Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ > AÐSENDAR GREINAR nt Gerð og skipulag kjarasamninga Stjórnraálamenn starfa í umboði kjós- enda. Við eigum að geta treyst því að þeir starfi samkvæmt stjómarskrá lýðveldisins og auki veg og virðingu alþingis. Fátt vekur því meiri reiði og sársauka meðal al- mennings en rangar og , vafasamar embættis- færslur í stjómkerfinu. Full þörf er á að end- urskoða réttindi, ábyrgð og skyldur stjómmála- og embættismanna og að sett séu ströng viður- lög við siðlausum stjóm- sýsluháttum. Ef siðferði stjórnmálamanna er í molum hefur það víðtæk áhrif á störf embættismanna og fleiri aðila í þjóð- félaginu. Nýverið barst mér í hendur tekju- könnun Fijálsrar verslunar. Hún staðfestir það sem reyndar flestir vissu, að launamisréttið í landinu er gífurlegt bæði hjá opinberum starfs- mönnum, sem ríkisvaldið ber fulla ábyrgð á, og í einka- og félaga- rekstri. Tökum nokkur dæmi um mánaðarlaun stjómenda í almenn- ingshlutafélögum á sl. ári. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, 1.169 þús. á mánuði. Geir Magnússon, forstjóri ESSO, 970 þús. á mánuði. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, 954 þús. á mánuði. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, 937 þús. á mánuði. Kristinn Bjömsson, for- stjóri Skeljungs, 937 þús. á mánuði. Stjómendur banka- og íjármálafyr- irtækja: Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, 1.056 þús. á mánuði. Sveinn Jónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, 986 þús. á mánuði. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, 960 þús. á mánuði. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðar- bankans, 944 þús. á mánuði. Halldór Guðbjamason, bankastjóri Lands- bankans, 936 þús. á mánuði. Kunnir athafnamenn: Þorvaldur Guðmundsson, Síld og físki, 6.258 þús. á mánuði. Jón I. Júlíusson, Nóat- úni, 2.289 þús. á mánuði. Siguijón S. Helgason, verktaki, 2.052 þús. á mánuði. Tómas Tómasson, eigandi Hótels Borgar, 57 þús. á mánuði. Eggert Jóhannsson, feldskeri, 102 þús. á mánuði. Sævar Karl Ólason, kaupmaður og klæðskeri, 169 þús. á mánuði. Lögfræðingar: Gunnar L. Haf- steinsson, Reykjavík, 1.949 þús. á mánuði. Baldur Guðlaugsson, Reykjavík, 1.362 þús. á mánuði. Guðjón Ármann Jóns- son, Reykjavík, 1.227 þús. á mánuði. Jón Steinar Gunnlaugsson, Reykjavík, 1.106 þús. á mánuði. Ammundur Backman, Reykjavík, 190 þús. á mánuði. Tannréttingar: Sæ- mundur Pálsson, Reykjavlk, 1.716 þús. á mánuði. Gísli Vilhjálms- son, Reykjavík, 1.525 þús. á mánuði. Guðrún Ólafsdóttir, Reykjavik, 1.510 þús. á mánuði. Lyfsalar: Benedikt Sigurðsson, Keflavík, 1.842 þús. á mánuði. Andrés Guðmundsson, Reykjavík, 1.614 þús. á mánuði. ívar Daníels- son, Reykjavík, 1.557 þús. á mánuði. Framangreindar tekjur staðfesta hið gífurlega launamisrétti í landinu. Þúsundir manna í þjóðfélaginu hafa um tuttugufalt hærri laun en lág- launastéttimar og það sem enn verra er að ijöldi atvinnurekenda og stór- eignamanna greiðir sáralitla sem enga skatta til þjóðfélagsins. Stjórnmálamenn og aðilar vinnu- Við verðum að breyta gerð og skipulagi kjara- samninga, segir Rrist- ján Pétursson, sem tel- ur Þjóðvaka leiðina til réttlætis í samfélaginu. markaðarins hafa setið athafna- og úrræðalausir gagnvart þessu launa- misrétti. Hvar er valdið, hveijir ráða, em það kannski ekki alþingismenn- imir, sem fara með framkvæmda- og löggjafarvaldið og em það ekki Alþýðu- og Vinnuveitendasambandið og BSRB og ríkisvaldið sem semja um laun og kjör í landinu? I lýðræðis- ríki á svarið að vera já. Er samið um launakjör framangreindra manna eft- ir almennum