Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 2\ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYRISEGL AKUREYRAR ATVINNUREKSTUR á Akureyri hefur átt við ýmsan vanda að etja gengin kreppuár. Á fáeinum vikum hafa veður hins vegar breytzt í lofti. Fyrirtæki og sölu- samtök, með Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenzkar sjávarafurðir í fararbroddi, keppast um að gera Akur- eyringum margs konar kostaboð, sem auka eiga umsvif norður þar og fjölga störfum. Kveikjan að þessum breyttu viðhorfum er áhugi stærstu sjávarvöruútflytjendanna á hlutabréfum Akureyrarkaupstaðar í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa — en þó einkum á því að fá að annast sölu afurða ÚA í framtíðinni. Tilboð hagsmunaaðila varða ekki einungis Útgerðarfé- lag Akureyringa. Þau tengjast einnig ýmiss konar ann- arri atvinnustarfsemi. Talað er um að auka verulega hlut Akureyrar sem út- og innflutningshafnar — að Akureyrarhöfn verði útflutningshöfn Norðurlands með beinum siglingum til Evrópu. „Það er ánægjulegt að eitt- hvað er að gerast hér, að við eigum einhverra kosta völ. Það er ljóst að ef við vinnum vel úr þessu máli á það að geta eflt mjög atvinnulíf á Akureyri,“ sagði Guðmund- ur Stefánsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar, í viðtali við Morgunblaðið. Sú byggðastefna, sem hér hefur ráðið ríkjum í ára- tugi, og byggst hefur meðal annars á miðstýrðum fjár- veitingum út og suður, hefur ekki haft árangur sem erf- iði. Landsbyggðin hefur ekki styrkzt. Fólksflóttinn á suðvesturhornið hefur fremur aukizt en rénað. Það er því mikilvægt að leita nýrra leiða til að treysta byggða- jafnvægi. Þar vegur máski þyngst fyrir hvert byggðarlag að búa atvinnurekstri starfsaðstöðu sem hefur aðdráttar- afl — og bæta samgöngur milli og innan atvinnusvæða landsins. Ljóst er að aðdráttarafl Akureyrar á fjárfesta og fyrir- tæki hefur aukizt vegna sérstöðu, sem þar hefur orðið til, og tengizt útflutningshagsmunum og staðbundnum aðstæðum. Nákvæmlega sama sérstaða er óvíða fyrir hendi í öðrum byggðarlögum — og verður trúlega ekki til annars staðar með sama hætti. En sérhver byggð og landshluti verður að kappkosta að nýta staðbundnar aðstæður, byggja upp eigin sérstöðu, eigið aðdráttarafl á umsvif og atvinnustarfsemi. Atvinnureksturinn lýtur einfaldlega lögmálum samkeppninnar og leitar þangað sem starfsumhverfið er hagkvæmast og mestar líkur eru til arðs. Vel má vera, að reynsla Akureyringa nú sé vís- bending um að byggja megi nýja byggðastefnu á sam- keppnishæfni einstakra byggðarlaga. Þau eigi að draga að atvinnurekstur með freistandi starfsskilyrðum en ekki milligöngu stjórnmálamanna. OLÍUÚTG J ÖLD FLOTANS MINNKA UR VERINU, sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg, segir í gær, að samkeppni milli olíufélaga í viðskipt- um við sjávarútveginn hafi lækkað umtalsvert olíuút- gjöld fiskiskipaflotans, eða um 300 milljónir króna miðað við ársnotkun. Lækkunin hefur minni þýðingu fyrir farm- skipaflotann sem kaupir olíu að stærstum hluta utan landsteina. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, kemst svo að orði um þennan samkeppnisávinning: „Við vonum bara að framhald verði á því og erum ekki að hvetja til fjórða dreifingarkerfisins; heldur fyrst og fremst til þess að það verði virk samkeppni á milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. . .