Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Heildarskuldir Bíla- stæðasjóðs 830 milljónir VIÐ FYRRI umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar kom fram að heildarskuldir Bílastæða- sjóðs námu uin 830 milljónum í árslok 1994. Gert er ráð fyrir að skuldir lækki á árinu og verði um 800 milljónir um næstu áramót. Lagðar hafa verið fram tillögur um að lengja gjaldskyldu um eina klukkustund á virkum dögum og um fjórar til sex klukkustundir á laugardögum. Jafnframt að stytta hámarkstíma á stöðumælum við Laugaveg og í Kvos, hækka tíma- gjald á miðastæðum og hækka gjöld vegna stöðubrota. Sagði borgarstjóri að breyting til hækk- unar næði til 460 stæða af rúm- lega 2.800. Fjárfest fyrir 43 milljónir árið 1994 Borgarstjóri sagði að fjárfest- ingar sjóðsins á síðasta ári hafi aðallega verið vegna uppsteypu og frágangs utnahúss við upp- keyrslubraut Faxaskála sam- kvæmt samningi yið Olíufélagið hf. Um frekari framkvæmdir yrði ekki að ræða fyrr en ódýr bíla- stæði sem liggja nær miðbænum verði fullnýtt. Sagði borgarstjóri að nýjar fjárfestingar á vegum sjóðsins á síðasta ári hafi numið tæpum 43 millj. en yrðu um 29,5 millj. árið 1995. Fram kom að í tillögu um gjald- skrárbreytingar og rekstrarað- gerðir felist að tekjur umfram gjöld aukast um 45 millj., sem muni ásamt verulegu aðhaldi í rekstri duga til að lækka heildar- Gjöld hækka á 460 stæðum skuldir sjóðsins um nær 30 millj. Sagði borgarstjóri að við gerð fjár- hagsáætlunar væri gengið út frá að notendur þjónustunnar beri kostnaðinn. Lengri gjaldskylda, styttri hámarkstími, hærra gjald og hærri sektir Borgarstjóri sagði að talsverðar brotalamir væru í núverandi gjald- skrá. Umferð frá kl. 17 til 18 virka daga og á verslunartíma á laugar- dögum væri síst minni en á öðrum tímum. Því væri gert ráð fyrir lengingu gjaldskyldu um eina klukkustund virka daga og fjórar til sex klukkustundir á laugardög- um. Til að draga úr misnotkun stöðumælastæða yrði lagt til að þriggja daga afsláttur af auka: stöðugjöldum verði minnkaður. í stað þess að greiða 300 krónur af upphaflegu 850 króna gjaldi verði gjaldið með afslætti 500 krónur. Samhliða styttingu hámarks- tíma á stöðumælum við Laugaveg og í Kvos í 30 mínútur gegn. 50 króna greiðslu, hækkun tíma- gjalds miðastæða á gjaldsvæði eitt úr 60 krónum í 85 krónur og hækkun stöðubrotagjalds úr þús- undkrónum í 1.500 krónur gætu skapast fleiri skammtímastæði við stöðumæla fyrir þá'sem ella freist- uðu þess að leggja ólöglega. Sagði borgarstjóri að þeir aðrir sem er- inda sinna vegna noti miðastæði, bílahús eða fjarlægari stöðumæla með lengri hámarkstíma fengju þá tækifæri til að spara. Úr 30 krónum í 6.0 krónur Fram kemur að á Tjarnargötu- stæði milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis sé gert ráð fyrir hækkun tímagjalds úr 30 krónum fyrsta klukkutímann og 10 krónur fyrir hveija 12 mínutur eftir það, í 60 krónur fyrsta klukkutímann og síðan 10 krónur fyrir hveijar 10 mínútur eftir það. Til að auka nýtingu bílahúsa um nætur og helgar er gert ráð fyrir að sam- ræma verð fyrir næturstæði og er það lækkað í 1.250 á mánuði. Sagði borgarstjóri að áhersla yrði Iögð á að breytingar á verð- skrá yrðu innan þess ramma er varði stjórnun á nýtingu bíla- stæða. Afram yrði ódýrt að leigja í bílahúsum með rúmlega 1.000 stæðum og á gjaldsvæðum fjær miðbænum. Segja mætti að breyt- ingin til hækkunar næði til 460 stæða af rúmlega 2.800. Bílastæði við Landspítalann Borgarstjóri sagði að könnunar- viðræður stæðu yfir við forsvars- menn Landspítalans um hugsan- lega lausn á bílastæðavandræðum á lóð spítalans. Æskilegt væri að fjölga stæðum á lóðinni en jafn- framt verða kannaðar leiðir til að draga úr eftirspum eða takmarka aðgang með einhveijum hætti. ■ HÖNNUNARKEPPNI Fé- Iags verkfræðinema við Há- skóla Islands verður haldin föstu- daginn 27. janúar í sal 2, Háskóla- bíó. Þátttaka í keppninni er opin öllum nemendum og starfsmönn- um Háskólans. Hönnunarkeppni hefur nú verið haldin í fjögur ár í röð. HP á Islandi gefur aðalverð- launin sem er tölva af gerðinni VL2 4/66 PC. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir frumlegustu hönnunina og bestu útfærsluna. 100 70 40 GB EIÐFAXISSM Nýtt áskriftartímabil er hafið. Gerist úskrifendur! Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? TÍMARIT HESTAMANNA Sími 588 2525 Stretchbuxumar kotnnar aftur Stœrðir 38—50 Með og ári teygju undir il. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Póstsendum kostnaðarlaust. nm Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir aimenningstorginu, sími 23970. Útsala - Útsala Rýmum fyrir nýjum vörum 15% aukaafsláttur TESS v neðst við Vv Dunhaga, --X sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Pels misfórst í Perlunni FERLAN Langar þig í öðruvísi skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig að fara í vandaðan og frjálslyndan einkaskóla sem ekki hefur sömu fordómana og allt ríkisskólakei-fið hefur um meint samband okkar við framliðna og dulræn mál? □ Langar þig í öðruvísi skóla þar sem reynt er á víðsýnan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar hugsanlegar orskir dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunveru- lega eru í víðu samhengi og í ljósi sögunnar. □ Langar þig til að fara í skemmtilegan kvöldskóla einu sinni í viku þar sem helstu möguleikar hugarorkunnar eru raktir í ljósi reynslu mannkynsins á fordómalausan og skemmtilegan hátt? □ Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gefa sem bestu yfir- sýn yfir hvað miðilssamband raunverulega er, svo og hverjir séu helstu og þekktustu möguleikar þess, - en líka annmarkar? □ Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setjast í mjúkan skóla eitt kvöld í viku þar sem flest þessi fræði eru kennd á lifandi hátt og skólagjöldunum er svo sannarlega stillt í hóf? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með mörgum öðrum nemendum Sálarrannsóknarskólans. TVeir byrjendabekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum 1 nú á vorönn '95. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar í símum skólans 5619015 og 5886050. Yfir skráningardagana er að jafnaði svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar frá kl. 15-20. Skrifstofa skólans verður hins vegar opin alla virka daga frá kl. 17.16 til 19.00 og á laugardögum frá kl. 14.00-16.00. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegur skóli Vegmúla 2, símar 5619015 og 5886050. Gób skiptikjör Þegar kemur að innlausn spariskírteina 10. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.