leikreglum eða er það þröngur hagsmunahópur sem ákveð- ur laun og kjör þessara manna? Hér á landi hefur um langt árabil þróast tvöfalt launakerfi. Annars vegar opn- ir kjarasamningar, sem að lang- stærstum hluta á við láglaunastétt- imar, hins vegar lokað launakerfi sem gmndvallast á einstaklingsbundnum samningum launþega við vinnuveit- endur í formi hvers konar yfirborgana og hlunninda. Er þetta það sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Vinnuveitenda- sambandið kalla atvinntilýðræði. Það er eindregin skoðun greinar- höfundar að við verðum að umbreyta gerð og skipulagi kjarasamninga og grandvalla laun í landinu á starfs- mati. Störfin þarf að endurmeta á þjóðhags- og efnahagslegum forsend- um með hagsmuni fólksins að leiðar- ljósi. Launataxtar eiga allir að gmnd- vallast á starfslýsingum og starfs- mati innan fyrirtækja og stofnana, en ekki á stéttar- og félagslegum gmnni. Viðkomandi stéttarfélög eiga eftir sem áður að semja fyrir sína umbjóðendur og sjá um sameiginleg hagsmunamál þeirra. Ráðningar bankastjóra, banka- stjórna og aðrar pólitískar ráðningar innan valdakerfísins em eins og kunnugt er til að tryggja hagsmuna- stöðu stjómmálaafla. Þessi skipan mála hefur leitt til hrikalegrar mis- notkunar valds og fjármagns eins og dæmin sanna. Samt er þessu ragli haldið áfram undir formerkjum „lýð- ræðisins". Hvílík samtrygging. Laun þessara manna em aðeins að hluta til sýnileg, sama gildir um ráðningar- kjör forstjóra og annarra yfírmanna í almenningshlutafélögum og einka- fyrirtækjum. Þá hljóta menn að spyija sig þeirra spuminga hvort launataxtar tann- lækna, lögmanna, endurskoðenda o.fl. séu í einhveiju samræmi við vin- nutíma þeirra og greiðslugetu al- mennings. Ef allir launataxtar væm gmnd- vallaðir á starfslýsingum og starfs- mati myndu öll launakerfí verða opn- ari og sýnilegri en nú er. Með starfs- mati er hægt að koma í veg fyrir hið mikla launamisrétti með nýrri niður- röðun í launataxta. Þjóðvaki, hreyfing fólksins, mun láta þessi og fleiri mál til sín taka í komandi alþingiskosningum. Við verðum að vega að rót vandans, bijóta upp það „sjálfskipaða" valda- og spillingakerfí, sem nú blasir hvar- vetna við. Málefnagmndvöllur Þjóðvaka er skýr og afdráttarlaus. Á landsfund- inum nú í janúarmánuði fá kjósendur að heyra hvemig Þjóðvaki ætlar að vinna fyrir land og þjóð. Þjóðin á landið og auðlindina umhverfís það, en ekki fámennur valdahópur með ótakmarkaðan aðgang að pólitískum fjármálastofnunum. Þjóðvaki vill frelsi og jafnrétti til lífshátta og at- hafna og jafnrétti kynjanna í at- vinnu- og launamálúm. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri. Kristján Pétursson Stefnumótun fyrir upplýsinga- þjóðfélagið UNDANFARNA mánuði hefur áhugi almennings á upplýs- ingamálum vaxið mik- ið og er það vel. Opn- ast hafa möguleikar fyrir hinn almenna borgara til að afla sér margvíslegrar þekk- ingar gegnum al- heimstölvunet og möguleikar fyrirtækja til að hagnýta sér tæknina eru nær ótak- markaðir. íslendingar hafa tileinkað sér upp- lýsingatæknina fljótt og vel. Við eram ekki einungis notendur tækninnar því framleiðsla hugbún- aðar er vaxandi atvinnugrein sem er vel samkeppnisfær eins og þegar hefur verið staðfest með sölu ís- lensks hugbúnaðar erlendis. Opinber stefna Framleiðsla hugbúnaðar eða hugbúnaðargerð er þeirrar náttúm að byggja fyrst og fremst á hug- viti en ekki náttúrulegum hráefn- um, orku, dýmm byggingum eða tækjum. Hugvitið höfum við og það gefur okkur möguleika til þess að auka fjölbreytnina í útflutningsat- vinnuvegunum án þess að til mik- illa fjárfestinga þurfi að koma. Tií þess að hægt sé að byggja upp öflugan upplýsingaiðnað sem útflutningsatvinnugrein og styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja almennt er brýnt að stjórn- völd móti opinbera stefnu í þessum málaflokki. Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn að gera í upplýsingamálum? Frá því í haust hefur komið saman hópur sjálfstæðismanna sem hefur áhuga á upplýsinga- og tölvumálum. Hóp- urinn hefur starfað á vegum sam- göngu- og fjarskiptanefndar Sjálf- stæðisflokksins. Miðstjórn flokksins hefur nú samþykkt að stofna sérstaka mál- efnanefnd um upplýsingamál og verður það væntanlega gert með formlegum hætti næsta haust. Megin viðfangsefni málefnanefnd- arinnar er að halda uppi skoðana- skiptum um upplýsingamál innan flokksins og móta drög að stefnu í upplýsingamálum sem endurspegl- ar grandvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Verkefni málefna- nefndarinnar Málefnanefndin fjallar m.a. um eftirfar- andi þætti: Hvernig fjölga má at- vinnutækifæram og auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja með uppbyggingu öflugs hugbúnaðariðn- aðar og upplýsinga- þjónustu. Hvernig bæta má að- búnað fyrirtækja á upplýsingasviði svo út- flutningur á hugbúnaði og þjón- ustu geti orðið arðbær og stór atvinnugrein sem sitji við sama borð og aðrar greinar. Hagræðingu í upplýsingamálum ríkisins og jöfnun samkeppnis- stöðu einkarekinnar og ríkisrek- innar upplýsingaþjónustu. Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að stofna málefnanefnd um upplýsingamál, seg- ir Guðbjörg Sigurðar- dóttir, það verður gert formlega næsta haust. Nauðsyn þess að vista upplýs- ingamál hjá ákveðnu fagráðu- neyti og auka skilvirka þátttöku í alþjóðlegu samstarfí (t.d. mótun staðla). Mótun stefnu í upplýsingamál- um innan menntakerfísins, allt frá grunnskóla- til háskólastigs. Allir sjálfstæðismenn sem áhuga hafa á upplýsingamálum era hvatt- ir til þess að skrá sig í málefna- nefnd um upplýsingamál og taka þátt í þeim áhugaverðu verkefnum sem framundan eru. Sérstaklega vil ég benda á fund sem tileinkaður er upplýsingamál- um og haldinn verður fímmtudag- inn 26. janúar nk. kl. 20 í Valhöll. Höfundur er tölvunarfræðingur. Guðbjörg Sigurðardóttír Fróðleikur frá fyrri öld NÚ SKÖMMU fyrir jól kom út fyrir tilstilli Þingeyingafélagsins í Reykjavík allvæn bók með ofan- greindum titli. í ritnefnd bókarinnar em Bjöm Hróarsson, Heimir Pálsson og Sigurveig Erlingsdóttir. Fremst í bókinni er inngangur rit- nefndar, þar sem m.a. er rakinn að- dragandi útgáfunnar og rætt um frá- gang textans. Næst era birt boðsbréf Bókmenntafélagsins frá 30. apríl 1839 til allra sýslumanna og presta í landinu ásamt spumingalistum þeim sem fylgdu. Síðan kemur megintext- inn, fyrst lýsing Suður-Þingeyjar- sýslu eftir sýslumanninn Sigfús Skúlason og svo í eðlilegri röð eftir boðleið lýsingar sóknanna, frá Lauf- ássókn til Húsavíkursóknar, að báð- um meðtöldum. Þá kemur lýsing Norður-Þingeyjarsýslu eftir Arnór sýslumann Ámason og lýsingar ein- stakra sókna frá Garðssókn til Sauða- nessóknar. Aftan við megintextann er kafli um höfundana, þar sem æviatriði þeirra em skilmerkilega rakin. Þá er myndaskrá, en í bókinni era 25 svart- hvítar, teiknaðar myndir frá 19. öld, teknar upp úr ferðabókum og ísland- ’slýsingum erlendra manna, svo og tveir uppdrættir sem grestamir séra Sigurður Ámason á Hálsi og séra Jón Þorsteinsson í Mý- vatnsþingum sendu með svömm sínum. Upp- dráttur hins fyrmefnda er litprentaður á saman- brotnu myndablaði. I lok bókar er handritaskrá, ömefnaskrá og skrá yfír styrktaraðila. Lýsingamar hafa að