“ Fiskveiðiflotinn á við ærinn vanda að striða vegna aflatakmarkana og skuldsetningar. Útvegsmönnum er kappsmál að lækka kostnað. Þeir fagna því vaxandi sam- keppni olíufélaganna og ávöxtum hennar: lægra olíuverði. Samkeppnin er bezta trygging fólks og fyrirtækja fyrir gæðum og sanngjörnu verði vöru og þjónustu. Þann- ig hefur sú samkeppni, sem stórmarkaðir skópu, fært heimilum í landinu umtalsverða kjarabót. Meginmálið er að tryggja sem virkasta samkeppni. Lækkun olíuútgjalda fiskiskipaflotans er ein áminningin enn um það efni. Menntamálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að méðal fjölmiðla- fólks viðgangist spilling og gera beri til þess sömu kröfu um ábyrgð og siðgæði og til stjóm- málamanna og emb- ættismanna. Morgun- blaðið hefur leitað álits nokkurra fréttastjóra og ritstjóra á þessum ummælum ráðherrans. INNLENDUM VETTVANGI Iræðu á aðventunni og í viðtali í Morgunblaðinu kom Ólafur G. Einarsson inn á spillingu sem hann taldi finnast í fjölmiðla- stétt eins og meðal stjórnmálamanna og embættismanna. Hann vísaði til Reykjavíkurbréfs þar sem látin var í ljós von um að þetta yrði kveikjan að meiri umræðu um málið, og saknaði Ólafur þess að ekki hefði heyrst hljóð úr horni. Við höfum beðið ráðherrann um að útlista þetta svolítið frekar. En Ólafur hafði tekið fram að hann væri ekki að tala um áramótaskaupið heldur fréttastofur sem ekki mættu fara offari. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra / Hvar liggur ábyrgðin? ■ Fjölmiðlafólk hefur siðareglur sem mér virðast góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná,“ segir Ólafur G. Einarsson. „Hinu er ekki að leyna að ekki er um að ræða kerfisbundna umræðu um vinnubrögð í þessum efn- um. í því sambandi má geta þess að gæðaeftirlit fer stöðugt í vöxt bæði í fyrirtækjum og stofnunum. Nægir að benda á að víða í nágrannalöndum okkar hafa háskólar fyrir löngu tekið upp slík eftirlitskerfi. Hér á landi verða slík vinnubrögð æ algengari. Þar sem hlutlæg vinnubrögð eru hvað mikilvægust hefur víða verið komið á innra mati á tiltekinni starfsemi, þ.e. starfsfólk metur sjálft það starf sem fram fer innan viðkomandi greinar, auk þess sem utanaðkomandi aðilar meta starfið með reglubundnum hætti. Innan Háskóla íslands er verið að þróa slíkt kerfi. Á sama hátt væri mikilvægt að fyrir hendi væri formlegur vettvangur faglegrar úttektar og umræðu um starfsemi fréttamanna. Þjóðfélagið á rétt á því að fjölmiðlafólk gæti hlut- lægni í málflutningi. Hlutverk frétta- manna má ekki einskorðast við það að fjalla um dægurmál eða þau póli- tísku mál sem að mati fréttamann- anna sjálfra skipta mestu máli. Um- fjöllunin má heldur ekki vera lituð af' afstöðu þeirra. Þess vegna er nauð- synlegt að til fréttamennsku veljist hæft, vel menntað fólk sem aflar sér þekkingar og fjalli hlutlægt um málið. Ég hef undanfarið vakið athygli á því mikla valdi sem fjölmiðlar hafa í nútímaþjóðfélagi, raunar talið þá eitt valdamesta aflið. Öllu valdi fylgir ábyrgð. Nauðsynlegt er að ljóst sé hvar sú ábyrgð liggur. í hinni hefð- bundnu þrískiptingu valdsins, löggjaf- arvaldi, dómsvaldi og framkvæmda- valdi, er því þannig farið. Það er að mínu mat öllu óljósara hvar ábyrgð fréttaflutnings liggur, sem er töluvert alvörumál. Ráðherrar bera t.d. ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu á störfum sín- um, þeir bera ábyrgð á verkum emb- Er spilling í fjölmiðlastétt? ættismanna sinna og gætu þurft að víkja ef þeir bijóta af sér í embættis- færslum. Þá eru verk þeirra t.d. lögð undir dóm þjóðfélagsins á minnst fjög- urra ára fresti. Ekkert slíkt er fyrir hendi hjá yfirmönnum íjölmiðla enda sumir æviráðnir. Fyrsta skrefið, að mínu mati, væri að halda málþing um fréttaflutning þar sem fjallað væri um þessi mál í víðu samhengi, faglega og af hreinskilni. Það er álíka sjálf- sagt að slíkt sé gert og að halda málþing um starf háskóla. Á slíku málþingi mætti t.d. varpa þeirri spurn- ingu fram hver beri ábyrgð á frétta- flutningi,“ segir ráðþerrann ennfrem- ur. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV Dæmin vantar ■ Ekki er unnt að ræða af viti um spillingu, nema byggja á dæmum. Þannig hefur umræðan um stjórn- málaspillingu verið grundvölluð á af- mörkuðum tilvikum, sem deilt er um, hvort séu á svokölluðu gráu svæði eða handan þess. Menntamálaráðherra hefur ekki lagt fram nein slík dæmi til grundvall- ar umræðu um meinta spillingu í fjöl- miðlum. Hann hefur ekki unnið neina heimavinnu í málinu. Þess vegna eru ummæli hans ekki annað en kunnug- legt ráðherrablaður. Þegar hann hefur unnið heimavinn- una sína, er hægt að taka þátt í umræðu um þetta áhugamál hans, en fyrr ekki. Þátttaka Morgunblaðsins í þessari umræðu er ótímabær kurteisi við ráðherrann. Fjölmiðlar eiga við ýmis siðavanda- mála að stríða, þótt leifamar af flokkspólitískt litaðri fjölmiðlun hafi lengi verið á hröðu undanhaldi. Eink- um hefur aukizt kostun af hálfu selj- enda vöru og þjónustu, svo og annað vændi milli þeirra og sumra fjölmiðla. Brýnt er að ræða slík siðavanda- mál. En það eru ekki þau, sem hafa valdið menntamálaráðherra áhyggj- um. Hann hefur ekkert til málanna að Ieggja um siði fjölmiðla. Hann er bara flóttamaður að reyna að varpa ryki í augu eftirreiðarmanna." Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarps Ahugavert , umræðuefni ■ Menntamálaráðherra hefur hér brotið upp á áhugaverðu umræðuefni, og einhverntíma hefði nú verið efnt til málþings eða annarra umræðna af minna tilefni. Almennt tel ég að siðgæði fjöl- miðlamanna sé gott. Menn verða að hafa í huga að ijölmiðlar eru misjafn- ir og gerðar misjafnar kröfur fil þeirra. Fjölmiðlar vinna fyrir opnum tjöld- um, allt það sem við berum á borð fyrir hlustendur okkar og lesendur er fyrir opnum tjöldum, svo hver og einn getur dæmt fyrir sig um verk okkar. Auk þess gilda um störf þeirra sem vinna á Útvarpi og Sjónvarpi sérstök lög og reglugerðir og á fréttastofum RUV er unnið samkvæmt sérstökum fréttareglum, auk þess ákveðnar hefð- ir eru þar í heiðri hafðar. Hjá okkur á líka að liggja ljóst fyrir hvar ábyrgð- in liggur. Ef það er eitthvað óljóst er löggjafans að bæta úr því. Það gilda hinsvegar ekki sömu reglur um alla fjölmiðla í landi hér, og það er mál sem er umræðuvert. Starfandi er siðanefnd blaðamanna, en hún hefur ekki lögsögu í öllum málum varðandi fjölmiðla. Þá hefur þingkjörið útvarpsráð, sem á fyrst og fremst að fjalla um skipulag dag- skrár, stundum sest í dómarasæti og unnið eins og einskonar fréttadóm- stóll, sem er algjörlega fráleitt. í ná- grannalöndunum víða eru sérstakar nefndir að störfum sem taka til um- fjöllunar ágreiningsmál margskonar varðandi fjölmiðla. Það væri til mik- illa bóta að slík nefnd væri einnig hér á landi, sem ijallaði um víðara svið en núverandi siðanefnd. Það er rétt sem menntamálaráðherra segir, að vald fjölmiðla er mikið, ekki aðeins hér á landi heldur víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi. Hér á landi þar sem lýðræðishefðin er rótgróin, held ég að fjölmiðlamenn almennt geri sér grein fyrir valdi fjölmiðla, og auðvitað eiga