 frá kr. 2.500 frá kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar fatnaði í ódýra horninu. Splunkunýjar vörur með afslætti í nokkra dagat! GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á ST Ó R - R E YK J AV ÍKURSVÆÐINU MS vanillu og ávaxta- stangir, heimiiis- pakkningar. Vanillustangir Tilboðsverð: 283 Ávaxtastangir Tilboðsverð: 199 WC pappír 12 rúllur Tilboðsverð: 219 Nauta- og svínahakk Tilboðsverð: 499 kr. kílóið HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.