geyma margvíslegan fróðleik, eins og spum- ingalistamir gáfu tilefni til. Einstakar jarðir eru taldar upp, rætt urn landslag, ömefni, veiði- skap, veðurfar, búskap og aðra at- vinnuhætti, afréttarlönd, trúrækni, skemmtanir, sjúkdóma, lestrarkunn- áttu og fleira. Um margt af þessu eru reyndar til aðrar heimildir úr flestum landshlutum, en hér kemur þetta efni fram í sérstöku staðbundnu samhengi. Einstakar lýsingar em mjög mis- langar og misvel unnar af hálfu höf- undanna. Athygli vekja löng lýsing Þönglabakka- og Flateyjarsókna frá hendi séra Páls Hall- dórssonar og ýtarleg lýsing séra Stefáns Ein- arssonar á Sauðanes- sðkn. Páll lætur illa af veðurfari og hafísum í Fjörðum. Hann minnist m.a. á veiðiferðir til Grímseyjar og segir að þrír bóndasynir í presta- kallinu séu smiðir og skíðamenn. — Séra Stefán var langafí Ein- ars skálds Benedikts- sonar. Hann var uppal- inn í Sauðanesi og gjör- kunnugur á Langanesi. Hann lýsir íh.a. selstöð- um þar en segir að öll sellöndin liggi ónotuð og hafi svo verið að mestu frá því um 1650 að því er virðist. Hins vegar kemur fram í lýsingu Mývatnssveitar frá hendi séra Jóns Þorsteinssonar í Reykja- hlíð, að selfarir séu þar enn tíðkaðar. Mjög lítið mun þá hafa verið um þær nema í Mývatnssveit. Séra Björn Halldórsson (1774- 1841) segir í lýsingu Garðssóknar, að á skipleysisámm 1808-10 og þar á eftir, þ.e. á tímum Napóleonsstyij- Björn Teitsson Út er komin bókin Þing- eyjarsýslur. Björn Teitsson segir bókina geyma lýsingu á Þing- j eyjarsýslum og eiga er- indi við allt áhugafólk um þingeysk málefni. alda, hafi fjallagrös verið svo ræki- 'ega tínd á Reykjaheiði, að grasa- tekja sé síðan að mestu úr sögunni þar, meðfram þó líka vegna ásóknar hreindýra. Á bls. 317 er birt ævi- ágrip sr. Bjöms Halldórssonar í Lauf- ási (1823-82) eins og hann væri höfundur lýsingar Garðssóknar, í stað æviágrips afa hans og alnafna í Garði. Þetta em helstu mistökin sem undirritaður hefur rekist á i bókinni. Séra Jón Ingjaldsson í Nesi segir m.a. að sleðar og hjólbömr séu f notk- un í sinni sókn, svo og skíði. Þar sem hann var Sunnlendingur kom honum þetta á óvart. Fjölmörg fleiri athyglis- verð atriði má finna í lýsingunum, og verður hér ekki fleira upp talið. Lýsingamar em flestar dagsettar á ámnum 1839 og 1840, en fáeinar þó síðar, allt til 1844. Lýsingu Svalbarðs- sóknar í Þistilfirði virðist hafa vantað inn í, og er hér birt sérstök lýsing á henni frá því um 1875, eftir Valdimar Ásmundarson, síðar ritstjóra. Lýsingu Svalbarðssóknar á Sval- barðsströnd vantar alveg í bókina, enda þótt sú sókn hafi tvímælalaust alltaf tilheyrt Þingeyjarsýslu. Fyrir þessu er ekki gerð grein í inngangi. 1 Skýringin er reyndar sú, að Svalbarði var á þessum tíma þjónað vestan yfír Eyjafjörð, frá Glæsibæ, og er stuttara- leg lýsing Glæsibæjarprestakalls alls í einu lagi prentuð í Sýslu- og sókna- Iýsingum Eyjafjarðarsýslu, sem út komu fyrir rúmum áratug. Áður hafa birst í bókarformi hlið- stæðar lýsingar ýmissa annarra sýslna á landinu. Fram kemur í inngangi, að um boðsbréfin frá Bókmenntafé- laginu er hér farið eftir útgáfu Sva- vars Sigmundssonar af Sýslu- og sóknalýsingum Ámessýslu 1979. Ætlunin var að Jónas skáld og rit- höfundur Hallgrímsson ynni upp úr öllum lýsingunum heildstæða ísland- slýsingu, en af því varð aldrei, því að skáldið féll frá með sviplegum hætti árið 1845, eins og kunnugt er. Bókin Þingeyjarsýslur er hin þekki- legasta í útliti. Fáar prentvillur fínnast. Myndefnið er valið af smekk- vísi. Útgáfa bókarinnar er því hið besta mál. Höfundur er skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.