borgarar þessa lands að gera ríkar kröfur til fjölmiðla. Eg var á ráðstefnu evrópskra út- varpsmanna nú í haust og þar var einmitt verið að ræða m.a. frelsi fjöl- miðla í þeim löndum, þar sem áður réðu kommúnískir einræðisherrar. Þar kom fram hjá framsögumanni frá Rúmeníu, að mörgum fjölmiðlamönn- um þar í landi reyndist erfitt að höndla frelsið, sem þeir búa nú við í þessum málum. Þar fyndist sumum að allt mætti segja og skrifa um náungann í fjölmiðlum. Það er langt í frá að þannig sé ástandið hér. En tíðarand- inn hefur sitt að segja í þessum efnum sem öðrum og því getur verið hollt fyrir alla að við fjölmiðlamenn setj- umst niður og ræðum málin í eigin hópi, eða. með öðrum, sem til verða kvaddir. Páll Magnússon, ritstjóri Morgunpóstsins Abyrgðin er skilmerkileg ■ Það er ákaflega erfitt að henda reiður á hvað ráðherrann á við, þar sem hann tekur engin dæmi. Hann talar um að óljóst sé hvar ábyrgð fréttamanna liggi öfugt við það að ráðherrar taki ábyrgð á verkum emb- ættismanna sinna. Mér finnst það óheppilegur samanburður, því þessi ábyrgð er mjög skilmerkileg. Hún liggur hjá tilteknum og nafngreindum ábyrgðarmönnum fjölmiðlanna, hvort sem er ljósvakamiðla eða prentmiðla, en hins vegar óljós hjá stjórnvöldum, þar sem afar sjaldgæft er að ráðherra gangist við ábyrgð, t.d. á mistökum embættismanna sinna. Varðandi spurninguna um spillingu í fjölmiðlastéttinni, er alveg ljóst að blöð og fréttamenn eru hvorki betri né verri en almennt gerist í þjóðfélag- inu. Má vera að finna megi dæmi í starfi frétta- og blaðamanna gegn um tíðina þar sem draga mætti í efa sið- ferði sem að baki liggur. En þeir sömu frétta- og blaðamenn eiga þó starf sitt undir því að verða ekki hált á svellinu í þessu efni. Auðvitað gera allir fréttamenn mistök í sínu starfí án þess að um siðspillinu sé að ræða. Ekki ber að gera lítið úr því að rétturinn til umræðu um siðferði frétta- og blaðamanna er fyrir hendi í siðanefnd Blaðamannafélagins og í þeim tilvikum sem siðferði þessara starfstétta er dregið í efa geta þolend- ur vísað sínu máli þangað. Ég get hins vegar verið sammála ráðherran- um um það að full þörf sé á lifandi umræðu um siðferði frétta- og blaða- manna og annarra stétta í þjóðfélag- inu.“ Bogi Ágústsson, frétta- stjóri Ríkissjónvarpsins Eigin siðá- og vinnureglur ■ Ég fagna hugmyndum Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, um að ræða þessi mál þó að ég sé honum ósammála um margt varðandi fjölmiðla. Ég tel til dæmis að ekki sé hægt að líta á fjölmiðla sem „fjórða valdið“, sem sé í spillingarhættu vegna þess að ekki sé Ijóst hvar ábyrgð liggur, hver taki ákvarðanir. Ég tel ekki að fjölmiðlar séu sam- bærilegir við löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Þar er um að ræða stjórnarskrárbundið valdakerfi, sem lýtur lögum og reglum, sem mótast hafa í tímans rás. I þeim lög- um og reglum er að finna siðferðileg- ar viðmiðanir og mælikvarða þótt ýmsum þyki ef til vill sem þær mættu vera ákveðnari. Ekkert slíkt gildir um fjölmiðlun, þar gilda almennir siðferðilegir mæli- kvarðar og almenn lög og reglur. Þeir eru mjög ólíkir, frá flokksmál- gögnum í einstöku sveitarfélögurh, sem hafa að markmiði að halda fram hlut sinna manna og að stóru blöðun- um og ljósvakamiðlunum sem annað- hvort setja sér eigin markmið og sið- ferðisviðmiðanir eða lúta lögum og reglum eins og Ríkisútvarpið, sem starfar á grundvelli útvarpslaga. í þeim hefur alþingi sett Ríkisútvarpinu mjög ákveðnar reglur að fylgja