Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Verkamannaflokkurinn vill umbætur
Segir ráðherra
misnota aðstöðu
London. Reuter.
FYRRVERANDI ráðherrar íhalds-
flokksins misnota aðstoða sína og
þiggja vellaunuð störf hjá stórfyrir-
tækjum í sama geira og ráðuneyti
þeirra höfðu umsjón með, að sögn
talsmanna Verkamannaflokksins.
Flokkurinnm krefst þess að sett
verði lög til að spoma við þessu at-
ferli.
Verkamannaflokkurinn vill að
Nolan-nefndin svokallaða, er sett var
á laggimar til að fara í saumana á
meintri spillingu stjórnmála- og
embættismanna, kanni málið.
Wakeham lávarður, er áður var
ráðherra með orkumál á sinni könnu,
tók nýlega við forstjórastöðu hjá
bankanum N. M. Rotschild and Sons
en bankinn veitti m.a. ríkisstjórninni
ráðgjöf í tengslum við einkavæðingu
raforkufyrirtækja. „Þetta er siðlaust
og óveijandi, sýnir að íhaldsflokkinn
skipa menn sem skara eld að eigin
köku“, sagði Gordon Brown, tals-
maður Verkamannaflokksins í fjár-
málum. Hann sagði að fjölmörg
dæmi væm um slíka hegðun fyrrver-
andi ráðherra íhaldsmanna.
Öfund?
Jeremy Hanley, flokksformaður
íhaldsmanna, hæddist að stjómar-
andstöðunni fyrir hræsni, sagði að
um öfund væri að ræða og ráðherr-
ar í stjórnum Verkamannaflokksins
hefðu tekið við störfum af svipuðu
tagi. Hann dró þó í efa að nokkurt
fyrirtæki ásældist starfskrafta nú-
verandi forystumanna Verkamanna-
flokksins.
Reuter
Dini hlaut traust
NÝR forsætisráðherra Ítalíu,
Lamberto Dini (lengst t.v.), tek-
ur við heillaóskum ráðherra
sinna í gær eftir að hafa hlotið
traustsyfirlýsingu í neðri deild
þingsins. Frelsisbandalagið,
fylking Silvios Berlusconis,
fráfarandi forsætisráðherra,
sat þjá við atkvæðagreiðsluna
en Berlusconi hefur krafist þess
að boðað verði til nýrra kosn-
inga ekki síðar en í júní. Nýja
stjórnin er skipuð sérfræðing-
um utan þings og var henni
komið á fót til að leysa krepp-
una sem hófst er samsteypu-
stjórn Berlusconis klofnaði.
Dini segir að stjórn sín muni
segja af sér þegar hún sé búin
að hrinda í framkvæmd þeim
umbótum sem strax verði að
koma í gegn á stjórnkerfinu.
Newt Gingrich um hlutverk kynjanna
Karlmenn knúnir
til gíraffadrápa
Boston. Morgunblaðið.
NEWT Gingrich, skæ-
rasta stjarna banda-
ríska Repúblikana-
flokksins, er ekki vanur
að liggja á skoðunum
sínum og enn eru yfír-
lýsingar hans fjölmiðla-
matur. Gingrich kennir
námskeið í sagnfræði
og nýlega sagði hann
að konum væri ekki
ætlað að stunda hefð-
bundinn hernað vegna
„llffræðilegra vand-
kvæða á að liggja í
skurði í 30 daga.“
Gingrich, forseti full-
trúadeildar Bandaríkja-
þings, lét þessi orð falla
í háskólanámskeiði sem nefnist „End-
umýjun bandarískrar siðmenningar".
Ónefndur andstæðingur Gingrich
varð sér úti um myndband af
kennslustundinni, skrifaði fyrirlestur-
inn upp og dreifði til blaðamanna.
Karlmenn verða ekki óléttir
Gingrich sagði meðal annars að
styrkur einstaklingsins hefði á stein-
öld byggst á því að valda „stórri
kylfu...og gijóti." Karlmenn væru
bæði sterkari og yrðu
ekki óléttir. „Ólétta er
tími drottnunar karl-
mannsins í hefðbundnu
þjóðfélagi,“ upplýsti
Gingrich. Þetta hefði
hins vegar breyst á „öld
ferðatölvunnarí1 sem
væri ein „lykilástæðan
fyrir auknum völdum
kvenna.“
Þingforsetinn kvað
konur ekki- geta hafst
við í skurðum vegna
þess að þær fengju sýk-
ingar og væru ekki
sterkar í efri hluta
líkamans. „Hins vegar
eru karlmenn í raun litl-
ir grísir, ef þeim er hent í skurðinn
velta þeir sér um,“ sagði Gingrich.
Ef hernaður felst hins vegar í því
að sitja við tölvustjórnvöl í Aegis-bei-
tiskipi fyrir 12 herskip og sprengju-
flaugar þeirra gæti kona verið sýnu
hæfari en karl, sem verður afar,
afar skapstyggur af því að gera
ekki annað en að sitja í stól vegna
þess að karlar eru knúnir líffræði-
legri hvöt til að fara út og skjóta
gíraffa."
Newt Gingrich
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 19
Sparnaður sem þolir|iákvæma
naflaskoðun
Pjdlskvidan getur sparað tugi þúsunda
ef hún húkar sumarlevfisferðina fvrir
13. febrúar.
Dæmi um ánægjulegan sparnað:
Torre Blanca - Mallorca
Almennt verð
f98.800
- 20.000
-10.000
168.800
-11.816
156.989
2 fullorðnir og tvö börn (2ja til og með 11 ára)
Rauð dagsetning 4 x 5.000 kr.
Bókunarafsláttur, ef 3 eða fleiri.
7% greiðsluafsláttur
ef bókað og greitt erfyrir 13. febrúar.
+ 8.260 Flugvallarskattar.
165.299
Pjölskvldan sparar
41.816 kr.
URVALUTSYN
Láf’mtíla 4: sími 569 9300.
Hafnarfiröi: sími 565 23 66. Keflavfk: sími 11353,
Selfossi: sírni 21666, Akureyri: simi 2 50 00
- og bjá umbóðsmönnum um land allt.
Sunnudagsblaöi Morgunblaðsins 5. febrúar nk. fylgir blaðauki sem heitir
Fjármál fjölskyldunnar. í þessum blaðauka verða itarlegar upplýsingar sem nýtast
lesendum við útfyllingu skattaframtalsins, breytingar frá síöasta ári og bent á leiðir til
lækkunar skatta. Einnig verður hugað aö þeirri fjármálaþjónustu sem stendur
heimilunum til boða, og skoðaðar ýmsar sparnaðarieiðir, t.d. kaup á hlutabréfum og
öðrum verðbréfum. Þá verður fjallað um tryggingar og aðra útgjaldaliði heimilisins.
Þeím, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við
auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 30. janúar.
Nánari upplýsingar veitir Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild,
í síma 569 11 71 eða með símbréfi 569 11 10.
- kjarni málsins!