og þar er kveðið á um að útvarpsráð, kosið af alþingi, fari með æðstu dag- skrárstjórn Ríkisútvarpsins. Útvarps- ráð er þannig að mínu mati fulltrúi eigenda stofnunarinnar, almennings í landinu. Á flestum stórum fjölmiðlum sem vilja vera óháðir stjórnmálaöflum og hagsmunaaðilum starfa menn sam- kvæmt siðareglum, skráðum og óskráðum. Þekktastar eru sennilega siðareglur Blaðamannafélagsins, en á fréttastofu sjónvarps höfum við að auki fréttareglur Ríkisútvarpsins og okkar eigin skráðu vinnureglur, sem að hluta eru byggðar á sambærilegum reglum frá BBC, CBS í Bandaríkjun- um og Danmarks Radio. Aðrir ljósvakafjölmiðlar á íslandi eru ólíkir erlendum Ijósvakamiðlum að því leyti að hér gilda engin sérstök lög eða reglur um þá nema að efnið sé á íslensku og þýtt á íslensku. Út- varpsleyfum er úthlutan án annarra skilyrða svo sem um dagskrárstefnu, innihald eða eigin dagskrárgerð. Alls staðar þar sem ég þekki til eru sett ströng skilyrði og mörg dæmi um að útvarpsleyfi hafi verið afturkölluð eða ekki endurnýjuð ef talið hefur verið skorta á að handhafar leyfanna hafí uppfyllt skilyrðin. Ég hefi ekki fyrr orðið var við neinn áhuga löggjafans á að breyta þessu í gildandi lögum og í því frumvarpi til útvarpslaga sem gert var að frum- kvæði Ólafs G. Einarssonar er heldur ekki gert ráð fyrir að ljósvakamiðlum, öðrum en Ríkisútvarpinu, séu settar slíkar leikreglur eða að tilraun sé gerð til að búa þeim til siðferðilegar viðmiðanir. Umræða um hvort slíkt sé æskilegt gæti átt vel heima á málþingi. Ég vil og bæta við að mér finnst vanta sárlega einn þátt í íslenska fjölmiðlun; akademískar rannsóknir og aðhald. Þó að Háskóli íslands kenni fjölmiðlun hafa ekki verið sköpuð skil- yrði fyrir að þar fari fram kerfis- bundnar rannsóknir á fjölmiðlunum, stefnu þeirra, meginafstöðu, eignar- haldi og hugsanlega hagsmunaá- rekstrum sem því tengjast." Hugleiðingar. á nýju ári Fyrri grein i. Á síðastliðnu ári fögnuðu íslend- ingar 50 ára afmæli lýðveldis síns með veglegum hætti. Þá voru einnig liðin 90 ár frá því að þjóðin fékk heimastjóm og þingræði var komið á í landinu. Með heimastjóminni vom í raun og vem stigin stærstu sporin í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem hófst um miðja síðustu öld og lauk með stofnun lýðveldis árið 1944. í landinu bjuggu um aldamót- in tæp 80 þúsund manns. íslending- ar vom fáir, fátækir, smáir. En þeir höfðu varðveitt tungu sína í þúsund ár. Þeir höfðu staðið vörð um þjóðerni sitt. íslenzkt þjóðfélag var að vísu sárfátækt. En það var menningarþjóðfélag. Það var fyrst og fremst þess vegna, sem þjóðin öðlaðist heimastjóm, síðan fullveldi og lýðveldi var stofnað. Um svipað leyti og landið fékk heimastjórn náði iðnbyltingin loks- ins til íslands, í mynd botnvörpunga og vélbáta, um 150 ámm síðar en hún hafði tekið að umbreyta þjóðfé- lögum nálægra landa. Og landið varð sjálfstæð efnahagsheild, fyrir tilstilli nýs banka, sem komið var á fót með erlendu fjármagni, gaf út gulltryggða seðla óg tryggði frelsi í viðskiptum. í kjölfar alls þessa sigldu nýir tímar á íslandi. Bjartsýni jókst, og framfarir urðu miklar. Fram til þessa tíma hafði íslenzkt þjóðfélag verið fátækt bændasamfélag. En á fyrstu áratugum aldarinnar lagði ný tækni og nýir viðskiptahættir í sjávarútvegi grundvöll að ger- breyttum atvinnuháttum og bætt- um lífskjörum. Landbúnaðarþjóðfé- lagið varð að sjávarútvegsþjóðfé- lagi. íslendingar komust í fremstu röð þeirra þjóða, sem stunda sjávar- útveg, bæði að því er snertir tækni og afköst. Sú ótrúlega breyting, sem orðið hefur á íslenzku þjóð- félagi og lífskjörum á íslandi síðan um aldamót og er líklega gagnger- ari en dæmi eru um í nálægum löndum, byggist fyrst og fremst á framförum í hagnýtingu auðlinda sjávarins. En upp úr miðbiki þessarar ald- ar, á fyrstu áratugum lýðveldisins, tók þetta að breytast. Á íslandi er lífið ekki lengur saltfískur. Iðnaður hefur komið til skjalanna. Og hvers konar þjónustustarfsemi hefur dafn- að, verzlun, siglingar, flug, ferðaút- vegur. Eins og í nálægum löndum hefur íslenzkt þjóðfélag breytzt í iðnaðar- og þjónustuþjóðfélag. Þessi breyting er þjóðinni ekki nógu ljós. Það er of algengt að lesa það í blöð- um og hlusta á það í ræðum, að 80% af þjóðartekjum íslendinga eigi rót sína að rekja til sjávarútvegs. Þetta hundraðstöluhlutfall, 80%, á við um það, að af vöruútflutningi þjóðarinnar eru 80% sjávarafurðir. En íslendingar afla sér tekna með mörgu öðru en framleiðslu sjávaraf- urða. Af gjaldeyristekjum þjóðar- innar er liðlega helmingur vegna útflutnings sjávarútvegs. Hins helmingsins afla íslendingar sér með öðrum hætti. Nú starfar nokkru fleira fólk á íslandi við iðnað en sjávarútveg, og enn fleira fólk við verzlun, veitinga- og hótelrekstur, að ógleymdum þeim, sem starfa við heilbrigðisþjónustu, kennslu og stjómsýslu. Við nútíma íslendingar lifum ekki í sams konar þjóðfélagi og forfeður okkar. Landbúnaðar- þjóðfélagið er löngu horfið. Sjávar- útvegur er tvímælalaust afkastamesti atvinnu- vegur þjóðarinnar. En hann er ekki lengur sá megingrundvöllur, sem hann var fyrr á öldinni. Iðnaður og hvers konar þjónusta skipta sívax- andi máli, hér eins og í öllum nálægum lönd- um. Sú spurning, sem hlýtur að vakna í þessu sambandi, er, hver áhrifin verði á framtíð- arþróunina, hvort þetta kalli á ný viðhorf, breytt viðhorf við nýjum að- stæðum. II. Þegar horft er til framtíðar, er hyggilegt að líta yfir farinn veg. Þróun efnahagsmála og stjórnmála á íslandi hefur verið skrykkjótt á þessari öld. Örastar urðu framfarir á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar fijálsræði ríkti í framkvæmdum og viðskiptum. í kjölfar heimskrepp- unnar miklu sigldu hins vegar þrjá- tíu haftaár, sem töfðu hagkvæma þróun framleiðslu og viðskiptalífs. Meginmarkmið fiskveiði- stjórnunarinnar hefur ekki náðst, segir Gylfi Þ. Gíslason — að minnka alltof stóran fiskveiðiflota. Stærstu framfaraspor þess tímabils fólust í því, að lagður var grundvölL ur velferðarþjóðfélags á íslandi. Í kjölfar heimsstyijaldarinnar síðari sigldi næstum hálfrar aldar verð- bólga, sem var ekki aðeins hemill á hagvöxt, heldur olli einnig miklu misrétti. Stefnan í málefnum elzta atvinnuvegar þjóðarinnar, landbún- aðar, var áratugúm saman óhag- kvæm og lagði þungar byrðar á neytendur og ríkissjóð. Þótt ýmsar breytingar hafi verið gerðar í land- búnaðarmálum á undanförnum árum, er stefnan enn mjög óhag- kvæm og þjóðarbúskapnum of dýr. Stækkun fiskveiðilögsögunnar var að sjálfsögðu mikil búbót. En samf- ara henni átti sér stað mikil offjár- festing í sjávarútvegi. Sú stjórn á fiskveiðum; sem nauðsynlegt var að taka upp og komið var á fyrir ára- tug, hefur hvorki verið hagkvæm né réttlát. Heimild til framsals á veittum veiðiheimildum hefur að vísu stuðlað að ýmiss konar hagræð- ingu í útgerð. En það meginmark- mið fiskveiðistjórnarinnar, að minnka alltof stóran fiskveiðiflota, hefur ekki náðst. Flotinn hélt áfram að stækka. Auk þess hefur þorsk- veiði farið verulega fram úr ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Helzti sérfræðingur þjóðarinnar varðandi þorskveiðar, Sigfús A. Schopka, hefur í grein hér í Morgun- blaðinu talið, að raunveruleg þors- kveiði hafi á tíma núverandi kvóta- kerfis farið 37—50% fram úr ráðg- jöfinni. Þorskstofninum hefur verið stofnað í alvarlega hættu. Þetta lýt- ur að óhagkvæmni í tengslum við fiskveiðistjórnina. Ranglætið kemur fram í því, að takmörkuðum hópi útgerðarmanna, þeim, sem áttu skip á vissum tíma, hefur verið afhentur því sem næst einkaréttur til veiða og þar með hagnýtingar á aðalauðlind þjóðarinn- ar. Og þótti veiðirétt- indin séu augljóslega mjög verðmæt — eins og raunar kemur auð- vitað fram í söluverði aflaheimildanna — eru þær afhentar ókeypis. Af þessum sökum hefur verið og er að safnast auður á hendur ein- stakra útgerðarfyrir- tækja. Þetta gerist þrátt fyrir að Alþingi hefur einróma kveðið svo á í lögum, að fiski- stofnarnir við landið séu sameigin þjóðarinnar. Sá arður, sem hagnýting fiskir^ miðanna skilar auðvitað af sér, þeg- ar til lengri tíma er litið, fellur að óbreyttu í skaut ákveðnum út- gerðarfyrirtækjum, en ekki eiganda fiskimiðanna, þjóðarheildinni. Hug- myndin um veiðigjald fyrir afla- heimildir, sem í raun réttri hefði átt að vera þáttur fiskveiðistjórnarinnar frá upphafi, hefur mætt hatrammri mótstöðu hagsmunaaðila í sjávarút- vegi. Nýleg lagaákvæði um, að lítils- háttar gjald muni verða lagt á eftir nokkurn tíma og nota eigi til þe^af að stuðla að úreldingu flotans, eru ófullnægjandi. En hugmyndinni um, að fisk- veiðistjórn sé ófullkomin án veiði- gjalds, vex fylgi úti um heim. í grein í hinu virta brezka tímariti, The Economist, hefur nýlega verið sagt, að kannske sé bezta lausnin á ofveiðivandamálinu að leigja eða selja veiðikvóta. Athyglisvert er, að The Economist setur hugmynd- ina fram út frá hagkvæmnissjón- armiði, þ.e. til þess að stuðla að minnkun veiðiflotans og koma í veg fyrir ofveiði. En við þau bætast síðan réttlætissjónarmiðin, sem skipta auðvitað þeim mun meira máli sem sjávarútvegur er mikiF'' vægari í búskap þjóðar. En ranglætið í þeirri fiskveiði- stjórn, sem hefur ekki veiðigjald að einum meginþætti sínum, er ekki aðeins fólgið í því, að þjóðarheildin i er svipt réttmætum arði af eign " sinni, heldur veitir hún vissum aðil- um verulegan einokunarrétt á hag- nýtingu auðliridarinnar og kemur þá um leið í veg fyrir, að nýir aðilar með nýjar hugmyndir geti hafið útgerðarrekstur. Slík skipan er j, hvort tveggja í senn, óhagkvæm og ranglát. Og síðast en ekki sízt er þess að geta, að meðan útgerðar- aðilar fá afnotarétt af fiskimiðunum án endurgjalds, er hallað alvarlega - á aðrar útflutningsgreinar, sem þurfa að greiða verð fyrir öll aðföng sín, svo sem á við um iðnað og hvers konar þjónustu, sem afla um helm- ings af gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar. Varanleg innheimta veiðigjalds mundi að sjálfsögðu kalla á breyt- ingu á skráðu gengi krónunnar, enda væri hagsbót annarra útflutn- ingsgreina en sjávarútvegs einmitt fólgin i því, að slíkt ætti sér stað. En sýnt hefur verið fram á með vönduðum útreikningum, að slík gengisbreyting þyrfti ekki að auka •framfærslukostnað, einkum og sér í lagi ef skilyrði þau, sem felast í nýgerðum milliríkjasamningum, EES-samningnum og GATT-samn- ingnum, eru hagnýtt skynsamlega. Höfundur er fyrrverandi ' menntaniálaráðherra og prófessor. Gylfi Þ. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.